Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2007, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2007, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 Fréttir DV Ellefu vilja brauðið Ellefu umsækjendur voru um embætti prests í Grafar- vogsprestakaili í stað séra önnu Sigríðar Pálsdóttur sem færði sig um set í byrjun október og er nú prestur í Dómkirkjunni í Reykja- vík. Af ellefu umsækjendum voru konur í miklum meirihluta, því aðeins þrír karlar voru með- al umsækjenda. Konum virðist hafa fjölgað nokkuð í stétt presta á síðustu árum ef miðað er við þessar tölur. Ráðið verður (emb- ætti prests frá og með 1. desem- ber næstkomandi. Fimm handteknir Lögreglan á Selfossi hand- tók í fyrrinótt fimm karlmenn vegna hnífsstunguárásar sem átti sér stað á föstudagskvöld. Þeir dvöldu í fangageymsl- um lögreglunnar á Selfossi í fyrrinótt og voru yfirheyrð- ir vegna málsins í gær. Einn maður sem grunaður er um árásina hvarf af vettvangi en gaf sig fram við lögreglu á sunnudag. Arásin átti sér stað í vinnubúðum við Hellisheið- arvirkjun en þar hafði maður verið stunginn í fót- og hand- legg. Mennirnir höfðu setið að drykkju en ósætti varð á milli mannanna sem leiddi til árásarinnar. Áverkar fórnar- lambsins voru ekki alvarlegir. Braust inn íapótek Karlmaður um tvítugt var handtekinn fyrir utan verslunar- miðstöðina Hrísalund á Akureyri í fyrrinótt. Hann hafði brotist inn í apótek Lyfja og heilsu og haft eitthvað af lyfjum á brott með sér. Þjófa- varnarkerf- ið fór af stað og náðist maðurinn rétt fyrir utan og gisti hann fangageymslur lög- reglunnar. Hann var í annar- legu ástandi þegar hann náðist og hefur hann komið við sögu lögreglu áður. Framhaldsskóli fyrir íslenskt fé „Afhendingin markar tíma- mót í sögu Þróunarsamvinnu- stofnunar íslands í Malaví þar sem þetta er í fyrsta sinn sem byggður er framhaldsskóli fyrir íslenskt fé en frá árinu 1995 hef- ur Þróunarsamvinnustofnunin einbeitt sér að byggingu barna- skóla," segir Stella Samúelsdóttir, verkefnisstjóri ÞSSf í félagslegum verkefnum í Malaví. Skólinn er í þorpinu Nankhwali í Mangochi- héraði. Skafti Jónsson, umdæm- isstjóri ÞSSÍ í Malaví, afhenti full- trúa malavíska yfirvalda fyklana í síðstu viku. Skólinn hefur þegar verið tekinn í notkun. Fjárfestingafélagiö Háskólavellir keypti tæplega sautján hundruð íbúðir á varnar- liðssvæðinu af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar í haust. Samkvæmt reglugerð á sala á fasteignum ríkisins að vera í höndum Ríkiskaupa og auglýstar opinberlega. Slíkt var ekki gert við þessa sölu og gagnrýnir Óskar Ásgeirsson, sérfræðingur hjá Ríkiskaupum, að ekki hafi verið farið að reglum. Atli Gíslason þingmaður segir mjög óeðlilegt að ekki sé farið eftir reglum þegar farið er með opinbert fé. VALGEIR ÖRN RAGNARSSON bladamadur skrifar: valgeir^'dv.is Fjárfestingafélagið Háskólavellir hefur fest kaup á tæplega sautján hundruð íbúðum á varnarliðssvæð- inu á Miðnesheiði af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar án þess að farið hafi verið eftir reglum um sölu á rík- iseignum. Að Háskólavöllum koma meðal annars Glitnir, fasteigna- félagið Þrek, fjárfestingafélagið Teig- ur, Sparisjóðurinn í Keflavík og fast- eignaþróunarfélagið Klasi sem sem Þorgils Óttar Mathiesen leiðir. í reglugerð um ráðstöfun eigna ríkisins segir að Ríkiskaup skuli bjóða eignir til sölu með opinberri augfysingu þar sem allar helstu upp- lýsingar séu veittar. Ríkiskaup leggja svo fram tillögu til fjármálaráðuneyt- isins um hvaða tilboði skuli taka. Eignirnar voru ekki auglýstar eins og reglur gera ráð fyrir en fjármálaráð- herra getur við sérstakar aðstæður veitt heimild til að víkja frá ákvæðum reglugerðar um framkvæmd við sölu eigna ríkisins. Heildarvirði samn- ingsins er um 14 milljarðar króna. Eigum að sjá um þetta Óskar Ásgeirsson, sérfræðingur í eignasölu Ríkiskaupa, segir reglur um ráðstöfun ríkiseigna alveg skýr- ar. Hann undrast hvers vegna um- sýsla eignasölunnar hafi ekki ver- ið færð til stofnunarinnar og þekkir enga ástæðu fyrir því hvers vegna það hafi ekki verið gert. „Ríkiskaup ráðstafa þeim eignum ríkisins sem ákveðið hefur verið að selja eða láta af hendi með öðru móti. Það er okkar hlutverk og öll sala á eigum ríkisins á að fara í gegn hjá okkur. Það er bara þannig," segir Óskar. Atli Gíslason, þingmaður vinstri grænna, tekur í sama streng. Hann óttast að ekki hafi verið rétt staðið að söluferli eignanna og spyr hvers vegna ferlið hafi ekki farið í gegn- um Ríkiskaup, líkt og lög geri ráð fyrir. „Líklega skýla þeir sér á bak við hlutafélagaform sitt og líta sig undanskilda reglum um sölu ríkis- eigna. f raun er hér á ferðinni afkimi stjórnsýslunnar. Þarna er ákveðin klemma komin upp og ég óttast fleiri klemmur í ljósi ohf. fyrirkomulags ríkisstofnana. Bera þessi félög áfram skuldbindingar sem ríkisfyrirtæki eða ekki?" segir Atli. Full heimild ílögum Kjartan Eiríksson, framkvæmda- stjóri Þróunarfélags Keflavíkurflug- vallar, segir félagið hafa haft fulla heimild í lögum sem samþykkt voru á Alþingi á síðasta ári þar sem seg- ir að heimilt sé að fela Þróunarfé- lagi Keflavíkurflugvallar að annast í umboði ríkisins umsýslu fasteigna á svæði sem koma á hið fyrsta í arð- bær borgaraleg not. „Þessi gagnrýni hefur ekki komið inn á borð til okkar og það getur verið að hún sé byggð á einhverjum misskilningi," segir Kjartan. Á afar gráu svæði Óskar Ásgeirsson bendir jafn- framt á að sala ríkiseigna sé alltaf framkvæmd með sama hætti. Fyrst Atli Gíslason „Líklega skýla þeir sér á bak við hlutafélagaform sitt og líta sig undanskilda reglum um sölu ríkiseigna. ( raun er hér á ferðinni afkimi stjórnsýsl- unnar. Þarna er ákveðin klemma komin upp og ég óttast fleiri klemmur í Ijósi ohf. fyrirkomulags rlkisstofnana." þurfi fjármálaráðuneyti að sam- þykkja sölu og næst eru eignirnar auglýstar til sölu. „Það gerum við með áberandi hætti þar sem óskað er tilboða. Satt að segja man ég ekki eftir að þessar eignir hafi verið áber- andi auglýstar, ef ég segi alveg eins og er. Ég tel að þessi sala hefði átt að fara í gegn hjá okkur og það hefur alls ekki verið gert." Atli Gíslason segir þessi viðskipti „Ríkiskaup ráðstafa þeim eignum ríkisins sem ákveðið hefur ver- ið að selja eða láta af hendi með öðru móti. Það er okkar hlutverk og öll sala á eigum rík- isins á að fara í gegn hjá okkur. Það er bara þannig." vera á afar gráu svæði og telur laga- ramma þessara félaga vera afar óljósan. „í þessu tilfelli er verið að fara með opinbert fé og það er mjög óeðlilegt að opinberum reglum sé ekki fylgt. Það ætti að fara með þetta í gegnum Ríkiskaup og fara að sett- um reglum." Kristján Pálsson, fyrrverandiþing- maður Sjálfstæðisflokksins, varð ekki var við auglýsingar rfldseignanna á Keflavíkurflugvelli og veltir fyrir sér hvers vegna þessi leið hafi verið val- in. Hann segir góða ástæðu til þess að skoða söluna betur því hún virðist hafa verið nokkuð tilviljanakennd og skyndileg. „Það er mjög góð spurn- ing hvers vegna þetta hafi ekki far- ið venjulega leið. Það virðast koma fram ákveðnir aðilar sem leggja fram tilboð og söluferli hafi farið í gang í kjölfarið. Þessi sala er alls ekki und- anskilin því að spurt sé spurninga," segir Kristján. Stjórnvöld eiga að styðja íslensk flugfélög í baráttunni við Boeing: Bandaríkjastjórn til skammar „íslensk stjórnvöld eiga að styðja íslensku flugfélögin í því að segja þeim hjá Boeing að ef þetta veld- ur þeim vandræðum, þá séu fram- leiddar fi'nustu flugvélar í Evrópu. Þær heita Airbus og fyrirtækin geta þá beint viðskiptum sínum þangað í framtíðinni," segir Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstrihreyfingar- innar - græns ffamboðs og fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis. „Það eru engar forsendur fyrir þessu eða hafa verið í öðrum tilfellum þeg- ar menn hafa beitt viðskipta- takmörkunum," segir hann. f DV í gær var Æ sagt frá því að v/ bandarísk stjóm- völd hafa þrýst á banda- ríska flugvélaframleiðandann Boeing að stunda ekki viðskipti við íslensk flugfélög vegna Kúbuferða þeirra. Viðskiptabann hefur ríkt gegn Kúbu í marga áratugi og kom það illa við bandarísk stjórnvöld að þarlend- ar Boeing-flugvélar væru notaðar til þess að fljúga til og frá Kúbu. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar og fúlltrúi í utanríkismálanefnd, segir sjálfsagt að stjórnvöld leggi flugfélögunum lið ef þörf er á. Hún hefur þó efasemd- ir um að það sé á þeirra færi. Steingrímur bendir á að Bandaríkjamenn sjálfir fari marg- ir hverjir á bak við viðskiptabannið með ýmsum hætti, til dæmis með því að skrá flug sem leiguflug en ekki áædanaflug. „íslenskyfirvöld eiga að styðja íslensk fyrirtæki í að gefa ffat í þetta fáránlega viðskiptabann sem er til stórkostlegrar skammar. Þetta er ljótur blettur á bandarísku stjórn- arfari og þeim til mikillar skammar að ganga svona fram," segir hann. Málið kemur Steingrími ekki á óvart. „Ég er vel inni í þessu máli. Bandaríkin hafa í gegn- um tíðina beitt löndin í kringum sig þrýstingi af þessum toga. Kanada- menn hafa ekki látið bugast og eiga þeir heiður skilinn fyrir að hafa aldrei látið Bandaríkin kúga sig til að slíta eðlileg tengsl við Kúbu. Hvað fólki finnst um stjórnarfarið þar er síðan allt annað mál. Flestum í alþjóða- samfélaginu, nema Bandaríkjun- um, finnst það hneisa að halda þessu við," segir hann. erla@dv.is Til skammar Steingrímur J. Sigfússon leggurtil að íslensk flugfélög kaupi evrópskar Airbus- vélar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.