Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2007, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007
Fókus DV
frá Þórunni
Hjá JPV útgáfu er komin út bókin
Kalt er annars blóð, skáldsaga um
glæp eftir Þórunni Mu Valdimars-
dóttur. I kuldalegri Reykjavíkur-
borg flögrar krummi um og fylgist
með viðburð-
um sem draga
munu dilk á eftir
sér; peningar
skipta um hend-
ur, kettir eru
keyrðir niður,
hús brennd og
menn skotnir *
eins og skepnur. *
ÞegarÁsaflnnur
af tilviljun lík í malarhaugi norðan
heiða ber margt fyrir augu sem
áður hefur verið hulið. Þórunn
hefur áður sent ffá sér skáldsögur,
ljóðabækur, ævisögur og sagn-
fræðiverk og unnið til ýmissa við-
urkenninga, meðal annars hlotið
Menningarverðlaun DV.
Nýbók
Einars Más
Hjá Máli og menningu er kom-
in út skáldsagan Rimlar hugans
eftír Einar Má Guðmundsson. í
ársbyrjun 2002 fékk höfundurinn
bréf frá gæsluvarðhaldsfanga á
Litla-Hrauni
sem sagði
honum sögu
sína, um leið
og hann færði
Einari þakkir
fyrirverkhans
sem hefðu
skipt hann
mikiu máli í
fangelsinu.
Þremur árum
síðar liggja leiðir þeirra saman;
fanginn þá að koma úr fangelsi
en Einar Már úr áfengismeðferð.
Rimlar hugans er sögð ekki bara
óvenjuleg og áhrifamikil ástarsaga
tveggja einstaklinga sem lenda í
hremmingum eiturlyfja heldur
takist höfundurinn jafhframt á við
sjálfan sig af fágætri einlægni og
hispursleysi.
fl
Þór.'irinn Elcljárit
Fjöllin verða
að duga
Nýljóðabók
Þórarins
Fjöllin verða að duga, nýljóða-
bók eftir Þórarin Eldjárn, er
komin út hjá Vöku-Helgafelli.
Þórarinn hefur um árabil verið
eitt vinsælasta skáld íslendinga
og sent frá sér fjölda ljóðabóka,
ásamt skáldsögum og smásagna-
söfrium. Lágstemmd ljóðin í
þessari nýju bók eru fjölbreytt
að formi og inntaki en mynda þó
saman sterka heild þar sem bar-
áttan við að finna hugsun sinni
orð er áleitið viðfangsefni, eins og
.segir í tilkynningu.
RAUNSÆTT Á KRAFTA OG
GETU „Það sýnir vissulega
metnað að takast á við góðar
leikbókmenntir. En fólk
verður líka að vera raunsætt á
eigin krafta og getu."
SNERTINGIN í BÆJARBÍÓI
Kvikmyndin SNERTIHGIN (Beröringen, 1971) eftir INGMAR BERGMAN verður sýnd á
vegum Kvikmyndasafns Islands I Bæjarbíói í kvöld. Þar segir frá Karin sem virðist
lifa f hamingjusömu hjónabandi. Hún lætur hins vegar eftir sér að halda framhjá
manni sínum og hefja samband við fornleifafræðinginn David. (aðalhlutverkum
eru Elliott Gould, Bibi Andersson og Max von Sydow. Sýningin hefst kl 20.
Leikflokkur sem kallar sig Fjalaköttinn er um
þessar mundir að sýna Heddu Gabler í Tjarnarbíói.
Ég veit sama og engin deili á þessum hópi sem er
sérkennilega samsettur að því leytí að lítt þekkt-
ir leikarar fara með burðarhlutverkin, en nokkrir
mjög þekktir með hin minni. f leikskránni er ekki
orð að finna um ferii þeirra, menntun og starfs-
reynslu. Sama gildir um aðra þátttakendur í verk-
efninu. Með því að leita á Netinu sé ég að leikend-
ur hafa lokið leiklistarnámi frá Bretlandi, en ég hef
ekkert séð til þeirra fyrr, svo ég muni. Ég veit ekld
heldur hvort þeir hafa nokkum tímann leikið sam-
an áður.
Það sýnir vissulega metnað að takast á við góð-
ar leikbókmenntir. En fólk verður líka að vera raun-
sætt á eigin krafta og getu. Engum píanóleikara með
fullu vití dytti í hug að flytja sónötur Beethovens
opinberlega nema að undangengnu margra ára
ströngu námi, þjálfun og æfingu. Leikrit Ibsens eru
að sínu leytí sambærileg við sónötur Beethovens,
margradda, ómstríð, full af blæbrigðum og dram-
atískri kynngi sem er þó haldið aftur af í lengstu lög.
Ibsen lifði á tímum mikillar stjörnudýrkunar, en
hann skrifaði ekki á forsendum stjörnuleikhússins.
í fámennum leikritum hans er hvert einasta hlut-
verk nauðsyniegt fýrir heildina. Erlendis telja hin-
ir frægustu leikarar sig fullsæmda af því að túlka
minni hlutverkin sem alltaf reynast hafa eitthvað að
gefa þeim sem kunna að nýta sér þau.
Sem sagt: Ibsen er aðeins á færi fullþroska lista-
manna. Um það er sýningin í Tjarnarbíói talandi
vottur. Því miður hefur ekkert upp á sig að gefa leik-
endum umsögn um frammistöðu þeirra. Enginn
þeirra ræður við hlutverk sitt eða skilar boðlegri
vinnu nema einn, sem kemur ekkert sérstaklega á
óvart: Sigurður Skúlason. Sigurður hefur áður leik-
ið skyldar persónur í Ibsen frábærlega vel; ég man
LEIKDÓMUR
FJALAKÖTTURINN:
Hedda Gabler
eftir Henrik Ibsen |Éf
Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson
Leikstjóri: Björn Gunnlaugsson m qk
Leikmynd og búningar: Helga Rún
Pálsdóttir jr.
Þýðandi: Ellen McKay Jón Viöar Jónsson
leiklistargagnrýnandi
sérstaklega eftir Engstrand smið í Afturgöngum
íyrir líklega þrettán árum. Sumir í hópnum draga
kannski ekki ósnotrar línur upp í byrjun, en síðan,
þegar alvaran hefst og hverir sálarinnar eiga að fara
að ólga og gjósa, fer allt í handaskolum og ieikurinn
endar í vandræðagangi, hrópum og köllum. Meira
að segja Ragnheiður Steindórsdóttír og Valdimar
Örn Flygenring eru einhvers staðar útí að aka sem
bendir tíl að leikstjórninni hafl í meira lagi verið
áfátt. En fyrst og síðast er þetta spurning um færni
leikenda. „Það er alltaf betra að það sé einhver inni-
stæða," sagði Gísli heitinn Halldórsson stundum
við nemendur sína og samstarfsmenn með þeim
ívið kaldhæðna þunga sem var hans sérstaki máti.
Mér varð hugsað til þeirra orða þegar ég gekk út úr
Tjarnarbíói á laugardagskvöldið og leit yfir Tjörn-
ina í átt að Iðnó. Þar var Hedda Gabler fyrst leikin
á íslandi. Reyndar var stórleikur Helgu Bachmann
og Helga Skúlasonar tekinn upp og sýndur í Sjón-
varpinu. Hvemig væri að endursýna hann við tæki-
færi, Þórhallur? Eða jafnvel setja upp nýja Heddu;
þú ættír að hafa ráð á því nú - það hlýtur að vera
hægt að gera fleira við aurinn frá Björgólfi en búa
til krimma! Kannski virkar gamla sýningin ekki í
dag, en það væri samt fróðlegt að fá að sjá hana,
því að hún er partur af okkar sögu og margir minn-
ast Heddu Helgu með hrifningu. Ég get enn fundið
hrollinn sem fór um mig þegar hún stakk handrit-
inu í ofninn og flöktandi skin loganna lék um andlit
hennar á meðan hún brenndi „barnið".
Ég ætla ekki að orðlengja frekar um sýningu
Fjalakattarins. Það skásta í henni er leikmyndin
sem er snotur, þó ég komi henni ekki fýllilega heim
og saman við andann í verkinu. Líklega hefði hún
passað betur við Kirsuberjagarðinn. Einhvem veg-
inn hefur mér alltaf fundist að leikmynd við Heddu
Gabler eigi helst að hafa yfir sér svip grafhýsis. Það
er sú kennd sem drepur Heddu: að hún sé að lok-
ast inni í lífsmáta tílfinningalegs dauða, að hún sé
að missa allt sem heitír frelsi, allt sem heitir feg-
urð. Hún er hvort tveggja í senn: fórnarlamb harð-
neskjulegs karlaveldis og rómantíker sem neitar að
játast hversdagsleikanum. í snjallri túlkun vekur
hún bæði samkennd okkar og andúð; það er það
sem gerir hana svo makalausa og veldur því að nýj-
ar kynslóðir leikara em alltaf að takast á við hana.
Þjóðleikhúsið hefur aldrei sýnt Heddu Gabler
frekar en ýmis önnur höfuðverk Ibsens og Strind-
bergs, s.s. Fröken Júlíu, Rosmersholm eða Draum-
leikinn. Ef marka má orð Tinnu Gunnlaugsdóttur,
virðist hún ekki átta sig fýllilega á því hvað það er
nauðsynlegt. Hún segist frekar vilja flytja samtíma-
verk en klassík - og sýnir það í verki. En þá gleym-
ir hún því á hvaða öxlum samtímaskáldin standa.
Og að íslendingar eiga heimtingu á því að öflugasta
leikhús þjóðarinnar kynni þeim jafnt og þétt bestu
leikbókmenntír heimsins - með bestu kröftum sem
völ er á. Þrátt fyrir allt hafa engin síðari tíma leik-
skáld farið fram úr þeim Ibsen og Strindberg, þegar
þeirvom oghétu.
íslenskuverðlaun menntaráðs Reykjavíkurborgar vom afhent í Borgarleikhúsinu á föstudaginn í fyrsta sinn. Um kvöldið var svo frumsýnt leikritið
Konan áður á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Ljósmyndari DV leit við.
Mættir Baldur Þórhallsson og Felix
Bergsson mættu á frumsýningu Konunr
ar áður á Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss-
^insá föstudagskvöldið.
Brosmildar Tinna Gunnlaugsdóttir og
Inga Jóna Þórðardóttir voru brosmildar á
frumsýningunni.
Verðlaunahafar Þrír þeirra hátt f
hundrað grunnskólanema sem fengu
Islenskuverðlaun menntaráðs Reykjavfk-
urborgar sem afhent voru í Borgarleik-
húsinu á föstudaginn.
Vigdís Finnbogadóttir Forsetinn
fyrrverandi ávarpaði verðlaunahafa og
aðra gesti við afhendingu Islenskuverð-
launa menntaráös Reykjavíkurborgaren
Vigdís er verndari verðlaunanna. >