Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 Fákus DV UPPHAFSÁR þióðleikhússins Þjóðleikhúsið býður nú gestum sinum að skoða nýja Ijósmyndasýningu með myndum frá fyrstu starfsárum leikhússins, frá árinu 1950 til 1960. Sýningunni hefur verið komið fyrir á fyrstu hæð í gestarými Þjóðleikhússins og á gangi austan við KRISTALSSAL á annarri hæð en sýningin er opin leikhúsgestum fyrir og eftir sýningar og í hléi. Metsölulisti HAGKAUP nvcitii AsOi.uim-usi.unum p I IALSKIH m: iHUIIACKAUI’A LANDSUI )SUi;mU I lACiKAUHA II \UDSKAI I Arnuldur Indriðason IIAKUY l’( )'|TRU ()(. I)AIÍÐADIÁSNIN J.k'. Rowling Hiní SACiAN UM UíníOI.AI SDíVn iJÚ Vigdís Cirínisdottir I>1 ISt JNI) UJAUTAU S( )KIU Klialed I Iosseini l JTKAI.I l'VUmNASrU.W! Öttar Sveinsson A'rsa Signröardóttir CiUDNI Al I II IDCiSAI. Signiundur Hrnir Kúnarsson I.IANDAU.VJ AI.II) Klionda Byrne l>AUSi:M VliCiUUINN líNDAH 1 Iraln Jökulsson UNCil. \U DAtlDANS Þráinn Bertelsson KOKUUOK IIAíiKAUI’A M VI UI.IDSI.UHOK IJAItNANNA I llilMSMi: I MH )K (iUINNMSS 200H Bókaforlögin eru í óöa önn þessa dag- ana að púsla saman sölutölum jólabóka- flóösins. Arnaldur Indriðason náöi toppsætinu aö nýju með tæplega 30 þús- und seldum eintök- um af Harðskafa. ■ J s Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Eymunds- mm son„Viðþurfumaðeignastfleiri Ipr ___góða íslenska barnabókahöfunda ' og myndskreyta." Metsöluhöfundur íslands að nýju Arnaldur Indriðason atti mest seldu bókina á íslandi á nýliðnu ári, Harðskafa. Bókin sem hann sendi frá ser árið á undan, Konungsbók, náði aðeins þriðja sæti á metsölulista Eymundsson. MESTA SALA SKALD- SÖGU Á EINU HAUSTI Metsölulisti Eymundsson ItYtítiT’ A SÖI.U í VliltSI.UNUM IÍYMUNOSSONS I.l.-ill.l2.07 I I.MtDSKAFI Armildur Indriðason I I-YN1>Alt.MAl.ll) Khondii Byrne Vli;rilVINNAMII.I.IAItl>? Vikas Swarup |.| IIGDItliKAIII.AUI'.MtlNK Khtiled Hosseini I.OST’ IN l( ilil.ANl) Sigurgeir Sigttrjónsson KONUNCiSRtlK Arnaldur Indriðason ÞflSIINO IIIAItTAIt sOl.lll Khaled I losseini IIAimYi’OTTTilUM.DAIIOAOI \SNTN j.K. Rowling siiiuiiiiii'UiuiitOi' Yrstt Sigurðardóttir SAITTt.YNIil.OI IIJSII) Yasmin Crowther liíltl: S \( i \NIIM Itll'.l < >1 Al SIIOI l'llll Vigtlis Gríinsdóttir SÍOAS IT MtlSI ITtlSWDDAUINY Hiiynioiui Khoury ASKA Yrsii Sigiiróardóttir 1'VHiúiiAiiNiit Tessa de I.00 IINÍITIK AllllAIIAMS (itiar M. Noróíjöró Það kemur líklega fáum á óvart að nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar, Harðskafi, var vinsælasta skáldsag- an þessi jólin samkvæmt metsölu- lismrn Eymundsson og Hagkaupa. Aldrei áður hefur selst jafnmikið af íslenskri skáldsögu á einu hausti, að sögn Egils Arnar Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Forlagsins, sem gefur út bækur Arnaldar, eða hátt í þrjátíu þúsund eintök. „Þetta var staðan í lok dags 23. desember. Öll kurl koma hins veg- ar ekki til grafar fyrr en eftir þrjár til fjórar vikur því nú standa skilin yfir, sá tími sem við útgefendur nögum neglur hvað mest þegar við erum að átta okkur á því hver hin sanna sala og afkoma er. Það er ekkert óalgengt að bækur séu að koma til baka í þetta fimmtán og allt að þrjátíu prósentum af útsendu magni," segir Egill. Af öðrum titlum Forlagsins má nefna að Bíbí eftir Vigdísi Grímsdótt- ur hafði selst í tólf þúsund eintök- um á Þorláksmessu, Þúsund bjartar sólir í tíu þúsund eintökum, tæplega tíu þúsund eintök af Rimlum hug- ans eftir Einar Má voru þá seld og um fimm þúsund eintök af bókum spennusagnahöfundanna Þráins Bertelssonar og Arna Þórarinssonar. Ein umtalaðasta glæpasaga hausts- ins, Hnífur Abrahams eftir Óttar Norðfjörð, stóð í um sex þúsund og fimm hundruð eintökum. Fram úr björtustu vonum „Salan gekk sérdeilis vel hjá okk- ur og fór verulega fram úr okkar björtustu vonum," segir Bjarni Þor- steinsson, útgáfustjóri Bjarts-Ver- aldar. Að sögn Bjarna var Harry Pot- ter og dauðadjásnin mest selda bók forlagsins fyrir jólin, seldist í þrettán þúsund eintökum. Ævisaga Guðna Ágústssonar og spennusagan Aska eftir Yrsu Sigurðardóttur fóru í tólf þúsund eintökum og sú bók sem fékk einna mest lof frá gagnrýnendum, Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson, seldist í sex þúsund ein- tökum. „Hún hefði getað selst meira, en við bara áttum ekki fleiri bækur," segir Bjarni. Skelfileg uppskera barnabókahöfunda Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri ís- lenskra bóka hjá Eymundsson, seg- ir vekja athygli hve rýr uppskera ís- lenskra barnabókahöfunda sé þetta árið. „Samkeppnin er mikil því út- gáfurnar gefa mikið út af þýddum barnabókum. Það eru ekki nema þijár af fimmtán mest seldu barna- bókunum sem eru frumútgefnar, ís- lenskar á síðasta ári. Það er skelfi- legt," segir Bryndís. Aðspurð hvort þetta sé það sem hafi komið mest á óvart í sölunni þetta árið segist hún svo sem verið hafa verið farin að sjá í hvað sigldi. „En við þurfum að eignast fleiri góða íslenska barnabókahöfunda og myndskreyta. Það þarf að gera eitt- hvað í því, allir sem einn." Þótt Harðskafi Arnaldar hafi ver- ið mest selda bókin á fslandi á ný- liðnu ári voru það tvær matreiðslu- bækur Hagkaupa sem skákuðu glæpasagnakónginum á lista versl- unarkeðjunnar, eins og sést hér til hliðar. Þess ber að geta að listi Hag- kaupa gildir frá 1. október til 31. desember en listi Eymundsson gild- ir fyrir árið í heild. kristjanh@dv.is TOLUVERT UNDIR VÆNTINGUM Væntingar mínar til Skaupsins í ár voru miklar þar sem menn með glæsilega ferilskrá í gríngeiranum stóðu að því. Nægir þar að nefna Ragnar Bragason leikstjóra og Jón Gnarr sem var á meðal handritshöfunda og leikara að þessu sinni. Hvort væntingarnar voru of hátt stilltar, og sú staðreynd að ég hef ekki horft á einn einasta þátt af Lost, hafi áhrif á skoðun mína á Skaupinu átta ég mig ekki alveg á. Upp- lifunin var alla vega ekki nærri jafn ánægjuleg og ég hafði vænst. Ævintýri hópsins sem lenti í flugslysinu virkaði einhvern veginn ekki. Og af hverju var ákveðið að byggja hryggjarsúlu Skaupsins á þætti sem var ágætlega vinsæll fyrir þónokkru síðan hjá afmörkuðum hópi þjóðarinnar? Mér heyrist á flestum sem ég hef rætt við að þessi ráðagerð hafi algjörlega farið fyrir ofan garð og neðan. Það vantaði ekki að tæknivinna og umgjörð væri mjög vel úr garði gerð, svo sem kvikmyndataka, klipping, leikmynd og fleira. Handritið var hins vegar ekki nægilega safaríkt. Bestu atriðin fyrir mína parta voru debattinn i DOMUR RÍKISSJÓNVARPIÐ: r Tíi ÁRAMÓTASH LAUPIÐ UJ i A A r\ i k i i Kristján Hrafn Guðmundsson Silfri Egils á milli fulltrúa vændiskvenna og ábyrgra melludólga, svarti alþingismaðurinn og Jónína Ben í ristilhreinsun. Ég vil þó nefna að eftir að hafa rennt í gegnum Skaupið öðru sinni við ritun þessara lína rifjuðust upp nokkr- ir stuttir sketsar sem voru hnyttnir en kannski gleymast þegar hugsað er til baka, til að mynda baugs(tungu)málið óskiljanlega og eiginmað- urinn sem rauk í að blogga í hvert sinn sem fauk í hann. En ég tek undir með pistlahöfundi Moggans í gær - hvað var málið með selinn í Stundinni okkar? Miðað við þau Skaup sem Ríkissjónvarpið hefur boðið upp á frá síðustu aldamótum eða svo þá finnst mér liggja beint við að æviráða Óskar Jónasson sem leikstjóra þess. Skaupin hans bera algjörlega af. Kristján Hrafn Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.