Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 Fréttir DV MEDVEDEV TEKUR VIÐ Dmitry Medvedev og Vladimír Pútin Medvedev tekur við forsetaembættinu af Pútin. Forsetakosningar fóru fram í Rússlandi í gær. Óskabarn Vladimírs Pútín, Dmitry Medv- edev, vann yfirburðasigur í kosningum sem margir telja að tryggi Pútín áframhaldandi völd í Rússlandi. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaöamadut skrifar: kolbeinn@dv.is Andrúmsloftið sem umlukið hefur aðdraganda forsetakosninganna í Rússlandi hefur verið lævi blandið. Vestrænir stjórnmálaskýrendur telja að lítil áhöid séu um að kosningarn- ar sem fram fóru í gær hafi verið lítt heiðarlegar. Vladimír Pútín, fráfar- andi forseti, var fyrir margt löngu búinn að tilnefna Dmitry Medved- ev sem vænlegan kost í embætti for- seta landsins og enginn efaðist um að sú yrði raunin. Fyrir helgi viðurkenndi Vladi- mir Churov, yfirmaður kjörstjórnar í Rússlandi, að umfjöllun fjölmiðla fyrir kosningarnar í gær hefði verið ójöfn og frambjóðendur hefðu ekki allir átt greiðan aðgang að fjölmiðl- um. Hann sagði þó að hann hefði fulla trú á að umfjöllunin hefði ver- ið sanngjörn. Gagnrýnendur voru á öðru máli og álitu að Dmitry Med- vedev hefði fengið of mikinn tíma hjá sjónvarpsstöðvum. Fólk hvatt til að kjósa Fyrir kosningamar hafði Vladi- mír Pútín lagt mikla áherslu á að hvert einasta aðkvæði skipti máli „Að kosningum loknum verða allirspurðir hreint út hvort þeir hafi kosið/'sagði hún og bætti við að starfsferill hennaryrði í hættu ef hún hundsaði fyrirmælin. og hvatti fólk til að nýta kosninga- rétt sinn. Öllum meðulum var beitt, smáskilaboð vom send í farsíma um landið þvert og endilangt og þeim sem myndu kjósa í fyrsta sinn var lofað gjöfúm. Sums staðar fengu kjósendur hafnaboltahúfur, ann- ars staðar vom afsláttarmiðar í boði og á kjörstöðum vom sölubásar þar sem boðið var upp á ódýran mat. Blaðamaður BBC vitnaði, á vef- síðu fréttastöðvarinnar, í opinberan starfsmann í Vladivostok sem sagði sínar farir ekki sléttar. Þar var um að ræða kvenmann, sem af augljósum ástæðum vildi ekki gefa upp nafn sitt, sem sagði að hún og samstarfs- félagar hennar hefðu fengið bein fyrirmæli um að kjósa. „Að kosn- ingum loknum verða allir spurðir hreint út hvort þeir hafi kosið," sagði hún og bætti við að starfsferill henn- ar yrði í hættu ef hún hundsaði fyr- irmælin. Fyrirfram ákveðin kjörsókn Sami blaðamaður sagðist hafa hitt stjórnmálamann í Vladivost- ok sem sýndi honum skjal sem hann sagði vera fyrirmæli til opin- berra embættismanna um fyrirfram ákveðna kjörsókn og fjölda þeirra atkvæða sem sigurframbjóðandinn átti að fá. Útgönguspár í gær sem og tal- in atkvæði staðfestu það sem aldrei var efast um. Dmitry Medvedev stóð uppi sem ótvíræður sigurvegari kosninganna sem taiið er að muni tryggja Vladimír Pútín áframhald- andi völd í Rússlandi. Svo þrálátur hefur sá orðrómur verið að Med- vedev verði aldrei meira en strengja- brúða í höndum Pútíns að hann sá sig knúinn til að fullvissa rússnesku þjóðina að hann myndi sjálfur toga í sína spotta. En lítill vafi leikur á því að honum gæti reynst erfitt að losna úr skugga Pútíns. Stanislav Belkovsky, gagnrýn- andi í Kreml, deilir ekki þessum áhyggjum. Belkovsky skrifaði bók HHH r um Medvedev og sagði í viðtali við The Times að hann yrði eng- in strengjabrúða. „Medvedev og starfsmenn hans munu á engan hátt deila völdum með öðrum, þar með töldum Pútín," sagði hann. Blendnar tilfinningar Nokkuð öruggt má telja að stór hluti rússnesku þjóðarinnar tel- ur Vladimír Pútín vera það besta sem rekið hefur á fjörur þjóðar- innar í langan tíma. Þessum hluta finnst hag sínum eflaust best borgið með því að kjósa eins og Pútín býð- ur. Honum er talið til tekna að hafa endurvakið hvort tveggja stolt þjóð- arinnar og efnahag; rússneski björn- inn er loks skriðinn úr híði sínu. Pútín er eignaður sá efnahagsvöxtur sem breytt hefur ímynd höfuðborg- ar landsins og annarra borga með glæsiverslunum, flottum kaffihús- um og fýrsta flokks veitingastöðum. Enda eru í Moskvu og Kreml aðsetur auðmannstéttar landsins. Þessi En það þarf ekki að fara langt til að sjá hrópandi andstæður auðsins í höfuðborginni. Rétt utan borgarinn- ar er bærinn Anino og þar býr fólk sem er orðið langþreytt og finnst það hafa verið yfirgefið af stjórnvöldum. Að þeirra mati hefur sáralítiil hluti olíugróðans runnið tU þeirra sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.