STARA - 01.09.2014, Blaðsíða 21
Ljósmy ndir e f t ir Rag nhi ldi Jóhanns af
sý ning u Ste fáns Jónssonar
S
T
A
R
A
1.T
B
L
2
0
14
21
Félagið, verkstæði og vinnustofur þess eru til
húsa að Nýlendugötu 15 en í því húsnæði var
áður vélsmiðja Kristjáns Gíslasonar. Félagið
hefur einnig umsjá með geymsluhúsnæði fyrir
félagsmenn að Korpúlfsstöðum. Félagið hefur átt
fulltrúa í úthlutunarnefndum s.s. Serra sjóðnum.
Félagsmenn telja nú 129. Myndhöggvarafélagið
er aðildarfélag í SÍM.
Starfsemin í húsinu
Starfsemi félagsins er margþætt en stærsti og
mikilvægasti hluti þess eru rekstur verkstæð-
anna. Verkstæðin að Nýlendugötu eru einstök,
það er engin önnur sambærileg aðstaða til handa
myndlistarmönnum í Reykjavík og því mikið
og ötult starf sem þar er unnið. Verkstæðin
eru margvísleg, þar er smíðaverkstæði, járns-
míðaverkstæði, log- og rafsuðuaðstaða, eldstæði,
brennsluofn og leirrennibekkur. Félagsmenn eru
margir hverjir kunnir myndlistarmenn sem
hafa starfað að list sinni og framleitt verk in-
nan veggja félagsins, ss. Finnbogi Pétursson,
Ragnhildur Stefánsdóttir, Hreinn Friðfinns-
son, Magnús Pálsson, Steingrímur Eyfjörð, Ólöf
Nordal, Ásmundur Ásmundsson, Rúrí, Haral-
dur Jónsson, Hannes Lárusson, Hulda Hákon
og Hekla Dögg, svo nokkur séu nefnd. Það má
því segja að Myndhöggvarafélagið sé hornsteinn
faglegrar myndsköpunar á Íslandi.
Félagið heldur einnig uppi 10 vinnustofum, í
sama húsi, sem leigðar eru út til félagsmanna og
einu verkefnarými sem hægt er að leigja í
stuttan tíma.
Umræðuhópar og leshringir hafa myndast og
halda fundi sína á kaffistofunni, sýningarstjórar
og skríbentar koma í heimsókn og eiga fundi
með listamönnunum, haldnir eru fyrirlestrar
um myndlist og tengd málefni og félagið er sam-
komustaður þeirra sem starfa við eða hafa áhuga
á myndlist.
Höggmyndagarðurinn
Í nóvember 2010 tók félagið í fóstur frá Reykja-
víkurborg lítinn almenningsgarð að Nýlendu-
götu 17a. Þar eru afhjúpuð ný verk tvisvar sinnum
á ári. Um þessar mundir stendur þar yfir sýningin
„Forleikur“ eftir Stefán Jónsson. Á sýningunni
sýnir Stefán eitt verk í þremur hlutum: Teiknin-
gu, lágmynd og höggmynd. Teikningin verður til
þegar torfusnepill er ristur í jarðveginn, honum
flett af og eftir situr svöðusár. Lögun torfunnar
byggir á arkítektúr sem sjá má í málverki Rafaels,
„Brúðkaup Maríu meyjar“. Torfan er hengd upp
og er það lágmyndin. Höggmyndin er stílfært
líkan af Glerárkirkju á Akureyri. Titill verksins,
FORLEIKUR, er valinn vegna tvíræðrar merk-
ingar orðsins.
www.mhr.is