Fréttablaðið - 07.03.2016, Page 17

Fréttablaðið - 07.03.2016, Page 17
fólk kynningarblað Hugmyndin er síðan sú að láta þann gps- punkt sem við völdum fylgja stólnum til kaup- anda. Sá sem kaupir verkið ætti þá að geta leitað uppi staðinn sem veitti okkur innblástur, annaðhvort í gegnum tölvuna, eða bara með því að slá inn punkt- inum og ferðast á staðinn. Ólafur Þór Erlendsson 7 . m a r s 2 0 1 6 m Á N U D a G U r Járn & Gler ehf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin - 104 Reykjavík S: 58 58 900- www.jarngler.is Fyrirtæki - Húsfélög ————————— Við bjóðum upp á sjálfvirkan hurða- opnunarbúnað ásamt uppsetningu og viðhaldi Auðveldar aðgengi, hentar vel fyrir aðgengi fatlaðra. Áratuga reynsla af búnaði tryggir gæðin. Ólafur og Þóra Björk kynntust fyrst þegar þau sýndu hlið við hlið á HönnunarMars árið 2011. „Við fórum að fylgjast með hvað hitt væri að gera og sáum fljótlega að það væri frábært að geta steypt kunnáttu okkar beggja saman í eitt,“ segir Ólafur. Þau ákváðu að hefja samstarf og fóru þá að velta fyrir sér hvaða stefnu skyldi taka. „Við höfum bæði mikinn áhuga á náttúrunni og höfum nýtt hana í hönnun okkar. Þá duttum við niður á þá hugmynd að nota hið svokallaða spot, eða gps- punkt, til að finna þúfur eða staði á landinu sem gætu veitt okkur inn- blástur,“ segir Þóra Björk. „Við leituðum uppi skemmtilega staði í náttúrunni sem okkur lang- aði að yfirfæra yfir í hönnun okkar,“ segir Ólafur en hann smíðar kolla og bekki meðan Þóra Björk útbýr áklæði út frá þeim stöðum sem þau hafa valið. „Hugmyndin er síðan sú að láta þann gps-punkt sem við völdum fylgja stólnum til kaupanda. Sá sem kaupir verkið ætti þá að geta leitað uppi staðinn sem veitti okkur inn- blástur, annaðhvort í gegnum tölv- una, eða bara með því að slá inn punktinn og ferðast á staðinn,“ segir Ólafur, en þá staði sem þau hafa notað í hönn- un sína er til dæmis að finna á Þing- völlum, á Geysissvæðinu, Skálanesi, Seyðisfirði, Holuhrauni og á Akur- eyri. Verkin sem þau hafa unnið saman hafa fengið nöfnin SPOT, SPOT2 og SPOR. Hver og einn munur er einstakur enda áklæðið og grindin handunnin. „SPOT er kollur, SPOT2 er bekk- ur með sæti fyrir tvo en SPOR er skúlptúr sem hægt er að nota bæði sem koll eða borð,“ segir Þóra Björk og lýsir nánar hugmyndinni að baki SPOR. „Innblásturinn er fenginn frá klettum þar sem gróðurinn brýst fram á milli sprungna. Óli útbjó beykiklump með sprungum og ég nota tuft- aðferðina til að setja inn í þær eftirlíkingu af jurt- um.“ Ólafur og Þóra Björk taka þátt í Hönnunar- Mars í ár, þau hafa einn- ig sótt um að taka þátt í DesignMatch-kaupstefn- unni þar sem hönnuðum Hinn fullkomni punktur Ólafur Þór Erlendsson, húsgagnahönnuður og innanhússarkitekt, og Þóra Björk Schram, myndlistarkona og textílhönnuður, tóku höndum saman og hönnuðu kolla og bekki innblásna af íslenskri náttúru. Hverju verki fylgir gps-punktur eða SPOT sem sýnir hvaðan innblásturinn er fenginn. Nöfn verkanna vísa í þessa skemmtilegu hugmynd. SPOR vísar til gróðursins sem nær að dafna inni í klettasprungum. Mynd/SigRún EggERtSdÓttiR SPOR sem vísar til eldsumbrota. Mynd/SigRún EggERtSdÓttiR Kollurinn SPOt í sínu náttúrulega umhverfi. Mynd/SigRún EggERtSdÓttiR Ólafur og Þóra Björk sitja á bekknum SPOt2, en í forgrunni eru kollarnir SPOt og skúlptúrinn SPOR. Mynd/AntOn BRinK gefst tækifæri til að hitta kaupend- ur og framleiðendur. „Við vonumst til að komast í samstarf við ein- hverja sem vilja taka hönnun okkar lengra,“ segir Þóra Björk og Ólaf- ur bætir við: „Við erum bæði lærð- ir hönnuðir og vitum að það er erfitt að lifa af hönnun á Íslandi því mark- aðurinn er svo lítill. Til þess að kom- ast lengra þarf að stækka markað- inn. Við sjáum vel fyrir okkur að geta búið til einfaldari útfærslu af stólunum ef einhver hefur áhuga á að fjöldaframleiða þá en við gætum samt markaðssett þessa handunnu lúxustýpu sem við erum að vinna með núna.“ Hönnun Ólafs og Þóru Bjarkar verður til sýnis hjá GÁ húsgögnum í Hafnarhúsinu á HönnunarMars en auk þess verður opnuð sýningin Flóð með hönnun þeirra í Lækna- minjasafninu á Seltjarnarnesi á mið- vikudaginn. solveig@365.is 0 7 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 B 0 -4 3 E 4 1 8 B 0 -4 2 A 8 1 8 B 0 -4 1 6 C 1 8 B 0 -4 0 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.