Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2007, Side 17
PV Sport
ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 17
Landsliðsmaðurinn Hermann
Hreiðarsson segir að íslenska
landsliðið ætli að láta Dani finna
til tevatnsins í leik þjóðanna á
morgun og vill að Danir gangi af
velli vitandi það að þeir lentu í
erfiðum leik gegn íslendingum.
vi'i Biíffilt'#2r\ ■ '■
V.
J’X ■
DAGUR SVEINN DAGBJARTSSON
blaöamadur skrifai frá Kaupmannahöfn
íslenska landsliðið í knattspyrnu
undirbýr sig nú af krafti fyrir erfiðan
leik gegn Dönum á Parken á morg-
un. íslenska liðið kom saman í Kaup-
mannahöfn á iaugardaginn og heftir
æft stíft síðan.
Það hefur þó ekki gengið áfalla-
laust fyrir sig hjá liðinu að æfa. Lið-
ið hefur æft tvisvar á dag frá því það
kom saman en hætta þurfti síðari
æfingunni á sunnudaginn vegna raf-
magnsleysis þegar um 40 mínútur
voru liðnar af æfingunni.
Leikurinn verður fyrsti leikur ís-
lands undir stjórn Ólafs Jóhann-
essonar, sem tók við landsliðs-
þjálfarastöðunni undir lok síðasta
mánaðar. Leikurinn er einnig sfðasti
leikur beggja þjóða í undankeppni
EM.
Hermann fyrirliði?
Gengi íslenska liðsins hefur vald-
ið vonbrigðum. Ljóst er að ísland
endar í næstneðsta sæti riðilsins eft-
ir að Lettar unnu Liechtensteina á
laugardaginn var. Danir hafa held-
ur að engu að keppa í leiknum gegn
íslandi því þeir töpuðu fyrir Norður-
frum um síðustu helgi.
Nokkuð hefur verið um forföll í
íslenska liðinu. Landsliðsfyrirliðin
Eiður Smári Guðjohnsen gefur ekki
kost á sér í leikinn af persónuleg-
um ástæðum og þá hefur Jóhannes
Karl Guðjónsson einnig dregið sig úr
hópnum vegna veikinda en hann er
með sýkingu í lungum.
f þeirra stað hefur Ólafur lands-
liðsþjálfari valið Eyjólf Héðinsson,
leikmann sænska liðsins GAIS, og
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, leikmann
bikarmeistara FH. Líklegt verður að
teljast að Hermann Hreiðarsson,
leikmaður Portsmouth, verði fyrirliði
í fjarveru Eiðs Smára.
Viljum sýna hvað í okkur býr
Hermann sagði í samtali við DV
í gær að stöðugleika hafi vantað í ís-
lenska liðið og að þrátt fýrir að liðið
hafi tapað leikjum sldpti máfi hvemig
liðtaparleikjum.
„Menn viija koma hingað og standa
sig, hafa gaman af þessu og eru stolt-
ir að spila fýrir íslands hönd. Við horf-
um bara fram á veginn og erum komn-
ir með reynslumikinn mann í brúna,"
segir Hermann og á þar við Ólaf Jó-
hannesson þjálfara.
Hermann lætur vel af fýrstu æfing-
um Ólafs sem landsliðsþjálfari. „Það
hefur verið hörkutempó. Það er nú
þannig í fótboltanum að þú manst allt-
af eftir síðasta leik, þannig að við vilj-
um standa okkur vel á miðvikudaginn
og sýna hvað í okkur býr," sagði Her-
mann, sem býst að sjálfsögðu við erfið-
um leik gegn Dönum á Parken.
„Eins og Óli hefur sagt, það er eitt
pottþétt og það er að einhverjir leik-
ir tapast. En ef við spilum vel og leik-
menn standa sig er eiginlega ekki hægt
að fara fram á mikið meira. Ef það er
gert skilar það sér í góðum úrslitum."
Ólafur valdi þrjá leikmenn í lið-
ið sem aldrei áður hafa verið valdir í
landsliðshópinn, þá Bjama Þór Viðars-
son, Eggert Gunnþór Jónsson og Eyjólf
Héðinsson. Hermanni líst vel á það val
Ólafs.
„Þetta eru ungir og efnilegir strák-
ar og gott fyrir þá að fá smá reynslu og
nasaþefinn af þessu. Þetta eru framtíð-
armenn og frábært fyrir þá að sjá út á
hvað þetta gengur og vonandi að það
skili sér" sagði Hermann og bætti við
að það væri engin hætta á öðru gegn
Dönum en að íslenska liðið myndi
leggja allt í sölumar.
„Það er alveg á hreinu að við verð-
um að spila dúndurgóðan varnarleik,
vera mjög grimmir og láta finna fyrir
okkur, svo þeir labbi af vellinum vit-
andi það að þeir lentu í mjög erfiðum
leik á móti íslandi," segir Hermann að
lokum.
Danir eru ósáttir við gengi landsliðsins í undankeppni EM 2008:
FARIÐ AÐ HITNA UNDIR OLSEN
Það er farið að hitna allverulega
undir Morten Olsen, ef marka má
danska fjölmiðla. Danska landslið-
ið glutraði niður eins marks forystu
gegn Norður-ímm á laugardaginn
og á fyrir vikið ekki möguleika á að
komast á EM í Austurríki og Sviss á
næsta ári.
Olsen tók við danska landslið-
inu árið 2000 og hefur komið danska
landsliðinu á tvö stórmót af þremur
mögulegum, HM árið 2002 og EM
árið 2004. Honum mistókst hins veg-
ar að koma Dönum á HM í fyrra og
nú er ljóst að Danir verða ekki með á
EM á næsta ári.
Olsen er með samning til ársins
2010 en margir sparkspekúlantar í
Danmörku telja að hans tími með
landsliðið sé liðinn og tími sé kom-
inn á að skipta um mann í brúnni.
„Olsen og DBU (danska knatt-
spyrnusambandið) þurfa að horfast
djúpt í augu. Eiga þeir eitthvað í
pokahorninu? Ég hef mínar efa-
semdir. Það eru blikur á lofti um að
samstarf þjálfarans og sambands-
ins sé ekki að ganga upp," segir Pet-
er Bruchmann, ritstjóri íþróttablaðs
B.T. í Danmörku.
Brian Laudrup, fýrrverandi lands-
liðsmaður Dana, gagnrýnir einnig
landsliðsþjálfarann. „Leikmennirnir
eru ekki nógu góðir og hann (Mor-
ten Olsen) lætur þá spila erfiðasta
fótbolta sem hægt er,“ segir Laudrup
og á þar við leikaðferðina 4-3-3, sem
er hálfgert vörumerki hjá liðum sem
Olsen stýrir.
Steen Ankerdal, formaður sam-
taka íþróttafféttamanna í Danmörku,
tekur í sama streng og Laudrup og
gagnrýnir leikaðferð Mortens Olsen.
„Olsen er of fastur á sínum skoð-
unum og er ekki nægilega sveigjan-
legur. Ég er ekki að segja að skipta
eigi um þjálfara í hvert sinn sem
gengur illa. Á næsta hálfa ári þarf að
fara yfir hverjir af gömlu mönnunum
ætía að vera áfram og svo á að spila
4-4-2 í ákveðinn tíma, það passar
betur við leikmannahópinn," segir
Ankerdal.
Olsen er þó hvergi banginn þrátt
fyrir gagnrýnina. „Eftír leikinn gegn
íslandi getum við fyrst farið í nafla-
skoðun. Okkur hefur augljóslega
mistekist, en leikurinn gegn Norður-
írum var lýsandi fýrir okkar stöðu.
Heppnin hefur ekki verið með okk-
ur" segir Olsen.
dagur@dv.is
Vilja nýjan í brúna Danir vilja fá nýjan
landsliðsþjálfara (stað Mortens Olsen.
ÍÞRÓTTAM0LAR
EKKERT FARARSNIÐ A BENITEZ
Rafa Benltez segist ekki vera á leiðinni til
Bayern Munchen eins og orðrómur er
uppi um. Ottmar
Hitzfeld er
núverandi þjálfari
Bayern en
samningurhans
rennur út (lok
þessa tímabils og
nokkur vafi ríkir
um það hvort
samningurinn
verði endurnýjað-
ur. Á opinberri heimasíðu Liverpool
sagði Benites þetta.„Ég hef heyrt
sögusagnir af þessu. Það er alltaf mikill
heiður að vera orðaður við þjálfarastöð-
una hjá stóru liðl því þá er maður
greinilega að gera eitthvað rétt. En ég er
ánægður hjá félaginu mínu og það er
margt sem ég á enn eftir að gera hér. Ég
stefni að því að vera lengi hérna," segir
Benitez.
VIOVERÐUM 10 STIGUM A UNDAN
BARCAUMJÓLIN
Ramon Calderon, forseti Real Madrid, er
yfirleitt með
kjaftinn fyrir neðan
nefið. Hann hefur
lýstþvíyfiraö
hannséfullviss um
það að Barcelona
verði ekki með (
titilbaráttunni og
raunarverði þeir
úrallri baráttu fyrir
jól.„Á 14
mánuðum höfum við losað okkur við 19
leikmenn og komið okkur upp ungu og
hungruðu liði. Við spilum við Barca á
Camp Nou 22. desember og ég er viss
um það að eftir leikinn munum við
ganga af velli með 10-12 stiga forskot á
Barcelona. Ég er afar ánægður með liöið
undir stjórn Bernds Schuster. Við tökum
mikla áhættu og það er gaman að horfa
á liðið spila. Ég tel að á þessu ári gætum
við unnið þrennuna," segir Calderon.
HENRYERSÁTTUR
Thierry Henry sér alls ekki eftir þv( aö
hafa fariö til Barcelona frá Arsenal. En
menn hafa talið hann ekki njóta s(n á
meðal allra þessara
stórstjarna sem
eru(liðinu.„Ég
kom til Barcelona
til þess að upplifa
nýtt ævintýri, fá
eitthvað
spennandiílífmitt
sem erólíktþví
seméghefgert
áður. Ég elska
áhorfendurna og alla ástríðuna sem er
fyrir knattspyrnu. Ég er fullviss um að ég
gerðl rétt með því að skrifa undir hjá
Barca. Ég þarf bara smá stund til
viðbótar til þessa að aðlagast
knattspyrnunni. Hún er hægari en ég á
að venjast frá Englandi og miðjumenn-
irnir hér hafa fleiri möguleika til þess að
spila boltanum. En mér finnst ég engu
minna mikilvægur hér en þar," segir
Henry.
DECO AFRAM MIKILVÆGUR
Og enn af Barcelona. Deco sagði (
nýlegu viðtali að hann hefði ákveðið að
vera áfram (Barcelona (sumar eftir að
hann hefði fundið fyrir þv( að þörf væri
fyrir hann (liöinu.„Þeir sögðu mér að ég
væri hluti af verkefninu sem væri ffam
undan og ég tók orð þeirra trúanleg.
Þaö má hins vegar ekki gleyma því að
það kemur að því í ferli hvers leikmanns
að hann þarf að skipta um félag. Ég er
með samnlng til 2010 og mig langar að
vera lengur en þaö. En ef liðið vill mig
ekki áfram þarf ég að fara annað. Það
gerist alltaf og er hluti af ferli leik-
manns," segir Deco.