Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2007, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2007, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 Fréttir DV TRAUSTI HAFSTEINSSON Breska lögreglan óttast að fundur tveggja líka í síðustu viku leiði til fleiri fórnarlamba morðingjans. Leitað verð- ur í fjölda húsa þar sem hann hefur búið síðustu áratugi og hafa nöfn 15 stúlkna komið upp í rannsókninni. Á föstudag fannst lík Dinah McNicol, 1 8 ára stúlku, grafíð undir sólpalli í garðinum. Beggja stúlknanna hafði verið saknað frá árinu 1991 ogskiluðu rannsóknir loks þeim árangri að líkin fund- ust. Tobin hefur verið handtekinn og ákærð- ur fyrir morðin á stúlk- unum tveimur. Lögregla í bænum Margate á Bret- landi óttast að 15 fórnarlömb til viðbótar finnist við húsleit í nokkr- um húsum sem tengjast Bretanum Peter Tobin, 61 árs að aldri. f síð- ustu viku fundust lík tveggja ungl- ingsstúlkna grafin í garði við hús hans að Irvine Drive númer 50 í Margate. Á mánudaginn í síðustu viku fannst lík 15 ára stúlku, Vicky Ham- ilton, grafið undir malarjarðvegi garðsins. Á föstudag fannst svo lík Dinah McNicol, 18 ára stúlku, graf- ið undir sólpalli í garðinum. Beggja stúlknanna hafði verið saknað frá árinu 1991 og skiluðu rannsóknir loks þeim árangri að líkin fundust. Tobin hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morðin á stúlkunum tveimur. Þáði far hjá ókunnugum Hinn meinti morðingi tengist fleiri húseignum á Bretlandseyj- um og er fyrirhugað næstu daga að rannsaka þær aílar til hlítar. Ótt- ast er að fleiri lík sé að finna þar sem Tobin hefur áður búið og hef- ur lögreglan tengt nöfn 15 stúlkna við rannsóknina, allar hafa horfið á síðustu árum. Fyrri heimilisföng mannsins eru í nokkrum borgum, meðal annars Brighton, Hamp- shire, Edinborg og Glasgow. Allt í allt eru þetta ein 9 hús sem rann- sökuð verða á næstu dögum og ólíklegt er talið að fleiri lík finnist í húsinu eða garðinum þar sem lík ftarleg leit Búið er að grafa f garðinum og brjóta upp steypugrunn hússins. Ólfklegt er talið að fleiri Ifkamsleifar finnist f húsinu þar sem Ifkin tvö fundust. stúlknanna fundust í síðustu viku. Samkvæmt vefmiðlinum The First Post hvarf Dinah McNicol árið 1991 eftir að hún þáði far hjá ókunnugum. Hún hafði verið á tónlistarhátíð í Hampshire, þar sem Tobin bjó um skeið, og spurð- ist ekki til hennar eftir að hún steig upp í bílinn hið örlagaríka kvöld. Vill jarða dóttur sína sem fyrst Fjölmiðlafulltrúi lögreglunn- ar, Tabitha Wilson, staðfestir að rannsókn hússins við Irvine Dri- ve sé að mestu lokið. Hún segir að lokið sé við að grafa upp allan hús- garðinn án þess að fleiri líkamsleif- ar hafi fundist. Hið sama á við eft- ir að steypugrunnur hússins var opnaður til að leita líka. Núverandi Einkaspæjarar segjast hundrað prósent vissir um að Madeleine sé á lífi: Nýjar upplýsingar gefa von Einkaspæjarar sem foreldr- ar Madeleine McCann réðu frá spænsku leynilögregluskrifstofunni Metedo 3 segjast hundrað prósent vissir um að finna stúlkuna á lífi. Aukin bjartsýnir ríkir nú í málinu eftir að vitni hafi sagt kærustu Ro- berts Murat halda á barni vafið inn í teppi og flutt það á milli bfla tveim- ur dögum eftir hvarfið. Það átti að hafa átt sér stað í miðhluta Portú- gals, aðeins hundrað kílómeturm frá sumarleyfisstaðnum Praia da Luz. Vitnið bar kennsl á Michaelu Walczuch eftir að hafa skoðað ljós- myndir. Samkvæmt heimildum Daily Mail, sagði vitnið að parið hefði hegðað sér einkennilega og að það hefði bersýnilega viljað láta lítið bera á barninu. Þessar upplýsingar koma heim og saman við það sem Jane Tann- er, vinur McCann-hjónanna, sagði við lögregluna á sínum tíma en hún sagðist hafa séð mann halda á barni frá hótelinu kvöldið sem hún hvarf. Barnið var í bleikum náttfötum og berfætt. Þrír vina Kate og Gerry, Russel O'Brien, Rachael Oldfield og Fiona Payne hafa auk þess öll sagt að þau hafi séð Murat við hót- elið eftir að Madeleine hvarf. Þetta rennir nú stoðum undir þann vinkil málsins að Madeleine sé enn á lífi og eru foreldrar henanr nú bjart- sýnni en áður. Þau er þó varkár og treysta engu fyrr en það verði stað- fest afyfirvöldum. Michaela Walczuch og Robert Murat, sem fýrstur var grunaður í málinu, hafa neitað að tjá sig um þessar upplýsingar. asdisbjorg@dv.is Eygir von Kate McCann lifir enn í von um að finna dóttur sína á lífi. Dreginnfyrirdómstóla Fjölþjóðlegur dómstóll Sameinuðu þjóðanna handtók í gær fýrrverandi forseta Kambódíu, Khieu Samp- han, 76 ára að aldri, er hann lá á sjúkrahúsi í höfuðborginni. Hann leiddi þjóðina á árunum 1976 til 1979 og var leiðtogi hinna herskáu samtaka Rauðu kmeranna. Sam- tökin stóðu fyrir byltingu í landinu á síðari hluta áttunda áratugar síð- ustu aldar sem dró nærri 2 milljónir manna til dauða. Þar að auki voru milljónir manna hraktar frá heim- ilum sínum og tala þeirra sem voru hreinlega teknir af lífi af stjórnvöld- um er enn óljós.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.