Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2007, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2007, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 Fréttir DV Skilorð vegna árása Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi á föstudag George Scott, 26 ára Húsvíking, í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir, allar sama kvöldið. George kýldi þrjá menn í andlit og sparkaði í skrokk og höf- uð tveggja þeirra þannig að einn fótbrotnaði og allir hlutu áverka. Líkamsárásimar áttu sér stað (fjöldaslagsmálum utan við veit- ingastaðinn Gamla Bauk á Húsa- víkþann 30. september. Lögreglu var tilkynnt að átök væru á milli „...erlendra farandverkamanna og einhverra heimamanna", eins og það var orðað. Þrjátíu manns flugust á. Gæsluvarðhald staðfest Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur um að Þórarinn Kr. Gísla- son sæti gæsluvarðhaldi til 20. desember. Þórarinn er grunað- ur um að hafa orðið nágranna sínum Borgþóri Gústafssyni að bana í íbúð við Hringbraut í Reylqavík þann 7. október. Þórarinn tilkynnti lögreglu að vinur hans lægi rænulaus í rúmi sínu. Sá var með alvar- lega áverka á höfði sem drógu hann til dauða síðar sama dag. Á vettvangi mátti greina duft úr slökkvitæki en talið er að fórnarlambið hafi verið lamið með því. Þórarinn var verulega ölvaður og á höndum hans var meðal annars duft úr slökkvi- tækinu. Þórarinn neitar sök. Tímamótaskýrsla Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreyting- ar samþykkti á fundi í Valencia á Spáni nýja samantekt sem varðar staðreyndir um hlýnun jarðar. í til- kynningu frá umhverfis- ráðuneyt- inu segir að þessi saman- tekt marki tímamót, en í henni segir meðal annars að hlýnun jarðar sé staðreynd og Norður-íshafið verði orðið íslaust á sumrin fyrir næstu aldarlok. Skemmdarvargar í Þorlákshöfn Starfsmenn sveitarfélagsins ölfuss urðu þess áskynja í gær- morgun að búið var að skemma hraðahindrun í Biskupabúðum í Þorlákshöfn. Þetta mun hafa gerst um helgina og er þetta í annað skipti á stuttum tíma sem hraðahindrun er skemmd í Þor- lákshöfn. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um að bifreið hefði verið skemmd við sumar- bústað í Bláskógabyggð. Stungin höfðu verið göt á vélarlok bif- reiðarinnar og beindist grunur að manni sem tengdist eiganda bifreiðarinnar. Sá var handtekinn og yfirheyrður en neitaði sök. Skráaskiptisvæðinu torrent.is var lokað í gær eftir að sýslumaðurinn i Hafnarfirði féllst á lögbannskröfu þess efnis. Þrenn samtök munu höfða einkamál á hendur Svavari Lútherssyni, forsvarsmanni síðunnar. Svavar segist ósáttur við niðurstöðuna og heldur í von um að síðan verði opnuð aftur. Forsvarsmaður finnskrar torrent-síðu var dæmdur til að greiða sem nemur nærri 50 milljónum króna í skaðabætur. Lokað Torrent.is var lokað um miðjan dag (gær eftir að sýslumaðurinn í Hafnarfirði féllst á lögbannskröfu þess efnis. Snaebjörn Steingríms- son „Við vonum að þetta sé byrjunin á stærsta sigri SMÁ(S (rétthafabarátt- unni." GERT AÐ L0KA T0RRENT.IS VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaöur skrifar: valgeir^dv.is Sýslumaðurinn í Hafnarfirði féllst í gær á lögbannskröfú SMÁÍS, Samtóns og Sambands íslenskra félaga og fyrir- tækja í kvikmyndagerð að skráaskipt- isvæðinu torrent.is yrði lokað. Svavar Lúthersson, forsvarsmaður torrent.is, var færður til yfirheyrslu í gærmorgun og lauk henni um klukkan þrjú í gær. Félögin munu höfða einkamál á hendur Svavari fyrir hlutdeildarbrot á þeim forsendum að hann hafi stuðl- að að höfúndaréttarbrotum með því að starfrækja vefsíðuna. í framhald- inu munu þau skoða möguleika á að krefjast skaðabóta. Mjög sambærileg höfundarréttarlög eru í gildi á íslandi og í Finnlandi en þar í landi var for- svarsmaður torrent-síðu dæmdur til að greiða um fimmú'u milljónir króna í skaðabætur á sömu forsendum og samtökin kæra Svavar fyrir. Sýslu- maðurinn í Hafnarfirði hafnaði hins vegar kröfu samtakanna um að tölvu- búnaður Svavars yrði haldlagður líkt og gert var árið 2004 þegar lögregla haldlagði tölvubúnað tíu manna í DC++-málinu svokallaða. Kátur yfir niðurstöðunni Snæbjörn Steingrímsson, fram- kvæmdarstjóri SMÁÍS, var sáttur við niðurstöðuna þegar DV ræddi við hann. „Ég er bara hæstánægður, þetta er fyrsta skrefið í þeirri baráttu að fá lögbannið í gegn." Hann seg- ir að samtökin sem standa að baki málinu muni staðfesta kæru gegn Svavari í vikunni og svo muni mál- ið væntanlega fara fýrir dóm. Hann segist gjarnan hafa viljað að tölvu- búnaðurinn yrði haldlagður. „Mér skilst að það hefði verið erfitt að fá það í gegn í einkamáli." Snæbjörn gagnrýnir seinagang yfirvalda í rannsókn á ólöglegu nið- urhali og því hafi samtökin ákveð- ið að höfða einkamál. „Við vonum að þetta sé byrjunin á stærsta sigri SMÁÍS í rétthafabaráttunni." Svavar Lúthersson hafði nýlok- ið við að fjarlægja torrent.is út af vefnum þegar hann ræddi við DV. Hann kveðst ósáttur við úrskurð sýslumannsins í Hafnarfirði. Lög- maður Svavars var viðstaddur yfir- heyrsluna yfir honum og færðu þeir rök gegn því að torrent.is yrði lokað. Hann segist hins vegar ekki tilbú- inn til þess að gefast upp. „Ég held í vonina að geta opnað vefinn aft- Svavar Lúthersson „Ég held (vonina að geta opnað vefinn aftur, en það fer eftir því hvernig lögbannsmálið fer." ur, en það fer eftir því hvernig lög- bannsmálið fer." Kæra ekki þrjátíu þúsund manns Snæbjörn segir að ekki standi til að kæra alla notendur torrent.is, slíkt yrði ógjörningur. Samkvæmt tölum á vefnum voru um átta prósent þjóð- arinnar með aðgang að skráaskipt- isvæðinu. „Það stendur til að kæra hann fýrir hlutdeildarbrot, en ekki beint fyrir að stunda höfundarrétt- arbrot. Ég veit svo sem ekki hversu „Það stendur til að kæra hann fyrir hlut- deildarbrot; en ekki beint fyrir að stunda höfundarréttarbrot" mikið er hægt að sækja hjá aðstand- endum síðunnar." Hann segir málið ekki tengjast því beint að ríkislögreglustjóri ákvað að ákæra mennina tíu í DC++-mál- inu. „Við hefðum auðvitað viljað að sú ákæra kæmi tveimur árum fyrr." Hann segir einnig koma til greina að fara í skaðabótamál á hendur Svav- ari og segist sannfærður um að laga- grundvöllur sé fyrir slíku máli, þar sem höfundarréttarlögin hér séu mjög svipuð og í Finnlandi þar sem dómur féll. Svavar segist aftur á móti ekki ótt- ast skaðabótamál. „Hér á landi gilda íslensk lög en ekki finnsk lög." Svav- ar segir að sér hafi verið létt að tölvu- búnaðurinn hafi ekki verið hald- lagður. „Þá hefði ég kannski fengið tölvuna mína aftur eftir þrjú eða fimm ár.“ ION ASGEIR lOIIANNESSON, STJORNARFORMAÐUR BAUGS +Stœrsti kostur Jóns Ásgeirs er sennilega sá að ég hefaldrei heyrt hann segja styggðaryrði um nokkurn mann," segir Guðmundur Marteinsson, framkvœmdastjóri Bónuss. „Hann stendur líka við alltsem hann segir og er mjög traustur, sem er mikill kostur í mlnum aug- um," heldur Guðmundur áfram. Hann segir Jón Ásgeir í ofanálag vera mjög sanngjarn- an. m Guðmundur Ingi Iijartarson, œskuvin- urjóns Ásgeirs af Seltjarnarnesinu, segir Jón Ásgeir vera bœði kjarkaðan og útsjón- arsaman. „Svo er hann traustur oggóður vinur og höfðingi heim að scekja," segir Guðmundur Ingi. m Tryggvi lónsson, samherji Jóns Ásgeirs í viðskiptum til margra ára, segir Jón ásgeir fyrst ogfremst vera afar orðheldinn mann. „Það sem hann segir, það stendur eins og stafur á bók," segir Tryggvi. - - Jón Ásgeir Félagarnir segja Jón vera orðheldinn og traustan. Hann kunni þó ekki á klukku og sé óstundvís. DEBET OG KREDIT „Eini gallinn sem ég man ej'tir við hann Jón Ásgeir er að hann á það til að verajremur fámáll,“ segir Guðmundur Marteinsson. Ilann segirþetta geta bent til þess að Jón sé lokaður, án þess að það sé öruggi mál. „Svo erhann reyndar œgilega óstundvís," bœtir hann við. „Þeir eiga það sameiginlegt, Jón Ásgeir og Guðmundur Marteinsson, að báðir eruþeir alvegferlega tapsárir i skvassi," segir Guð- mundur Ingi Hjartarson um félaga sina. „Svo erþað rétt hjá Gumma að Jón Ásgeir er óstundvís, en lumn kemst einhvern veginn upp með það,"segir Guðmundur Ingi enn fremur. Tryggvi Jónsson giskar strax á að aðr- ir viðmœlendur haji minnst á óstundvísi Jóhannesar. „Hann hefur i rauninni aldrei lœrt almennilega á klukku og ég er ekki einu sinni viss um að liann eigi úr,“ segir Tryggvi. „Honum ferþó fram ogþað erekki lokujyrir það skotið að góður kvenskörungur sé að kenna lionum þetta. Sigandi lukka er líka best."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.