Akureyri - 30.04.2015, Blaðsíða 13

Akureyri - 30.04.2015, Blaðsíða 13
30. apríl 2015 16. tölublað 5. árgangur 13 Sumarkveðja frá Grenndargralinu Vorvísur Vorið blíða veitir ilinn, vermir kalda móðurjörð. Svitna taka svellaþilin, svífur blær um fjallaskörð. Lækir dansa létt um gilin, lítill foss þar stendur vörð. Fuglar syngja fram til heiða, fögur hlíðin brosir mót. Ljómar sól um loftið breiða, lífsins tendrast ástarhót. Lágir tónar laða og seiða, ljúfan óð frá hýrri snót. Út við sæ og inn til dala, óma raddir vorsins blítt. Líður upp til ljóssins sala, lofgjörðin um frónið vítt. Vakna blóm af vetrardvala, verður allt svo bjart og hlýtt. Áður óbirt ljóð eftir Halldór Friðriksson frá Nesi í Saurbæjarhreppi, f: 1902 - d: 1973 HEIMABYGGÐ Í GAMLA DAGA Hvað var efst á baugi fyrir 40 árum síðan? Á forsíðu Dags miðvikudaginn 30. apríl árið 1975 er fjallað nokkuð um árstíðir og tíðarfar. Sagt er frá áhuga Hríseyinga á að fjárfesta í togara til að efla atvinnustarfsemi í eynni. Hún er sögð í vetrarbúningi en rjúpan sé þó komin til að bera með sér tíðindi um betri tíð. Reyndar eru hinir ýmsu farfuglar sagðir vera komnir til Akureyrar. Segir m.a. í greininni um farfuglana að jaðrakönum hafi fjölgað á Norður- landi. Þá er lítil grein um dagskrá sumardagsins fyrsta á Akureyri. Skátar, gæðingar og tónlist var meðal þess sem boðið var upp á í veðurblíðunni á Akureyri. Fjallað er um aðalfund Slippstöðvarinnar, stofnun nýs flugfélags og fund iðnaðarráðherra með Húnvetningum um möguleikann á að virkja Blöndu. Enn fremur er sagt frá heimsókn Karlakórsins Goða úr Þingeyjar- sýslu til Akureyrar, góðan afla grásleppubáta á Ólafsfirði og sameiningu ungmennafélaga í Öngulsstaðahreppi. Myndin á forsíðunni sýnir flutning þriggja Breta af björgunarskipinu Lifeline á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að þeir slösuðust við björgun kaupskipsins Hvassafell við Flatey í Skjálfanda. Já, svona var lífið í heimabyggð fyrir 40 árum síðan. Vertu með! Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is Íslensk ferðaþjónusta þarfnast menntaðs fólks sem kann vel til verka Í Háskólanum á Hólum er í boði fjölbreytt og hagnýtt nám á sviði ferðamálafræði og viðburðastjórnunar. Umsóknarfrestur er til 5. júní 2015 w w w .h ol ar .i s n ýp re n t 0 3 /2 0 15 Háskólasamfélag með langa sögu Hólar í Hjaltadal er í senn mikill sögustaður og útivistarparadís. Háskólinn á Hólum er lítill en öflugur háskóli sem sinnir kennslu og rannsóknum á sviði ört vaxandi atvinnugreina. ÚR MYNDASAFNI GRENNDARGRALSINS Nemendur í Hrísey á 7. eða 8. áratug síðustu aldar. Myndin er tekin í gamla barna- skólanum þar sem lestrarfélag Hríseyjar var einnig til húsa. Myndin barst Grenndargralinu árið 2013 í tengslum við skrif eiganda hennar Árnýjar Helgu reynisdóttur um æskuárin í Hrísey. Æskuminningarnar birtust í desember sama ár en myndin ekki.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.