Fréttablaðið - 29.02.2016, Blaðsíða 13
fólk
kynningarblað
Við reynum þegar upp er staðið að sýna þver-
skurð af hverju viðfangsefni. Auðvitað er alltaf
fín lína á milli þess hvað er list og hvað er hönnun. Við
tókum hönnuði sem hafa verið að framleiða fyrir
framleiðslu.
Örn Smári Gíslason
2 9 . f e b r ú a r 2 0 1 6 M Á N U D a G U r
Leirpottur/Leir 7, Borðið. Matarstell/Jökla, Postulína.
Ílát/Dialog, Hanna D. Whitehead.
Ílát/Jarðlög, Ólöf E. Bjarnadóttir.
Örn Smári Gíslason heldur utan um
nýja frímerkjalínu Póstsins sem skartar
íslenskri keramikhönnun. MynD/Örn SMári
„Eðli frímerkja hefur verið að
fjalla um liðna tíð, heiðra af-
mæli og stórviðburði og fleira í
þeim dúr. Þetta er sjöunda serían
okkar þar sem við sýnum þver-
skurð af íslenskri hönnun og var
hugmyndin með verkefninu að
færa okkur nær deginum í dag
og því sem er að gerast í hönn-
un hverju sinni,“ útskýrir Örn
Smári Gíslason, hönnuður frí-
merkja hjá Póstinum, en Póstur-
inn tekur þátt í HönnunarMars
í ár með útgáfu fjögurra frí-
merkja sem öll skarta íslenskri
keramikhönnun.
Áður hafa verið gefin út frí-
merki með íslenskri iðnhönnun,
íslenskum húsgögnum, fatahönn-
un, grafískri hönnun, arkitekt-
úr og skartgripahönnun og varð
keramikhönnun fyrir valinu í
ár. Þá verður íslensk textílhönn-
un tekin fyrir á næsta ári. Frí-
merkin verða sýnd í Safnahús-
inu á Hverfisgötu. Þar verða þau
í stækkaðri mynd á veggjum og
leirmunir sem prýða þau verða
einnig sýndir.
Örn segir langt vinnuferli
liggja að baki frímerkjunum.
„Undirbúningurinn er langur og
mikið efni sem þarf að fara yfir.
Við höfum fengið ábendingar um
ráðgjafa á hverju sviði frá Hönn-
unarmiðstöð, sem við hittum og
förum með gegnum málin. Þeir
hafa svo bent okkur í ákveðnar
áttir sem við metum og reynum
Íslenskt keramik á frÍmerkjum
Pósturinn tekur þátt í HönnunarMars í ár með útgáfu fjögurra nýrra frímerkja sem öll skarta íslenskri keramikhönnun.
Langt vinnuferli liggur að baki. Merkin verða sýnd í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Sýningin verður opnuð 9. mars.
Járn & Gler ehf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin - 104 Reykjavík
S: 58 58 900-
www.jarngler.is
Fyrirtæki - Húsfélög
—————————
Við bjóðum upp á
sjálfvirkan hurða-
opnunarbúnað ásamt
uppsetningu og
viðhaldi
Auðveldar aðgengi, hentar vel fyrir
aðgengi fatlaðra.
Áratuga reynsla af búnaði
tryggir gæðin.
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
s: 571-5464
Vertu einstök – eins og þú ert
stærðir 38-52
my styleStærðir 38-52
Netverslun á tiskuhus.is
LAGERSALA
80% AFSLÁTTUR NET
1.000 KR.*
1817 365.is
ÓTAKMARKAÐ
GAGNAMAGN
Endalaust
* Fylgir með völdum tilboðspökkum. Undanskilið er
aðgangsgjald og leiga á beini. Nánari upplýsingar á 365.is
Hvaða þýðingu Hefur það fyrir
Hönnuð að fá verk sitt á frÍmerki?
Hanna DÍs WHiteHeaD ÍLát/
DiALoG: „Mér finnst frábært að
Pósturinn styðji í raun við og kynni
á þennan hátt íslenska hönnun.
Frímerkin fara út um allan heim
til safnara og náttúrulega á bréf
og kort líka. Fyrir mig er það
líka mikill heiður að vera hluti af
þessum færa hóp.“
Ólöf erla BjarnaDÓttir
ÍLát/JArðLÖG: „Það er frábært
framtak hjá Póstinum að gefa út
frímerki árlega sem eru tileinkuð
ákveðnum hönnunargreinum. Þar
með fer íslensk hönnun út um
allan heim í formi frímerkja, bæði
til safnara og sem burðargjald. Í
öðru lagi á sér stað þverfaglegt
samtal innan hönnunargeirans,
milli til dæmis vöruhönnuða,
keramikera og grafískra hönnuða.
Svo er eitthvað fallega gamaldags
og þjóðlegt að vera á frímerki þótt
hönnunin sé ný.“
Ólöf jakoBÍna ernuDÓttir
PostulÍna MAtArSteLL/
JÖkLA: „Það er fyrst og fremst
heiður að vera valinn úr þessum
stóra hópi leirlistamanna og
gaman að Jökla hafi orðið fyrir
valinu. Það liggur mikil vinna þar
að baki, og eitt og annað sem
prófað var áður en endanleg
niðurstaða náðist. Svo eru frí-
merki svo falleg, hafa menningar-
legt og sögulegt gildi og það má
hrósa Póstinum fyrir að fara af
stað með þessar seríur. Frímerki
eru notuð meira en maður heldur
og gaman að matarstellið fljúgi
út um alla Evrópu. Frímerki eru
líka dálítið gamaldags rétt eins
og okkar vinnuaðferðir á renni-
bekknum.“
BrynHilDur PálsDÓttir
Borðið oG Leir 7/LeirPottur:
„Þetta er heiður og sérstaklega
skemmtilegt að samstarf okkar
Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur
við Sigríði Erlu Guðmundsdóttur
hjá Leir 7 í Stykkishólmi hafi verið
valið á frímerki. Leirpotturinn er
einstakur að því leyti að hann er
unninn úr íslenskum jarðleir úr
Ytri-Fagradal en Sigríður fram-
leiðir pottinn í Stykkishólmi.“
þegar upp er staðið að sýna
þverskurð af hverju viðfangs-
efni. Auðvitað er alltaf fín lína
á milli þess hvað er list og hvað
er hönnun. Við tókum fyrir hönn-
uði sem hafa verið að framleiða
fyrir framleiðslu.“ Er fólk enn
að senda bréf? „Já, og sérstak-
lega þegar fólk vill láta póstinn
skera sig frá gluggapóstinum er
skemmtilegt að nota frímerki,“
segir Örn.
2
9
-0
2
-2
0
1
6
0
4
:2
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
9
C
-E
6
A
4
1
8
9
C
-E
5
6
8
1
8
9
C
-E
4
2
C
1
8
9
C
-E
2
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
2
8
_
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K