Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2008, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2008 Síðast en ekki síst DV < X * 4ástæður til að faraímegrun eftirjól 1BR0TIN VIGT Þegar þú ákvaðst loksins að þora að stíga á vigt- ina eftir áramótin brá þér heldur. beturíbrún. Ekki eingöngu hafðirðu bætt á þig heilum helling af hátíð- arspiki heldur brotnaði vigtin þegar þú steigst á hana. Þetta eru klárlega skilaboð um að þú eigir að skella þér í eitt stykki öfluga nýársmegr- un. Og reyndar segir þetta þér líka að kaupa ekki ódýrar baðvigtir sem brotna undan álagi. 2FÖTIN PASSA EKKI Stórglæsilegi jólakjóllinn eða nýja fi'na jóla- skyrtan sem þú varst svo séður að fjárfesta í þegar þú fórst í inn- kaupaferð til Minneapolis í október, rétt passaði á þig á aðfangadag. Þegarþúætlaðir svo að endur- nýta dressið á áramótunum var ekki séns að þú gætir troðið þér í það, sama hvað þú reyndir. Nú er bara eitt takmark og það er í kjólinn fyrir jólin 2008! 3BJÚGUR Á PUTTUM Þú fékkst hrikalega lekkeran gullhring í jólagjöf frá ástinni þinni en borð- aðir aðeins of mikið af söltuðu og reyktu kjöti yfir hátíðamar svo puttarnir á þér eru útþandir og lítanúnaúteins ogbjúgu. Sama hversu mikilli sápu þú makar áputtana,þá staðnæmist hringurinn alltaf rétt fyrir neðan nöglina. nú er bara um að gera að skella sér aðeins á hlaupabrettið og svimavel. JSÚURLANDARFERÐ í PAKKANUM *FÞú fékkst unaðslega sólarlanda- ferð í jólagjöf frá íjölskyldunni en ert strax farin að kvíða því að þurfa að spranga um á baðfötunum. Sól- arlandarferðin er ekki fyrr en í maí svo þú ákvaðst að éta bara á þig gat um jólin og fara svo í megrun strax og nýtt ár gekk í garð. Þú kvíðir því enn að kaupa þér kort í ræktinni en nú er bara málið að fara af stað, frekar fyrr en seinna. ÆTLAÐIAÐVERÐA DÝRALÆKNIR Andri Freyr Viðarsson einn þekktasti útvarpsmaður landsins, stendur á tímamótum eftir að hafa misst vinnuna í ‘j vega sú besta sem ég hef hlustað á þetta árið." Skemmtilegasti tími ársins? „Haustið." / r / // 1! MAÐUR DAGSINS þriðja sinn á skömmum tíma. Andri ætlaði að verða dýralæknir þegar hann var yngri en það breyttist allt þegar kötturinn hansfórígeldingu. Hver er maðurinn? „Andri Freyr Viðarsson. Fæddur 21. maí 1980." Hvaðan kemur þú? „Kem frá Reyðarfirði. Póstnúmer 730." Hvað drífur þig áfram? „Veit það ekki alveg. Sennilega það að maður geti farið heim og lagt sig eftir erfiðan dag." Að vinna í útvarpi er...? „Mjög áhættusamt." Hvað er leiðinlegra en að missa vinnuna? „Held að það sé þegar maður er búinn að átta sig á að maður sé at- vinnulaus og flakkarinn manns virk- ar ekki." Hvað tekur við? „f hreinskilni sagt hef ég ekki hug- mynd. Það er allt hálfþartinn í lausu lofti þessa stundina." Er útvarp að deyja út? „Nei, alls ekki. Held að það sé allt- af eitthvað eftir. Vantar svolítíð metn- aðinn hérna heima. Allt of margir sem hækka bara og lækka og kynna næsta lag." Hvert var draumastarfið þegar þú varst yngri? „Ég ætlaði alltaf að verða dýra- læknir. Alveg þangað til mamma tók mig með til að fylgjast með geldingu á kettinum mínum. Það var nú meiri viðbjóðurinn. Hana langaði að sýria mér hvernig þetta væri allt saman. Síðan þá hef ég eiginlega ekki vitað hvað ég vil vera." Reyðarfjörður eða Reykjavík? „Ég myndi segja Reyðarfjörður fyrir álverspakkann en Reykjavík eft- ir hann. Þetta er ekki sami bærinn eftir að þetta skrímsli var sett upp." Plata síðasta árs? „Beyond með Dinosaur Jr. Alla- Hvað borðar þú á jólunum? „Rjúpu að sjálfsögðu, dýrasta mat í heimi." Verður 2008 betra ár en 2007? „Ég efast um það. Ég held að allt fari til fjandans á þessu ári. Það er búið að vera rok og stormur í tvo mánuði og jarðskjálftahrina eft- ir hrinu. Það er kannski bara það heimskulegasta sem maður gerir að fara í nýja vinnu. Þetta er bara að verða búið." Strengdir þú áramótaheit? „Já. Ég ætíaði að hætta að reykja en er að reykja eina akkúrat núna. Eg strengdi aílavega heit um að íhuga það." Ef þú værir frægur tónisitarmað- ur, hver þá? „Hugsa að ég væri David Lee Roth." Getur Helgi Seljan ekki útvegað þér vinnu á RÚV? „Nú bara kemur það í ljós hversu góður vinur manns hann er í raun og veru." Kaldur á barnum eða snakk og vídeó? „Kaldur heima, snakk og vídeó." Mesti ótti? „Að missa heilsuna, býst ég við. Maður hugsar ekkert um hana þegar maður hefur hana. Svo þegar heilsan fer er hún það dýrmætasta sem mað- ur hefur átt." Hvernig var í Danmörku? „Æðislegt. Kaupmannahöfn er eina heimsborgin með viti. Ótrúlega þægilegt að vera þar." Ætlar þú aftur út? „Já, örugglega á einhverjum tíma- punkti." Eitthvað að lokum? „Hugmýndaríkur og klár strákur óskar eftir skemmtílegri vinnu." SAM)KOR\ ■ Vodafone er nútímalegt fyr- irtæki, býður upp á flest það góða sem símafyrirtæki bjóða upp á nú til dags. Samt virðist tíma- skynið ekki vera upp á sitt besta á þeim bæn- um. Fyrir- tældð sendi smáskila- boð til viðskiptavina sinna í gær og bauð þeim að skrá nöfn sín á heimasíðu félagsins í von um að vinna miða á nýárstónleika Bubba Morthens. Þetta þurfti að gerast fyrir fjögur í gær og á að draga fyrir hádegi í dag. Vandamálið er bara að margir fengu boðin ekld fyrr en rúm- lega íjögur og sumir ekki fyrr en eftir kvöldmat. Voru einhverj- ir frekar ósáttir meðan öðrum fannst þetta fyndið. ■ Katrín Jakobsdóttir, varafor- maður vinstri grænna, ól dreng á gamlársdag. Þetta er erfingi númer tvö í röðinni en fyrir á Katrín þriggja ára son. Það er aldrei að vita nema drengur- inn eigi eftír að feta í pólitísk spor móður sinnar en hann deilir líka afmælis- degi með anna valkyrju, sjálf herranum Ing Gísladóttur. Ins stjórnmála- utanríkisráð- iörgu Sólrúnu ibjörg virtist líka gleðjast töluvert yfir tíðindun- um þegar Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna, gerði kunnugt um fjölgunina í „flokknum" í þættinum Krydd- síld á Stöð 2 á gamlársdag. ■ Ekki eru allir ginnkeyptír fyrir því að hinn helgi kaleikur Jesús Krists sé hér á landi þrátt fyrir sldlaboð í margvís- legum rit- um. Þannig skrifar Egill Helgason á heima- síðu sína: „Á síðustu árum hefur það gerst að alls kyns ruglfræði hafa fengið almenna útbreiðslu. Bækur um rugl eru gefnar út af virðulegum bókaforlögum, rugli er hampað í fjölmiðlum um víða veröld. Hámarki náði þetta í metsölubók Dans Brown, Da Vinci lyldinum og bólcum sem þetta verk gat af sér eða voru endurútgefnar vegna þess."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.