Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2008, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2008, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 Sport DV MEISTARAD. EVROPU Liverpool - Inter Milan 2-0 1 -0 Dirk Kuyt ('85),2-0 Steven Gerrard ('90) Olympiakos-Chelsea 0-0 Roma - Real Madrid 2-1 0-1 Raul ('8), 1-1 David Pizarro ('24), 2-1 Mancini ('58) Schalke - FC Porto 1-0 1-0 Kevin Kuranyi ('4) Leikir í kvöld: Arsenal - Milan Celtic - Barcelona Fenerbache- Sevilla Lyon - Man.Utd. ÍÞRÓTTAM0LAR FLAMINI MINNIR A GATTUSO Margt (leik Matthieus Flamini minnir ArseneWengerá Gennaro Gattuso hjá AC Mllan. Arsenal og Milan mætast í kvöld í Meistaradeild Evrópu.„Þeirhafa svipaðan stfl inni á vellinum. Mathieu er andlega sterkur og sigurvegari. Leikmaður sem gefst aldrei upp og hefur þroskast mikið undanfarið. Hann ber ábyrgð á hraða okkar í lelknum og gerir þaö l(ka í kvöld." ANCELOTTIHLAKKARTIL Carlo Ancelotti stjóri, AC Milan, hlakkar til að mæta Arsenal íkvöld en þetta er í fyrsta sinn sem hann mun stýra liði I London.„Ég spilaði aldrei hér sem leikmaður og hef aldrei stýrt liði (London þannig að þetta verður ný reynsla fyrir mlg. Arsenal hefur spilað vel, er með gott lið og sóknarleikur þess er mjög góður. Við verðum að spila eins og Milan gerir, með hjartanu og hugrekki." Milan gerði aðeins markalaust jafntefli við Parma ((tölsku deildinni á meðan Arsenal steinlá fyrir Manchester United 4-0 (enska bikarnum. HOULLIER SEGIR AÐ LYON MUNI VALDA UNITED VANDRÆÐUM Gerrard Houllier,fyrrverandi stjóri Lyon og Liverpool, varar Alex Ferguson við liði Lyon fyrir leik liðanna ( meistaradeildinni I kvöld.„Lyon er mjög sterkt á heimavelli þótt það sé ekki jafnsterkt á útivelli. United þarf að vara sig þv( Lyon er mjög gott fram á við. Ég ætla ekki að segja hvaðan þess helsta hætta er þv( það væru svik við Frakkana, en ef Ferguson hefur unnið heimavinnuna veit hann af þessum hættum." Houllier sá leik Manchester United gegn Arsenal um liðna helgi og hreifst af liðinu en telur að Ronaldo, sem var hvíldur (leiknum, sé ekki upp á sitt besta.„Ronaldo leikur aöeins á 80% getu um þessar mundir og mér finnst hann vanta ferskleika. Hann var frábær frá október til desember og það er eðlilegt að hann nái ekki alltaf að sýna sitt allra besta," segir Houllier. UNITED HRIFIÐ AF STJÖRNUM LYON Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, segirað Manchester United þurfi að blða I tvö ár með aö tryggja sér starfskrafta tveggja helstu leikmanna liðsins, Karims Benzema og Hatems Ben Arfa.„Ég talaöi viö sir Alex og sagði honum að Benzema og Ben Arfa muni ekki fara frá liðinu á næstu tveimur árum. Við viljum byggja framtlðarllð í kringum þá," sagði Aulas fýrr ( mánuðinum. Hann er ekki þekkturfýrírað skafa utan af hlutunum en Lyon tapaði fýrir Le Mans um liðna helgi og Aulas ætlast til mlkils af sínum mönnum gegn Manchester United.„Ég vil að mínir menn sýni hvað þaö er sem býr í þeim (þessum leik. Við getum vel unnið lið eins og Manchester United," segir Aulas. Töfrar Rafa Benitez í Meistaradeildinni eru enn til staðar. Liverpool vann i gær sinn 100. sigur á Anfield í Evrópukeppninni 2-0 þar sem Dirk Kuyt og Steven Gerrard skoruðu mörkin. Inter-liðið olli enn á ný vonbrigðum í Meistaradeildinni. ÞRAUTIRVINNURALLAR r BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON bladamadur skrifar: benniío'dv.is í aðdraganda leiks Liverpool og Inter Milan sögðu Inter-menn að þeir hefðu lært af leiktíðinni í fyrra þar sem þeir duttu út fyrir Valencia. Það var ekki að sjá í gær. Liðið spilaði andfótbolta allan leikinn og getur ekki falið sig á bak við að hafa misst mann afvelli eftir aðeins hálftíma leik. Liverpool spilaði einfaldlega eins og sá sem valdið hefur og verðskuldaði sigurinn. 2-0 á að duga Liverpool til að komast í átta liða úrslit. Liverpool-menn byrjuðu leik- inn með þvílíkum látum og ætluðu svo sannarlega að kvitta fyrir tapið í bikarnum. Fyrstu 10 mínúturnar lögðu þeir allt í sölurnar og ætíuðu sér að koma marki inn. Þeir vildu fá vítaspyrnu þegar boltinn virtist fara í höndina á Ivan Cordoba og Hyyp- ia átti skalla sem var þó auðveldur fyrir Cesar í markinu. Eftir það gerðist nákvæmlega ekki neitt í leiknum, Inter stóð af sér storminn og ætlaði að verja mark- ið með kjafti og klóm. Þegar svo 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleikn- um lifnaði aðeins yfir leiknum því þá fékk Marco Materazzi sitt ann- að gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Torres. Spjaldið var af ódýr- ari gerðinni þar sem Materazzi reif í Torres sem lét sig falla rúmu korteri eftir að sá ítalski hafði sleppt takinu sem hann hafði á honum. Liverpool einum leikmanni Qeiri og fór að halda boltanum innan liðs og beið færis. Það vantaði hins vegar allt malt í liðið því iðulega þegar það var búið að koma sér í ágæta stöðu upp vængina, var afar fámennt inni í teig Inter og því kom ekkert út úr góðri stöðu liðsins. 0-0 í hálQeik. Tvö mörk í lokin Eins og við var búist lá Inter til baka og einbeitti sér að því að halda markinu hreinu. Svo aftarlega að fremstu menn voru að verjast á miðjum vallarhelmingi Liverpool. Klókindi, herkænsku og heppni þarf til að opna slíkan múr. Heppn- in var með Torres sem slapp einn í gegn þegar hálftími var eftír en Cesar varði meistaralega. Liverpool fékk hornspymu en Hyypia skallaði yQr úr dauðafæri. Vindáttinn var með Liverpool og það fór að færa sig framar. Gerrard fékk sendingu og vippaði boltanum ffamhjá Patr- ick Viera sem fékk boltann í hönd- ina. Augljós vítaspyrna en dóm- arinn hafði ekki kjark og þor til að Qauta. Markið lá í loftinu hjá Liver- pool, Torres þrumaði að marki sem sleikti stöngina utanverða. Benitez ákvað að setja risann Peter Crouch inn á. Hann fékk fínt færi skömmu síðar en skaut framhjá úr góðu færi. Um leið meiddist Cordoba og þurfti að yfirgefa völlinn. Aftur þurfti Int- er að endurskipuleggja vörnina. Þolinmæðin þrautir vinnur allar stendur einhvers staðar og Liver- pool beið átekta eftir sínum fær- um. Jermaine Pennant sendi fyrir, fimm mínútum fyrir leikslok, bolt- inn hrökk til Dirk Kuyt sem þakkaði pent fyrir sig og þrumaði í netið. Og Liverpool var ekki hætt. Mín- útu fyrir leikslok tók fyrirliðinn, Ste- ven Gerrard, sig til og gulltryggði sigurinn með glæsimarki. Þetta er 50. mark Gerrards í Evrópukeppni. Markið gæti vegið þungt þegar liðin mætast aftur eftir tvær vikur. Inter-liðið olli miklum von- brigðum í leiknum í gær. Liðið sem er langefst í ítalska boltanum hef- ur reyndar aldrei getað neitt í Evr- ópukeppninni og það þarf eitthvað mikið að gerast til að Liverpool fari ekki áfram. Liverpool kvittaði vel fyrir bikarleikinn um helgina. Lið- ið hefur oft spilað betur en í gær en það eru úrslitin sem tala sínu máli. Sigurinn var aldrei í hættu þó mark- ið hafi komið seint. Inter-menn gerðu ekkert í leiknum, þrumuðu bara eitthvert fram og vonuðu það besta. Schalke og Real Madrid í góðum málum fyrir seinni leikina í meistaradeildinni: MARKALAUST í GRIKKLANDI Chelsea og Olympiakos gerðu markalaust jafntefii í fyrri viðureign liðanna í 16 liða úrslitum meistaradeUdar Evrópu í gærkvöld. Real Madrid tapaði fyrir Roma, 2- 1, í Rómarborg en mark Raúl gæti riðið baggamuninn í því einvígi. Þá vann Schalke góðan sigur á Porto í Þýskalandi með marki frá Kevin Kuranyi í upphafi leiks. Chelsea var mun meira með boltann eins og búist var við enda Grikkimir ekki þekktir fyrir mildnn sóknarbolta. Chelsea-menn komu sér einnig í ágætis færi, þar á meðal eitt dauðafæri í fýrri hálfieik, en hinn ævafomi, Nikopolitis í Olympiakos- markinu varði allt sem á markið kom. Didier Drogba átti ekki góðan dag en var þó inn á allan tímann og lék við hliðina á Nicolas Anelka síðasta korterið í leiknum en búast má við mikilli baráttu þeirra tveggja um framherjasætið næstu vikur. Olympiakos þarf ekki að vera fyrsta liðið nánast í manna minnum til að leggja Chelsea á heimavelli tíl að komast áfram. Það þarf þó að skora mark á Stamford Bridge ætíi það sér að gera það. Á Ólympíuleikvanginum í Róm komst Real Madrid yfir gegn heima- mönnum í Roma eftir aðeins átta mínúma leik. Markið var það sex- tugasta í röðinni hjá ffamherjanum magnaða í meistaradeildinni. Stór- kostíegt affek. Annar markaskorari, Ruud Van Nisterooy, skoraði næstum sitt fimmtugasta og fjórða meistara- deildarmark stuttu síðar en var rétti- lega dæmdur rangstæður. Roma jafnaði með marki á 24. mínútu frá miðjubuffinu David Pizzaro eftir sendingu frá Brasilíumanninum Mancini. Mancini sá svo sjálfur um markaskorun í seinni hálfleik. Eftir klukkustundar leik slapp Mancini í gegn eftir hripleka vöm Madrídar-manna, fór laglega framhjá Casillas í marldnu og rúllaði knettinum yfir línuna. Markið þýðir þó að Real þarf aðeins að vinna 1- 0 á sínum heimavelli eftir tvær vikur, nokkuð sem þetta frábæra lið ætti að geta farið létt með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.