Fréttablaðið - 07.03.2016, Page 52

Fréttablaðið - 07.03.2016, Page 52
Þrátt fyrir að vera á marga vegu líkur forverum sínum, er nýjasti Far Cry leikurinn, Primal, í grunninn mjög frábrugðinn þeim. Far Cry leikirnir eru fyrst og fremst gerðir til að vera skemmtilegir og veita spilurum frelsi til að valda usla á fjölbreyttan hátt í stórum opnum heimi og þar er FCP engin undantekning. Síðast þegar undirritaður skrifaði dóm um Far Cry leik sagði ég: „Lík- lega mun það ekki borga sig fyrir Ubisoft að leika sama leikinn þrisv- ar, ef svo má að orði komast, og von- andi verður meiri framþróun í næsta Far Cry leik.“ Í stað þess að fara fram á við ákvað Ubisoft hins vegar að farið yrði til baka. Nánar tiltekið um tólf þúsund ár aftur í tímann. Leikurinn gerist árið tíu þúsund fyrir Krist, í landinu Oros í norðanverðri Evrópu. Veiði- maðurinn Takkar, er á ferð ásamt hópi annarra úr Wenja-ættbálkinum í leit að fólki sínu þegar óhöppin dynja yfir hvert af öðru. Verkefni spilara er að koma með- limum Wenja til bjargar og sameina ættbálkinn á ný, byggja upp þorp og sigra óvini þeirra. Í Primal eru spilarar ekki g a n g a n d i v o p n a - búr eins og í fyrri Far Cry leikjum. Aðalvopn l e i k s i n s eru kylfur, s p j ó t o g bogar. Í stað hraðskreiðra bíla og báta er nú hægt að ríða ljónum, björnum og fílum. Í stað eiturlyfjabaróna, sérviturra einræð- isherra og málaliða þurfa spilarar nú að berjast við frumstæða ættbálka og náttúruna. Náttúran kemur þó einnig til bjargar og hægt er að temja rándýr Oros og nota þau til veiða og hern- aðar. Leikurinn er mjög ofbeldis- fullur og blóðugur, sem virðist eiga rétt á sér miðað við uppsetningu hans á forsögulegum tímum. FCP keyrir á sömu grafíkvél og FC 3 og 4, en hún hefur verið uppfærð og leikurinn lítur mjög vel út. Sagan er þó frekar slöpp og fjendur Takkar eru litlausir. Fyrst og fremst er leikurinn þó einfaldlega skemmti- legur og þá sérstaklega bardagakerfi hans. Oros er risastórt land sem iðar af lífi og það er auðvelt að gleyma verkefninu sem fyrir liggur til að skoða hvað er handan við næstu beygju. Samúel Karl Ólason Rússíbanareið hellisbúans birtist í einfaldlega skemmtilegum leik Söguhetja leiksins, Takkar, getur tamið rándýr Oros og nýtt þau í orrustu við óvini sína. Mynd/UbiSOfT Stílistinn Alessandro Michele var sessunautur engrar annarrar en Önnu Wintour á balenciaga-sýningunni. Það er alveg stórmál. SíðaSt þegaR undiRRitaðuR SkRifaði dóm um faR CRy leik Sagði ég: „líklega mun það ekki boRga Sig fyRiR ubiSoft að leika Sama leikinn þRiSvaR, ef Svo má að oRði komaSt, og vonandi veRðuR meiRi fRamþRóun í næSta faR CRy leik Wenja-ættbálkurinn er í hættu og verkefni Takk- ars er að koma honum til bjargar. Mynd/UbiSOfT Jessica Alba var aldeilsi hress er hún mætti á Christian dior á föstu- daginn var. Tískuprinsessan Olivia Palermo lét sig ekki vanta. Hún skellti sér í þetta gullfallega pils og spókaði sig um Parísarborg á laugardags- kvöldið. Jacquemus fór skemmtilega út fyrir kassann. 7 . m a r s 2 0 1 6 m Á N U D a G U r28 L í f i ð ∙ f r É T T a B L a ð i ð Lífið Kendall Jenner. balmain. Kendall Jenner og Gigi Hadid eru þær allra heitustu um þessar mundir og sjást hér slaka á eftirpartíi hjá balmain. Hátískuborgin París er fullkominn loka- hnykkur á tískuvikunum sem hefjast í New York, rúlla yfir til London og þaðan til Mílanó áður en herlegheitunum er lokið í París. Má með sanni segja að tísku- vikur hafi fest sig rækilega í sessi, enda má rekja upphaf þeirra aftur til 1943. Í ár, voru þær Gigi Hadid og Kendall Jenner býsna atkvæðamiklar og fóru ekki síður stórum utan pallanna. Þær vekja athygli hvar sem þær drepa niður fæti, enda einhverjar vinsælustu fyrirsætur heims akkúrat núna. tískutryllir í París 0 7 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :4 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 B 0 -4 D C 4 1 8 B 0 -4 C 8 8 1 8 B 0 -4 B 4 C 1 8 B 0 -4 A 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.