Akureyri - 30.04.2015, Blaðsíða 2

Akureyri - 30.04.2015, Blaðsíða 2
2 5. árgangur 16. tölublað 30. apríl 2015 Höfuðhandklæðin frá Sif eru saumuð úr gæðabómull. Létt og þægileg í notkun og henta jafnt síðu sem stuttu hári og dömum á öllum aldri. Nánar um Sif höfuð- handklæði á facebook Fáanleg í 10 litum Fjölmörg óhöpp vegna óveðurs Norðlendingar hafa ekki farið varhluta af óveðri síðustu daga. Mjög hefur mætt á íbúum og þá ekki síst ferðalöngum eftir að hvellurinn hófst strax í byrjun sumars! Lögreglumenn á Norður- landi staðfesta annríki og að ýmiss konar vandræði hafi orðið. „Fólk hefur einkum lent í ýms- um vandræðum vegna hálku,“ segir lögreglumaður á Akureyri. Blaðinu var síðastliðinn mánudag kunnugt um að minnsta kosti sex bílveltur á Norðurlandi vegna hálkunnar. Tvær bílveltur urðu á Árskógssandi, ein uppi á Öxnadaldsheiði, tvær í Þingeyj- arsýslu sama dag, einn bíll valt á Víkurskarði. Eflaust hefur bæst við. -Erum við að tala um að ótíma- bær dekkjaskipti valdi þessu að nokkru leyti? „Það er ekki gott að segja en þessi slys eiga það sameiginlegt að það má kenna ökumönnum um þau. Fólk ekur of hratt eftir aðstæðum. Ef bíll rennur til og fer út af vegna hálku er honum ekið of hratt. Ég vil kenna ökumönnum um þegar svona slys eru annars vegar, ég vil ekki varpa ábyrgðinni á ökutækin og búnað þeirra,“ segir akureyrskur lögreglumaður. -BÞ Aftur upp risinn rígur um menntamál? Það vakti athygli norðlenskra áhrifamanna í atvinnulífinu að þegar samningur um stofnun deild- ar frá Háskólanum í Reykjavík í Vestmannaeyjum var undirritaður í Eyj- um um miðjan mánuð mættu hvorki fleiri né færri en þrír ráðherrar þegar skrifað var und- ir yfirlýsingu. Í kjöl- farið hefst væntanlega undirbúningur náms við sjávarútvegstengda nýsköpun til BS-prófs í Vestmannaeyjum að loknu nefndarstarfi. Undir yfirlýs- inguna skrifuðu Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Ragn- heiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra. Norðlenskir heimildarmenn blaðsins hafa bent á að á sama tíma og þetta nám er boðað sem kunni að einhverju leyti að skarast á við það nám sem boðið er upp í sjáv- arútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri sé flutningur Fiskistofu norður til Akureyrar í uppnámi. Átök hafa áður orðið milli Akureyr- inga og sunnanmanna, til dæmis í þingsal vegna námsmöguleika í suðri og norðri. Átök- in má á köflum rekja til þess að landshlutarn- ir tveir hafa bitist um bjargir. Árið 1996 sagði Árni Johnsen þingmaður Sjálfstæð- isflokksins á Alþingi „... mjög sorglegt hvernig hrepparígur hefur ver- ið vakinn milli Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri“. Þá hafði sleg- ið í brýnu milli Vestmannaeyinga og Akureyringa í menntamálum. Nú er unnið að sameiningu skóla úti á landi og talað fyrir sameiningu og hagræðingu. Á sama tíma horf- ir í að nýtt nám kunni að verða til í Eyjum, á sviði sem brennimerkt hefur verið Háskólanum á Akur- eyri til áratuga. Akureyri vikublað spurði rektor Háskólans á Akureyri, Eyjólf Guð- mundsson, hvernig honum litist á hugmyndir um rannsóknartengt nám í sjávarútvegsfræðum í Eyjum. „Ég lít þannig á þetta að því meiri þekking sem verður til fyrir sjávarútveginn, því betra. Grein- in er ein af burðarásum íslensks samfélags og ég sé ekkert athuga- vert við að menn sæki fram. Ég geri fastlega ráð fyrir að menn ræði saman þegar þessi nefnd hefur skil- að af sér og að námið verði, ef af því verður, byggt upp með skynsemi og hagkvæmni að leiðarljósi.“ Lítur rektor HA þá ekki þannig á að samkeppni í Eyjum kunni að verða ógn við sjávarútvegsfræði- námið við Háskólann á Akureyri? „Nei, við erum þegar í samstarfi við aðra skóla, það er fjarkennsla um allt land hjá okkur, svona hugnyndir eru frekar til að brýna alla til dáða en hitt,“ segir rektor. Hann bætir við að sátt ríki um rekstrarmódelið í sjávarútvegs- fræðum við HA, nemendur séu ánægðir og hafi að jafnaði fengið góð störf í atvinnulífinu að námi loknu. -BÞ Eyjólfur Guðmundsson Meirihlutinn fallinn á Akureyri -samkvæmt nýrri könnun – meirihlutaflokkarnir þrír með fjóra menn nú í stað sex þegar kosið var – Píratar taka hástökk Meirihluti Samfylkingar, Fram- sóknarflokks og L-lista á Akur- eyri er fallinn ef marka má glæ- nýja skoðanakönnun. Háskólabrú Keilis spurði um fylgi við flokka og er byggt á ríflega 700 svörum. Meirihlutaflokkarnir fengu sex menn í bæjarstjórnarkosningum árið 2014 en fengju fjóra í dag sam- kvæmt fylgismælingu könnunar- innar. Píratar mælast í fyrsta skipti með menn í bæjarstjórn og koma inn með látum, fá tvo fulltrúa og 16%. Aðeins Sjálfstæðisflokkur og Samfylking njóta nú meira fylgis en Píratar á Akureyri samkvæmt könnuninni. Spurt var: Ef gengið yrði til bæjarstjórnarkosninga á Ak- ureyri hvaða flokk myndir þú kjósa? Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur nokkuð afgerandi stöðu sem stærsta stjórnmálaaflið á Akur- eyri. D-listi sjálfstæðismanna fengi 21,4% eða 3 fulltrúa, sama manna- fjölda og í kosningum 2013. Fram- sókn fengi 9,8%, myndi tapa einum manni. Samfylking fengi 16,8% og 2 menn eins og í kosningunum. L-listi fengi 11,6% eða einn mann, myndi tapa öðrum bæjarfulltrúan- um. BF fengi 11,8% og einn mann eins og í kosningunum. VG fengi 12% og einn mann eins og í síðustu kosningum. Ellefu stólar eru í bæj- arstjórn á Akureyri. GUNNAR OG LOGI VIN- SÆLIR EN UMDEILDIR Í könnuninni var einnig spurt um traust á oddvitum framboðanna í bæjarráði. Annars vegar var spurt: Til hvers af oddvitum stjórnmála- flokka sem sitja í bæjarráði berð þú mest traust? Hins vegar var spurt: Til hvers af oddvitum stjórnmála- flokka sem sitja í bæjarráði berð þú minnst traust? Tveir fulltrúar í bæjarráði skera sig úr þegar svörin eru skoðuð. Báðir mælast með meira traust en aðrir fulltrúar en einnig mælist vantraust þeirra mun meira, eink- um vantraust annars þeirra. Logi Már Einarsson, oddviti Samfylk- ingarinnar, mælist með mest traust allra sem spurt var um eða 22%. Nokkru fleiri eða 27% svarenda segjast bera minnst traust til Loga. Gunnar Gíslason, oddviti sjálf- stæðismanna, mælist með mesta traustið hjá 21 prósenti svarenda, ívið færri treysta honum best en Loga. 37% segjast aftur á móti bera minnst traust til Gunnars sem ger- ir hann að langumdeildasta bæj- arráðsmanni Akureyrar samkvæmt þessari könnun. Könnunin er vefræn og tóku um 900 manns þátt en svörin sem hér eru greind fyrir Akureyri vikublað taka mið af ölllum sem kusu á Ak- ureyri, ríflega 700 manns. Þetta er þriðja árið sem könnunin er fram- kvæmd og segja aðstandendur hennar að aðferðafræðilega sé hún góð vísbending um veruleikann. -BÞ Gunnar Gíslason er langumdeildasti fulltrúi bæjarráðs á akureyri miðað við niðurstöð- ur spurningakönnunar. píratar hafa raðað sér í hóp stærstu framboða á akureyri miðað við nýja skoðana- könnun. Hafnasamlag Norðurlands vígði s.l. laugardag nýja og glæsilega 65 metra flotbryggju í Sandgerðisbót á Akureyri.  Við bryggjuna eru stæði fyrir 32 báta.  Bryggjan er keypt af Króla ehf og var hún steypt meðal annars hjá Loftorku í Borgarnesi.  ÞJ verktakar, Rafeyri og GV gröfur komu einnig að verkinu.  Bryggjan kostar fullbúin um 45 milljónir króna.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.