Suðri - 19.11.2015, Blaðsíða 6

Suðri - 19.11.2015, Blaðsíða 6
Eigum á lager Ford F350 Lariat 2016 og Dodge Ram 3500 Ford F350 2016 Lariat Dodge Ram 3500 Longhorn 2016 • Varahlutir • Sérpantanir • Aukahlutir • Bílasala • Verkstæði Umboðsaðilar BL á Selfossi IB ehf • Fossnes A • 800 Selfoss • ib.is Sími 4 80 80 80 6 19. Nóvember 2015 Unnar Þór sjötugur Unnar Þór Böðvarsson, fyrr-verandi skólastjóri, er einn af áhrifamestu og farsælu- stu skólamönnum landsins. Hann var um áratugaskeið skólastjóri á Suðurlandi. Fyrst í Aratungu og síðan í Hvolsskóla, þar sem hann skilaði merku verki. Unnar Þór fagnaði áfanganum með vinum og kunn- ingjum í Grindavíkurskóla, þar sem Halldóra Gunnarsdóttir sambýlis- kona Unnars starfar sem skólastjóri. Hátíð í bæ – jólatón­ leikar í níunda sinn -skemmtilegt að standa fyrir jólatónleikum í heimahéraði, segir Kjartan Björnsson rakari, forseti bæjarstjórnar Árborgar og tónleikahaldari. Jólatónleikarnir Hátíð í bæ verða haldnir í níunda sinn miðviku-daginn 9. desember í Iðu, íþrótta- húsi FSu á Selfossi. Kjartan Björnsson er maðurinn á bak við tónleikana og segir hann hugmyndina þá að bjóða Sunnlendingum upp á stóra jólatón- leika líkt og gert er á höfuðborgarsvæð- inu, með landsþekktum flytjendum í bland við sunnlenska listamenn sem alltaf hafa skipað stóran sess á tónleik- unum. Þetta eru níundu tónleikarnir og kennir margra grasa með flytjendum allt frá Vík í Mýrdal, Rangárvallasýslu og hingað í Árnessýsluna. „Það er selt inn á mjög sanngjörnu verði miðað við að flytjendur eru um 120 og því fullkominn óþarfi að leita langt yfir skammt með afþreyingu í aðdraganda jólanna. Maður er svo skrítinn að finnast þetta vafstur skemmtilegt í alla staði og verandi mikið jólabarn sjálfur þá passar þetta vel inn í myndina. Mörg fyrirtæki á svæðinu hlaupa svo undir bagga og hjálpa mér að gera þetta mögulegt en án þeirra og aðstoðar fjölskyldu og vina væri þetta ekki hægt ár eftir árm“ segir Kjartan. Hann segir að tvö megin verkefnin séu að selja miða á tónleikana og mark- aðssetja sem er mjög dýrt mál þegar ódýrt er selt inn og hinn höfuðverk- urinn er að koma saman prógramminu og stilla upp dagskrá. „En allt hefst þetta að lokum og sú sterka vitund sunnlendinga að styðja framtak í heimahéraði vegur þungt til þess að láta þetta ganga upp. Frábærir listamenn bæði í söng og hljóðfæraleik gera þessa hátíð okkar svo að magn- aðri jólagleði að ógleymdum leyni- atriðum sem alltaf koma mönnum í opna skjöldu. Forsalan er á fullu á Rakarastofunni í Miðgarði og á midi. is og einnig er hægt að panta miða í síma 8992499. Árlega gefum við svo fjölmarga miða “Sjóðnum góða” sam- starfsverkefni kirkjunnar og Rauða krossins og gefum þannig tækifæri þeim sem minna mega sín í okkar sam- félagi sem er alveg sérstaklega ánægju- legt“, segir Kjartan en tónleikarnir hafa verið fjölsóttir og eru þakklátt framtak sem margir kunna vel að meta, enda vel að verki staðið í hvívetna og standa þeir fyllilega samanburð við það besta á þessum vettvangi. bgs Stýrihópur stefnir að útboði á nýjum Herjólfi Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að unnið sé að útboði á nýjum Herjólfi og að störfum sé stýrihópur sem ætlað er það hlutverk að hann og bjóða út ferju sem á að geta gengið í Landeyjahöfn við allt að 3,5 metra ölduhæð. Elliði segir málin vissulega ganga hægt enda séu Eyjamenn og gestir þeirra búnir að bíða eftir nýrri ferju síðan 2008. Vonir standa þó til að smíði ferjunnar verði boðin út á næstu vikum. Aðspurður um hvort sátt sé um að smíða minni ferju, sem gæti ekki siglt á Þorlákshöfn þegar ófært er í Land- eyjahöfn segir hann svo ekki vera og að raunhæft sé að Landeyjahöfn geti verið opin stærstan hluta ársins. „Nei það yrði aldrei sátt um ferju sem getur ekki siglt í Þorlákshöfn og sem betur fer stendur það heldur ekki til. Ég efast ekki um að höfnin geti verið opin mest allt árið. Hafnir um allt land eru í stöðugri þróun og allar bestu hafnir landsins hafa tekið miklum breytingum á seinustu ára- tugum. Dugar í því samhengi að skoða til dæmis höfnina í Grindavík, Þorláks- höfn og hér í Vestmannaeyjum. Engin þeirra er nú lík því sem var þegar ég var barn. Á sama hátt á Landeyjahöfn eftir að þróast og verða betri,“ segir Elliði. -Hvað er annars efst á baugi í Eyjum, helstu verkefni ykkar hjá bænum? „Í Vestmannaeyjum gengur vel. Kjarnagreinarnar, sjávarútvegur og ferðaþjónusta, standa mjög sterkt og það eru gríðalega miklar fjárfestingar að eiga sér stað. Vestmannaeyjabær er svo í raun ekkert annað en afleiða af gengi annarra. Þannig að við kvörtum ekki. “ Kjartan björnsson.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/1143

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.