Akureyri - 30.04.2015, Blaðsíða 10

Akureyri - 30.04.2015, Blaðsíða 10
10 5. árgangur 16. tölublað 30. apríl 2015 Dögun leggst gegn frumvarpi Stjórnmálasamtökin Dögun hafna alfarið lagafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar um kvótasetningu á mak- ríl. „Dögun hafnar þeim þjófnaði og þeirri einkavinavæðingu sem þar er ráðgerð“ segir í ályktun frá samtökunum. Dögun bendir á að veiðireynsla stórútgerðarinnar byggist að stór- um hluta á óábyrgum veiðum til mjölvinnslu, sem miðuðust við að landa sem mestu magni af makríl óháð þeim verðmætum sem hægt var að búa til. „Íslenska þjóðin og fulltrúar hennar á Alþingi eiga ekki að ljá máls á því að verðlauna örfáa út- gerðaraðila sem ganga augljóslega gegn almannahagsmunum,“ segir í ályktuninni frá Dögun. a „Heilsueflandi heim- sóknir til aldraðra“ Heilbrigðisstofnun Norðurlands mun taka við verkefninu „Heilsu- eflandi heimsóknir til aldraðra“ 1. júní nk. í kjölfar þess að stofnun- in tók við starfsemi Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri. Heilsu- eflandi heimsóknir til aldraðra hófust á Akureyri um aldamótin síðustu í samvinnu Heilsugæsl- unnar á Akureyri og Búsetudeildar Akureyrarbæjar og hefur starf- semin falist í heimsóknum og við- eigandi ráðgjöf til íbúa, 75 ára og eldri, sem búa heima og njóta ekki þjónustu s.s. heimahjúkrunar eða dagþjálfunar. Þær breytingar verða gerðar á þjónustunni, að haft verður sam- band við þá sem eru 80 ára og eldri í stað 75 ára og eldri sem hvorki hafa heimahjúkrun, heimaþjónustu eða eru í dagþjálfun og þeim boðin heimsókn. Þeir sem eru á aldrinum 75-80 ára geta haft samband við heilsugæsluna og pantað sér við- tal eða hringt í auglýstan símatíma. Einnig mun verða lögð áhersla á al- menna fræðslu til íbúa í samstarfi við aldraða og hinar ýmsu stofnanir. „Það er von forsvarsmanna Heil- brigðisstofnunar Norðurlands að vel takist til með þessa breytingu og að henni verði vel tekið á með- al eldri borgara,“ segir í tilkynn- ingu sem Þórdís Rósa Sigurðar- dóttir yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsugæslustöðinni á Akureyri hefur sent fjölmiðlum. a AÐSEND GREIN HJÖRLEIFUR HALLGRÍMS Því byggir Akureyar- bær ekki leiguíbúðir? Ég frétti fyrir nokkru að rætt hefði verið í bæjarstjórn Akureyrar um vöntun á leiguíbúðum og á þó Bær- inn á milli 200 og 300 íbúðir til útleigu, mis stórar víðsvegar um bæinn og er þó jafnvel nokkurra ára bið eftir að fá leiguíbúð. Það eru um 150 aðil- ar, sem vantar leiguíbúð nú þegar og þar af um 100, sem bíða eftir 2ja herbergja íbúðum. Það er alkunna að leiga á hinum almenna markaði hvort, sem er Búseti eða aðrir. hefur rokið upp úr öllu velsæmi og þar af leiðir að fólk leitar eftir eins ódýru hús- næði og hægt er og hefur Bærinn getað haft upp á slíkt að bjóða. Ég hef lengi haft áhuga á að Bærinn byggði ódýrar leiguíbúðir án íburð- ar t.d. að byrjunin yrði ca 30-40 íbúða blokk með íbúðum, sem væru um 500-60 fm. að stærð og hægt væri að halda leiguverði í 60-80 þúsundum á mánuði. Þetta ætti að vera mögulegt þar sem Bærinn getur fengið lán á 31/2 % vöxtum til 90 ára. Til gamans langar mig að geta þess að fyrir síð- ustu bæjarstjórnarkosningar (án þess að ég væri í framboði) samdi ég stefnuskrá í 9 liðum svona til gamansog 1. grein hljóð- aði svo: “Flokkurinn vill að Akueyrarbær beiti sér fyrir byggingu ódýrra 60- 80 fm. leiguíbúða fyrir t.d. fólk með skert fjáráð”. Þetta er fyrsta greinin og koma hinar e.t.v. síðar. Það varð ekki almenn ánægja í mínum flokki með þetta framtak mitt og var m.a. talað um gettó en það er auðvitað tóm vitleysa, þar sem Bærinn á svona margar leiguíbúðir eins og fyrr getur og má auðvitað stjórna inn- komu væntanlegra íbúa. Sjálfur bý ég í 32ja íbúða blokk þar sem býr bæði eldra og yngra fólk og hef ég ekki orðið var við nein vandræði né slæma umgengni í þau 13 ár, sem ég hef búið í blokkinni. Höfundur er framkvæmdastjóri. MORGUNFUNDUR HJÁ STEFNU Stefna, félag vinstri manna, heldur opinn morgunfund á Akureyri þann 1. maí á Kaffi Amor við Ráðhústorg kl. 10.45. Stefna hvetur launþegahreyf- inguna til að treysta á eigin mátt til að ná fram kröfum sínum. Ræðumaður er Hjördís Sigursteinsdóttir formaður Félags háskólakennara á Akureyri. Rósa María Stefánsdóttir syngur en Jón Laxdal og Ingibjörg Hjartardóttir lesa upp. Hjörleifur Hallgríms Hestaferđir Við bjóðum upp á stuttar hestaferðir alla daga sem henta knöpum á öllum aldri og með mismunandi reynslu. Kaffi og kökur fylgja í lok hverrar ferðar. www.polarhestar.is Vinsamlegast bókið með fyrirvara: 89 6 1879 Pólar Hestar – Grýtubakki II – 601 Akureyri Upplagt að líta við á Grenivík í leiðinni: www.grenivik.is

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.