Suðri - 19.11.2015, Blaðsíða 12

Suðri - 19.11.2015, Blaðsíða 12
Okkur, sem störfum í Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, bráðvantar kraftmikinn leikskólaráð gjafa í hópinn. Fyrir er samheldin, öflug liðs- heild sérfræðinga sem samanstendur af sálfræðingi, talmeinafræðingi og kennsluráðgjafa grunnskóla og á næsta ári mun náms- og starfsráðgjafi væntanlega bætast við. Starfssvið: Ráðgjöf við starfsfólk leikskóla um hagnýt og fagleg málefni er varða skipulag og daglegt starf. Sérkennsluráðgjöf vegna fatlaðra barna og barna með sérþarfir. Ráðgjöf til foreldra og fræðsla til starfsfólks og foreldra. Aðstoð við nýbreytni og þróunarstarf. Menntunar- og hæfniskröfur: Krafist er menntunar í leikskólakennarafræðum, framhaldsnám í sérkennslu- fræðum væri frábært. Sjálfstæði, sveigjanleiki, skapandi og lausna miðuð vinnubrögð og góð hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á gagnasöfnun, úrvinnslu og eftirvinnslu þroska- og hegðunarmælitækja, auk þekkingar á stjórnun leikskóla. Ekki sakar að hafa áhuga á garðyrkju, hrossum og bílum og unun af að keyra um fallegar, blómlegar sveitir. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags stjórnenda í leikskólum og launanefndar sveitarfélaga v. starfsfólks á skólaskrifstofum. Umsóknarfrestur er til 1. desember, en gert er ráð fyrir að ráða í starfið frá næstu áramótum. Umsóknir ásamt náms- og starfsferilsskrá berist á net- fangið skolamal@skolamal.is, eða í pósti á Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, b.t. Eddu G. Antons- dóttur forstöðumanns, Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli. Nánari upplýsingar veitir Edda í netfanginu edda@ skolamal.is eða í síma 862-7522. SKÓLAÞJÓNUSTA RANGÁRVALLA- OG VESTUR-SKAFTAFELLSSÝSLU, HVOLSVELLI, AUGLÝSIR 100% STARF LEIKSKÓLARÁÐGJAFA LAUST TIL UMSÓKNAR. CMT sagarblöð og fræsitennur Frábær gjöf fyrir dömur á öllum aldri Fáanleg í 12 litum Nánar um sölustaði á facebook Verð: 3390 kr. og 3190 (barnastærð 3-9 ára) Ústölustaðir: Mótívó Selfossi, Lyf og heilsa Vestmannaeyjum Frábær gjöf fyrir dömur á öllum aldri Fáanleg í 12 litum Nánar um sölustaði á facebook Verð: 3390 kr. og 3190 (barnastærð 3-9 ára) Ústölustaðir: Mótívó Selfossi, Lyf og heilsa Vestmannaeyjum Netverslanir: aha.is, Heimkaup.is, Krabbameinsfelagid. s og Netsöfnun.is ts l t ir: N í lf ssi, Apótekarinn í est an j Hafnarnes VER hf í Þorlákshöfn Hafnarnes VER hf í Þorlákshöfn óskar eftir að ráða til sín framleiðslustjóra í vinnslu okkar hér í Þorlákshöfn. Fyrirspurnir og umsóknir má senda á netfangið hsver@simnet.is 19. Nóvember 201512 Eldheimar ­ eitt áhrifa­ mesta safn landsins Eldheimar í Vestmannaeyjum er að margra mati eitt af bestu söfnum landsins, enda segir það dramatíska sögu eldgossins í Heimaey árið 1973, en safnið er gosminjasýning. Sýningin miðlar fróðleik og upplýsingum um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973, sem án efa telst til stærstu náttúruhamfara Íslandssögunnar. Á heimasíðu safnsins, eldheimar. is segir meðal annars: „Skyggnst er inn í mannlífið og umhverfið í Vest- mannaeyjum fyrir gos og hvernig náttúruhamfarirnar 1973 gripu inn í samfélagið og líf fólksins. Nær allir íbúar Heimaeyjar urðu að yfirgefa heimili sín í skyndi og flýja eyjuna. Margir sáu húsin sín, sem og megnið af eigum sínum aldrei aftur. Gosið hófst aðfararnótt 23. janúar 1973 á Heimaey, einu byggðu eyjunni í Vestmannaeyjaklasanum. Það stóð yfir í rúmlega 5 mánuði. Hraun og aska eyðilögðu þriðjung byggðar- innar í Eyjum, eða tæplega 400 hús og byggingar. Meðan gosið stóð yfir var mikil óvissa um það hvort nokkurn tímann yrði aftur mannabyggð á eyj- unni. Fyrir gos bjuggu um 5.300 manns í Vestmannaeyjum. Allt þetta fólk, nema um 200 manns sem urðu eftir við björgunarstörf, flúði til megin- lands Íslands þar sem það bjó í bráða- birgðahúnæði og beið á milli vonar og ótta eftir því hvað framtíðin bæri í skauti sér. Nú 40 árum síðar er risin gosminja- sýningin Eldheimar, sem lýsir þessari atburðarrás á áhrifamikinn hátt. Mið- punktur sýningarinnar er húsið, sem stóð við Gerðisbraut 10. Húsið, sem grófst undir ösku í gosinu hefur nú verið grafið upp. Hægt er að sjá á áhrifamikinn hátt dæmi um hvernig náttúruhamfarirnar fóru með heimili fólks.“ Áhyggjur af fjárskorti í málefnum fatlaðra Ársþing Sambands sunnlenskra sveitarfélaga var haldið á Vík í Mýrdal fyrir skömmu síðan. Þar fjöll- uðu sunnlenskir sveitarstjórnarmenn um helstu hagsmunamál fjórðungs- ins. Í ályktun þingsins er meðal annars lýst yfir áhyggjum af fjárskorti í rekstri málaflokks fatlaðs fólks á Suðurlandi, en útkomuspá fyrir árið 2015 gerir ráð fyrir að um 150 m. kr. muni falla á sveitarfélögin á þessu rekstrarári til viðbótar við 63 m. kr. árið 2014. Ljóst er að verulega vantar upp á að nægilegt fjármagn hafi fylgt við yfirfærslu mála- flokksins. Telur ársþing SASS að ef ekki næst ásættanleg niðurstaða varðandi fjármálahlutann í endurskoðun þeirri sem nú stendur yfir verði sveitarfé- lögunum nauðugur einn kostur að skila málaflokknum til ríkisins. Líkvaka ­ kolsvört en spaugileg hörmungarsaga Líkvaka er ný skáldsaga eftir Guðmund Brynjólfsson á Eyrarbakka. Í bókinni segir frá Engilbert sem kynnist ungur ofbeldi og djöfulskap mannlífsins. Uppkom- inn samsamar hann sjálfsmynd sína kenningum heilagrar ritningar þar sem hann sjálfur er andstæða mann- sonarins. Skólaganga, sjómennska, stofnanavist og sólarströndin á Spáni litast jafnan af dökkleitu skopskyni og takmarkaðri ást sögupersónunnar á sjálfri sér og samferðamönnum. Glæp Engilberts er lýst í smáatriðum og hann er að vonum óhugnanlegur en um leið rökrétt endurspeglun þeirrar hliðar sem heimurinn snýr að honum allt frá barnæsku. Líkvaka er kolsvört og skelfileg hörmungarsagan er vörðuð spaugi- legum uppákomum, kynlegum kvistum og snilld höfundar í samfé- lagsgreiningu. Yfir og allt um kring eru svo ljúfsárar minningar um dagana, allt of fáu, hjá séra Þórði og frú Oddnýju. Líkvaka er í senn þjóðfélagsádeila og guðfræðileg pæling sem á erindi við okkur öll. Guðmundur S. Brynjólfsson hefur fengist við ritun leikrita og skáldsagna og hlotið viðurkenningar fyrir störf sín. Þar ber hæst Íslensku barnabókaverð- launin árið 2009 og Grímuna 2010. Síðustu bækur Guðmundar, Kattasam- særið (2012) og Gosbrunnurinn (2014) hlutu báðar mikið lof gagnrýnenda. Útgefandi er Bókaútgáfan Sæ- mundur á Selfossi. Guðmund brynjólfsson Myndir: Rúnar Þórarinsson.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/1143

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.