Akureyri - 30.04.2015, Blaðsíða 12

Akureyri - 30.04.2015, Blaðsíða 12
12 5. árgangur 16. tölublað 30. apríl 2015 Grenndargralið birtir greinar eftir grunnskólanemendur Grenndargralið hefur nokkur undanfarin ár birt greinar á heima- síðu sinni, grenndargral.is, undir heitinu Héraðsfréttir. Greinarn- ar, sem unnar eru af nemendum í 8. – 10. bekk í Giljaskóla, fjalla með einum eða öðrum hætti um málefni heimabyggðar. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði Gilja- skólaleiðarinnar en greinaskrifin eru hluti af ritunarhluta í íslensku- námi nemenda. Auk ritunar eru framsögn og lestur þættir sem lögð er sérstök áhersla á. Krakkarnir setja sig í spor fréttamanna, fara á stúfana og leita uppi athyglis- verð viðfangsefni. Greinahöfundar tjá eigin tilfinningar og skoðanir á nánasta umhverfi og leggja þannig sitt af mörkum til uppbyggingar grenndarsamfélagsins á lýðræðis- legan hátt. Með birtingu greinanna á opinberum vettvangi þjálfast krakkarnir í að láta rödd sína heyr- ast og ljós sitt skína. Sem dæmi um efnistök má nefna fróðleik úr heimabyggð, frásagnir af sögufræg- um stöðum og kynningar á ýmis konar félags- og atvinnustarfsemi. Þá fá krakkarnir einnig tækifæri til að vekja athygli á hagsmuna- málum sínum og mögulega veita þeim æskilegt aðhald sem annars kynnu að brjóta á réttindum þeirra. Þannig eru álitamál af ýmsu tagi tekin fyrir þar sem gagnrýnin hugsun er höfð að leiðarljósi. Oft og iðulega hafa greinarnar hreyft við þeim sem eldri eru og fengið þá til að bregðast við með skrifum eða aðgerðum. a GRENNDARGRALIÐ Gersemar í sögu og menningu heimabyggðar Grenndargralið og Giljaskólaleiðin opna leið fyrir grunnskólanemendur til að tjá sig opinberlega. Gervigrasvellir framtíð ís- lenskrar knattspyrnu? Á síðustu 10 árum hefur gervigrasvöll- um fjölgað mikið. Víða um land má nú orðið finna gervigrasvelli og er Akureyri þar engin undantekning. Til að mynda eru þrír slíkir vellir í mínu hverfi, einn við Giljaskóla, ann- ar við Glerárskóla og sá þriðji við Síðuskóla. Þannig eru gervigrasvell- irnir gjarnan staðsettir á skólalóðum eða við íþróttabyggingar og nýtast því vel börnum og unglingum, bæði á skólatíma og frítíma. Tilkoma gervigrasvalla hefur breytt heilmiklu fyrir fótboltann á Íslandi til hins betra og margir segja að miklar framfarir íslenskra fótboltamanna megi rekja beint til tilkomu vallanna. Áður en vellirnir komu til æfðu fótboltamenn mest megnis innandyra yfir vetrartímann og einungis á grasi yfir sumarið. Núna er hins vegar hægt að æfa fótbolta allan ársins hring á gervi- grasi sem er ótrúlega jákvætt fyrir alla þá sem iðka íþróttina. Ég er mjög ánægð- ur með aðstöðu gervigrasvallanna í mínu hverfi og tel þá vera vel nýtta af krökkun- um í hverfinu. Sum staðar mættu vellirn- ir þó vera betur upphitaðir og ljósin loga lengur því oft er erfitt að spila fótbolta á þeim vegna of mikils snjós eða of lítillar birtu. Það væri því gott ef hitinn í völlunum væri hækkaður yfir kaldasta tíma vetrarins til að losna við mesta snjóinn. Gaman væri að sjá aðstöð- una í kringum vellina batna ennþá betur á næstunni, t.d. með því að byggja fleiri velli þar sem stund- um komast færri að en vilja. Síðan væri gott að byggja einhverskonar skjól frá snjónum við vellina eins og t.d. þak. Það er augljóst að gervigrasvell- irnir eru til hins góða og hafa haft jákvæðar afleiðingar í för með sér á marga vegu. Vegna þeirra er hægt að spila fótbolta allan ársins hring á grasi og framfarir fót- boltamanna verða því meiri. Það verður gam- an að fylgjast áfram með þróuninni sem á eftir að eiga sér stað í gervigrasvallarmálun- um á næstu árum og sjá ennþá fleiri íslenska knattspyrnumenn vaxa úr grasi. a Vélsmiðja Steindórs – fjölskyldufyrirtæki Vélsmiðja Steindórs var stofnuð árið 1914 af langa langa afa mínum honum Steindóri Jóhannessyni. Steindór fæddist árið 1883 og ólst upp í Lýtingsstaðahreppi. Hann kynntist langa langa ömmu minni sem var úr Öxna- dal á meðan hann var í námi. Hún hét Sigur- björg Sigurbjarnardóttir. Langa Langa afi fór erlendis til að læra og lenti þar í ævintýrum. Til dæmis lenti hann í skipstrandi. Hann dó árið 1951 og þá hafði sonur hans Steindór Steindórsson tekið við rekstri fyrirtækisins af honum. Steindór Steindórsson dó svo árið 1977 og þá tók pabbi mömmu minnar, Sigur- geir Steindórsson við fyrir- tækinu. Í dag eru hluthaf- ar fyrirtækisins fjórir en Sigurgeir afi minn á 50% í því. Hinir hluthafarnir eru allir í fjölskyldunni enda er fyrirtækið fjöl- skyldufyrirtæki og hefur framkvæmdastjórn þess „erfst“ í beinan karllegg. Núna er Valur frændi minn orðinn aðstoðarfram- kvæmdastjóri og þannig hefur afi fengið smá aðstoð við reksturinn. Síðasta sumar var haldið upp á hund- rað ára afmæli Vélsmiðjunnar. Fengnir voru hoppukastalar, gasblöðrur, ýmsir skemmti- kraftar og svo var boðið upp á pylsur, gos, kaffi og köku. Um 400 vinir, kunningjar og viðskiptavinir komu í heimsókn. Tvær stórar afmæliskökur urðu þó eftir og farið var með þær upp á Dvalarheimilið Hlíð og Lögmannshlíð. Það var virkilega gaman að færa fólkinu kökurnar og sumir mundu eft- ir sögum til að segja okkur frá því í gamla daga. Alltaf hefur verið mikið lagt upp úr því að fyrirtækið sé fjölskylduvænt og þar eru í raun allir jafn mikilvægir. Einhvern veginn hefur alltaf verið jafnrétti hjá Vél- smiðjunni. Til dæmis voru þrjár konur í 100 ára afmælisnefndinni. Hver og ein þeirra var málsvari sinnar kynslóðar og fulltrúi afa síns. Guðný frænka mín sem er barna- barn Steindórs Jóhannessonar, mamma mín hún Hrabba sem er barnabarn Steindórs Steindórssonar og svo systir mín Rósa sem er barnabarn Sigurgeirs Steindórssonar. Afi Sigurgeir er framkvæmdastjóri Vélsmiðj- unnar og Guðný hefur verið stjórnarformað- ur fyrirtækisins í nokkra áratugi. Í stjórn fyrirtækisins sitja tvær konur og einn karl. Ég tel ekki að Steindór Jóhannesson hafi í upphafi getað giskað á að fyrirtækið næði þessum aldri, kannski vonaði hann það. Af- mælishátíðin var skemmtilegur áfangi í sögu Vélsmiðjunnar og vonandi markar hún nýjan kafla. Þetta var fjölskylduhátíð og endur- speglaði fyrirtækið því að fjölskyldan er það mikilvægasta sem við eigum. Fyrirtækið hefði líklega ekki náð sama árangri ef það hefði ekki verið fjölskyldufyrirtæki. Margar breytingar eru í vændum m.a. er kominn ,,Framkvæmdastjóri í þjálfun“ sem er Valur frændi minn. Við hlökkum öll til að takast á við fleiri krefjandi verkefni í framtíðinni og það verður forvitnilegt að sjá hversu vel fyr- irtækið mun blómstra næstu árin. a Kristján leó arn- björnsson 8. bekk róslín Erla Tóm- asdóttir 9. bekk Vélsmiðja Steindórs og starfsmenn hennar á árum áður.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.