Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2007, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 2007
Síðast en ekki síst DV
VELTINGUR
VÍIAHRINGUR
VÍSAKORTANNA
Fæst okkar kunna sér hóf í
aðdraganda jólanna þótt
áföll undanfarinna ára séu
í fersku minni ef grafið er í
hugskotinu. Frá því
kreditkortin hófu
innreið sína
hafa þúsund-
ir lent í vanda
vegna þess að
eytt er um efni
rafiö er í
*
fram.
Vfindinn er sá að maður
þarf ekki að eiga fyrir því
sem er eytt í aðdraganda
jólanna íyrr en í febrúar.
Og það er auðvelt að telja sér trú
um það í bríma aðventunnar að í
febrúar verði útborguð laun drýgri
en áður. Reyndin er svo venjulega
sú að eytt er um efni fram og þegar
kemur að skuldadögum er stór gjá
á milli greiðslugetu og þeirrar upp-
hæðar sem krafist er.
Vlð erum komin á kaf í
ofneyslu og bruðl. Eina
ráðið er að hemja sig í
jólagjöfum og þeim mun-
aði sem fólk hellir sér út í á hátíð
ljóss og friðar. í stað
græðginnar væri
ráð að temja sér
nægjusemi og
losna þannig
við yfirvofandi
þjáningu febrú-
armánaðar þegar
innheimta kreditkortanna hefur
innreið sína. Sumir grípa á það
ráð að dreifa greiðslum á nokkra
mánuði og eru þannig fram á
sumar að vinna niður útgjöld
jólanna.
Þannig væri klókt að skipu-
leggja útgjöldin tímanlega
og fara ekíá ffarn úr áætlun-
um. Auðvitað er einfaldara
að ráðleggja slíkt
enfaraeftfrþví
sjálfúr. En það
kostar ekkert
að reyna að
koma böndum
á ofneysluna. Og
ef það mistekst í ár
er ekkert að gera nema að reyna aft-
ur að ári. Ef alft um þrýtur er ekkert
að gera nema klippa
kortin oglosna
þannig úr vítahring
Vísakortanna.
NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ
DVÁDV.IS DVer
aðgengilegt
á dv.is og
kostar
netáskriftin
1.490 kr.á
mánuði
LANGARMESTTIL
AÐ SKAMMA BUSH
Bjartur Guðjónsson
gerði sér lítið fyrir og sigraði í
Laugardagslögunum um helgina
í frumraun sinni sem söngvari.
Hann söng lagið The Girl in the
Golden Dress sem móðir hans
Andrea Gylfadóttir samdi.
Hver er Bjartur Guðjónsson?
„Ungur og upprennandi."
Hvað drífur þig áfram?
„Tilhlökkun um betri tíð og blóm í
haga."
Við hvað starfar þú?
„Ég er vörubílstjóri eins og er.“
Hefur þú sungið áður?
„Nei, þetta var frumraun mín sem
söngvari."
Varst þú stressaður á laugardag-
inn?
„Já!"
Er texti lagsins byggður á þinni
reynslu?
„Nei, hann er það nú ekki. Ég setti
mig bara í karakter. Sá þetta nokkurn
veginn fyrir mér sem eitthvert leikrit.
Reyndar sá ég nýlega myndbrot úr
Queen of the Universe sem er fegurð-
arsamkeppni klæðskiptinga. Það gæti
verið að það hefði haft einhver áhrif.
En maður veit það ekki."
Hvernig er að vinna með
mömmu?
„Það var bara mjög gaman. Mér
finnst ótrúlega fyndið að þetta fárán-
lega lag hafi sprottið upp úr okkar
samstarfi. Allir bjuggust við einhverj-
um hip hop- eða rapp-bræðingi þar
sem ég myndi beatboxa en þetta kom
upp úr krafsinu."
Hvað er að vera taktkjaftur?
„Sú list að geta framkallað tón-
list með munninum eða haldið uppi
ryþma og melódíu á sama tfrna."
Draumastarfið?
„Ég stefni á að geta unnið við tón-
list í framtíðinni. Það er draumurinn.
Ég er um þessar mundir að undir-
búa inntökupróf fyrir tónlistarbraut í
LHÍ."
Hver er besti tími ársins?
„Þegar sumarið er á leiðinni. Þegar
það er búið að vera vor í góðan mán-
uð og maður finnur að sumarið er al-
veg að detta inn. Það er góður tfrni,
maður."
Hver er íslands eina von?
„Poetrix, nei, djók!"
Ef þú mættir segja einum
einstaklingi til syndanna, hver
væri það?
„Ædi það væri ekki bara George
Bush. Ég myndi segja við hann:
„Hættu þessu rugli þarna. Skamm-
astu þín. Ha. Já hættu þessu bara.""
Ertu heimsmeistaraefni?
„Ég veit það nú ekki en ég stefni
MAÐUR
DAGSINS
á að sigra allavega Litháen og fleiri
minni spámenn."
Liggur framtíðin í söngnum?
„Framtíðin liggur meira í músík-
inni sem slíkri en aldrei að vita nema
maður syngi eitthvað aftur. Það er
meira að segja frekar líklegt."
SANDKORN
■ Forseti íslands Ólafur
Ragnar Grímsson kvaddi
sér hljóðs í brúðkaupi Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar og
Ingibjargar Pálmadóttur um
helgina. í
ræðunni
valcti hann
athygli
veislugesta
á sjónvarps-
myndavél-
um sem
voru á víð
og dreif
um salinn og því að allt í
veislunni væri fest á filmu.
Forsetinn gantaðist svo með
að þetta hlytu að vera upp-
tökuvélar frá Björgólfi Guð-
mundssyni og því væri viðbú-
ið að brúðkaupsveislan yrði
meðal hápunktanna í jólaefni
Ríkissjónvarpsins, enda væru
nú órjúfanlegir þræðir á milli
Björgólfs og RÚV.
■ Guðjón Pedersen Borgar-
leikhússtjóri hélt upp á fimm-
tugsafmælið sitt um helgina
með stæl. Gleðskapurinn fór
fram að heimili hans og Katr-
ínar Hall, listræns stjórnanda
íslenska dansflokksins. Meðal
gesta voru flestir þekktustu
leikarar og skemmtikraft-
ar þjóðar-
innar auk
mága Guð-
jóns, þeirra
Bjarna Hall,
söngvara
Jeff Who? og
Franks Hafl
útvarps-
manns.
Troðið var út úr dyrum og sér-
stakt partítjald var reist úti í
garði þar sem Sniglabandið sá
um að skemmta mannskapn-
um langt fram á nótt.
■ Meðal gesta í íslandi í dag
á Stöð 2 á föstudaginn voru
tveir ágætlega þjóðþelcktir
menn sem bera nafnið Jón
Karl Helgason, annars vegar
bókmennta-
fræðing-
urinn og
hins vegar
kvikmynda-
gerðar-
maðurinn,
og var ætlað
að ræða um
það sem
hæst bar í síðustu viku. Það
varð hálfvandræðalegt þegar
kvikmyndagerðarmaðurinn
Jón Karl hélt tölu um hversu
kostuleg sagan af beinum
Jónasar Hallgrímssonar er. Á
meðan sat bókmenntafræð-
ingurinn, sem skrifað hefur
heila bók um efnið, yfirvegað-
ur og sat greinlega á sér.
kristjanh@dv.is
1 »7lTc11