Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 07.06.2010, Page 1

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 07.06.2010, Page 1
Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 11. tbl. 18. árg. nr. 543 7. júní 2010 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Oddi Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík eða með tölvupósti til: vai@vegagerdin.is Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt, útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka . Útgáfa er óregluleg og nokkrar vikur geta liðið milli tölublaða. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur, fjölmiðlar. og áhugafólk. Áskrift er endurgjaldslaus. 11. tbl. /10 Innstrandavegur (68) í Hrútafirði, áður Djúpvegur (61). Þar sem fjármagn til viðhalds og þjónustu vegakerfisins verður töluvert minna en á síðustu árum er óhjákvæmilegt annað en að draga úr viðhaldi og sumarþjónustu í ár. Miðað við þær upphæðir sem er að finna í samgönguáætlun, sem er enn í meðförum Alþingis, verða framlög til viðhalds og þjónustu í ár um 10% lægri í krónum talið en í fyrra. Fjárveitingar höfðu þá lækkað bæði árin 2008 og 2009. Áætlað hefur verið að raunlækkun á framlagi til viðhalds og þjónustu frá árinu 2007 sé um 28%, að teknu tilliti til verðlags. Vegagerðin áætlar að fjárveitingar árin 2011 og 2012, í þeirri samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram, nægi aðeins fyrir um 65% af áætlaðri þörf. Á malarvegum verður því minna heflað í sumar, rykbinding og mölburður verður minni. Í viðhaldi bundinna slitlaga verður í meira mæli gert við hluta vegar, (hjólfarafyllingar, blettaviðgerðir og kantlagfæringar), í stað heilla yfirlagninga svo dæmi séu tekin. Minna viðhald, minni þjónusta árið 2010 Vegagerðin mun leita allra leiða til að skerða þjónustuna sem minnst. Leiðir til þess eru m.a. að forgangsraða verkefnum enn frekar og efla alla áætlanagerð og kostnaðareftirlit í tengslum við hana, því fyrir liggur að ekki verður unnt að halda óbreyttu þjónustustigi á vegakerfinu. Vegfarendur munu því miður í auknum mæli verða varir við versnandi ástand vega. Fjárveitingar til viðhalds og reksturs malarvega eru nú um 60-65% af áætlaðri þörf en malarvegir eru ríflega 7.700 km eða 60% af öllu vegakerfinu. Því þarf að takamarka heflun og rykbindingu nokkuð, en reynt verður eftir megni að halda umferðarmeiri vegum í þokkalegu ástandi og rykbinding við sveitabæi, þéttbýli og sumarhúsabyggð hefur ákveðinn forgang. Á fjallvegum landsins má búast við að eftir að þeir hafa verið opnaðir að vori verði lítið um heflun eftir það. Viðgerðir á bundnum slitlögum þarf að takmarka í meira mæli við hjólfarafyllingar, blettun og kantlagfæringu en minna (Þessi frétt birtist á vegagerdin.is 27.5.2010)

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.