Suðri - 19.11.2015, Blaðsíða 4
4 19. Nóvember 2015
Þrátt fyrir miklar breytingar á fjölmiðlun í kjölfar netbyltingarinnar stendur útgáfa prentaðra héraðsfréttablaða traustum fótum og mæl-ingar sýna að þau skila góðum árangri fyrir auglýsendur og þá sem þar
birta efni. Suðri bætist nú í flóruna og byggir á grunni hins góða Selfossblaðs
en nú nær dreifingin um allt Suðurland þar sem Austur-Skaftafellssýslan og
Vestmannaeyjar bætast við dreifingarsvæðið.
Blaðið er opið og óháð, segir fréttir af fólkinu, menningunni og mannlífinu á
svæðinu og verður dreift inn á öll heimili a.m.k. tvisvar í mánuði. Við hvetjum
lesendur eindregið til þess að senda okkur efni, myndir og texta, um hvaðeina.
Ekki síst úr hinu fjölbreytta félagsstarfi sem stundað er á svæðinu. Klúbbar
hverskonar, leikfélög og kórar eru hvött til að senda okkur myndir og fréttir
úr starfinu sem og skólar, opinberar stofnanir og fyrirtæki.
Suðri er öllum opinn og tekur við aðsendu efni um þjóðmál og samfélagið.
Netfang blaðsins er sudri.heradsblad@gmail.com.
Háskaleg staða á húsnæðismarkaði
Staðan á íslenskum húsnæðismarkaði er um margt háskaleg. Fjár-
magnskostanaður er himinhár og illgerlegt fyrir stóra hópa af ungu fólki og
tekjulágu að komast í eigið húsnæði og á þann kost einan að búa á erfiðum
leigumarkaði, þar sem eftirspurn er mikil og verð í hæstu hæðum.
Þessi staða ógnar samfélagsgerðinni og ýtir undir flótta ungs fólks af landi
brott. Vonandi skila áform um byggingu minni og meðalstórra íbúða árangri
en margt annað þarf einnig að koma til þannig að staðan batni stórum og
varanlega.
Hagstofan birti fyrir nokkrum dögum útreikninga á byrði húsnæðiskostnaðar
sem undirstrika erfiða stöðu á leigumarkaði. Samkvæmt þeim var hún að
jafnaði hæst hjá leigjendum á almennum markaði árið 2014. Það ár varði
dæmigerður leigjandi á almennum markaði 24,3% af ráðstöfunartekjum sínum
í húsnæðiskostnað og 18,7% þeirra vörðu meira en 40% af ráðstöfunartekjum
sínum í húsnæði, og þá er lítið eftir til annarra nauðþurfta.
Hluti af vandanum er peningamálastefnan og minnsti gjaldmiðill í heimi.
Benedikt Jóhannesson, ristjóri Vísbendingar, birti fyrir nokkru samantekt sína
um að kostnaður samfélagsins við að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli væri
um 200 milljarðar árlega, sé litið til vaxtamunar á milli Íslands og annarra
vestrænna landa. Það er svimandi hár kostnaður sem tekur um fimmtung
tekna launafólks í landinu.
Staðan er háskaleg og húsnæðismálin eru stærsta óleysta viðfengsefni stjórn-
málanna. Stór skref þarf að stíga á næstu mánuðum og misserum til að leysa
vandann og leggja á borðið raunhæfa valkosti til framtíðar. Það hafa flokk-
arnir flestir forðast að gera, enda kjarni málsins framtíð krónunnar og tengsl
landsins við Evrópusambandið.
Björgvin G. Sigurðsson
Sendið efni
í Suðra
LEIÐARI
Stór verkefni í Ölfusi
-stöndum vörð um Garðyrkjuskólann
Heldur hefur íbúum Ölfuss fjölgað það sem af er árinu eða um 3%. Uppgangur hefur
verið og er í dreifbýli Ölfuss en Þor-
lákshöfn hefur átt undir högg að sækja.
Einhugur er í bæjarstjórn um að snúa
þróuninni við í Þorlákshöfn en einkum
tvö mál eru íbúaþróun þar erfið. Uppúr
hruninu eignuðust lánastofnanir all-
margar íbúðir sem hafa staðið meira
og minna tómar síðustu árin og verið
til sölu yfirverði. Eftir fund með Íbúða-
lánasjóði núna í haust standa væntingar
til þess að ásett verð taki mið af ástandi
eigna og markaðsverði.
Stærstu málin í skipulagsmálum
Ölfuss eru að horfið er frá stóriðju-
draumum og lóðir til þeirra ætlaðar
verða teknar út úr aðalskiplaginu, nú
verður horft til matvælatengdrar starf-
semi. Helst er að nefna að allstór svæði
vestur með ströndinni frá bænum
verða skilgreind fyrir fiskeldi. Það er
verið að banka uppá með ýmsar fyrir-
spurnir og við viljum vera tilbúin með
iðnaðarlóðir til þess að stytta skipulags-
og framkvæmdatíma.
Umfangsmiklar dýpkunarfram-
kvæmdir standa nú yfir í höfninni
sem ganga vonum framar. Að loknum
þessum áfanga verður mögulegt að taka
til hafnar fragtskipt á stærð við þau sem
og Eimskip og Samskip gera út, sem
og minni skemmtiferðaskip. Löngum
hefur verið lagt til á Alþingi að byggð
verði stórskipahöfn í Þorlákshöfn sem
geti tekið inn skip sem eru margfalt
stærri en þau sem nú sigla til Íslands.
Þessi draumur mun tæpast rætast í
náinni framtíð og því er hugmynda-
vinna í gangi að annari nálgun. Hug-
myndin gengur út á að núverandi höfn
verði stækkuð til austurs og að hluta
til inn í landið. Breytingin getur gefið
álíka lengd viðlegukanta fyrir fragtskip
eins og eru í Sundahöfn fyrir margfalt
minni kostnað en langstærsti draumur-
inn til þessa. Uppland hafnarinnar, sem
er gríðar stórt, gefur mikla möguleika.
Bæjarstjórnarfundur október-
mánaðar var haldinn í Garðyrkjuskól-
anum á Reykjum í Ölfusi (LBHÍ). Ljóst
er að þrengt er að skólanum úr ýmsum
áttum, augljóst er hverjum þeim sem
kemur að Reykjum að skólinn er í
svelti. Sunnlendingar verða með öllum
ráðum að standa vörð um skólann á
þessum stað og það merka starf sem
þar er unnið.
ÚTGEFANDI: Pressan ehf. Kringlunni 4-6, 103 Reykjavík. ÁBYRGÐARMAÐUR: Björn Ingi
Hrafnsson, netfang: bjorningi@pressan.is, AUGLÝSINGASTJÓRI: Ámundi Ámundason sími 824-
2466, netfang, amundi@fotspor.is. AUGLÝSINGAR: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@
fotspor.is. RITSTJÓRI: Björgvin G. Sigurðsson, sími: 863-5518 netfang: sudri.heradsblad@gmail.com
UMBROT: Prentsnið, PRENTUN: Landsprent, 10.500 eintök. DREIFING:Íslandspóstur
FRÍBLAÐINU ER DREIFT Í 10.500 EINTÖKUM Á ÖLL HEIMILI Á SUÐURLANDI.
SUÐRI HÉRAÐSFRÉTTABLAÐ
1. TBL. 1. ÁRGANGUR 2015
Suðri inn á hvert heimili!
Höfundur er
Guðmundur Oddgeirsson,
bæjarfulltrúi framboðs
félagshyggjufólks í Ölfusi.
Háskólanám á
Laugarvatni í hættu?
Skýrsla sem nýlega var unnin fyrir rektor Háskóla Íslands og varðar fyrirkomulag og staðsetn-
ingu náms í íþrótta- og heilsufræði á
Laugarvatni kallar á hörð viðbrögð.
Greinahöfundar kjósa að fjalla um stað-
setningu námsins umfram flesta aðra
þætti málsins og virðist þeim nánast
ömugulegt að sjá tækifæri í staðsetningu
námsins að Laugarvatni.
Það er væntanlega ekki tilviljun
að vísindamenn íþróttafræðaseturs á
Laugarvatni hafa fengð 14 rannsóknar-
styrki á síðustu 10 árum frá Rannís
auk þess sem starfsmenn háskólans
á Laugarvatni eru í öflugu alþjóðlegu
samstarfi og samvinnu. Fjölmargir
meistara- og doktorsnemar hafa unnið
sín verkefni í þessum rannsóknarverk-
efnum og mörg þeirra hafa vakið verð-
skuldaða athygli.
Síðustu ár hafa verið skólanum, nem-
endum og starfsmönnum erfið. Ekki
hefur verið veitt fé til að sinna nauðsyn-
legu viðhaldi og endurbótum á húsnæði
og tækjum skólans. Starfsfólk skólans
hefur hvorki fengið þann stuðning né
nauðsynlegt fé til að sækja fram og
kynna námið á þann hátt sem nauðsyn-
legt er að gera í nútíma samfélagi þar
sem samkeppni er um nemendur.
Það verður að teljast athyglis-
vert að forsvarsmönnum íþrótta- og
heilsufræði á Laugarvatni hefur verið
bannað að fara í endurskoðun á nám-
inu á Laugarvatni og að vinna að því
að bæta ímynd þess. Stjórnendur og
forráðamenn Menntavísindasviðs Há-
skóla Íslands hafna því að þessi vinna
eigi sér stað.
Við þessar aðstæður er hópur kennara
og nemenda að vinna framúskarandi
gott starf. Nemendur á Laugarvatni eru
í 94% tilvika „Mjög eða frekar ánægðir
með námið“, meðtaltalið í Háskóla Ís-
lands er 87%.
Námið á Laugarvatni er í fjötrum
og það er auðvelt að álykta að skýrslu-
höfundar hafi gefið sér niðurstöðu og
unnið út frá henni.
Við þessari stöðu þarf að bregðast á
víðum grunni. Þingmenn Suðurkjör-
dæmis ættu að hlutast til um að mennta-
málaráðherra verði falið að skipa nefnd
sem skoði samþættingu, tækifæri og
mögulega uppbyggingu háskólanáms
á Suðurlandi.
Það má ekki gleyma því að fyrir
framan okkur Sunnlendinga er há-
skólanám í íþrótta- og heilsufræði
á Laugarvatni, Garðyrkjuskólinn á
Reykjum (LBHÍ) þar sem eru mikil
tækifæri ef sá skóli kæmist út þeim
fjötrum sem hann hefur verið settur í.
Landgræðslan í Gunnarsholti með sitt
fræðastarf, Sesseljuhús umhverfissetur,
rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverk-
fræði á Selfossi og fleiri aðilar sem hægt
er að telja upp. Háskólafélag Suðurlands
er leið sveitarfélaga á Suðurlandi til að
stuðla að uppbyggingu Suðurlands sem
þekkingarsamfélags og þar er unnið
metnaðarfullt starf. Tækifærin eru um
allt og þau á að nýta.
Það þarf að efla háskólanám á Suður-
landi og það rétta er að menntamála-
ráðherra fái það verkefni að skoða
hvernig hægt er að byggja upp, bæta
og samþætta það starf sem unnið er á
Suðurlandi. Það er þingmanna Suður-
kjördæmis að fela ráðherra verkefnið.
Höfundur er
Guðmundur Ármann Pétursson,
sveitarstjórnarmaður.
Fjármagn tryggt fyrir Grynnslin
Á ársþingi SASS var lögð þung áhersla á að tryggja fé til rann-
sókna á sandburði í og umhverfis sunn-
lenskar hafnir svo finna megi varan-
legar lausnir á þessari náttúruvá. Þingið
segir óásættanlegt að hafnarsjóður
Hornafjarðar þurfi að standa sjálfur
straum að kostnaði við aðgerðir sem
tryggja, þó ekki nema til bráðabirgða,
eðlilega umferð fiski- og fraktskipa
um Hornafjarðarós. Hafa ber í huga
að Grynnslin eru fyrir utan skilgreint
hafnarsvæði og mikilvægt að ríki og
sveitarfélagið taki höndum saman um
framkvæmdir þeirra
vegna.
Skorað á þingmenn að tryggja
ART verkefninu framtíð
-spurt um verkefnið á Alþingi
Ársþing SASS 2015 lýsir yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðra áætlana rík-
isstjórnar um að leggja niður ART
verkefnið á Suðurlandi.
Skorað er á þingmenn Suðurlands
að standa vörð um þetta mikilvæga
verkefni og óskar eftir því að vel-
ferðarráðherra gangi strax frá nýjum
samningi um ART verkefnið til fram-
búðar.
Nýverið var lögð fram skrifleg fyr-
irspurn á Alþingi um framtíð ART
verkefnisins af Björgvini G. Sigurðs-
syni til velferðarráðherra sem á eftir
að svara henni. Fyrirspurnin er: Hvað
líður samningi velferðarráðuneytisins
við sveitarfélög á Suðurlandi um fram
hald ART-verkefnisins? Standa yfir
viðræður um samning og hvenær er
gert ráð fyrir að þeim ljúki? Hver eru
áætluð framlög til verkefnisins og lengd
samnings um það?
Því ætti framtíð verkefnisins að skýr-
ast fljótlega, en greinilegt er að mikil
samstaða er um það í héraði að halda
því áfram.