Akureyri - 30.04.2015, Blaðsíða 4

Akureyri - 30.04.2015, Blaðsíða 4
4 5. árgangur 16. tölublað 30. apríl 2015 Steinsmiðja Akureyrar • Glerárgötu 36 • S: 466 2800 • sala@minnismerki.is • www.minnismerki.is Opnunartímar: Mán. - fim. kl. 13:00-18:00, föst. kl. 13:00-17:00 Frábært úrval af minnismerkjum! Fagmennska • Gæði • Gott verð • 25 ára reynsla Eldra fólk og minna menntaðir gegn mosku Nokkur meirihluti Akureyringa er á móti því að moska verði reist á Akureyri. Þetta leiðir ný skoðana- könnun Háskólabrúar Keilis i ljós. Nemendur Háskólabrúar Keil- is spurðu: „Hver er þín skoðun á að moska verði byggð á Akureyri?“ Ríflega 700 vefræn svör bárust frá Akureyringum. Ef aðeins eru skoðuð svör þeirra sem tóku af- stöðu eru 61% á móti mosku en 39% hlynnt. Ef svör óákveðinna eru tekin með í jöfnuna eru 22% hlynnt, 44% hlutlaus en 34% á móti. Svörin voru greind eftir fleiri breytum svo sem aldri og menntun svarenda. Kemur á daginn að and- staða við mosku fer vaxandi með hækkandi aldri. Þá vill meirihluti háskólamenntaðra Akureyringa fá mosku á Akureyri en aðeins einn af hverjum fjórum sem ekki hefur lok- ið hærri gráðu en grunnskólagráðu segist hlynntur mosku á Akureyri. -BÞ Gagnkvæmar ásakanir um einelti Í viðtali við foreldra á Akureyri í síðustu viku kom fram sú skoðun að það mætti kalla það einelti fremur en kennslu af hálfu Snorra hvernig hann hafi gert mannamun milli samkynhneigðra og gagnkynheigðra skóla- barna með viðhorfum símum og yfirlýsingum. Hallur Gunnarsson og Andrea Hjálmsdóttir, foreldrar barna í Brekku- skóla sem fóru fram á við Brekkuskóla að Snorri kæmi ekki nálægt því að kenna þeirra börnum, sögðu þá m.a. þetta: „Það skiptir gríðar- legu máli að öll börn fái rými til að máta sína kynhneigð án þess að verða fyrir aðkasti. Þá erum við ekki að tala endilega um að lifa kynlífi heldur kannast við eigin kenndir hverjar sem þær eru. Það er gríðarleg ábyrgð að vera kennari og ekki síst þegar skoðanir kennara eru meiðandi og fjandsamlegar ákveðnum hópi fólks, jafnvel for- eldrum, systkinum, vinum eða ætt- ingjum nemenda skólans. Þetta er ekkert annað er einelti kennara sem elur á fordómum. Við erum ekki að fara fram á að allir kennarar hafi sömu lífsskoðanir og við sjálf, fjöl- breytileiki er góður og allt það, en viðhorf Snorra ganga lengra en nokkru tali tekur, þau eru mannfjandsamleg,“ sögðu Andrea og Hallur. SNORRI VÍSAR TIL GRÓUSAGNA Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra sem féll 10. apríl síðast- liðinn kemur fram að Snorri sem missti starf sitt vegna um- mæla sem bær- inn taldi ólíðandi fyrir minnihlutahópahópinn samkynhneigð börn, seg- ir að sér hafi verið bol- að úr starfi á grundvelli ólögmætra sjónarmiða. Snorri segir að í stefn- unni sjálfri sé lýst róg- burði í sinn garð um að hann hafi rætt við nem- endur um skaðsemi samkynhneigð- ar og fyrir slíku bornar Gróusögur. Við þeim Gróusögum hafi bærinn brugðist með því að færa Snorra til í starfi og láta hann stunda svo- nefndan „yndislestur“ á bókasafni. Þetta hafi verið mjög niðurlægjandi fyrir Snorra. „Það að færa fólk til í starfi að ófyrirsynju sé talið skóla- bókardæmi um einelti á vinnustað. Þótt rót þessa hafi ef til vill verið hjá foreldrum hafi skólayfirvöld ákveðið að taka þátt í því með for- eldrunum fremur en að fá þá á móti sér og hafi því gengið í lið með þeim. Hafi skólayfirvöld þannig orðið vond fyrirmynd börnum sem kennt sé að gera ekki slíkt. Næst hafi það gerst að foreldrar hafi kvartað yfir viðhorfum stefnda en ekkert hafi hins vegar komið fram um að hann hafi látið nein viðhorf í ljós sem kennari, ekk- ert liggi fyrir í málinu um það. Hafi á ný ver- ið brugðið á það ráð að halda eineltinu áfram. Hafi þá verið ákveðið að tilteknir árgangar myndu ekki hitta stefnda á bókasafninu. Sé þetta dæmigert þegar um einelti sé að ræða,“ segir í dóminum um sjónarmið Snorra. Málið snýst því einum þræði um gagnkvæmar ásakanir um einelti. Foreldrar barna í Brekkuskóla hafa ítrekað bent á þann mikla valda- mun milli barna og kennara, eigin máli til stuðnings. HVER ERU MÖRK HATURSÁRÓÐURS? Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir þetta um áfrýjun bæjarins til Hæsta- réttar vegna dómsmálsins: „Ak- ureyrarbær lagði mikla áherslu á stjórnsýslurétt, vinnurétt og mann- réttindi, þar með talið tjáningar- frelsið og mörk þess með vísan til hatursáróðurs í málflutningi sínum í héraðsdómi. Akureyrarbær mun áfram leggja áherslu á þau réttindi og fá til aðstoðar lögfræðing eða lögfræðistofu sem hefur m.a. sérs- taka þekkingu á þessum málum.“ Bæjarstjóri segir einnig: „Eins og fram kemur í bókun bæjarráðs þá telur bæjarráð afar brýnt að fá úrskurð Hæstaréttar um mörk tján- ingarfrelsis kennara í grunnskólum og ábyrgð þeirra þegar kemur að umfjöllun um minnihlutahópa.“ -BÞ Andrea og Hallur, foreldrar barna í Brekkuskóla. Eiríkur Björn bæjarstjóri. Snorri Óskarsson.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.