Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2008, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2008, Side 15
v sport MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 15 Geir Sveinsson hafnaði stöðu landsliðsþjálfara í handbolta í gær: Næsti maðurfjórði kostur HSÍ varð fyrir enn einu reiðarslaginu í gær þegar Geir Sveinsson varð þriðji maðurinn til að afsaka sig frá starfi landsliðsþjálfara íslands í handbolta. Svíinn Magnus Anderson gat ekki tekið við liðinu vegna starfs síns hjá danska liðinu FCK og því næst afþakkaði fyrrverandi fyrirliði landsliðsins, Dagur Sigurðsson, starfið. Annar Valsmaður og fyrrverandi fyrirliði landsliðsins, Geir Sveinsson, varð svo þriðji maðurinn til að afþakka starfið í gær eftir að hafa hugsað sig um í fimm daga. „Landsliðsþjálfarastarfið er gífurlega krefjandi og ég einfaldlega get ekki logið að sjálfum mér að ég geti tekið við þessu. Ég er að hafna þessu alfarið af persónulegum ástæðum þvi ég get ekki gert sjálfum það að taka starfinu eins og staðan er í dag. Fyrir nokkrum árum hafði ég tök á því að taka við liðinu en ég get það ekki núna," sagði Geir við DV í gær en áður hefur verið gengið framhjá honum við ráðningu lands- liðsþjálfara. Aron Kristjánsson er næsti maður í röðinni hjá HSÍ en Aron yrði þá fjórði maðurinn sem sambandið talar við. Aron vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar DV talaði við hann í gær. Aron er sem stendur þjálfari Hauka og ekki er vitað hvort hann þyrfti að hætta með þá. „HSÍ er ekkert búið að tala við okkur," sagði Sigurjón Bjarnason, stjórnarmaður hjá Haukum, við DV í gær. „Aron er búinn að vinna ffábært starf hér á Ásvöllum og það yrði mikill missir að honum," bætti Sigurjón við. Haukar voru nærri falli í fyrra en Aron hefur rifið liðið upp úr öskunni og er sem stendur á toppi Nl- deildarinnar. Aron er ekki einungis þjálfari Hauka heldur framkvæmda- stjóri félagsins og hefur sem slíkur bætt alla stemningu og umgjörð í úrvals mannskap fyrir tímabilið og kringum félagið innan vallar sem eiga von á fleiri leikmönnum fyrir utan. Haukar bættu við sig miklu af næsta tímabil. ARON KRISTJANSSON Næstur f röðinni hjá HSf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.