Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2007, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007
Umræða DV
CiTGAFUFÉLAG: Dagbla&ið-Vlsir útgáfufélag ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir
RITSTJÓRAR:
ReynirTraustason og Sigurjón M. Egilsson ábm.
FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson
FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson
AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viötöl blaösins eru hljóörituö.
AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010,
ÁSKRIFTARSlMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40.
SANDKORN
■ Björn Ingi Hrafnsson, for-
maður borgarráðs, snýt-
ir Styrmi Gunnarssyni,
ritstjóra
Morgun-
blaðsins,
í pistli á
heimasíðu
sinni vegna
þeirrar
afstöðu
hans að
Orkuveit-
an megi ekki taka þátt í í út-
rásarverkefnum. Björn Ingi,
sem var blaðamaður Morg-
unblaðsins um árabil, bendir
á tæplega ársgamlan leiðara
Mogga þar sem útrásarverk-
efni Orkuveitunnar í Kína
var fagnað. „Hitaveitan er
samstarfsverkefni heima-
manna og EnexKína en að
því fyrirtæki standa Orku-
veita Reykjavíkur, Glitnir og
Enex, vettvangur íslenzkra
þekkingarfyrirtækja í orku-
vinnslu ... I þeirri þróun sem
hafin er með þessu verkefni í
Xian Yang geta falizt gífur-
leg tækifæri fyrir íslenzk fyr-
irtæki," sagði Styrmir þá en
nú er komið annað hljóð í
strokkinn.
■ Hástökkvarinn nú í aðfalli
jólabókaflóðsins er Hnífur
Abrahams
eftir Óttar
M. Norð-
fjörð sem
trónir í
öðru sæti
metsölu-
lista Ey-
munds-
son á eftir
sakamálakonungi Islands,
Arnaldi Indriðasyni. Víst
má telja að Arnaldur haldist
á toppnum en ólíklegt er að
Óttar skáki honum eða haldi
öðru sætinu í baráttunni við
Árna Þórarinsson, Einar Má
Guðmundsson og ótal fleiri.
En spennan á toppnum vex
nú með hverri vikunni sem
líður og þá ræðst hvaða höf-
undar hreppa silfur og brons.
■ Andófssíða starfsfólks 24
stunda, áður Blaðsins, var
lögð niður vegna harkalegr-
ar gagnrýni á mötuneytið
sem fóðraði starfsfólk Morg-
unblaðsins og 24 stunda.
Á síðunni var fjallað með
ágengum hætti um mat sem
mötuneytið reiddi fram þar.
Mótmælasíðan var í kjölfar-
ið lögð niður en þá reidd-
ist Kolbrún Bergþórsdótt-
ir stjörnublaðamaður fyrir
hönd starfsfélaga sinna. Hún
vildi meina að yfirstjórn Ár-
vakurs hefði gert sig seka um
valdníðslu.
Vefsíðan
mannlif.is
segir frá því
að nú hefur
mötuneytið
hrökklast
í burtu og
nýtt komið
í staðinn og
í kjölfarið
hafi einn blaðamaður Ár-
vakurs haft á orði að í fyrsta
skipti í talsverðan tíma hafi
hann fundið bragð að matn-
um. n@dv.is
Verðlagsstofa ríkisins
LEIÐARI
SIGURJÓN M. EGILSS0N RITSTJÓRISKRIFAR.
Ogvið gerunt ekkert, i inesln Uigi hristum við liöfuðið.
Búið er að hleypa frelsi að flestu. Ekki
eru lengur starfandi nefndir til að
ákveða hvað mjólk á að kosta út úr
búð, eða skyr. Ekki er lengur til nefnd
sem ákveður hvaða verð útgerðir og sjómenn
eiga að fá fyrir aflann. Ekki eru lengur starfandi
verðlagsnefndir eða verðlagsráð til að sam-
ræma verð á öllum sköpuðum hlutum. Þrátt
fyrir alla frelsisvinda er samt eftir ein verðlags-
stofa sem hefur ótrúlega mikil áhrif á afkomu
okkar allra. Þrátt fyrir allt tal um frelsi og allt
tal um að ríkið eigi að hafa sem minnst afskipti, stendur eftir ein
verðlagsstofa. Og hún hefur áhrif.
Hagstofa íslands hefur meðal annars það hlutverk að ákveða
hvað peningarnir sem við fáum lánaða eigi að kosta. Þar á bæ er
reiknuð vísitala sem stjórnar hver verðtryggingin er hverju sinni.
Bankar og sjóðir sem lána okkur peninga þurfa engar áhyggjur
að hafa. Verðlagsstofan sér um að lánendur fái alltaf sitt, og gott
betur. Þeir sem búa til reikningsaðferðina og þeir sem framfylgja
henni eru á einu máli um að ef OPEC-ríkin ákveða að takmarka
framleiðslu á olíu svo verð hækki, eigi það að leiða til þess að
skuldir heimilanna á íslandi hækki og bankar og sjóðir efnist
stórkostlega. Enginn sér neitt að þessu og enginn virðist hafa
nokkurn vilja til breytinga. Það er bara þannig
að þegar fatið af olíu hækkar færast milljarðar
frá almenningi til þeirra sem hafa lánað pen-
inga. Allt með velvild og samþykki ríkisstjórn-
ar íslands. Ríkisstjórn íslands hefur engan
áhuga á að breyta þessu. Ekki nokkurn. Rík-
isstjórn íslands hefur ekki heldur áhuga á að
skerða eigin ofureftirlaun. Það hefur hún sýnt
í verki. Einstaka ráðherrar hafi kosið að slá
um sig með fullyrðingum um eitthvað annað.
Hugurinn fylgir ekki. Áfram skal unnið í sama
anda. Allar verðlagsbreytingar, nánast hvar sem er í heiminum,
skulu færa fjármagnseigendum á íslandi stórkostlegar fjárhæð-
ir frá íslenskum fjölskyldum. Heimsmarkaðsverð á hveiti hef-
ur hækkað, sykur hefur hækkað, olía hefur hækkað og svo hafa
íbúðir hækkað. Allt eykur þetta skuldir heimilanna á íslandi.
Leit er að ríkisstjórn innan OECD sem lætur íbúðarverð koma
eins harkalega fram í verðbólgureikningum og ríkisstjórn Geirs
H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þetta gerir ríkis-
stjórn þrátt fyrir að vera sú eina sem notar vísitöluna til að færa
milljarða frá venjulegu fólki til forréttindafólksins, fólksins sem
á peningana. Og við gerum ekkert, í mesta Iagi hristum við höf-
uðið.
SJÓARINN f MANNHAFINU
Svarthöfði veit fátt verra en að
vera í fjölmenni í Kringlunni
eða Smáralind. Óöryggið
hellist yfir og gömul félagsfælni
frá unglingsárunum tekur sig upp.
En þetta mun síður en svo vera
einsdæmi. Svarthöfði reifaði eitt
sinn líðan sína og fóbíu á sjötta
glasi í stúdentaveislu. Þá steig þar
fram kona og sagði sínar farir ekki
sléttar. Hún hafði einmitt verið í
Kringlunni, daginn fyrir Þorláks-
messu, þegar yfir hana helltist
svartnætti og á endanum hné hún
í ómegin. Góðviljaðir gestir hlúðu
að konunni og komu henni undir
læknishendur. Veislugestir í stúd-
entaveislunni stóðu á öndinni und
ir einlægri frásögn konunnar sem
lýsti jafnviðkvæmu atviki í lífi sínu
eins og hún væri að tala um veðr-
ið. Hún hafði rankað við sér á
læknastofu í þriðju hæð þar
sem miðaldra læknir strauk
henni um ennið með rök-
um klút. „Ég dauðskamm-
aðist mín," sagði hún og
það hefði mátt heyra saum-
nál falla til jarðar.
Það rifjaðist upp fyrir Svart-
höfða för hans og gamals vin-
ar, sannfærðs kommúnista, í
Ikea í Holtagörðum á aðventunni.
Félaginn var utan af landi og eins
og gerist með landsbyggðarfólk í
borgarferð var hann með lista yfir
það sem hann átti að kaupa í þétt-
býlinu. Vinurinn átti að baki sögur
um ótal háska á fiskislóðum við
norðanvert fsland þar sem hann
hafði barist áfram á bátshorni í
ofsaveðri og frosti án þess að hafa
nokkru sinni látið bugast. Þvert
á móti hafði hann steytt
hnefa gegn Ægi konungi
og skorað hann á hólm.
Einnig hafði hann búið
undir snarbrattri hlíð
þar sem ógn vegna snjó-
flóða var algeng.
En kjarkur sjóar-
ans átti sér sín
takmörk. Á inni
kaupalista hans var nefnd-
ur hlutur sem einungis var
fáanlegur í Ikea og þangað
lá leiðin inn í rangala hinna
kaupóðu þar sem Svarthöfði og
sjóarinn blönduðust fjöldanum eftir
að jólasveinn hafði gefið sig að þeim
og boðið epli. Ekki vildi betur til en
svo að leiðir skildi. Þegar Svarthöfði
uppgötvaði að sjóarinn hafði týnst
í mannhafmu hóf hann þegar ákafa
leit vitandi það að sjógarpurinn
var haldinn félagsfælni og kvíða
í margmenni. Leiðin lá um
hina ýmsu rangala en það var
ekki fyrr en hálftíma síðar að
hann fann félagann sem stóð
stjarfur og með starandi augu
við rekka í sængurfatadeild-
inni. „Ég er hræddur,"
stundi hann upp. Eftir
snögga áfallahjálp var
ekki annað að gera en
að fikra sig út úr Ikea og
koma manninum í ró.
Hann harðneitaði æv-
inlega þar eftír að fara í
stórverslanir og minntíst at-
burðarins ævinlega sem stærsta
háska lífs síns.
Konan í stúdentaveislunni
sagði að læknirinn á þriðju
hæðinni hefði smám sam-
an náð henni til heilsu. Að lokum
hefði hann skrifað upp á
róandi og beðið hana
lengstra orða að forð-
ast verslunarmið-
stöðvar á meðan hún
næði tökum á kvíðan-
um. Læknirinn hafði
sagt henni að annan
hvern dag félli gestur
verslunarmiðstöðvar á borð
við Kringluna í ómegin þannig að
hún þyrfti ekkert að skammast sín
fyrir að hafa legið þar fyrir fótum
almennings. Og Svarthöfði hefur
lært ýmislegt af lífsreynsunni með
kommúnistanum. Hann fer alls
ekki í Smáralind eða Kringluna
nema útsofmn og í góðu andlegu
jafnvægi. Annars getur farið illa.
SVARTIIÖFDI
„Ég sé ekkert á móti þv( ef það er
raunhæft. Ég hins vegar efast um
hversu raunhæft það er."
Anna Th. Rögnvaldsdóttir, 53 ára
kvikmyndagerðarmaður
„Ég sé ekki fram á að hægt væri að
koma því við. Mér finnst því erfitt að
svara þessu."
Sigurborg Rögnvaldsdóttir, 43 ára
nemi
„Það er engin ástæða til þess.
Útlendingarnir eru ekkert að brjóta af
sér frekar en við."
Margrét Kristjánsdóttir, 42 ára
hjúkrunarfræðingur
„Mér finnst full ástæða til þess. Þeir
virðast brjóta mun meira af sér en
íslendingarnir."
Kristrún Grímsdóttir, 76 ára
ellilífeyrisþegi