Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Side 2
Fréttir DV 2 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 ■A ■ P..T DV WrRÉTTIR Vegfarendur sýniaðgát Tilkynning barst frá Vegagerð- inni vegna tvöföldunar Reykja- nesbrautarinnar nú um helgina. Vegagerðin bendir á að vegfar- endur þurfi að sýna sérstaka aðgát vegna framkvæmdanna. Auk framkvæmdanna var mikið um hálkubletti og skafrenning á brautinni. f tilkynningunni er fólk einnig beðið um að fara var- lega við framhjáhlaup við Voga, Grindavíkurveg og Njarðvík. Að lokum eru vegfarendur beðnir um að virða hraðatakmarkanir. Vilja Ijósleiðara Ölfus Hlíðardalsskólasetrið í Ölfusi hefur óskað eftir því að sveitarfélagið Ölfus beiti sér fyrir því við Gagnaveitu Reykjavíkur að rör fyrir ljósleiðara verði lagt að Hlíðardalsskóla samhliða raf- streng frá Þorlákshöfn að Hlíðar- enda samkvæmt fréttavef Austur- gluggans. Verið er að undirbúa lagningu rafstrengs að Hlíðar- enda vegna vatnsverksmiðju sem verið er að reisa þar. rafstreng frá Þorlákshöfn að Hlíðarenda. Verið er að undirbúa lagningu rafstrengs að Hlíðarenda vegna vatnsverksmiðju sem verið er að reisa þar ZÆ&■ ' mmwLh Einn meðallar tölurréttar Einn var með allar lottótöl- urnar réttar síðastliðið laug- ardagskvöld en potturinn var fjórfaldur að þessu sinni. Vinn- ingshafmn fær hvorki meira né minna en tæpa tuttugu og eina milljón króna í sinn hlut. Ekki náðist í neinn hjá Islenskri get- spá vegna málsins og er því ekki vitað hvar miðinn var keyptur. Væntanlega hefur mikil gleði ríkt hjá vinningshafa helgarinn- ar enda sjaldan sem svo stórir lottóvinningar fara í hendurnar á einum og sama manninum. Þrír nemendur sem vísað var úr Háskólanum við Bifröst vegna fíkniefnafundar ætla að leita réttar síns. Þeir segjast allir saklausir en vopnuð sérsveit ríkislögreglustjór- ans gerði húsleit á heimilum þeirra. Örlítið magn fíkniefna fannst við leitina. Sam- nemendur bjuggust við að meira af fíkniefnum myndu finnast sem varð ekki raunin. Viðbúnaður lögreglu var slíkur að ljóst þykir að grunur var um meira. NEMENDURSEGJAST VERASAKLAUSIR ERLA HLYNSDÓTTIR bladamadur skrifar: erla@dv.is pósti. Þrátt fyrir þetta er ekki þar með sagt að nemendunum verði vikið úr skólanum þar sem þeir hafa andmælarétt vegna ákvörðunarinn- ar fyrir framan háskólaráð. Heimildamenn DV við skólann segja að mörgum nemendum finn- ist dapurlegt hversu lítið magn fíkni- efna fannst við leitina þar sem tiltek- inn hópur nemenda hafi Iifað ansi hátt og það orðspor farið af þeim að þeir tengdust fíkniefnasölu. Alls fundust 0,2 grömm af kannabis og 0,3 grömm af afmetamíni og kókaíni. Því var einungis um neysluskammta að ræða. Miðað við hversu umfangs- mikil lögregluleitin var má gera því skóna að búist hafi verið við stærri fundi. Ósáttur við brottvikninguna Heimildamenn DV við Bifröst segja Tryggva hafa um helgina sagt samnemendum sínum að hann ætí- aði að leita réttar síns vegna brott- rekstursins. Lögmaðm Tryggva, Oddgeir Einarsson, segir í tölvupósti til ritstjórnar DV að Tryggvi sé sak- laus af sakargiftum. I samtali við dv.is vildi Arnar Már ekkert tjá sig um málið. Ágúst Einarsson vildi engu svara þegar DV spurði hvort hann kannað- ist við að nemendurnir sem vísað var burt ætíi að leita réttar síns: „Ég hef ekkert meira um þetta mál að segja. Ég hef sagt allt sem ég hef ætíað mér í þessu máli," sagði Agúst þegar DV náði tali af honum í gær. Persónuvernd úrskurðaði Rósu í hag Rósa Lind komst í „Miðað við hversu um- fangsmikil lögreglu- leitin var má gera því skóna að búist hafi ver- ið við stærri fundi." fréttimar fyrir nokkrum árum þegar hún var starfsmaður á innheimtu- sviði Tollstjórans í Reykjavík. Eftir sex ára starf hjá Tollstjóranum var hún neydd til að skrifa undir upp- sagnarbréf árið 2004. Sú krafa kom fram eftir að hún heimilaði tollstjóra að afla upplýs- inga um hana úr mála- skrá lögreglunnar og í ljós kom að hún var á skrá vegna rannsóknar á sambýl- ismanni hennar. I um- fjöllun RÚV frá þessum tíma kemur ffarn að Rósa hafí verið ósáttviðþessi vinnubrögð, hún hafi talið tollstjóra ætl- að að athuga hvort hún væri á sakaskrá og leitaði til Per- sónuverndar. í svari tollstjórans til Persónuverndar kemur fram að áð- urnefnd upplýsingagjöf hafi verið nauðsynlegt þar sem eitt af hlut- verkum tollstjórans sé að sporna við ólöglegum innflutningi fíkniefna til landsins. I DV í ágúst 2005 kemur fram að Persónuvernd hafi úrskurðað í maí sama ár að tollstjóranum hefði ver- ið óheimilt að afla þessara upplýs- inga á grundvelli friðhelgi einka- lífsins. Persónuvernd benti einnig á að yfír 200 þúsund Islendingar eru á málaskránni og flestir þeirra alls- endis ótengdir afbromm Fikniefnafundur Sérsveit lögreglunnarfann um 0,5 grömm af fíkniefnum við afar umfangsmikla húsleit á Bifröst. „Ég vil ekki tjá mig neitt um þetta," segir Rósa Lind Björnsdóttir að- spurð hvort hún ætli að leita réttar síns gagnvart Háskólanum á Bifröst. Rósa er ein þriggja nemenda sem vísað var úr skólanum fyrir helgi eft- ir að lítið magn fíkniefna hafði fund- ist hjá þeim við viðamikla húsleit. I samtali við dv.is um helgina sagðist hún saklaus af ásökununum. Sérsveit lögreglunnar kölluð til Fjölmennt lið lögreglu rudd- ist til inngöngu í fjölda íbúða í há- skólasamfélaginu á Bifröst í Borgar- firði á fimmtudagskvöld. Um var að ræða fíkniefnalögregluna í Reykja- vík, sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglulið úr Borgarnesi sem fr am- vísaði húsleitarheimild. Sérsveit- armennirnir voru vopnaðir en þeir virðast hafa haft rökstuddan grun um að einhver vopn væri að finna í íbúðum. Engin vopn fundust. Fíkni- efnahundar voru einnig með í för og fíkniefni fundust í þremur nem- endaíbúðum. Þrír nemendur voru handteknir; Rósa Lind auk Tryggva Viðarssonar og Arnars Más Frí- mannssonar, formanns sjálfstæðis- félagsins Miðgarðs. Ekki liggur fyr- ir hvort fíkniefnin fundust í íbúðum þeirra. Vikið úr skólanum Samkvæmt heimildum DV rak Ágúst Einarsson, rektor á Bifröst, nemendurna þrjá úr skólanum á föstudag með tölvu- Ágúst Einarsson Ágúst segist þegar hafa tjáð sig að fullu um málið Jóhannes Gunnarsson hvetur almenning til frekara aðhalds: Þrjátíu þúsund króna hækkun Ofært vioa um land Ökumenn eru hvattir til að fara varlega hvarvetna á landinu. Mikill skafrenningur var í gær á Hellisheiði, Sandskeiði og í Þrengslum. Á Suðurlandi hefur verið mikil hálka og skafrenning- ur á flestum leiðum en þó snjó- þekja á stöku stað. Á Vesturlandi voru víða hálkublettir og élja- gangur. Sér í lagi var Brattabretta varhugaverð. Hálka var við ísa- fjarðardjúp og snjóþekja á Stein- grímsheiði. Á Austurlandi voru hálkublettir á Fagradal, Fjarðar- heiði og í Oddsskarði. „Auðvitað er ég svartsýnn á fram- haldið. Ég vona það besta en ég er ekki viss um að það rætist úr þessu í bráð," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um hvernig hann sjái mat- vælaverð þróast á komandi mánuð- um. Matur og hreinlætisvörur fyr- ir fjögurra manna fjölskyldu kosta 2.500 krónum meira á mánuði nú en í ágúst í fyrra. Samkvæmt útreiknuð- um framfærslukostnaði hjá Ráðgjaf- arstofu um fjármál heimilanna þarf fjögurra manna fjölskylda að lág- marki áð verja 81.500 krónum í mat og hreinlætisvörur á mánuði. I ágúst var talan 79 þúsund og nemur kostn- aðaraukningin þvf 3,1 prósenti. Miðað við þessa hækkun þarf fjögurra manna fjölskylda nú að Matvöruverslun Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, er svartsýnn á framhaldið á matvörumarkaði. eyða þrjátíu þúsund krónum meira í mat og hreinlætisvörur á ársgrund- velli, en hún þurfti að verja í sömu innkaup í ágúst í fyrra. Jóhannes á ekki von á því að þessi þróun muni breytast á næstunni. „Miðað við okk- ar upplýsingar virðist ekkert lát vera á hækkunum. Neytendasamtökin hafa hvatt birgja og smásala til að reyna að mæta kostnaðarhækkun- um með aukinni hagræðingu. Við höfum hins vegar grun um að ein- hverjir laumi inn aukalegum hækk- unum í skjóli hækkaðs heimsmark- aðsverðs. Ég minni á þá staðreynd að þetta bitnar tvöfalt á heimilun- um. Verðhækkanir leiða til aukinnar verðbólgu sem kemur fram í auknum þunga í sambandi við verðtryggð lán á borð við íbúðarlán," segir Jóhann- es sem hvetur almenning til að fylgj- ast náið með vöruverði um þessar mundir. „Við viljum gjarnan að neyt- endur láti okkur vita ef vörur hækka óeðlilega mikið. Þannigt getum við veitt verslunarmönnum það aðhald sem þeir þurfa," segir hann. baldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.