Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2007, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007
Fréttir DV
Afborganir íbúðalána hafa ríflega tvöfaldast á síðustu þremur árum. Á sama tíma hefur íbúðaverð hækkað gíf-
urlega sem gerir þeim sem ætla að kaupa sína fyrstu íbúð erfitt fyrir. Fasteignakaupendur í dag þurfa að greiða
120 prósentum meira í afborganir í samanburði við árið 2004 fyrir sambærilegt húsnæði.
Dýrt húsnæði Gífurleg verðhækk-
un húsnæðis og hærri lánavextir
J hafa liflega tvöfaldað afborganir
!húsnæðislána á síðustu þremur
árum. I tilbúnu dæmi um 23
milljóna króna húsnæði þarf að
greiða rúmri milljón meira í dag.
*****
TRAUSTI HAFSTEINSSON
bladamadur skrifar: (rausti(o>dv.is
NÓVEMBER 2007 2.080 ÞÚSUND
sitt eða hefur ekki efni á að kaupa
sér húsnæði. Fyrir vikið þurfa þeir
að sækja í leiguhúsnæði og vanskil-
in þar hafa stóraukist."
Lofað fyrir kosningar
Fyrir alþingiskosningar 2003 lof-
aði Framsóknarflokkurinn hækk-
uðu lánshlutfalli íbúðalána og lægri
vöxtum. Að kosningum loknum var
Ibúðalánasjóði beitt í því að standa
við loforðin og viðskiptabankarnir
komu síðan með krafti inn á fbúða-
lánamarkaðinn. Afleiðingin er sú að
frá haustinu 2004 hefur húsnæðis-
verð á höfuðborgarsvæðinu hækk-
að um 111 prósent. Á meðan hafa
vextir íbúðalána farið stigvaxandi og
greiðslubyrði kaupenda eykst hratt.
Ef aðeins er horft til lánavaxta við-
skiptabankanna hafa þeir nærri tvö-
faldast frá því þegar þeir voru lægst-
ir.
Geir H. Haarde forsætisráðherra
hefur viðurkennt mistök stjórnvalda
sem leitt hafi til gífurlegrar hækkun-
ar íbúðaverðs og vaxta. „Eftir á að
hyggja voru þetta mistök," sagði Geir
í vikunni. Hann átti þarna við hækk-
un lánshlutfalls íbúðalána hjá íbúða-
lánasjóði haustið 2004 sem hafði þær
afleiðingar í för með sér að ungt fólk
og láglaunafólk getur varla keypt sína
fyrstu íbúð í dag. Ríkisstjórnin íhugar
hvort grípa þurfl til sértækra aðgerða
til að koma þessu fólki til aðstoðar.
Stjórnarheimilið á villigötum
Guðmundur Ólafsson hagfræð-
ingur telur forsætisráðherra skamm-
sýnan því stjórnvöld hafl verið vöruð
við öllu því sem orðið er. Hann tel-
ur það hafa áhrif að Geir, og aðrir
ráðherrar hafi sjálfir ekki þurft að
hafa áhyggjur af íbúðarkaup-
um. „Búið var að útskýra ná-
kvæmlega fyrir stjórnvöld-
um að svona myndi fara og
allt það versta sem við ótt-
uðumst hefur komið fram.
Aðgerðaleysi stjórnvalda
ogpen- ingastofn-
ana
Húsnæðisverð og afborganir
húsnæðislána hafa ríflega tvöfaldast
frá árinu 2004. Gífurleg verðhækkun
og hærri lánavextir hafa margfaldað
afborganir húseigenda sem þurfa að
greiða 120 prósentum meira af lán-
um sínum í dag miðað við saman-
burðartímabil fýrir 3 árum.
23. ágúst 2004 upphófst mikil
samkeppni á húsnæðislánamarkaði
með innkomu viðskiptabankanna og
hækkun lánshlutfalls fbúðalánasjóðs
um svipað leyti. Farið var að keppa
um að bjóða sem lægsta lánavexti
og hæsta lánshlutfallið. Þróunin frá
þessum tíma hefur orðið til þess að
nýliðun á húsnæðismarkaði er mjög
erflð sökum þess að íbúðaverð hefur
margfaldast og lánavextir einnig.
Ef skoðað er tilbúið dæmi af hús-
næði sem kostaði 23 milljónir árið
2004 og gert ráð fyrir 80 prósenta
lánshlutfalli til 40 ára kemur þessi
munur berlega í ljós. Eigandi hús-
næðisins þurfti að greiða rúmar 950
þúsund krónur í afborganir lána árið
2004 þegar vextirnirvoru lægstir, eða
4,15 prósent. I dag þarf að greiða
rúmar tvær milljónir fyrir sams kon-
ar húsnæði, hvers markaðsverð hef-
ur hækkað í 37 milljónir. Hækkun af-
borgunar milli ára nemur tæpum 1,2
milljónum króna.
Vaxandi hópur í vanskilum
Ásta S. Helgadóttir, forstöðu-
maður Ráðgjafastofu um fjármál
heimilanna, bendir á að fjölmargir
hafi náð að fresta vandræðum sín-
um með endurfjármögnun heim-
ilanna þegar lánavextir voru sem
lægstir. Hún segir vaxandi hóp leita
til stofnunarinnar, fólk sem ekki hafi
efni á að kaupa sér húsnæði og hafl
lent í vanskilum á leigumarkaði í
staðinn. „Vandræðin skila sér til
okkar nokkuð eftir á og ennþá hafa
þau ekki birst í mikilli aukningu
fjárhagsvandræða vegna húsnæð-
isafborgana. Þegar bankarnir komu
inn á markaðinn náðu margir að
flnna úrlausn sinna mála í gegnum
endurfjármögnun en sú lausn virk-
ar aðeins tfmabundið. Hver þró-
unin hjá okkur verður á næst-
unni er óskrifaður kafli og við
óttumst holskeflu hjá þeim
sem illa eru staddir," segir
Ásta.
„Sá hópur stækkar hjá
okkur sem annaðhvort er
búinn að missa húsnæði
áberandi. Viðurkenning Geirs eftir
á sýnir bara það að hann skildi ekki
hvað var að gerast og ég þakka Guði
fyrir að honum líður vel með eigið
húsnæði," segir Guðmundur.
Gylfa Arnbjörnssyni, fram-
kvæmdastjóra ASf, líst heldur ekkert
allt of vel á stefnu stjórnvalda. Hann
segir almenning hreinlega þurfa að
mæta þeim örlögum sínum að tak-
ast á við aukna greiðslubyrði og háa
vexti.
„Húsnæðisverð hefur ríflega tvö-
faldast á liðnum árum og aðgerð-
ir síðustu ára hafa skilað nýliðum á
markaði ekkert sérstökum árangri.
Það hefur örlað á því að forsætisráð-
herra viðurkenni mistök í hagstjóm-
inni sem leitt hafa til þess að heimil-
in eiga erfiðara með að láta enda ná
saman. Mistökin á stjórnarheimilinu
em afdrifarík og ég viðurkenni að við-
brögð forsætisráðherra gefa manni
ekki miklar væntingar um að eitthvað
verði gert til hjálpar," segir Gylfi.
Óeðlileg verðmyndun
Hallur Magnússon, deildar-
stjóri íbúðalánasjóðs, skellir skuld-
inni alfarið á viðskiptabankana og
þeirra innkomu á húsnæðislána-
markaðinn. Hann segir gífurlega
hækkun húsnæðisverðs stóran bita
AFBORGANIR
AF HÚSNÆÐI
Asta S. Helgadóttir Forstöðumaður
Ráðgjafastofu heimilanna er bjartsýn á
að stjórnvöld grípi til aðgerða til að
auðvelda fólki kaup á eigin húsnæði.
Varað við Guðmundur Ólafsson
hagfræðingur segir stjórnvöld hafa verið
vöruð við öllu því slæma sem gerst hafi á
húsnæðismarkaðinum.
fyrir kaupendur. „Bankarnir komu
mjög harkalega inn á markaðinn
og haftalaust. Á einni nóttu var öll-
um hömlum kippt í burtu. Plön-
in hjá okkur og ríkinu voru þau að
hækka hóflega húsnæðisverðið til
lengri tíma með hækkun lánshlut-
fallsins en bankarnir fóru með þau
plön. Fyrir vikið fór allt á verri veg.
Núna erum við komin hringinn,
kaupendur eru í svipaðri eða verri
stöðu en áður," segir Hallur.
Pétur Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, telur hins
vegar að fbúðalánasjóður hafi haft
óeðlileg áhrif á húsnæðismarkað-
inn. Hann vill leggja stofnunina
niður hið fyrsta og hefur áhyggjur
af neyslugleði þjóðarinnar. „Rík-
Vaxandi hópur leitar
til Ráðgjafastofu um
fjármál heimilanna
sem ýmist hefur misst
húsnæði sitt eða hefur
ekki efni á að kaupa
sérhúsnæði.
isábyrgð íbúðalánasjóðs skekkir
myndina og truflar rétta verðmynd-
un á húsnæðismarkaðnum. Að
sjóðurinn hafi ekki hrein viðskipta-
sjónarmið að leiðarljósi skemm-
ir einnig fyrir og skapar óeðlilega
samkeppni. Mikil neyslugleði land-
ans á sínum tíma varð til þess að
vaxtalækkanir urðu að engu með
hækkandi húsnæðisverði. f staðinn
fyrir að minnka skuldsetningu sína
nýttu heimilin tækifæri að stækka
við sig eða kaupa eitthvað annað í
staðinn," segir Pétur.
örlítil vonarglæta
Atli Gíslason, þingmaður vinstri
grænna, hefur verulegar áhyggjur af
því hversu erfitt er fyrir fólk að kaupa
sína fyrstu íbúð. Hann segir bankana
hafa spilað stærstu rulluna í þróun-
inni með sviknum loforðum en und-
anskilur ekki íbúðalánasjóð frá sinni
ábyrgð. „fbúðalánasjóður hellti olíu
á eldinn með því að hækka lánshlut-
fall sitt. Bankarnir voru síðan auðvit-
að að fara inn á þennan markað til að
ná tökum á honum. Þetta hefur haft
í för með sér grafalvarlegar afleiðing-
ar fyrir nýliða. Verðið hefur hækkað
svo rosalega og vextirnir líka að þeir
sem eru að kaupa í fyrsta skipti eru
í vondum málum. Skuldsemingin
er mikil og fólk þarf að spenna bog-
ann gífurlega til lengri tíma. í raun
má ekkertút af bregða hjá fólki," seg-
irAdi.
Aðspurð er Ásta bjartsýn á að
stjórnvöld grípi til aðgerða. Hún tel-
ur ekki hægt að benda á einhvern
einn sökudólg í hæklcun húsnæðis-
verðs. „Staðan á húsnæðismarkaðn-
um er ekki góð. Þetta er hins vegar
margþættur vandi og alls ekki hægt
að benda á einhvern einn söku-
dólg. Neyslan í þjóðfélaginu er gíf-
urleg og stjórnvöld þurfa að grípa til
aðgerða. Bæði félagsmála- og við-
skiptaráðherra hafa gefið mér von
um úrræði. Að kaupa sér fasteign og
stofna til heimilis er einn af grund-
vallarþáttum lífsins og það er mjög
vont mál að slíkt sé að verða ógjörn-
ingur hér á landi," segir Ásta.