Akureyri - 30.04.2015, Blaðsíða 6

Akureyri - 30.04.2015, Blaðsíða 6
6 5. árgangur 16. tölublað 30. apríl 2015 AÐSEND GREIN JÓHANNES GUNNAR BJARNASON OG ODDUR HELGI HALLDÓRSSON Komdu með! Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Ak- ureyri voru stofnuð í desember 2013. Markmið þeirra er að safna fé til kaupa á tækjabúnaði sem nauðsynleg- ur er til að bæta þá góðu þjónustu sem sjúkrahúsið veitir. Mjög mikið og náið samstarf er við fagfólks sjúkrahússins og stjórnendur varðandi þau tæki sem brýnast er að festa kaup á og forgangs- röðun verkefna. Í stjórn Hollvinasam- takanna er fólk sem hefur brennandi áhuga á velferð samfélagsins. Sam- tökin hafa frá stofnun notið mikils velvilja einstaklinga og fyrirtækja sem nú þegar hefur gert mögulegt að kaupa afar mikilvæg lækningatæki. Sjúkrahúsinu hefur þegar verið afhent 35 fullkomin sjúkrarúm og á ársfundi þess þann 15. maí nk. verður afhent fullkomið ristilspeglunartæki ásamt augnsteinamælitæki, að heildarverð- mæti um 15 milljónir króna. Eitt af því mikilvægasta sem þarf til að samfélag geti þrifist er góð heilbrigð- isþjónusta. Hún er hornsteinn samfé- lagsins og vilji okkar stendur til að efla Sjúkrahúsið á Akureyri enn frekar. Við viljum að hægt verði að bjóða upp á nýj- ustu tækni og til staðar verði tæki til að sinna sem flestum sjúkling- um sem þangað leita. Það var á þessum grunni sem lagt var af stað við stofnun Hollvinasamtakanna. Stjórnin er stór- huga og í náinni framtíð verður ráðist í fleiri og stærri verkefni. Það verður auðveldara viðfangs með frekari fjölg- un hollvina. Skráðir félagar eru nú um 1300 talsins. Mjög auðvelt er að skrá sig í samtökin á heimasíðu SAk, www.sak. is. Þar er stika til hægri, Hollvinir, þar sem er hægt að skrá sig í félagið. Gert er ráð fyrir að hver vinur greiði 5.000 kr. árgjald í maí og mun það fé renna óskipt til tækjakaupa. Við skorum á þig að hjálpa til við uppbyggingu okkar mikilvæg- ustu stofnun- ar og skrá þig í Hollvinasam- tökin. Margar hendur vinna létt verk. Vertu velkomin í hópinn. Jóhannes Gunnar Bjarnason, formaður Oddur Helgi Halldórsson, meðstjórnandi VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjarbúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu- póst á bjornthorlaksson@gmail.com eða hringið í síma 862 0856. LOF OG LAST VIKUNNAR „Átti leið um Naustaveginn ofan Skauta- hallar. Finnst að Norðurorka eigi skilið LAST fyrir að hafa svona mikilvægt mannvirki í niðurníðslu, líkt og hitaveitu- lögnin er á þessum áberandi stað. Er ekki hægt að ganga þannig frá mannvirkinu að augljós vanhirða sé ekki áberandi?“ Spyr Akureyringur í bréfi. LOF fær nýja fjöruleiðin fá Torfunefi og inn á flugvöll. Svo segir akureyrsk kona í bréfi til blaðsins. „Geng þetta nokkuð oft mér til ánægju, hressingar og yndisauka. Sérlega vel og fallega hannað útivistar- svæði. EN gula ýtu-innsetningin þarna á Leirunni er bara ekki að gera neitt sérstakt fyrir mig svona fagurfræðilega séð,“ segir konan á Akureyri sem hafði samband við blaðið. Slæm umgengni er á Hamarkotstúni, garði milli Þórunnarstrætis og Byggðavegar, en „...þar skilja sóðar í hópi hundaeigenda skít sinna hunda eftir en annar hópur sóða sem þar gengur um eru þeir sem hafa drykki í flöskum og brjóta tómu flöskurnar þannig að glerbrotin dreifast um allt,“ segir í bréfi til blaðsins frá íbúa. „Annað sem ég vil benda á til LASTS er þegar hundaeigend- ur koma með hundana sína og sleppa þeim lausum á þetta sama svæði (Hamarkotstún) og leyfa þeim að hlaupa þar. Lausaganga hunda er bönnuð í bænum en hversu góðir og þjálfaðir sem hundarnir eru þá skapar þetta hættu en auk þess eru fjölmargir sem hræðast hunda fullorðnir og börn. En í restina vil ég LOFA þá sem stuðluðu að því að setja upp frisbígolfið á Hamarkotstún- inu og fótboltamörkin. Yfirgengilegur sóðaskapur er í biðstöð Nætursölunnar í miðbænum þar sem strætó er til húsa, að sögn manns sem hr- ingdi inn LAST. Sjaldan og illa er skúrað og óboðleg afstaða bæði fyrir vagnstjóra og farþega, að sögn mannsins. LOF fær kór Laugalandsprestakalls og stjórnandi þeirra Daníel Þorsteinsson fyrir sumar-tónaflóð í Laugarborg að kvöldi síðasta vetrardags. „Stund sem leið sem örskot þar sem fluttar voru dýrmæt- ar dægurperlur sem og kirkjutónlist á einstaklega faglegan, fallegan og ein- lægan hátt. Greinilegt að bæði áheyrendur og flytjendurnir nutu kvöldsins,“ skrifar „þakklátur áheyrandi“. AKUREYRI VIKUBLAÐ 16. TÖLUBLAÐ, 5. ÁRGANGUR 2015 ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is. FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193. RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING 14.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND Okkur vantar Astrid áhrifin Í frábærri þáttaröð um Astrid Lindgren sem Ríkisút-varpið færði okkur í kringum páskana kom fram að hún, þessi eina kona, væri ein lykilástæðan fyrir góðu siðferði sænsku þjóðarinnar. Þar var nefnt sem rökstuðn- ingur að í bókum Astrid Lindgren, sem nánast hvert sænskt barn les, er fólki kennt að styðja lítilmagnana, hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. Mörgum líður illa án þess að bera það á torg, aðgát skal höfð í nærveru sálar, sagði Einar Ben, Astrid hefur oft sagt það líka. Það ríkir siðferðislegt réttlæti í jöfnuði gæðanna, siðferðislega er rétt að þroska samkennd, sá sem á nóg þarf ekki meira, honum á ekki að líðast að stela úr sameiginlegum sjóðum, sömu pottum og eiga að fara í styrkingu velferðar fyrir þá sem minna mega sín. Áhrif Astrid Lindgren í Svíþjóð eru okkur umhugs- unarefni og ekki síst ættu misgóðir stjórnmálamenn hér á landi og misgóðir viðskiptamógúlar að lesa bækur Astrid Lindgren. Nú sækir menntamálaráðherra að menntun íslenskra borgara á sama tíma og hann engist um í möskvum persónulegs hneykslismáls. Ríkissstjórnin hefur ekki bara sótt að menntun sem almennum lífsgæðum heldur sækir hún einnig að lestri bóka með hækkun bókaskatts. Viskunni hefur ekki verið hampað í tíð þessarar ríkis- stjórnar. Hugmyndum um jöfnuð er ekki hampað. Hyl- djúp gjá hefur skapast milli ríkjandi stjórnmálamanna og auralítillar alþýðu eins og kemur nú fram í kjaradeil- um. Landið er í eigu útgerðarelítunnar, sagði sjómaður í Akureyri vikublaði í síðustu viku. Elítan leggur meira upp úr því að græða pening á makríl og þorski, maka eigin krók, en að efla siðvit í landinu með menntun, samhygð og upplýsingu. Aðrar náttúruauðlindir sumar hverjar blóðmjólkaðar, Landsvirkjun hyggst virkja allt sem hægt er að virkja eins og enginn sé morgundagurinn. Án jarðsambands, án siðvits, án samskipta við önnur ríki, án löngunar til að læra af öðrum og þroskaðrar sam- kenndar eru meiri líkur á firringu og siðleysi en ella. Við hefðum þurft að eiga okkar Astrid Lindgren. Með skrif- um sínum felldi hún ríkisstjórnir, breytti stjórnmálun- um, bækur hennar efldu siðvit og samkennd sænsku þjóðarinnar. Það er eirthvað annað en Hvítbók Illuga Gunnarssonar sem er rýr að innihaldi af því að nýfrjáls- hyggjan knýr skrifin áfram, nýfrjálshyggjan reiknar allt til veraldlegs hagnaðar en gerir ekki ráð fyrir samkennd eða óeigingirni mannskepnunnar. Við áttum þó okkar Guðrúnu Helgadóttur barna- bókarhöfund. Þeir sem lásu Jón Odd og Jón Bjarna og fleiri frábærar sögur Guðrúnar kveiktu á perunni. Siðvit mótast þegar við erum börn. En mörgum þótti Guðrún Helga hættuleg því hún stóð utan ráðandi afla og var tortryggð sem slík. Áður en Illugi Gunnarsson segir af sér legg ég til að það verði hans síðasta embættisverk að henda hvítbók- inni sinni, en beita sér fyrir því að öll íslensk skólabörn lesi bækur Guðrúnar Helgadóttur. Það myndi efla íslenskt siðvit. Allar þjóðir þurfa sína eigin Astrid Lindgren. Með ristjórakveðju Björn Þorláksson Var sem brysti klukkustrengur, segir í einni af bókum Nóbelskáldsins og kannski leið sumum okkar eins þegar snjór fór að falla á vorblómin okkar, á sjálfan sumardaginn fyrsta. Sigríður Stefánsdóttir. Oddur Helgi Halldórs- son Jóhannes Gunnar Bjarnason

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.