Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.03.2016, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 07.03.2016, Qupperneq 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Finndu okkur á facebook Gæði og g læsileiki e ndalaust ú rval af há gæða flísu m Það getur falist hugrekki og framsýni í því að setja fram skoðanir og hugmyndir sem ganga þvert á það sem er ríkjandi hverju sinni. Hugmyndir á borð við lýðræði og mannréttindi,, svo dæmi sé tekið af hug- myndum sem skoða heiminn og bæta samfélagið með opnum huga. Andstaða þessara hugmynda eru svo þær sem eru settar fram í ótta, fáfræði og með sérhagsmuni ákveðinna hópa, eins og t.d. stakra þjóða eða stétta, að leiðarljósi. Ágætis dæmi um síðarnefndu hugmyndirnar voru settar fram í vikunni af Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Þær eru þó því miður hvorki nýjar af nálinni né án hljómgrunns í samfélaginu enda leggur Ásmundur áherslu á mikil- vægi þess að við þurfum að taka umræðu um þessar hugmyndir. Hugmyndir sem snúast um að í nafni sérhagsmuna lokum við landamærum okkar fyrir flóttafólki og snúum því burt á staðnum. Tökum ekki tillit til afleiðinganna fyrir viðkomandi og segjum okkur frá alþjóðasamningum sem miða að því að mannkynið taki sameiginlega ábyrgð á þeim sem eiga um sárt að binda af völdum styrjalda og ofsókna af ýmsu tagi. Ásmundur leggur áherslu á að hann sé óhræddur við að taka þessa umræðu og að hana þurfi að taka. Hún er reyndar viðlíka skynsamleg og að taka þurfi umræðu um að leyft verði að kasta af sér vatni í heita pottinum rétt áður en maður fer upp úr, því eðli málsins samkvæmt munu aðrir en maður sjálfur sitja í súpunni. Að við eigum að „þora að taka þessa umræðu“ er því hreinn og klár þvættingur. Mann- vænt og siðmenntað samfélag á nefnilega að vera að taka umræðu um það hvernig það geti hjálpað öðrum en ekki hvernig það geti komið sér hjá því. Við þurfum hins vegar að taka umræðu um hvern- ig við getum losað samfélagið undan áþján fordóma, afturhalds og sérhagsmuna sem eru í alla staði skað- leg fyrirbæri mannvænu og gæskuríku samfélagi. Þar gæti svarið m.a. verið falið í aukinni þekkingu sem og almennri þekkingarleit einstaklinga og samfélags. Hver sá sem vill auka þekkingu sína og víðsýni gæti til að mynda tekið goðið Óðin sér til fyrirmyndar, en talsverðs misskilnings virðist gæta um eiginleika og eðli Óðins bæði hérlendis sem, til að mynda, í Finnlandi. Óðinn var æðstur guða í norrænni og ger- manskri goðafræði og þekktur fyrir að sækjast sífellt eftir meiri visku og þekkingu og vera í senn bæði víðförull og gestrisinn, enda hvort tveggja grunnfor- senda allrar þekkingarleitar og framþróunar. Óðinn er þannig einnig táknmynd þess að norræn og íslensk menning eru ekkert sjálfsprottið og engu skylt fyrirbæri heldur afsprengi þekkingarleitar, víðsýni og gestrisni. Þess er því að sönnu óskandi að Ásmundur Friðriksson og aðrir sem telja mikilvægt að taka umræðu um réttmæti þess að hjálpa sér og sínum frekar en öðrum, hvaðan sem þeir koma, taki sér nú Óðin til fyrirmyndar og láti þekkingarleitina opna huga og leiða hönd til góðra verka. Viska Óðins Vinsælasti stjórnmálamaðurinn Skoðanakönnun sem Stundin birti í síðustu viku og sýnir yfirburða- stuðning við Katrínu Jakobsdóttur í embætti forseta vakti athygli. Katrín er langvinsælasti stjórn- málamaðurinn á Íslandi. Flokkur hennar missti aftur á móti fylgi fyrir síðustu kosningar og þrátt fyrir vinsældir leiðtogans virðist ekkert benda til þess að henni takist að auka við fylgið fyrir næstu kosningar. Hverfandi líkur eru því á því að flokkurinn nái sömu stöðu á næsta kjörtímabili og hann hafði á árunum 2009-2013. Í ljósi þessa hlýtur Katrín því að spyrja sig hvort áframhaldandi seta á for- mannsstóli sé heillandi. Eða hvort réttara væri að taka slaginn um forsetaembættið. Styttist í svör Þrátt fyrir að hafa ekki tjáð sig virðist Össur Skarphéðinsson vera löngu búinn að gera upp hug sinn og stefna að framboði. Spurningin er bara hver sé rétti tíminn til þess að tilkynna framboðið þannig að það veki sem mesta eftirtekt og umtal. Mögulegt er að hann velji vikuna fyrir páska, dymbilvikuna til þess. Það er tími þar sem oft er lítið að frétta og gefur áhugamönn- um um samfélagsmál eitthvað til að skrafa um í fermingarveislum og öðrum fjölskylduboðum sem fram fara um páskahelgina. Áhugamenn um pólitíska framtíð Össurar þurfa því eflaust ekki að bíða lengi til þess að fá skýrari sýn á hana. jonhakon@frettabladid.is Það er virkilega ánægjulegt að verða vitni að vaxandi jöfnuði í samfélaginu. Heimilum sem þurfa fjárhags-aðstoð hefur fækkað milli áranna 2013 og 2014. Árin þar á undan fjölgaði heimilum sem þurftu fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum en milli áranna 2013 og 2014 varð við- snúningur og heimilum sem fá fjárhagsaðstoð fækkar. Þetta helst í hendur við þróun í átt að auknum tekjujöfnuði en tekjur hafa ekki dreifst jafnar milli fólks hér á landi frá því mælingar Hagstofunnar hófust árið 2004. Hlutfall landsmanna með tekjur undir lágtekjumörkum hefur dregist saman og aðeins einu sinni á síðustu 10 árum hafa jafn fáir mælst undir lágtekjumörkum, samkvæmt nýbirtum Félagsvísum velferðarráðuneytisins og Hag- stofu Íslands 2015.Það er ávallt ánægjulegt þegar hagur heimilanna batnar. Þessi bætta staða er afleiðing margra samverkandi þátta en ætla má að atvinnumöguleikar og aukin áhersla á velferð vegi þar nokkuð. Frá árinu 2013 hafa skapast um 15.000 ný störf og mælist atvinnuleysi á Íslandi nú það minnsta í Evrópu eða 3,6%, samkvæmt tölum Euros- tat sem birtar voru í byrjun febrúar. Til samanburðar mælist atvinnuleysi að meðaltali um 9% í Evrópusambandslönd- unum. Þetta er magnaður árangur ef við lítum til þess að árið 2010 mældist atvinnuleysi hér á landi 7,6%. Á síðustu árum hefur ríkisstjórnin ráðist í aðgerðir með það að leiðarljósi að auka velferð í samfélaginu og fleiri verk- efni eru í farvatninu. Gerðar hafa verið breytingar á skatt- kerfinu, þannig hafa skattleysismörk og persónuafsláttur hækkað sem skilar sér í auknum ráðstöfunartekjum. Vöru- gjöld hafa einnig verið afnumin og skattar lækkað. Nú er til umræðu í velferðarnefnd frumvarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, sem fjallar um uppbygg- ingu félagslegra leiguíbúða fyrir efnaminni fjölskyldur. Markmið þeirrar vinnu er að bæta húsnæðisöryggi þessa hóps með auknu framboði á hagkvæmu leiguhúsnæði þar sem húsnæðiskostnaður verði í samræmi við greiðslugetu leigjenda. Auk þess er stefnt að breytingum á húsnæðisbóta- kerfinu, á þann hátt að húsnæðisstuðningur verði aukinn og grunnfjárhæð húsnæðisbóta og frítekjumörk hækkuð. Með fyrrnefndum aðgerðum eykst stuðningur enn frekar við þá sem minnstar hafa tekjurnar. Fólk sem fest hefur í fátækra- gildru fær þá möguleika á að komast í þá stöðu að ná endum saman í lok hvers mánaðar og leggja fyrir. Jöfnuður eykst Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Fram- sóknarflokksins Við þurfum hins vegar að taka umræðu um hvernig við getum losað sam­ félagið undan áþján fordóma, afturhalds og sérhagsmuna Hlutfall landsmanna með tekjur undir lág­ tekjumörkum hefur dregist saman og aðeins einu sinni á síðustu 10 árum hafa jafn fáir mælst undir lágtekju­ mörkum. 7 . m a r s 2 0 1 6 m Á N U D a G U r12 s k o ð U N ∙ F r É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 0 7 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 B 0 -4 D C 4 1 8 B 0 -4 C 8 8 1 8 B 0 -4 B 4 C 1 8 B 0 -4 A 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.