Suðri - 19.11.2015, Blaðsíða 9

Suðri - 19.11.2015, Blaðsíða 9
919. Nóvember 2015 Síðustu sýningar á Bangsímon hjá Leikfélagi Selfoss Þann 31. október frumsýndi Leikfélag Selfoss leikritið Bangsímon eftir finnska leik- skáldið og leikarann Petre Snickars sem byggt er á hinum frægu sögum Alans Alexanders Milne um Bangsímon og vini hans frá þriðja áratug 20. aldar. Sýningin hefur fengið góðar viðtökur og hörku fína dóma. Það er Selfyssingurinn Guð- finna Gunnarsdóttir sem leikstýrir leikgerð Peter Snickars en það var Sigríður Karlsdóttir sem þýddi leik- ritið. Þýðing söngtexta var í höndum Hönnu Láru Gunnarsdóttur. Nú fer hver að verða síðastur að bregða sér í litla leikhúsið við Sigtún á Selfossi og sjá þessa fínu sýningu. Þeim líkur laugardaginn 21. nóvember en þá verða tvær sýningar. Stöðugleikinn er á ábyrgð launafólks Halldóra S. Sveinsdóttir hefur um árabil verið í forystu sunnlenskra verka- lýðsmála og er nú formaður Bárunnar - stéttarfélags. Suðri lagði nokkrar spurningar fyrir baráttukonuna fyrir bættum kjörum vinnandi fólks um helstu baráttumálin. -Hvernig finnst þér staðan vera á kjarabaráttu launafólks þessi miss- erin? Nú hefur verið undirritað ramma- samkomulag milli aðila vinnmark- aðarins sem hefur þann tilgang að stuðla að bættum vinnubrögðum við gerð kjarasamninga, auka kaupmátt við efnahagslegan stöðugleika á grund- velli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis og lægra vaxtastigs. Þetta er góð og gild markmið og mjög þarft að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga og koma hér á stöðugleika. Því miður eru ekki allir aðilar vinnumarkaðarins með í þessu samkomulagi því það felur í sér jöfnun lífeyrisréttinda sem er mjög þarft mál. Þetta er eingöngu tvíhliða samkomulag, ríkisstjórnin er ekki aðili að samkomulaginu. Eins og svo oft er stöðugleikinn á ábyrgð launafólk. Þetta samkomulag þ. e. a. s sameiginleg launastefna til ársloka 2018 rammar inn ákveðið svigrúm til launahækk- ana og ekkert sérstak samkomulag er í þessu varðandi hækkun lægstu launa sem er mjög miður því við höfum ekki lokið þeirri vegferð. -Náðust mikilvægir áfangar í síðustu samningum? Við hjá Starfsgreinasambandinu, Báran, stéttarfélag og fleiri, fórum fram kröfuna um 300.000 innan þriggja ára. Með samstilltu átaki náðum við sérstökum hækkunum á lægstu launin og 300.000 voru í höfn. Mikil umræðum varð í þjófélaginu um kröfuna og allir sammála um að betur mætti ef duga skyldi. Við teljum okkur hafa náð árangi og vorum sátt fyrir okkar fólk. Í framhaldinu koma svo hópar sem töldu sig eiga inni leið- réttingu og þar með byrjar svokallaða höfrungahlaup sem við höfum ekki séð fyrir endann á. -Hver eru helstu baráttumálin nú? Miðað við bæði spár um fram- kvæmdir og þær framkvæmdir sem þegar eru hafnar eiga stéttarfélögin nóg með að verja þau réttindi sem þegar hafa náðst. Það er stundum lítil virðing borin fyrir launþeganum þegar nóg er að gera og skortur er á vinnuafli. Það er ótrúlegt hvað menn verða vandir af virðingu sinni og eru tilbúnir til þess að þverbrjóta lög og reglur vinnumark- aðarins. -Eru húsnæðismálin það sem stendur þínu fólki næst, aðgengi að lánsfé, háir vextir, framboð af litlu og meðalstóru húsnæði? Húsnæðismálin eru eitt af stærstu málunum í dag. Ungt fólk getur ekki keypt eða leigt íbúð nema með ein- hverjum „hundakúnstum“ þar sem einhverjir sem standa þeim næst verða að vera með í leiknum ef þeir eru þá til. Alþýðusamband Íslands hefur verið með góðar og raunhæfar tillögur í þessum efnum. -Er uppbygging alvöru leigumarkaðar stór þáttur í betra húsnæðiskerfi? Það er löngu tímabært að byggja upp leigumarkað á sanngjörnu verði sem yrði eftirsóknarverður kostur til framtíðar. Það er alveg með ólíkindum hvernig málin hafa þróast. Fólk hefur verið rekið út af heimilum sínum, eignir þess seldar í pökkum á miklum afslætti til fasteignafélaga sem leigja síðan á okurverði. -Heldur þú að bann á verðtryggingu neytendalána sé einhver lausn, kemur það ekki niður á tekjulægra fólki, sem fengi ekki greiðslumat á lán með breytilegum vöxtum þar sem afborg- anabyrði er um 30% hærri og getur sveiflast mikið til? Vextir á Ísland eru háir og virðist Seðlabankinn vilja verða með belti og tvöföld axlabönd. Hækkun stýrivaxta í 1,8% verðbólgu og kenna það launa- hækkunum er ótrúlegt og mjög svo ótrúverðug aðgerð. Í dag þá er meiri ásókn í verðtryggð lán greiðslubyrgði óverðtryggðra lána er hærri. Þetta er valkostur sem verður að vera. Vextir lækka ekki með því að taka af verð- tryggingu, því miður. bgs Gils einarsson, formaður verslunarmannafélags Suðurlands og Halldóra S. Sveinsdóttir, formaður bárunnar - stéttarfélags, í vinnustaðaheimsókn í Fontana á Laugarvatni. Halldóra og Gils í heimsókn í Kjörís í Hveragerði með þeim Guðrúnu og valdi- mar Hafsteinsbörnum sem reka þetta flotta og öfluga fyrirtæki. Kvenfélagið Bergþóra færði Kirkjuhvoli gjöf Í tilefni af 80 ára afmæli Kvenfé-lagsins Bergþóru í Vestur-Land-eyjum, ákvað kvenfélagið að færa Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli að gjöf 50” Panasonic sjónvarpstæki af fullkomnustu gerð. Er það einlæg von kvenfélagskvenna að gjöfin verði heimilisfólki bæði til gagns og ánægju. Þetta kemur fram á heimasíðu Rangarþings eystra, hvols- vollur.is. Kvenfélagið færði einnig Hildi Ágústsdóttur frá Klauf í Vestur- -Landeyjum gjöf frá kvenfélaginu en hún varð 80 ára þann 13. október sl. Hildur gekk í kvenfélagið 1971 og gengdi formennsku í samtals 24 ár, samfellt frá 1991 - 2009 og áður frá 1982 - 1988. Félagskonur eru þakklátar Hildi fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina. Á myndinni er; ólöf Guðbjörg eggertsdóttir sem veitti sjónvarpinu viðtöku. með á myndinni eru bóel Anna Þór- isdóttir, formaður Kvenfélagsins bergþóru, Svanhildur Guðjónsdóttir, gjaldkeri Kvenfélagsins bergþóru, og Guðjón Ingi Guðlaugsson aðstoðarmaður Halldóra, Guðbjartur ólafsson, skólastjóri vallaskóla, og Gils í heimsókn í skólanum

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/1143

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.