Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2007, Qupperneq 32
Tundurdufl í netin
Kalla þurfti út sprengjusérfræð-
inga eftir að tundurdufl hafnaði í
veiðarfærum togskipsins Þorvarðar
Lárussonar frá Grundarfirði á laug-
ardag þar sem það var að veiðum
undan Látrabjargi. Ahöfn skipsins
hafði samband við Vakstöð siglinga
vegna stórrar álkúlu sem kom í
veiðarfærin. Eftir að skipstjóri lýsti
kúlunni fyrir sprengjusérfræðingum
^ varð ljóst að um væri að ræða þýskt
tundurdufl, líklega frá seinni heims-
styrjöld. Skipið kom strax í land
með tundurduflið sem var sprengt
á afviknum stað en sprengiefnið var
vel virkt.
Sparkaði í
liggjandi unnustu
Aðalmeðferð í máii flugstjór-
ans Jens R. Kane fór fram í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær. Fyrr-
verandi unnusta hans kærði hann
t fyrir líkamsárás en honum er gef-
ið að sök að hafa tekið hana háls-
taki, slegið höfði hennar í vegg
og sparkað í hana þar sem hún lá
á gólfi íbúðar hans. Jens komst í
fr éttirnar í ágústlok þegar fjallað
var um að flugstjóri hefði smyglað
unnustu sinni frá Venesúela með
fragtflugi til íslands. Það mál var
látið niður falla. Jens neitaði stað-
fastlega sök vegna ásakana um
líkamsárás.
Gekk undir öðru
nafniítvöár
Lögreglustjórinn á Eskifirði hef-
ur höfðað mál á hendur Pólverjan-
um Pavel Janas fyrir að þykjast vera
annar en hann er. Með því að þykj-
ast vera annar maður í tvö ár, undir
nafninu Henryk Stanislaw Szelag,
hefur Pavel falsað skjöl, ffamvísað
fölsku vegabréfi og fengið þannig
* dvafarleyfi frá Útíendingastofnun,
skrifað undir ráðningarsamning,
falsað ökuskírteini og tekið verklegt
próf á vinnuvél. Krafist er að skír-
teinin hans verði gerð upptæk. Pavel
neitaði sakargiftum í Héraðsdómi
Austurlands í gær.
Pólverji undirfölsku flaggi!
/
FRÉTTASKOT
51 2 70 70
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta.
Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur.
Alls eru greiddar 100.000 krónurfyrir besta fréttaskot hvers mánaðar.
ÞRfÐJUDAGUR 20. NÖVEMBER 2007 ■ DAGBLAÐIÐ VlSIR STOFNAÐ 1910
Farþegar réðust af ofsa á Kjartan H. Margeirsson strætisvagnabílstjóra:
BILSTJORIBARINN FYRIR
AÐ RUKKA UM FARGJALD
EINAR ÞÓR SIGURÐSSON
blciðamaður skrifar
„Þeir létu höggin dynja á mér alveg
miskunnarlaust," segir Kjartan H.
Margeirsson strætisvagnabílstjóri
sem varð fyrir fólskulegri árás tveggja
ungra pilta í síðustu viku. Atvikið
átti sér stað fyrir utan Grímsbæ um
klukkan ellefu á fimmtudagskvöldið.
Piltarnir sem eru á bilinu sex-
tán til sautján ára stigu þá
inn í vagninn en neituðu
að borga fargjaldið.
Þegar Kjartan benti
þeim á að þeir yrðu
að borga brugðust
þeir ókvæða við.
Fólskuleg árás
„Þeir neituðu að borga.
Ég sagði þeim að annaðhvort
yrðu þeir að borga eða yfirgefa vagn-
inn. Að svo búnu hlupu mennimir aft-
ur fyrir vagninn og tóku loftið úr einu
afturdekki strætisvagnsins þannig
að hann varð óökufær. Ég fór þá aft-
ur í vagninn til að athuga hvað væri
í gangi. Þá réðst annar þeirra á mig
með höggum."
Kjartan segir að þá hafi hann hót-
að að hringja í lögregluna og gert sig
líklegan tíf þess. „Ég fór og settíst við
stýrið en þá hlupu þeir á eftir mér og
lömdu mig þar sem ég sat,"
segir Kjartan sem
„Ég fór og settist við
stýrið en þá hlupu þeir á
eftir mér og lömdu mig
þarsemégsat"
Árás í strætó
Piltarnir hentu
stærðar grjóthnull-
ungi íframrúðuna.
Rúðan brotnaði en
Kjartan erfeginn
að hún hélt.
er nánast svartur af mari á líkamanum
eftir árásina.
Eftir að piltamir höfðu lokið sér af
við barsmíðamar reyndi Kjartan að
koma vagninum af stað. Þá hlupu þeir
ffarn fyrir vagninn og hentu stórum
grjóthnulfungi í ffamrúðuna. „Ég sá
þennan stóra hnullung stefiia beint á
höfuðið á mér. Sem betur fer var rúð-
an það sterk að hún hélt, þó hún hafi
að vísu mölbrotnað."
Ekkert smeykur
Kjartan segir að eftir hans bestu
vitund séu mennirnir ófundnir. Tveir
aðrir farþegar voru í vagninum, annar
þeirra eiginkona Kjartans. „Þetta vom
mjög óvægnir piltar en ef ég sé þá aft-
ur er það á hreinu að ég læt lögregluna
hirða þá," segir Kjartan.
„Ég er alveg að drepast í hægri
hendinni og á erfitt með sumar hreyf-
ingar. Ég slapp afveg við mar í and-
liti en þetta var langt frá því að vera
skemmtileg lífsreynsfa. Eg fór upp
á slysadeild og þar kom í ljós að ég
var með spmnginn vöðva í öxlinni
og mikið marinn á nánast öllum effi
hfuta líkamans."
Kjartan hefur verið strætisvagna-
bílstjóri í 23 ár og segist aldrei hafa
lent í öðm eins. Aðspurður hvort hann
sé smeykur við að keyra vagninn aftur
eftir árásina segir hann að svo sé ekld.
„Maður er svoÖtið var um sig en ekk-
ert smeykur. Maður á náttúrlega aldrei
von á því að vera laminn undir stýri.
Það er áhyggjuefni hversu lítillar virð-
ingar strætisvagnabílstjórar virðast
njóta."
fsland til hjálpar Rauði kross (slands sendi í gær 3 milljóna króna styrktarfé til neyðaraðstoðar í Bangladesh. Fellibylurinn Sidr
hefur kostað ríflega 2000 heimamenn Kflð og nærri 50 þúsund fjölskyldur hafa misst heimili sín í hörmungunum. mynd-.cetty
Starfsmaður í veislu Jóns Ásgeirs og Ingibjargar lenti á spítala:
Ástæðulaus ótti í brúðkaupi aldarinnar
Hræðsla greip um sig meðal starfs-
fólks í brúðkaupi Jóns Ásgeirs Jóhann-
essonar og Ingibjargar Pálmadóttur á
laugardag þegar einn úr starfsliðinu
var fluttur á sjúkrahús vegna salmon-
ellusýkingar. Ragnar Kr. Guðmunds-
son, eigandi veitingahússins Lauga-
áss, staðfestir að nokkur ótti hafi gripið
um sig. Ragnar og starfslið hans eld-
uðu mat fyrir starfsfólk veislunnar.
„Það var þama einhver einn ein-
staklingur sem taldi sig hafa feng-
ið salmonellu. Það er mjög fátítt að
finna salmonellu í mat á Islandi og
það er víst að fleiri hefðu fundið fyr-
ir því ef svo hefði verið," segir Ragnar.
Hann segir enga aðra hafa fundið fyrir
einkennum og því sé ftáleitt að haída
að um salmonellu hafi verið að ræða.
„Þetta var auðvitað grafafvarlegt mál
Jón Ásgeir og Ingibjörg Uggur greip
um sig þegar starfsmaður í brúðkaupi
Jóns Ásgeirs og Ingibjargar taldi sig hafa
sýkstafsalmonellu.
þegar þetta kom upp, en við vorum á
endanum beðin afsökunar á þessum
vandræðagangi," segir hann.
Veitingahúsið Laugaás sá um mat
fyrir um eitt hundrað starfsmenn brúð-
kaupsins, bæði föstudag og laugar-
dag. Ragnar bendir á að ef salmonella
hefði komið upp hjá svo stórum hópi
hefðu fleiri líkast til veikst. „Það hefðu
örugglega þijátíu tif fjörutíu manns
lagst veikir ef salmonella hefði verið
á ferðinni. Þetta var bara einn maður
og hann getur hafa náð sér í niðurgang
hvemig sem er," bætir hann við.
Ragnar segir að mikil ánægja hafi
verið með matinn og veitingamenn-
irnir sem komu að utan tíl þess að sjá
um matínn fyrir brúðkaupsgesti hafi
borið sérstakt lof á starfsmannamat-
inn. „Þeim þóttí mikið tíf þess koma að
hægt væri að hafa mat framleiddan í
þessu magni svona góðan."
Ragnar hefur rekið veitingahúsið
Laugaás í 28 ár og kveðst aldrei nokk-
urn tímann hafa orðið fyrir því að
salmonella fyndist í mat hjá sér.
sigtryggur@dv.is
Fundusnák
við húsleit
Lögreglan á Egilsstöðum gerði
upptækan svokallaðan corn-snák
í öúsleit sem framkvæmd var
innanbæjar. Snákurinn sem var
í glerbúri í opnu rými í íbúðinni
var haldlagður og færður í trygga
geymslu á varðstofu lögreglunn-
ar. Com-snákar geta orðið allt að
tveir metrar að lengd. Snákarnir
finnast aðallega í Bandaríkjun-
um og þykja þeir vinsæl gæludýr.
Snákurinn var aflífaður og mun
fulltrúi Heilbrigðiseftirlitsins
annast eyðingu á hræinu.
Sluppu ótrúlega vel
Tvær erlendar konur sluppu vel
þegar þær misstu stjórn á bílaleigu-
bíl sem þær óku á Biskupstungna-
braut í gær. Sfysið varð ldukkan
11.30 skammt austan við afleggjar-
ann að Laugarvatni en mikil hálka
var á veginum. Konurnar sluppu
nánast ómeiddar en þeim var eðli-
lega mjög bmgðið eftir óhappið.
Bíllinn sem þær ókur er hins vegar
gjörónýtur og var hífður burt með
kranabíl. Umferð gekk að öðm leytí
vel fyrir sig þrátt fyrir að töluverð
hálka væri í umdæmi lögreglunnar á
Selfossi í gær.
/
1
Litlar samlokur 399 kr.
+ lítið gosglas 100 kr.
- 499 a.
v