Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2007, Síða 21
DV Umræða
ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 21
L
!
1
fr
Ptúsinn fá Jón Ásgeir
I Jóhannesson og Ingibjörg
Pálmadóttir fyrir að óska þess
að gestirnir í brúðkaupi þeirra
styrktu frekar gott málefni heldur
en að gefa þeim gjafir.
SPURNINGIN
ERRÉTTAF LÖGREGLU
AÐ BEITA ÓMERKTUM
BÍLUM VIÐ UMFERÐ-
AREFTIRLIT?
„Það getur verið réttlætanlegt.
Umferðin er hættulegasti vettvangur
okkar í daglegu lífi og stundum getur
ómerkt eftirlit þjónað þeim tilgangi að
koma (veg yfir ofsahegðun. Ég vissi
hins vegar ekki að fastir starfsmenn
væri við þessa iðju," segir Runólfur
Ólafsson, framkvæmdastjóri F(B.
DV greindi frá því í gær að tveir
lögreglumenn sinna umferðareftirliti á
höfuðborgarsvæðinu. Þeir eru
óeinkennisklæddir og á ómerktum b(l.
Það sem af er árinu hafa nærri 8.000
ökumenn verið sektaðir af tvímenn-
ingunum.
MYNDIN
Kátur Eggert Magnússon stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins West Ham sendi stuðningsmönn-
um félagsins góðar kveðjur eftir leik West Ham og Bolton fyrr í mánuðinum. Mynd-Getty
Maðurinn við enda-
markgetu sinnar
Um heiminn fer leynt og lj óst kvíði
af ástæðum sem maðurinn reynir að
leyna með sömu blekkingum sem
drifu hann áfram í gegnum söguna
en þær gagnast ekki lengur: Mann-
kynið stendur andspænis endimörk-
um getu sinnar og þeirri staðreynd að
orka jarðar er auðsæilega á þrotum.
Innan skamms mun maðurinn vera
í svipuðum sporum og fyrir þremur
öldum, við upphaf iðnvæðingarinnar
þegar bjartsýni nútímamanns hófst,
byggð á trú á endalausri framþróun
tækninnar. Ástæðan var skiljanleg, í
anda upplýsingarinnar gerðu menn
sér grein fyrir að í þeim sjálfum og
jörðinni bjó leynd, óbeisluð orka. En
sá er munur á þessum liðna b'ma og
þeim sem við lifum á, að þá var hægt
að vinna ótal margt með afli hug-
vitsins úr iðrum jarðar en næstum
engin leið að gera það lengur. Getan
og auðlindirnar eru ekki bara of vel
þekktar eigindir heldur hefur þeim
verið sóað í þarfir fyrir hamingju sem
fannst aldrei. Hún var ein blekJdngin
í viðbót og maðurinn stendur hrygg-
ur og reiður við takmörk hæfninn-
ar. íþróttamenn geta aldrei stokkið
hærra, hámarkinu er náð, einu gildir
þótt þeir nærðust á orkulyfjum; að-
eins auglýsingin og æsingurinn eru
eftir. Auðmenn geta ekki orðið ríkari
en nú þegar; aðeins fréttir í fjölmiðl-
um eru eftir. Enginn fær meiri fúll-
nægingu en hina alkunnu, þótt Vi-
„Getan og auðlindirnar
eru ekki bara ofvel
þekktar eigindir heldur
hefur þeim verið sóað I
þarfír fyrir hamingju sem
fannst aldrei."
agra sé tekið inn kvölds og morgna.
Þetta er eins með konur, þótt þær
fengju með ígræðslu fjóra snípa og
menn tækju samkvæmt lögum til-
lit til þeirra allra. Angist mannsins,
eimrlyíjaneysla og afbrot, nauðgan-
ir, slagsmál og heimilisofbeldi, stafa
af tilfmningu fyrir endalokum sem
enginn reynir að finna á útgönguleið
til nýrrar víðáttu. Útrásin, virkjan-
ir og þráláta íslenska orkukjaftæðið
sprettur af vitund athafnamanna og
menntavargsins um að tími þeirra
hafi ekki komið fyrr en við enda-
lok skeiðs í mannkynssögunni. í ör-
væntingu finnst þeim að þeir megi
engan tíma missa. Framkoma þeirra
er í anda kjörorðs: Eyðið og drottn-
ið! Aðeins fáir þora að standa uppi í
hárinu á ráðvillingunum sem skapa
þennan tíðaranda, enda eru flest-
ir skuldugir, ófrjálsir vegna lána,
bankabundnir. Þannig er þrælahald
nútímans. Menn geta varla hreyft sig,
og í fjötrum sínum er ungt fólk, sök-
um einskis pólitísks uppeldis, ófært
um að mótmæla með öðrum hætti
en þeim að nota sitt einkaframtak:
að lemja, skemma fyrir öðrum ein-
staklingum. Þetta eru hvorki afbrot
né glæpir heldur dapurleg útrás orku
og reiði, dáðir hins ráðþrota manns,
oft drýgðar í skjóli nætur.
Sandkassinn
Valgeir vill fleiri daga tungumála
DA6UR (SLENSKRAR TUNGU fór ekki
framhjá neinum. Við héldum
upp á 200 ára
aftnæli Jónasar
Hallgrímsson-
ar og lofuð-
um mikilvægi
þess að gera
íslenskunni hátt
undir höfði. Ég
er einnafþeim
sem fögnuðu
deginum og notaði tækifær-
ið til þess að leiðrétta ambögur
samferðamanna minna við hvert
tækifæri. Ég er sammála öllu því
sem sagt er um að viðhalda ís-
lenskunni, en í fjölþjóðlegu sam-
félagi líkt og á íslandi væri margt
vitlausara en að gera öðrum
tungumálum hátt undir höfði.
ÞESS VE6NA legg ég til að dagur
erlendrar tungu, segjum bara
enskrar tungu, verði haldinn
hátíðlegur hér á landi. Fjórði júlí
væri vitaskuld kjörin dagsetn-
ing til þess að halda þennan dag
hátíðlegan. Þannig gætum við
glaðst með vinum okkar í vestri.
Tilgangur-
inn með degi
enskrar tungu
væri auðvit-
að til að „raise
awareness,"
um Qölda
erlendra rík-
isborgara
sem hér búa.
Reykjavík er að breytast hratt í
„multi-cosmopolitan" menn-
ingarborg og við verðum að
stemma stigu við því.
AÐ MÍNU MATI yrði þessi dagur
„heads on", einn af langskemmti-
legustu þemadögum ársins. Við
fslendingar megum nefnilega
ekki gleyma okkur í þjóðremb-
unni með því að minnast bara
íslenskra skálda og rithöfunda.
Hvað með pólska rithöfundinn
Henryk Sienkiewicz, sem hlaut
Nóbelsverðlaunin í bókmennt-
um árið 1905?
Þeir rúmlega
tíu þúsund
Pólverjar sem
hér búa myndu
örugglega taka
því fagnandi ef
við myndum
minnast hans
á degi erlendr-
ar tungu. Þetta er kúl hugmynd,
„right"?
„Ég heiti Sigurjón M. Egilsson og er ritstjóri DV.
Mér er ekki sama hvernig fjölmiðlum er stjórnað
eða hvernig fréttir þeirra eru unnar. Sjálfstæði,
kjarkur og sanngirni skiptir öllu hjá fjölmiðli eins
og DV. Fólk á skilið dagblað sem talar þeirra máli.
Ég tala þínu máli."
Blaða-maðurKK*starfsmaður blaðs, sá sem hefur atvinnu
af að skrifa í blöð - íslensk orðabók
r