Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2008, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2008, Síða 28
Fókus DV 28 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR2008 T.......... .!;—.i|.' . |i_- OPIÐ FRAM Á KVÖLD Gríðarlegur áhugi hefur verið á sýningunni VATNSMÝRI, 102 REYKJAVÍK, sem opnuð var (Hafnarhúsinu síðastliðinn fimmtudag í kjölfar verðlaunaafhendingar úr sam- keppni um svæðið. Opnunartíminn í dag hefur verið lengdur til klukkan 22 en síðasti sýningardagur er á morgun. Munich á Organ BLINDUR ROKKÞORSTI Danska hljómsveitin Munich spilar á tónleikum á Organ í kvöld ásamt íslensku sveitunum Sudden Weath- er Change og Retro Stefson. Mun- ich hefur notið mikilla vinsælda í heimalandi sínu og hefur átt nokkra smelli í íslensku útvarpi, til að mynda The Young Ones og Eyes of Glass. Að sögn tónlistarfróðra spilar sveitin eins konar blöndu af indíp- oppi og rokki en þetta er í fyrsta sinn sem bandið kemur hingað til lands. Tónleikarnir í kvöld heíjast klukkan 21 og kostar 1000 krónur inn. 5968 HF 106 BIODOMUR í SKYNDI JOY DIVISION ★★★★ LEIKSTJÓRN: Grant Lee Joy Division er krahmikil mynd um tlmamóta- hljómsveit. Sigur Rós, Eco og Lmalangsokkur SÍGILDUR RIKKIEN RAUÐUR um var tilkynnt um sjálfsvíg söngv- arans og það rann upp fyrir honum að hann hafði sett mynd af grafhýsi á síðustu plötu Joy Division. Annað sem kemur fram í mynd- inni og er helvíti sjokkerandi, er að kvöldið eftir að Ian Curtis reyndi að svipta sig lífi í fyrsta sinn var Joy Division bókuð á tónleika en í stað þess að aflýsa þeim fengu þeir annan söngvara til að leysa Ian af. Á meðan stóð Ian baksviðs og fylgdist með félögum sínum halda áfram án hans, daginn eftir að hann ætlaði sér að vera dauður. Svona blindar rokkþorstinn bestu menn. Kristín Kristjánsdóttir Ég sagði dömunni á sýningarvél- inni að nú væri gott að öskra svolít- ið. Hún sagði: „Já, þetta er kannski ekki mynd fyrir gangandi eldgos eða fólk almennt á barmi brjálæð- is.“ Joy Division er tímamóta hljómsveit, það vita allir sem unna rokktónlist og það sem er kannsld merkilegast er að nú tuttugu og átta árum eftir að Ian Curtis, söngvari Joy Division svipti sig lífi og hljóm- sveitin hætti, sé tónlistin enn að vekja frumöskrið innra með þeim sem verða fyrir henni. Því menn verða fyrir Joy Division eins og tíu tonna trukki og samnefnd heim- ildarmynd um hljómsveitina hefur svipuð áhrif. Nema hér blasa hetj- urnar við okkur í allri sinni látlausu dýrð. Við fáum að sjá svipmyndir af vettvangi glæpsins og fylgjast með Joy Division á sjarmerandi músík- búllum í grámóskulegri Manchest- er áttunda áratugarins. Eins og verða vill með tónlist sem skiptir máli, þá rann hún jafn átakalaust upp úr þeim og fimmaurabrand- ararnir sem flugu á milli munna á tónleikaferðum. Þeir voru bara kærulausir kjánar úr hverfmu eins og við, eða hvað? Það er freistandi að mæra myndina eins og sköpunarverk hljómsveitarinnar sjálffar, en þetta er auðvitað tveir aðskildir veruleik- ar; Joy Division annars vegar og myndin um Joy Division hins veg- ar. Það sem leikstjóri hennar, Grant Lee, má eiga er að hann gerir mjög mikið úr efni sem tekið var á með- an Joy Division var í blóma og slag- kraftur myndarinnar liggur fyrst og fremst í því hvernig það er matreitt. Inn á milli koma svo hressandi við- töl við eftirlifandi meðlimi sveitar- innarþar sem sögur af Ian Curtis og hans innri átökum eru í forgrunni. Grafíkin sem svo er prjónuð er við efnið er vel heppnuð, svo og kyrrar ljósmyndir sem bráðna saman við kvikar myndir bæði úr tíð Joy Di- vision og samtímanum. Viðtöl við náungann sem hannaði plötuum- slög Joy Division, fyrir Unknown Pleasures og Closer voru fín eink- um fyrir söguna af því þegar hon- Sjómannalög ogveðurþjóðtrú Þankagangur þjóðarinnar: Menn- ing skoðuð út frá sjómannalög- um og veðurþjóðtrú er yfirskxift þemakvölds Félags þjóðfræðinga á íslandi í húsi Sögufélagsins við Fischersund í kvöld. Erindi flytja Rósa Margrét Húnadóttir og Ei- ríkur Valdimarsson. Rósa kynnir BA-ritgerð sína, Draumur hins djarfa manns: frá sjómannalög- um til gúanórokks, sem varpar ljósi á íslenska dægurlagamenn- ingu á 20. öld. Eiríkur fjallar um hvernig veðurþjóðtrú birtist í hugarheimi fslendinga á öld- um áður og hvemig hún býr yfir mörgum og ólíkum birtingar- myndum, svo sem trú á hegð- un dýra og tilfinningalíf manna. i Þemakvöldið hefst klukkan 20. V_________________^ Fyrsta hefti Tímarits Máls og menn- ingar er komið út. Þar er meðal ann- ars fjallað um hið tilbúna tungu- mál Sigur Rósar, „vonlensku". Bæði Halldór Guðmundsson og Pétur Gunnarsson nota í bókum sínum um Þórberg Þórðarson lýsingu á ástum Þórbergs og Sólu sem Kristín Guðmundardóttir (Kristín í Holly- wood) skrifaði Sigurði Nordal um miðja síðustu öld. f heftinu er þessi mergjaða frásögn loksins birt í heilu lagi. Einnig má nefha stflrannsókn Umberto Eco á Kommúnistaávarp- inu, grein Katrínar Jakobsdóttur um Línu Langsokk, villibarnið og sið- menninguna, og yfirlit Jóns Yngva Jóhannssonar yfir skáldsögur sfðasta árs. Þá eru sjö ritdómar í heftinu. Aðeins einn viðskiptavinur er um hituna við heitt matarglerbúrið á Rikka Chan í Kringlunni þegar ég kem þar að að ganga sjö um kvöld. Þau skipti sem ég hef snætt þar hef ég yfirleitt valið einhverja tvo rétti í eina máltíð sem núna kostar 890 krónur. Sú upphæð var mun lægri áður fyrr en hefur líklega hækkað í takt við almennt verðlag í landinu, svo ég hljómi nú eins og spreng- lærður hagfræðingur án þess að hafa hundsvit á peningum. Hins vegar er hægt að fetta fingur út í þær álögur á aukið val sem Rikki viðhefur, því reiða þarf fram 60 krónur í viðbót ef maður vill skipta máltíðinni á milli þriggja rétta, en báðar útgáfurnar eru hugsaðar fyr- ir eina manneskju. Stúlkan sem afgreiddi mig var nokkuð viðkunnanleg og rösk, en jafnvel aðeins of rösk því hún gleymdi núllinu aftast í verðinu þegar hún stimplaði hana inn í pos- ann og rukkaði mig því einungis um 89 krónur. Hún kippti því hins veg- ar snögglega í liðinn með annarri færslu upp á 801 krónu en á þess- um tímum aukinnar umræðu um seðil-, stimpil- og færslugjöld verð- ur manni hugsað um hversu mikið þessi aukafærsla kostaði mig, fá- tækan blaðamanninn. Máltíðin, sem samanstóð af kjúklinga chop suey og nautakjöti í ostrusósu, smakkaðist bara dé- skoti vel. Þó get ég ekki hjá líða að nefna að einn kjúklingabitinn var rauður innst og lét ég vera að setja hann upp í mig. Ekki tók ég eft- ir hvort þetta gilti um fleiri bita en það kemur kannskf í ljós á næstu dögum. Rennikvikindið og önnur tilheyrandi einkenni salmónellu og kamfílósýkingar eru í það minnsta ekki farin að gera vart við sig þegar þetta er skrifað. Hvað umhverfið varðar er Stjörnutorg bara eins og það er. Paradís fyrir þá sem vilja sýna sig og sjá aðra, helvíti á jörðu fyrir þá sem kjósa notalegheit. Ég er meira fyrir það síðarnefnda. KRISTJÁN HRAFN GUÐMUNDSSON fór á Rikka Chcin HRAÐI: ★★ VEITINGAR VIÐMÓT: UMHVERFI:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.