Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 Umræöa DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: JónTrausti Reynisson og ReynirTraustason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guömundsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og (gagnabönkum án endurgjalds. Oll viðtöl blaðsins eru hljóðrituö. AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 70 40. SANDKORX ■ Bæði DV og Vikan hafa birt sína völvuspá, en sú þriðja kemur út (Séð og heyrt í dag undir formerkjunum „Besta völvuspáin 2008". Þar fullyrð- ir vöivan að Ólafur Ragnar Grímsson gefi ekki kost á sér til forseta að nýju, enda skynji hún mikla þreytu hjá forsetan- um. Sjálfur tilkynnti forsetinn þvert á móti um framboð sitt í nýársávarpi sínu. Þetta þyk- ir undrum sæta, enda hefur völva Séð og heyrt oft reynst sannspá. Þar á bæ er helst talið líklegt að völvan hafi stórlega ofmetið flugþreytu forsetans. ■ Enn er ekki útséð um hvort forsetinn þreytist jafnmikið og völvan spáir. Ef svo fer munu að henn- ar mati Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir og Geir H. Haarde fá ákall frá almenningi um fram- boð. Hins vegar sinni þau því ekki og í staðinn komi þekkt baráttukona sem aldrei hafi verið bendluð við forsetaemb- ættið áður. ■ Eldfim umræða skapaðist í kringum flugeldasölu einka- aðila fyrir liðin áramót. Meðal þeirra sem stóðu fyrir umdeildri flugeldasölu „framhjá" hjálpar- sveitunum var gaman- leikarinn örn Árna- son. Þá rak fólk í rogastans þegar Jóhannes Jónsson f Bónus var farinn að selja flug- elda á Akureyri fyrir áramót- in. Það var hins vegar ekki í Bónus. Þessi mesti kaupmað- ur landsins reyndist vera að sýna hjálparsveitum stuðning f verki og stóð á bak við búðar- borðið hjá Súlum, björgunar- sveitinni á Akureyri. ■ Ákvörðunin um að kljúfa Áramótaskaupið í tvennt með auglýsingu frá REMAX kom út í tapi fyrir eigend- ur Ríkisút- varpsins, þjóðina. Eðlilegt þykir að reikna út hagkvæmni með tíma- eyðslu að leiðarljósi. RÚV fékk þrjár milljónir fýrir mínútu- auglýsingu. Sé það rétt hjá Þorgerði Katrfnu Gunnars- dóttur menntamálaráðherra að 95% landsmanna horfi á Skaupið, má gera ráð fyrir að 297 þúsund manns hafi verið viðstaddir þegar auglýsingin fór í loftið. Meðaltímaiaun ís- lendinga eru um 1.440 krónur og eru samanlögð tímalaun ef allir horfa 7.128 þúsund krón- ur. Þjóðhagslegt tap af aug- lýsingunni er því rúmar fjórar milljónir króna. -Jtr Dómstólarnir dæma eftir máls- hættinum um að penninn sé sterkari en sverðið. Þeir taka hann svo bókstaflega að þeir sem skrifað er kjánalega um í fjölmiðl- um fá hærri bætur en þeir sem verða fyr- ir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Magnús Ragnarsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Skjáseins, fær hærri bæt- ur vegna kaldhæðnislegra slúðurskrifa blaðamanna en ef hann hefði orðið fyr- ir stórfeildu ofbeldi. Svo fáránlegt er ís- lenskt dómskerfi, eins og sjá má í úttekt á síðu 10 í DV í dag. Fyrir nokkrum árum hófu dómstólarn- ir herferð gegn fjölmiðlun í landinu sem enn stendur yfir. Þetta kom í kjölfar þess að DV þess tíma fjallaði í síauknum mæli á gagnrýninn hátt um störf þeirra. Dómstólarnir slepptu manni við refs- ingu sem sannarlega beitti konu sína hroðalegu ofbeldi, vegna þess að dóm- stóllinn vildi taka tillit til þess að mað- urinn taldi konuna hafa verið honum ótrúa. Þessi dómur og fjölmargir fleiri hafa orðið þess valdandi að almenningi ofbýður. En á meðan dómstólarnir ná að kæfa fjölmiðla skiptir það engu. Síðustu ár hefur hver dómurinn á fætur öðrum fallið yfir fjölmiðlum, sem sögðu rétt frá, en gáfu almenningi of miklar upplýsing- ar, að mati dómaranna. Þeir kvarta sáran undan umfjöllun. Þegar Morgunblaðið fjallaði um mild- un Hæstaréttar á dómi vegna ítrekaðr- ar misnotkunar manns á börnum álykt- aði Dómarafélagið gegn blaðinu, vegna þess að það birti myndir af dómurun- um. Dómarar telja sig vera í flokki með Múhammeð spámanni. í ljósi ítrekaðra pólitískra ráðninga Sjálf- stæðisflokksins og augljósra tengsla milli framkvæmdavalds og dómsvalds ætti að kanna kosti þess að taka upp kosningar á dómurum. Sá kostur er ekki gallalaus, en hugsanlega skárri. LEIÐARI JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRISKRIFAR. Fyrir nokkrum árum hófu dómsíólarnir herferö gegnJjölmiölitn iUindinu sem enn stenduryjir. BESSASTAÐIR, 225 ÁLFTANES Það er gott að búa á Bessastöð- um. Það geta þeir sennilega verið sammála um sem hafa verið kosnir til búsetu þar - og jafn- framt til starfa sem forseti fslands. Þeir sem voru fluttir þangað í járn- um á fyrri öldum voru kannski á annarri skoðun en þá þýddi ekki annað en að fara með Pontusrímur eldri. En það er nú annað mál. En það er víst gott að búa á Bessastöðum, þrátt fyrir að ferða- menn eigi það til að leggjast á glugga og freista þess að sjá inn. (Reynið það við Hvíta húsið og þið verðið sennilega skotin áður en þið komist hálfa leið.) En þrátt fyrir að það sé gott að búa á Bessastöðum, aðeins fyrir utan ys og þys höfuðborgarinnar, eru allt- af einhverjir sem láta sér detta í hug að takmarka dvalartíma hvers og eins íbúa hússins. Telja að enginn hafi gott af því að hafast of lengi við í þessu myndarlega húsi eða nærri þessari ágætu kirkju. En hvernig stendur á því að þeim sem dettur Nú er að mynd- hefð fyrir því að forsetar sitji í sextán ár. Vig- dís sat sextán ár, það gerði Ásgeir Ásgeirsson líka og nú er allt útlit fyrir að Ólafur Ragnar Grímsson feti í þeirra fótspor og sitji í sextán ár. Að vísu sat Kristján Eldjárn ekki nema tólf ár á forsetastóli og Sveinn Björnsson, fyrsti forsetinn, aðeins tæp átta ár en kannski er skýring- in á skömmum forsetaferli hans helst sú að hann lést í embætti, ef til vill hefði hann setið mikið lengur ella og þá er engin leið að geta sér til um hvort einhver eða einhverjir hinna forset- anna hefðu nokkru sinni orðið forsetar. í hug að takmarka dvalartímann á Bessastöðum, 225 Álftanesi, skuli aldrei koma til hugar að takmarka tímann sem menn mega verja í Stjórn- arráðinu eða Alþingishús- inu? í útlöndum takmarka menn víða setutíma þeirra sem hafa völd. Hér vilja menn víst takmarka setu- tíma þeirra sem hafa lítil eða engin völd - þó núverandi íbúi á Bessastöðum hafi óneitanlega látíð tíl sín taka. ð þurfum þá alla vega ekki að velta fyrir okkur hver verði kjörinn forseti í sumar. Núverandi for- seti verður væntan- lega endurkjörinn eða sjálfkjörinn. Þá er bara spurning hver eigi að taka við 2012, nema Ól- afur Ragnar ákveði að sitja lengur en nokkur annar forseti. Var ekki einhvern tíma stungið upp á Emilíönu Torrini? AXLAR BIÖRX DÓMSTÓLL GÖTUIVIVAR HVERT ER MIKILVÆGASTA VIÐFANGSEFNI ÍSLENDINGA Á NÝJU ÁRI? „Mérfinnst að það eigi að halda betur utan um aldraða og öryrkja. Það ætti að vinna betur að þeirra málum, bæta aðstæður þeirra svo þeir hafi það gott. Annars er þetta erfið spurning." Jóhanna Halldórsdóttir, 39 ára starfsmaður í Sóltúni „Gera upp við sig hvort á að leyfa okkur eldri borgurum að lifa eða ekki. Ég held að heilbrigðisráðherra eigi að skammast sín eftir síöustu aðgerðir. Að taka af börnum komugjöldin á heilsu- gæsluna. Það er i sjálfu sér allt í lagi en aö láta okkur svo borga fýrir það, þaö er annað. Svo brosir hann bara svo að túlinn nær aftur að hnakka og seglr svo: Sjáið hvað ég er aö gera!" Alvar óskarsson, 74ára eldri borgari „Bara halda uppi góðærinu. Ég held að það sé varnarbaráttan okkar á árinu. Viö þurfum að huga vel að því að halda vel á spööunum. Ég held að það reyni svolítið meira á núna þegar á móti blæs í efnahagsmálunum að hafa stjórn á hlutunum. Það er mál okkar fslendinga núna. Nú, svo er bara að halda upp á 2008, það verður gott ár." Halldór Þorsteinsson, 46 ára framkvæmdastjóri „Ef ég á að segja alveg eins og erfinnst mér að fslendingar ættu að íhuga betur að halda f sina kristnu trú. Það er mjög mikilvægt. (kjölfar umræðna held ég að fólkið i landinu ætti að hugsa meira um þetta. Þetta er það sem mér finnst." Jens Arnljótsson, 51 árs lektor í Háskólanum í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.