Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008
Fréttir DV
Tífaldur hættu-
skammtur
Svifryksmengun fór yfir
heilsuverndarmörk á nýárs-
dag. Eftir flugeldasprenging-
ar á miðnætti mældust gildin
500 míkrógrömm á rúmmetra
en heilsuverndarmörk eru 50
míkrógrömm á rúmmetra. Þetta
þykir mjög mikið því vindhraði
var nokkur auk úrkomu. Svif-
ryksmengun fór 17 sinnumyfir
mörkin á síðasta ári en leyfiíegt
var að hún færi 23 sinnum yfir
þau. í ár má svifryk fara tólf sinn-
um yfir heilsuvemdarmörk. Má
þakka mikiili úrkomu á síðasta
ári en hún hefur aldrei mælst
eins mikil og síðan 1921.
Nýárshlaup
lögreglunnar
Lögreglan á Suðurnesjum
stöðvaði á nýársmorgun
bíl sem í vom þrír menn en
ökumaður bifreiðarinnar var
gmnaður um ölvun við akst-
ur. Mennirnir þrír brugðu
hins vegar á það ráð að reyna
að stinga lögregluna af á
hlaupum. Lögreglumennirn-
ir voru vandanum vaxnir og
náðu mönnunum eftir stutta
stund.
Allir vom þeir því hand-
teknir grunaðir um akstur,
einn fyrir að vera bæði undir
áhrifum áfengis og fíkniefna
en hinir voru grunaðir um
akstur undir áhrifum áfengis.
Alls vom sjö manns stöðvaðir
gmnaðir um ölvun við akstur
aðfaranótt nýársdags.
Háskólinn á
Akureyri stækkar
Framkvæmdirvið stækkun
Háskólans á Akureyri á Sól-
borg hefjast á næstu mánuðum.
Menntamálaráðuneytið hefur
að höfðu samráði við bygginga-
nefnd Háskólans á Akureyri
ákveðið að taka tilboði frá Tré-
verki ehf. í þessum fjórða áfanga
verða hátíðarsalur og fyrirlestr-
asalir auk smærri kennslurýma.
Áætlaður kostnaður við verkið
er 516 milljónir króna. Tilboð
Tréverks var rúmar 620 milljónir
króna eða rúmlega 120 prósent
af kostnaðaráætlun. Gert er ráð
fyrir að verkinu ljúki sumarið
2010.
Sprengdu
póstkassa
Mörg skemmdarverk voru
unnin víðs vegar um bæinn á
meðan áramótin gengu í garð.
Lögreglunni í Reykjavík bár-
ust fjölda tilkynningar um hin
ýmsu mál. Rúður vom brotn-
ar í að minnsta kosti fjórum
gmnnskólum á höfuðborgar-
svæðinu og einum leikskóla í
Garðabæ. Rúður vom brotnar
á fjómm stöðum og póst-
kassar voru skemmdir. 1 einu
tilviki var púðukerlingu hent
inn um bréfalúgu. Ruslatunn-
ur og bílar voru einnig meðal
viðfangseftta skemmdarvarga.
Engilráð, andarungi sem býr á Sjónarhóli, verður í aðalhlutverki nýrra innslaga í Stund-
inni okkar. Yfirskrift verkefnisins er Enginn eins - allir saman, þar sem jákvæð gildi
leikskólastarfs verða tekin fyrir. Kostnaður við framleiðsluna er greiddur af mennta-
sviði Reykjavikurborgar.
B0RGA FYRIRINNSL0G
ÍSTUNDINAOKKAR
Páll Magnússon „Ég er ansi
hrædd um að aukin markaðs-
væðing RÚV hafi frá fyrsta degi
verið markmið Páls Magnús-
sonar útvarpsstjóra," segir
Kolbrun Halldórsdóttir.
TRAUSTI HAFSTEINSSON
bladamaðurskrifar: trau
Leikskólar Reykjavíkur greiða fýr-
ir innslög í barnaþáttinn Stundina
okkar sem sýndur er á RÚV. Það ger-
ir borgin með því að leggja út fyrir
kostnaði af framleiðslu fræðsluefnis
sem sýnt verður í þáttunum.
Markmiðið með verkefninu er
að kynna leikskólastarf í borginni
og vekja athygli á jákvæðum gild-
um starfsins. Innslögin eru unnin í
samstarfi við Sjónarhól, samtök fjöl-
skyldna barna með sérþarfir, og í að-
alhlutverki er Engilráð, andarungi
sem býr á Sjónarhóli. Að miklu leyti
er myndefnið unnið í sjálfboðavinnu
en allur kostnaður sem til fellur er
greiddur af menntasviði Reykjavík-
urborgar.
„Hiö besta mál"
í fyrstu verða framleidd átta inn-
slög sem sýnd verða í Stundinni okk-
ar og er stefnt að því að sýningar
þeirra hefjist í mars. Sigrún Björns-
dóttir, upplýsingafulltrúi mennta-
sviðs Reykjavíkurborgar, er virki-
lega ánægð með verkefnið. „Þetta
er allt saman hið besta mál. Inn-
slögin munu sýna börn á leikskól-
unum vinna með hugtök eins og
samvinnu, virðingu, umburðarlyndi
og fjölbreytileika. Kostnaðurinn er
„minimal" á móti kemur að við fáum
þessa þætti til að kynna hið frábæra
starf inni á leikskólunum," segir Sig-
rún.
Sökum þess hverjir eiga í hlut
gagnrýnir Þorgrímur Gestsson, for-
maður Hollvina RÚV, ekki fýrir-
komulagið. „í fljótu bragði virðist
mér þetta vera í lagi því boðskapur-
inn virðist vera nokkuð jákvæður og
með uppeldislegum gildum.
Þar sem peningurinn kemur
ekki úr einkageir- H
anum er ég ekki á móti þessu, hefði
verið um að ræða til dæmis Björgólf
myndi ég bregðast öðruvísi við," seg-
ir Þorgrímur.
í spilunum frá fyrsta degi
Aðspurð telur Kolbrún Halldórs-
dóttir, þingmaður vinstri grænna,
það varasamt að innslög í Stundina
okkar séu kostuð af öðrum en RÚV.
Henni líst illa á aukna markaðsvæð-
ingu stofnunarinnar. „Mér finnst
þessi þróun stórvarasöm. Um leið og
við byrjum á þessu sér ekki fyr-
ir endann á því. Haukarn-
ir á akrinum sjá þarna
leið til að koma sínum
vörumerkjum að til
barna og með þessu
er bara verið að bjóða
hættunni heim að
mínu mati," segir Kol-
brún.
„f hverju dæminu á
fætur öðru er allt það
sem við vinstri
græn vör-
uðum
við
að
Stundin okkar Reykjavíkurborg borgar allan kostnað við gerð efnis fyrir
Stundina okkar sem verður notað til að kynna leikskólastarf í borginni og
vekja athygli á jákvæðum gildum starfsins.
koma fram. Ég er ansi hrædd
um að aukin markaðsvæð-
ing RÚV hafi frá fyrsta degi
verið markmið Páls Magn-
ússonar útvarpsstjóra og nú
sýnir hann sitt rétta andlit.
Það er ekki útfit fyrir að
þessi þróun verði
nokkuð stöðv-
uð, að minnsta
kosti get-
ur mennta-
málaráð-
herra lítið
sett þeim
stólinn fyrir
dyrnar."
J fljótu bragði virðist
mér þetta vera í lagi því
boðskapurinn virðist
vera nokkuð jákvæður
og með uppeldislegum
gildum. Þarsem pen-
ingurinn kemurekki
úr einkageiranum er
ég ekki á móti þessu,
hefði verið um að ræða
v til dæmis
Björgólf
myndiég
bregðast
1 öðruvísi
Ríkisútvarpið Sala auglýsingar í
Áramótaskaupinu var harðlega
gagnrýnd. Nú tekur Sjónvarpið að
sér sýningu efnis sem Reykjavíkur
borg greiðir fyrir með það fyrir
augum að kynna leikskólastarf.
7*
\ \
Enn fá hundruö barna ekki inni á leikskólum og fristundaheimilum:
Hundruð barna enn á biðlista
Tæplega fimm hundruð börn voru
ekki enn búin að fá pláss á frístunda-
heimilum og leikskólum borgarinnar
um áramót. Fjögur hundruð þeirra
hafa ekki komist inn á frístunda-
heimili og rúm áttatíu á leikskólana
í Reykjavfk-Forsvarsmenn stofrian-
annasegja mikinn skort á starfsfólki
veravandamálið.
Samkvæmt upplýsingum frá leik-
skólasviði eru það áttatíu böm sem
enn vantar pláss á leikskólum. For-
eldrar þessara bama fengu í haust bréf
um vistun á leikskóla en starfsfólk hef-
ur ekki enn fengist til að annast þau. í
haust var ástandið hvað verst og þurfti
að skerða vistun. Foreldrar þurftu þá
meðal annars að sækja bömin fyrr
á daginn og dæmi er um að deiid-
um hafi verið lokað. Eftir því sem DV
kemst næst em enn einhverjar deild-
ir lokaðar. Að sögn forsvarsmanna á
Börn á leikskóla Áttatíu börn voru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík undir lok
desember. Fimmfalt fleiri biðu eftir plássi á frístundaheimilum.
ieikskólasviði em leikskólakennarar á biðlista. ÍTR þurfti einnig að bregða
hreinlega ekki til á markaðnum. Hjá á það ráð að skerða vistun. „Við erum
íþrótta- og tómstundaráði vom ell- auðvitað ekki ánægð með að bömin
efu hundmð börn á biðlista í haust og komast ekki öll að. Við viljum að all-
ekki nægt starfsfólk til að annast þau. ir geti fengið pláss. Við tókum á það
í lok desember vom enn um 400 böm ráð í vetur að bjóða fóUd að borga fyr-
ir hvem dag en það vildi ekki nýta sér
það," segir Soffía Pálsdóttir, skrifstofu-
stjóri hjá fTR. Þá fékkst starfsfólk til að
annast 700 böm en það er ekki nóg.
Hún segir að fyrirtækið sé varla sam-
keppnishæft núna tíl að fá starfsfólk
en nú er nánast ekkert atvinnuleysi og
því um fáa að velja. Hún segir lflca að
ástæðan fyrir þessum gríðarlega bið-
Usta í haust hafi verið eftispurnin.
„Fleiri böm úr 3. og 4. bekk sóttu
um. Það segir okkur að bömunum
líður vel hjá okkur. Auk þess hef-
ur atvinnuþátttaka foreldra auldst.
En auðvitað gengur það ekki að hafa
þetta svona," segir Soffía og kvíð-
ir nýju ári. Þá verður alltaf hreyfing
á starfsfóUd og erfitt að segja til um
hvemig ástandið verður, hvort senda
þurfi böm heim eða hvort hægt verði
að bjóða þeim sem á biðlistanum em
pláss. asdisbjorg@dvjs