Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2007, Side 27
DV Bíó
ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007 27
Tónlistar- og menningarhátíðin Reykjavík to Rotter-
dam verður nú haldin í annað skiptið. Þá munu tólf
íslenskar hljómsveitir skemmta Hollendingum auk
þess sem kvikmyndin Heima og tíu íslenskar stutt-
myndir verða sýndar.
Marcel Deelen Heldur utan um
ReykjavikTo-sjóðinn og vinnur
að því að kynna íslenska
tónlist og listir erlendis.
TONUSTARHATIÐIHOLLANDI
Næstu daga munu tólf íslenskar hljómsveitir
leggja land undir fót og halda til Rotterdam.
Ástæða útrásarinnar er tónlistar- og
menningarhátíðin Reykjavík to Rotterdam sem
ffam fer 22. til 24. nóvember.
Hátíðin er haldin í annað skiptið í ár en það
er Hollendingurinn Marcel Deelen sem hef-
ur veg og vanda af hátíðinni. „Mig langaði svo
til að flytja hingað til íslands árið 2005 og fór þá
að velta því fyrir mér hvort ég gæti haldið svona
litla tónlistarhátíð til að kynna Hollendinga fyrir
íslenskri tónlist. Þetta varð svo einhvern veginn
alltaf stærra og stærra og hátíðinni var tekið al-
veg rosalega vel. Ég ákvað þá að halda þetta ann-
að hvert ár í Rotterdam og hafa höfuðstöðvar há-
tíðarinnar þar," segir Marcel.
Tvö svið með íslenskri tónlist
Þær hlj ómsveitir sem spila á Reykjavík to Rott-
erdam í ár eru: Mr. Silla and Mongoose, Hafdís
Huld, Rass, Apparat Organ Quartet, Seabear,
Lost in Hildurness, Reykjavík!, Mammút, Evil
Madness, Rökkurró, múm og Ghostígital. Auk
plötusnúðanna Gísla Galdurs og DJ Musician.
„Það verða tveir tónleikastaðir og eingöngu
spiluð íslensk tónlist. Einn staðurinn verður fyrir
svona lágstemmdari tónlist og hinn fyrir harðari
sveitirnar. Við reynum alltaf að fá nokkrar þekkt-
ar sveitir tíl að spila á hátíðinni eins og múm,
en svo viljum við líka leggja áherslu á að kynna
minna þekktar sveitir fyrir Hollendingunum.
Auk þess ætlum við líka að frumsýna Sigurrós-
armyndina Heima og tíu íslenskar stuttmyndir á
hátíðinni."
Berlín og Kaupmannahöfn
á næsta ári
Að baki hátíðinni er sjóðurinn Reykjavík to
Foundation sem Marcel hefur umsjón með.
„Sjóðurinn er meðal annars styrktur af Ice-
landair, Samskipum, Reykjavíkurborg og fleir-
um auk þess sem við fáum styrk úr nokkrum
hollenskum sjóðum. Þetta er samt algjör sjálf-
boðavinna og allir sem að þessu koma og þar
á meðal ég vinnum þetta frítt. Þeir einu sem fá
eitthvað borgað eru tónlistarmennirnir og það
múm Spilar í Rotterdam á laugardagskvöldið en
hljómsveitin Rökkurró sér um upphitun.
er mjög lítið meira að segja sem þau fá fyrir
sinn snúð," segir Marcel.
Marcel segir stefnuna núna vera að flytja
hátíðina til fleiri landa og hafa dagsetning-
ar þegar verið bókaðar fyrir Berlín og Kaup-
mannahöfn næsta sumar. „Við ætlum að halda
Reykjavík to Berlin og Reykjavík to Copenhag-
en í maí á næsta ári, með sama sniði og Reykja-
vík to Rotterdam. Svo ætlum við að fara til
Helsinki og Eystrasaltslandanna árið 2009. Þá
myndi hátíðin reyndar snúast meira um kynn-
ingar á íslenskri list almennt en ekki bara tón-
list. Svo verðum við bara búin að leggja undir
okkur heiminn á endanum," segir Marcel hlæj-
andi að lokum.
krista@dv.is
Framhaldinu
frestað
Tom Hanks og félagar sem vinna nú
að framhaldinu af Da Vinci Code-
kvikmyndinni, Angels & Demons,
eru fyrstir til að fá að kenna á
verkfallinu í Hollywood. Forstjórar
Columbia Pictures hafa nú frestað
allri framleiðslu á myndinni. Talið er
að óskarsverðlaunahafmn og
handritshöfundurinn Akiva
Goldman hafi ekki verið búinn að
fullklára handritið en hann er eins og
stendur að fara í verkfall f þriðju
vikuna í röð. Það er því ákveðið að
myndin komi ekki út fyrr en árið
2009 ístað 2008.
GerirLísuí
undralandi
Kvikmyndagerðarmaðurinn Tim
Burton ædar sér nú að endurgera
sögu Lewis Carroll, Alice In
Wonderland eða Lísu í Undralandi. I
þetta skipd ædar Burton að notast
við sérstaka þrívíddartækni líkt og
notuð var við gerð Bjólfskviðu.
Myndina gerir hann fyrir Walt Disney
Studios en Burton skrifaði nýlega
undir samning um að gera tvær
kvikmyndir fyrir fyrirtækið. Hin
myndin kemur til með að vera sagan
um draugahundinn Frankenweenie.
Bræðrabylta
verðlaunuð
StutUnyndin Bræðrabylta eftir Grím
Hákonarson, sem hlaut Edduverð-
launin sem stuttmynd ársins, heldur
áfram að raka inn verðlaunum. Um
helgina sem leið var myndin
verðlaunuð á tveim hátfðum. Á Brest
European Short Film Festíval hlaut
Bræðrabylta aðalverðlaun í flokki
evrópskra stuttmynda en hátíðin er
með stærri stuttmyndahátíðum
Evrópu. Auk þess lenti myndin f
þriðja sæti á Alcine Film Festival f
Alcala á Spáni en báðum hátíðum
lauk umhelgina.
Lay Low fer til Bretlands í dag til að spila á níu tónleikum. Hún flýgur heim þegar túrinn er hálfnaður:
FLÝGUR HEIM Á MILLITÓNLEIKA
„Ég fer til Bretlands á morg-
un (í dag)," segir Lovísa Elísabet
Sigríðardóttir, betur þekkt sem
Lay Low, um tónleikaferð sína
um Bretlandseyjar á næstu dög-
um. „Ég spila þar á níu tónleik-
um með norskri hljómsveit sem
heitir Adjagas," segir Lovísa en
tónleikarnir eru meðal annars
í Leeds, Manchester, Brighton,
Lay Low Heldur í dag til Bretlands f
tónleikaferðalag.
London og Glasgow. „Adjagas er
mjög sérstök sveit og spilar eins
konar jógatónlist ef ég get orðað
það þannig," en tónleikaferðin er
styrkt af breskum listasjóði.
Lovísa sýnir um þessar
mundir með Leikfélagi Akureyr-
ar í leikritinu Ökutímum. „Leik-
ritið er þroskasaga konu sem
segir frá lífi sínu og ég er með
henni uppi á sviði og spila tón-
list á meðan," en Lovísa kemur
til með að fljúga heim um helg-
ina í miðri tónleikaferð til þess
að spila í leikritinu. „Þetta hef-
ur bara gengið mjög vel og það
er væntanleg plata með tónlist
úr leikritinu. Það verða á henni
nokkur Dolly Parton-lög og síð-
an nokkur frumsamin."
Lovísa segir lítið annað á dag-
skrá hjá sér fyrir jól nema sinna
Ökutímum með LA en hún sé
þó farin að huga að næstu plötu.
„Ég er ekkert farin að taka upp
en maður er auðvitað að velta
ýmsum hugmyndum fyrir sér."
asgeir@dv.is