Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Blaðsíða 17
DV Sport
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 17
Liverpool er að missa af lestinni í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn eftir óvænt
1-1 jafntefli við Wigan í gær. Þeir eru nú tólf stigum á eftir toppliði Arsenal.
Liverpool missti tvö dýrmæt stig
til Wigan í gærkvöldi þegar liðin
skildu jöfn á Anfield, 1-1. Yfirburð-
ir Liverpool skiluðu ekki nema einu
marki og var liðinu grimmilega refs-
að tíu mínútum fyrir leikslok með
marki frá engum öðrum en Tims
Bramble.
Þrátt fyrir að vera með tvo fram-
herja á varamannabekknum, þá Dirk
Kuyt og Peter Crouch, kaus Rafa-
el Benítez að leggja upp með fimm
manna miðju. Steven Gerrard var
í stöðu fremsta miðjumanns til að-
stoðar Fernando Torres sem var að
vanda fremstur. Af hverju Benítez
kaus að leika ekki með tvo fram-
herja hefur allavega lítið með síðustu
leiki liðanna að gera. Síðustu fimm
leiki þessara liða í úrvalsdeild hefur
Liverpool unnið alla, skorað ellefu
mörk og fengið ekkert á sig.
Liverpool byrjaði strax að pressa
að marki Wigan og komst Fern-
ando Torres í dauðafæri, einn gegn
Kirkland í markinu, en var dæmdur
rangstæður sem er umdeildur dóm-
ur. Michael Brown skaut hins veg-
ar viðvörunarskoti að marki heima-
manna þegar 30 metra þrumufleygur
hans þaut rétt framhjá markinu. Það
var þó eins nálægt og Wigan átti eft-
ir að komast að marki Liverpool. Þeir
voru meira að verja sitt mark.
Pressan jókst en vörn Wigan
komst vel ffá sínu í fyrri hálfleik.
Besta færi Liverpool fékk Javier Mas-
cherano þegar þríhyrningur hans
við Torres lagði upp gott skotfæri en
slakt skot hans varið auðveldlega af
Kirkland. Torres reyndi svo fyrir sér
sjálfur með skalla eftir aukaspyrnu
Xabi Alonso, en rétt yfir. Það var svo
fyrirliði Liverpool, Steven Gerrard,
sem átti lokatilraun að marki Wigan í
fyrri hálfleik þegar skot hans utan úr
teignum sigldi framhjá stönginni.
Snöggir að brjóta ísinn
Það tók Liverpool ekki nema fimm
mínútur í seinni hálfleik að brjóta ís-
inn og skora markið sem þurfti. Ste-
ven Finnan, nafni hans Gerrard og
Fernando Torres sundurspiluðu þá
Wigan og skoruðu glæsilegt mark.
Finnan gaf boltann á Torres inni á
miðjunni sem fleytti honum út á
kantinn á Gerrard. Gerrard fann svo
Finnan í svæðinu við vítateiginn og
Finnan renndi boltanum fyrir mark-
ið með fyrstu snertingu, beint á Tor-
res sem afgreiddi knöttinn eins og
honum einum er lagið og skoraði tí-
unda úrvalsdeildarmarkið sitt.
Eftir þetta virtist aldrei ætla að
verða spurning um úrslitin. Liver-
pool fór sér hægt og örugglega í
sóknaraðgerðum sínum og þurfti
ekki að hafa miklar áhyggjur af baks-
væðinu. Mikil hætta skapaðist við
mark Wigan eftir klukkustundarleik
þegar aukaspyrna Stevens Gerrard
var of föst fyrir Kirkland að halda og
boltinn skoppaði fyrir framan tómt
markið. Kapphlaupið að boltanum
vann Mario Melchiot af mikilli hörku
í baráttu við Torres og bjargaði því að
Liverpool bætti við marki. Kirkland
gerði þó betur í að halda föstu skoti
Gerrards af mun styttra færi og mun-
urinn áfram aðeins eitt mark.
Leikurinn snérist í höndum
Liverpool
Þegar ekkert virtist líklegra en
auðveldur sigur Liverpool var lið-
inu grimmilega refsað á 79. mínútu
þegar Wigan jafnaði leikinn. Tit-
us Bramble skallaði þá boltann að
marki Liverpool eftir aukaspyrnu
Dennys Landzaat en skallinn var
laus og dreif ekki að marki. Steven
Gerrard hreinsaði boltann frá marki
sem heppnaðist ekki betur en svo að
boltinn barst aftur á Bramble sem
skoraði laglegt mark með góðu skoti
í bláhornið fyrir utan teig. Sjaldséð
tilþrif hjá þessum umdeilda leik-
manni.
Upp frá markinu hófst gífurleg
pressa frá Liverpool á mark Wigan.
Það tók Rafael Benítez samt tæpar
fimmtán mínútur að skipta inn fram-
herja þegar hann setti Peter Crouch
inn á á 84. mínútu. Tveimur mínút-
um síðar kom svo Dirk Kuyt inn á en
hvorugur skilaði miklu. Það var Ste-
ven Gerrard sem fékk langbesta færi
Liverpool það sem eftir lifði leiks
þegar hann náði frákasti frá sínu eig-
in skoti en frábær tvöföld markvarsla
Chris Kirkland bjargaði stigi fyrir
gestina.
Þetta eina stig þýðir að Liverpool
simr áfram í fjórða sætinu eins og var
vitað en er sex stigum frá Chelsea
sem situr í þriðja sætinu og á einn
leik til góða. Fast á hæla þeim koma
grannarnir í Everton sem hafa fagn-
að mikið í kvöld enda aðeins tvö stig í
fjendurna hinum megin við ána.
tomas&dv.is
Léttur dans Fyrrverandi Liverpool
maðurinn Emile Heskey sækir hér
aftan að Xabi Alonso
Eftir tíðindalausan fyrri hálfleik á Ewood Park færðist fjör í leikinn þar sem tvær
vítaspyrnur og rautt spjald litu dagsins ljós:
McCarthy sendi Sunderland tómhent heim
Blackburn vann vinnusigur,
1-0, á Sunderland á heimavelli í
gærkvöldi. Markið skoraði Benni
McCarthy úr vítaspyrnu á 55. mín-
útu en tíu mínútum áður höfðu
Sunderland-menn klúðrað víti.
Áhorfendur á Ewood Park í
Blackburn fengu ekki mikið fýr-
ir nýárspeninginn sinn í fyrri hálf-
leiknum. Mikill vindur hafði áhrif
á leikinn og boltinn var mikið úr
leik.
Hálfleiksræður beggja þjálfara
skiluðu sér heldur betur því allt
annað var að sjá leikmenn í síð-
ari hálfleik. Sunderland fékk víta-
spyrnu eftir aðeins fímm mínútur
í seinni hálfleik þegar tröllið í vörn
Blackburn, Christopher Samba,
braut á Daryl Murphy innan teigs.
Dean Whitehead fór á punktinn
til að reyna að skora mikilvægt
mark fýrir gestina en Brad Friedel
gerði sér lítið fyrir og greip spyrnu
Whiteheads.
Tíu mínútum síðar var aft-
ur dæmd vítaspyrna en þá hinum
megin á vellinum. Danny Higgin-
botham, varnarmaður Sunderland,
handlék þá knöttinn innan teigs og
fékk að launum gula spjaldið. Gíf-
urlega ódýr gjöf frá Higginbotham
til Blackburn. Benni McCarthy lét
ekki bjóða sér vítaspyrnuna tvisvar
og kom sínum mönnum yfir, 1-0.
Eftir markið færðist mikil harka
í leikinn og litu fjögur gul spjöld
dagsins ljóst á næstu fimmtán mín-
útum. Tvö af þessum gulu spjöld-
um fékk hinn annars dagfarsprúði
Dwight Yorke. Á 65. mfnútu fékk
hann gult spjald fyrir brot á hinum
unga framherja Blackburn, Matt
Derbyshire, og aðeins sex mínútum
síðar var hann sendur í sturtu með
tvö gul spjöld á bakinu eftir annað
brot, nú á David Dunn.
Marki undir og manni færri var
fjallið of bratt fyrir Sunderland að
klífa. Blackburn hélt boltanum vel
og leyfði Sunderland lítið að fá að
vera með. Færin voru ekki mörg og
næst komst Blackburn því að bæta
við þegar Daryl Murphy spyrnti
knettinum næstum í eigið net. Sig-
urinn skilaði Blackburn ekki sæti
ofar í töflunni en engu að síður
mikilvægum stigum til að nálgast
liðin í Evrópubaráttunni.
tomas@dv.is
Öllum ráöum beitt Ryan Nelsen
varnarmaður Blackburn beitir hér öllum
ráðum til að halda Kenwyne Jones frá
boltanum
MYNDI EKKI SKIPTA A GERR-
ARD OG TORRES FYRIR NEINN
Þegar Rafael Benítez var spurður á
heimasíðu Liverpool hvort hann
myndi vilja skipta Steven Gerrard eða
FernandoTorres út fyrir einhverja
leikmenn
svaraði hann
hátt og snjallt
nei. Hann sagði
að það kæmi
ekki til greina að
skipta þeim út
fyrir nokkurn
mann. Hann
sagði þá báða
vera heims-
klassaleikmenn og trygga Liverpool
og það skipti máli. Gerrard ogTorres
hafa verið burðarásar Liverpool-liðsins
það sem af ertímabilinu og hafa
skorað samtals 27 mörk það sem af er.
HUNTFERHVERGI
Tilboði Sunderland í írska vinnuhest-
inn hjá Reading, Stephen Hunt, var
hafnað um leið og það barst. Roy
Keane bauð 2,5 milljónir punda í
leikmanninn sem var neitað strax og
hinn einkargeðþekki knattspyrnu-
stjóri Reading, Steve Coppel, var mjög
ósátturvið tilraun Sunderland-manna.
Hann sagði að það kæmi ekki til greina
að Hunt yrði seldur enda væri hann
allt það sem Reading stendur fyrir.
Coppel sagðist líka þreyttur á
nútímaviðskiptaháttum, að menn geti
sent tilboð hingað og þangað. Coppel
vill fara gömlu leiðina þar sem menn
hringja í hver annan og ræða málin
áðuren lengra erfarið.
PORTSMOUTH
VANTAR LEIKMENN
Portsmouth er það enska lið sem
missirflesta leikmenn á Afríkumótið
eða fimm talsins. Harry Redknapp
sárvantarnú
menn en þegar
þessirleikmenn
fara verður hann
einungis með
fjórtán leikfæra
menn í sínum
hópi.„Ég verð
að fá nokkra
leikmenn
einhvers staðar
frá. Ég er að leita að leikmönnum til að
fá að láni ef við getum fundið
einhverja og kannski nokkra án
greiðslu," sagði Redknapp sem veit um
nokkra leikmenn sem hann vill fá.„Það
eru nokkrir leikmenn sem ég veit um
sem myndu henta okkur mjög vel ef
við gætum fengið þá."
URSLITÍ ENSKA
Newcastle - Manchester City 0-2
0-1 (38.)Elano, 0-2 (77.) Femandez
Liverpool -Wigan 1-1
1-0 (49.) Torres, 1-1 (79) Brambell
Bolton-Derby 1-0
1-0 (90.) Stelios
Blackburn - Sunderland 1 -0
1-0 (56.) McCarthy
Staöan
Lið L U J T Mörk St.
1. Arsenal 21 15 5 1 42:16 50
2. Man.Utd. 21 15 3 3 38:11 48
3. Chelsea 21 13 5 3 33:16 44
4. Man.City 21 11 6 4 29:22 39
5.Liverpool 20 10 8 2 34:13 38
6. Everton 21 11 3 7 37:22 36
7. Aston Villa 21 10 6 5 37:27 36
8. Portsmouth 21 9 7 5 31:20 34
9. Blackburn 21 9 6 6 28:28 33
lO.WestHam 20 8 5 7 25:19 29
II.Newcastle 20 7 5 8 27:33 26
12.Tottenham 21 6 6 9 42:38 24
13. Reading 21 6 4 11 29:44 22
14. Middlesb. 21 5 5 11 18:35 20
15. Bolton 21 5 5 11 23:32 20
ló.Birmingh. 21 5 4 12 22:32 19
17. Wigan 20 4 5 12 21:36 17
18. Sunderl. 21 4 5 12 20:40 17
19. Fulham 21 2 9 10 22:37 15
20. Derby 21 1 4 16 10:46 7
Markahæstu leikmenn:
1 Crlstiano Ronaldo Man Utd 13
2 Emmanuel Adebayor Arsenal 12
3 Roque Santa Cruz Blackburn 10
3 Robbie Keane Tottenham 10
3 Nicolas Anelka Bolton 10
6 FernandoTorres Liverpool 9
6 Benjani Mwaruwari Portsmouth 9
6 Ayegbeni Yakubu Everton 9
9CarlosTevez Man Utd 8
9 Dimitar Berbatov Tottenham 8
9 Dave Kitson Reading 8