Fréttablaðið - 07.03.2016, Side 42
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 512 5000.
Móðir okkar,
Ástríður Ingvadóttir
Brúnavegi 9,
áður Ásholti 2, Reykjavík,
lést 22. febrúar á Hrafnistu í Reykjavík.
Útför hennar fer fram þriðjudaginn
8. mars nk. frá Fossvogskirkju kl. 15.00.
Ingibjörg og Ragnheiður Kristjánsdætur
og fjölskyldur.
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga,
er fæddur 7. mars 1976 og verður því
fertugur í dag. Hann ætlar að gera sér
dagamun með því að fara út að borða í
kvöld með sonum sínum og fjölskyldu.
Um næstu helgi fer hann síðan út að
borða með vinum sínum. „Svo ætla ég
að halda veislu einhvern tímann í apríl,“
segir Georg en kveðst ekki hafa haft tíma
til að undirbúa veisluna þannig að hægt
væri að halda hana nær afmælinu. „Ég
held að það þurfi ekkert að vera alveg
á deginum.“
Spurður um eftirminnilegasta afmæl-
isdaginn, segir Georg að það sé dagurinn
sem hann varð þrítugur. „Þá var ég að
sækja um skóla í Bandaríkjunum og
þurfti að fljúga út í viðtal á afmælis-
deginum. Það var eftirminnilegt,“ segir
Georg. Hann komst inn í skólann, sem
var Stanford, en ákvað síðan að velja
Harvard Business School.
Georg er í krefjandi starfi sem forstjóri
Meniga, en hann segir að starfsemin
gangi vel. „Það eru mikil forréttindi að
vinna við fyrirtæki sem maður stofnaði
sjálfur og hefur séð vaxa og dafna,“ segir
Georg. Fyrirtækið er stofnað 10. mars
2009 og verður því sjö ára á fimmtu-
daginn.
Hundrað starfsmenn starfa núna hjá
Meniga og eru þar af áttatíu á Íslandi.
Georg segir fyrirtækið ekki hafa vaxið
mikið í starfsmannafjölda á síðasta ári
og muni ekki gera það alveg á næstunni.
Kannski þó á næsta ári. „Það er ágætt.
Stundum þarf maður að skipuleggja
sig og passa að fyrirtækið virki vel í því
stærð sem það er komið í. Þannig að
það eru mismunandi áskoranir á mis-
munandi stigum. Fyrst var það að búa
til vöruna, svo var það að selja hana og
núna er það að byggja upp innviði fyrir-
tækisins,“ segir Georg.
Georg segir líf sitt vera ákaflega fjöl-
breytt. Ég er einstæður faðir aðra hverja
viku og svo er ég forstjóri á faraldsfæti
hina vikuna,“ segir hann kampakátur.
Hann á tvo stráka sem eru fjórtán og tíu
ára gamlir. jonhakon@frettabladid.is
Þrítugsafmælið er það
eftirminnilegasta
Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, er fertugur í dag og ætlar að halda upp á daginn
með strákunum sínum. Hann man vel þegar hann þurfti að fljúga til Bandaríkjanna á
þrítugsafmælinu. Er einstæður faðir aðra hverja viku en er svo forstjóri á faraldsfæti.
Georg ætlar að halda veislu til að fagna afmælinu í apríl, en hafði ekki tíma til að skipuleggja hana nær afmælinu. Fréttablaðið/Valli
1876 Alexander Graham Bell fær einkaleyfi á símanum.
1912 Roald Amundsen tilkynnir að leiðangur hans hafi komist á
suðurpólinn 14. desember 1911.
1930 Útvegsbanki Íslands er formlega stofnaður.
1931 Stormur brýtur sjötíu símastaura á milli Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar.
1944 Fjórir farast en 39 komast af er þrjú erlend skip stranda á
söndum Vestur-Skaftafellssýslu.
1975 Mannbjörg verður er flutningaskipið Hvassafell strandar á
Skjálfanda.
1981 Sjónvarpið efnir til söngvakeppni í fyrsta sinn. Lagið Af
litlum neista sigrar.
1985 Lagið „We are the
World“ kemur út um
allan heim.
1996 Tímaritið
Séð og heyrt
hefur göngu
sína. Í fyrsta
tölublaðinu
var meðal
annars rætt
við biskups-
hjónin.
Merkisatburðir 7. mars
alexander
Graham bell
Mynd 2 - We are the world
Á þessum degi árið 1969 var
Golda Meir kjörin í embætti
forsætisráðherra Ísraels, fyrst
kvenna. Hún var þá orðin sjö-
tíu ára og var búin að draga
sig í hlé frá stjórnmálum
þegar skyndilega var óskað
eftir henni í embættið, en
forveri hennar, Levi Eshkol,
lést skyndilega úr hjartaáfalli
viku fyrr.
Golda Meir var fædd í
Kænugarði í Úkraínu árið
1898. Þegar hún var átta ára
fluttist hún með foreldrum
sínum til Bandaríkjanna
þar sem hún gekk í skóla.
Árið 1921 fluttist hún svo
til Palestínu ásamt manni
sínum. Hún var ein tuttugu
og fjögurra einstaklinga sem
skrifuðu undir stofnskrá
Ísraelsríkis og önnur tveggja
kvenna.
Frá 1969 var Meir forsætis-
ráðherra í fimm ár og stjórn-
aði Ísraelsríki með harðri
hendi á erfiðum tímum. Sér-
staklega voru árin fyrir upp-
sögn hennar erfið en 1972
voru ísraelskir keppendur á
Ólympíuleikunum í München
myrtir á hrottalegan hátt.
Upp úr því fyrirskipaði Meir
að harkalega yrði tekið á allri
mótspyrnu gegn ríkinu sem
orsakaði síðan Yom Kippur
stríðið svokallaða árið 1973.
Þótt stríðið hafi tekið fljótt
af urðu afleiðingar þess Meir
erfiðar og hún neyddist til að
segja af sér í apríl 1974.
Þ etta G e r ð i St : 7 . M a r S 1 9 6 9
„Móðir Ísraels“ sest við stjórnvölinn
Golda Meir
Það eru mikil forréttindi að
vinna við fyrirtæki sem maður
stofnaði sjálfur og hefur séð
vaxa og dafna.
7 . m a r s 2 0 1 6 m Á N U D a G U r18 t í m a m ó t ∙ F r É t t a B L a ð i ð
tímamót
0
7
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:4
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
B
0
-3
0
2
4
1
8
B
0
-2
E
E
8
1
8
B
0
-2
D
A
C
1
8
B
0
-2
C
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
5
6
s
_
6
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K