Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008
Fréttir DV
Stríðshrjáðum
konum til hjálpar
Friðrildavika UNIFEM hófst í
dag og stendur fram á sunnudag.
Um er að ræða vitundarvakningu
samtakanna um stöðu kvenna
á stríðshrjáðum svæðum, sér í
lagi í Austur-Kongó, Líberíu og
Súdan.
Friðrildin eru táknræn því
fiðrildaáhrifm svokölluðu
vísa til þeirrar kenningar að
vængjasláttur örsmárra fiðrilda í
einum heimshluta geti haft stór
áhrif annars staðar í heiminum.
Efnt verður til Fiðrildagöngu á
miðvikudag þar sem fólk getur
komið saman og lagt sitt af mörk-
um. Nánari dagskrár er að vænta.
Sunnlenskur
Skjálfti
Saia á sunnlenska bjórnum
Skjálfta er hafin. Ölvisholt
brugghús ffamleiðir bjórinn en
til stendur að herja á danskan
og íslenskan markað. Jón E.
Gunnlaugsson, stjórnarmaður
Ölvisholts brugghúss, og Árni
M. Mathiesen fjármálaráðherra
skáluðu í Skjálfta þegar fyrstu
flöskurnar runnu af færibandinu
í hinu nýja brugghúsi í Ölvis-
holti. Tuttugu og ein íslensk
bjórtegund er nú ffamleidd á
íslandi samkvæmt upplýsingum
frá ÁTVR en að minnsta kosti
tvær bjórverksmiðjur eru í
undirbúningi; á Snæfellsnesi og í
Vestmannaeyjum.
KFCekki á Velli
Verkfræðistofa Guðjóns Þ.
Sigfússonar hefur óskað eftir
því fyrir hönd KFC að byggja
sex hundruð fermetra stór-
an veitingastað á Tjarnavöll-
um í Hafnarfirði. Skipulags- og
byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar
tekur neikvætt í umsóknina þar
sem fyrirliggjandi deiliskipulag
samræmist ekki bílastæðum sem
fylgja hugsanlegum stað. Þar af
leiðandi hefur hann lagt til við
skipulags- og byggingarráð Hafn-
arfjarðar að hafna umsókninni.
Vetrarhörkur í
Vestmannaeyjum
Menn muna ekki eftir oðrum
eins vetrarhörkum í Vestmanna-
eyjum líkt og nú um helgina.
Snjó hefur kyngt linnulaust niður
með þeim afleiðingum að jafnvel
björgunarsveitir í Vestmanna-
eyjum eiga í erfiðleikum með að
komast á milli staða. Engu að síð-
ur hafa þær staðið sína plikt f dag
og samkvæmt eyjar.net hafa þeir
félagar aðallega reynt að ferja
starfsfólk sjúkrahúsa og fleiri á
milli staða á sunnudaginn. Að
sögn fróðra hefur ekki snjóað
jafnmikið í Vestmannaeyjum í
fimmtíu ár.
Hestamenn í Fljótsdalshéraði eru ósáttir við sveitarfélagið fyrir að rífa hesthús þeirra.
Húsin voru byggð á áttunda áratug síðustu aldar en samkvæmt bókun sveitarfélagsins
frá þeim tíma var um bráðabirgðaráðstöfun að ræða. Eigendur hesthúsanna hafa stefnt
sveitarfélaginu fyrir dómstóla og krefja það um bætur og hafa kært málið.
Hesthúsin rifin Eigendur þeirra
hafa margir hætt í hestamennsku
að sögn Ástu M. Sigfúsdótturen
hún erfði hesthús föður síns.
RIFU HESTHÚSIN 0G
NEITA BÓTAKRÖFUM
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
„Þeir rifu hesthúsin í óþökk eigenda
þeirra og vilja ekki bæta tjónið. Ég
veit engin önnur dæmi þess að eig-
andi eignar hafi þurft að rífa hús sitt
eða fjarlægja án þess að fá fyrir það
nokkrar bætur," segir Jón Höskulds-
son, lögmaður hestamanna sem vilja
fá eitthvað fyrir sinn snúð.
Eignir þeirra voru jafnaðar við
jörðu síðasta vor eftir að Fljótsdals-
hérað ákvað að íbúðarbyggð skyldi
rísa á svæði í útjaðri Egilsstaða, þar
sem hesthús höfðu staðið frá miðjum
áttunda áratugnum. Eigendumir hafa
stefnt Fljótsdalshéraði en aðalmeð-
ferð fer ffam í lok næsta mánaðar.
Bráðabirgðalausn frá 1970
Áfundihreppstjórnarárið 1970 var
ákveðið að verða við ósk hestamanna
þess efnis að byggja hesthús á svæði
sem jafnan er kaÚað Votihvammur.
Bj amiBj örgvinsson, lögmaðursveitar-
félagsins, segir að frá upphafi hafi
verið ljóst að um bráðabirgðalausn
væri að ræða. „Hreppstjórn þess tíma
komst orðrétt að þessari niðurstöðu:
„Rætt var um þessa umsókn og var
samþykkt að leyfa hestamönnum
að byggja þessa aðstöðu gegn vægu
gjaldi. Leyfið tekur ekki til neins
áíeveðins tíma heldur skoðast sem
hver önnur bráðabirgðaráðstöfun á
svæðinu meðan það er óskipulagt.
Þá er hreppnum alls óviðkomandi
byggingamar og er hann hvorki
skaðabótaskyldur gagnvart niðurrifi
húsanna eða flumingi þeirra né
skyldugur til að kaupa þær verði þær
lagðar niður sem hesthús." Um þessa
bókun snúast deilurnar," segir Bjami.
Sveitarfélagið lögbrjótur
Byrjað var að stugga við eigend-
um hesthúsanna árið 2003. Þá keyptí
sveitarfélagið lóð undir hestamenn
sem er um 5 kílómetra utan við byggð-
ina. Tveir fluttu sig þangað en hinir
sex sátu eftir. Eftir fjögurra ára stapp
fékk sveitarfélagið heimild héraðs-
dóms til útburðar. Þau hús sem enn
vom á staðnum vom jöfnuð við jörðu
enda ástand þeirra flestra þannig að
„Hvers vegna vorum
við látin borga fast-
eignagjöld þegar í Ijós
kemur að þetta voru
ekki fasteignir?"
ekld var unnt að flytja þau. Jón segir
kröfu hestamanna einfalda „Þeir hafa
ffá upphafi viljað fá skaðabætur fyrir
húsin. í stjómarskrá segir að enginn
verði sviptur eign sinni bótalaust. Eig-
endurnir hafa um árabil verið tengdir
vamsveim bæjarins og hafa greitt öll
gjöld af þessum eignum í yfir þrjátíu
ár. Svæðið hafði ffam til ársins 2003
aldrei verið skipulagt af sveitarfélag-
inu og með því brutu þeir sldpulags-
lög frá 1964," segir Jón.
Endurgreidd fasteignagjöld
Bjami segir að sveitarfélagið hafi
reynt ýmsar leiðir til sátta. „Eigendum
var boðin endurgreiðsla fasteignabóta
ffá því húsin voru byggð. Því tilboði
var hafnað. Þeim stóð einnig tíl boða
að húsin yrðu rifin þeim að kostnað-
Nýr meirihluti með breytta áherslu í skipulagi Úlfarsársdals:
Malbikað án eftirspurnar
Fulltrúar minnihlutans í borgar-
stjórn Reykjavíkurborgar em ósáttir
með þær áætlanir sem meirihluti Sjálf-
stæðisflokks og F-lista hefur í huga um
skipulag Úlfarsárdals. Þeir segja meiri-
hlutann ætla ótrauðan að ætla að mal-
bika og leggja götur í Úlfarsárdal þrátt
fyrir að forsendur hafi breyst og ekki
lengur gert ráð fyrir að lóðir á svæðinu
seljist. Sigrún Elsa Smáradóttir, borg-
arftilltrúi Samfylíangarinnar, segir um
ffáleita niðurstöðu að ræða sem sé
afsprengi samráðsleysis og flumbru-
gangs við frágang þriggja ára starfs-
og ffamkvæmdaáætlunar, þar sem
íþróttamannvirlá, grunn- ogleikskólar
em skomir niður en auðar götur skuli
engu að síður malbika.
Fulltrúar minnihlutans í borgar-
stjóm segja að í áætlun meirihlutans
sé ósamræmi í forsendum um upp-
byggingu í Ulfarsárdal. Gert er ráð fyrir
því að ráðist verði á fullu í gatnagerð-
arframkvæmdir og gert ráð fyrir fullum
gamagerðargjöldum, þó eldd sé gert
ráð fyrir tekjum af sölu byggingarrétt-
ar. „Úppbygging leik- og grunnskóla
virðist heldur ekki gera ráð fyrir því að
uppbygging hverfisins verði með eðli-
legum hætti. Svo virðist sem nýr meiri-
hluti geri ráð fyrir að gera Úlfarsárdal-
inn tilbúinn til lóðaúthlutunar en fáir
vilji lóðimar og því sé eldd nauðsyn-
legt að gera ráð fyrir eðlilegri leik- og
grunnskólaþjónustu í hvetifinu. Þetta
getur ekki talist slcynsamleg fjármála-
stjóm þar sem mikilvægt er að tekj-
ur af nýjum hverfum komi sem fyrst
til móts við kostnað við framkvæmd-
ir. Ef ekki eru taldar forsendur fyrir
sölu á lóðum í Úlfarsárdal getur nýr
meirihluti allt ems stungið fjármunum
borgarinnar undir koddann eins og að
ráðast í gatnagerð á svæðinu," segir í
bókun minnihlutans um málið.
Jórunn Frímannsdóttir, formaður
Eignasjóðs Reykjavíkurborgar, segir
uppbyggingu leik- og grunnskóla á
svæðinu í endurskoðun með tilliti til
hægari uppbyggmgar á svæðinu og
breyttra forsenda um eftirspum eftir
lóðum. „Gamagerðarframkvæmdir
taka tíma og borgin þarf að vera tilbúin
með lóðir þegar eftirspum eylcst á ný.
Það að hafa hverfið ekki tilbúið þegar
eftirspum eykst lýsir ekki mikilli
framtíðarsýn," segir Jórunn.
robenhb@dv.is
Sigrún Elsa Smáradóttir
Segir betra að sleppa framkvæmdunum
ef eftirspurn eftir lóðunum sé
ekki fyrir hendi.
arlausu auk þess sem sveitarfélagið
festi kaup á lóð fyrir hestamenn rétt
utan Egilsstaða, þar sem margir hafa
nú þegar komið sér fyrir. „Það lá alltaf
fyrir að svæðið væri einungis hugsað til
bráðabirgða. Þeir fengu að vera þama
á meðan sveitarfélagið þurfti eldd að
nota það."
Hafa neyðst til að hætta
Ásta M. Sigfúsdóttir erfði hesthús
föður síns ásamt bræðrum sínum.
Hún er ósátt við framgöngu Fljótsdals-
héraðs. „Hvers vegna vorum við látin
borga fasteignagjöld þegar í ljós kemur
að þetta vom ekki fasteignir? Ég hefði
haldið að eftir meira en þrjátíu ár væri
hæpið að vísa í gamla bókun um að
þessi byggð hafi verið til bráðabirgða.
Mér finnst þetta sérstaklega dapur-
legt gagnvart þeim einstaklingum sem
neyddust til að hætta í hestamennsku.
Sveitarfélagið hefur ekld tekið tillit til
fólksins sem hefur verið fyrirmynd-
arþegnar þessa samfélags, sumir alla
sína ævi," segir Ásta. Hún segir að auð-
veldlega hefði verið hægt að leysa þetta
mál á farsælan hátt. Vilja sveitarfélags-
ins til sátta hafi hins vegar skort.