Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Síða 28
28 MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 Fókus DV HVARERGÓÐA Ég horfði Gettu betur á föstu- dagskvöldið og skemmti mér þokkalega. Það er eitthvað hressandi við að fylgjast með ung- liðunum brillera á sviði viskunnar. Það voru lið MR og Versló sem tók- ust á þetta kvöldið. Og MR vann. Krakkarnir í salnum voru hressir að vanda og studdu þéttingsfast við bak félaga sinna. Þau voru kurteis og lítið var um frammíköll eins og gjarnan er í þessum þætti. Sem bet- ur fer. Það er ekki skemmtilegt sjón- varpsefni. GETTU BETUR ★★★ RÚV kl.20:10áföstudögum SJÓNVARPSDÓMUR Sigmar Guðmundsson stýrir keppninni af miklum aga. Kannski helst til of miklum. Það er þó líklega honum að þakka að krakkarnir virða reglur sjónvarpssalarins og eru ekki að garga að óþörfu. En kommon - hvar er húmorinn? Sigmari vex ásmegin sem að- gangsharður og gagnrýninn spyrill í Kastljósinu. Þar er hann á heima- velli. En það er eitthvað ekki rétt við hann í Gettu betur. Það er nauð- synlegt að hafa stjórn á fullum sal af stjórnlausum unglingum og það gemr Sigmar. Það sem hann vantar hins vegar er góða skapið - svona smá hnyttni fyrir okkur sem heima sitjum og lítum á þetta sem skemmtiþátt. Er þetta ekki annars líka fýrir okkur? Berglind Hdsler FJÖRUGUROG FRÆÐANDI Það er ljóst að úrslitakvöldið í Laugardagslögunum sem fór fram um helgina er eflaust eitt það sterk- asta frá upphafi. Öllu var til tjaldað og mér fannst það heppnast nokkuð vel. Allir flytjendurnir gerðu sitt allra besta og það var í raun enginn sem olli mér neinum vonbrigðum. Þvert á móti gat ég eiginlega séð öll lögin sem tóku þátt fyrir mér á sviðinu í Belgrad. KVIKA ★★★★* Rás 1 kt. 10.15 á taugardögum ÚTVARPSDÓMUR Fyrir úrslitin hafði ég spáð This is my life sigri. Einfaldlega vegna þess að eftir að Palli komst með puttana í lagið gjörbylti hann því og gaf því allt sem það vantaði áður. Þá var lagið líka óaðfinnanlega sungið hjá Reg- ínu og Friðriki. Það var hins vegar Dr. Spock sem vann hug minn allan. Ég kaus lagið þó nokkrum sinnum og hefði virkilega viljað sjá það fara áfram. Sviðið var algjörlega þeirra og dýrslegur kraftur sveitarinnar skilaði sér ótrúelga vel. Mikið hefur verið talað um hvort eyða eigi öllum þessum peningum í forkeppnina en eftir að hafa séð úr- slitín og fylgst vel með í vetur finnst mér það hið besta mál. Þegar upp er staðið hafa Laugardagslögin hleypt lífi í skammdegið og sameinað þjóð- ina við skjáinn. Það hefði samt mátt sleppa undanúrslitunum, stytta þetta aðeins og nota þá peninga í eina leikna þáttaröð eða svo. Krista Hall HVAÐ VEISTU? 1. Fyrir hvað er bloggarinn GAUKUR ÚLFARSSON, sem dæmdur var fýrir meiðyrði á dögunum, þekktastur að frátöldum dóminum? 2. Hvaða fornfræga hljómsveit hélt heljarinnar tónleika f LAUGARDALSHÖLUNNI nýverið? 3. Hvaða listakonurtaka þátt í samsýningunni STREYMIÐ sem opnuð var i Listasafni Islands nýverið? aiiioasaviAiiÐNi vsoa angho oo aiuoasaiaoibd via.ibavo •£ NNianaaouvsana tuqn viaiis SNisiaaraaiaAd anaNndOHQdw i /' . 'tk HARHORPUR OG HAUSKÚPUR Hrafnhildur Arnardóttir myndlist- armaður hefúr hannað glæsilegan nýjan verðlaunagrip fýrir Menn- ingarverðlaun DV sem afhent verða við hátíðlega athöfn í Gyllta sal Hót- el Borgar 5. mars. Þetta er enginn venjulegur gripur eða stytta eins og menn eiga að venjast, heldur er hver gripur einstætt, handgert verk eftir þessa framsæknu listakonu. Hrafnhildur, eða Shoplifter eins og hún er kölluð, hefur unnið tals- vert með hár í sínum verkum, meðal annars fýrir ljósmyndir af Björk sem hún gerði fyrir umslag plötu hennar Medúllu. Verðlaunagripurinn er að sama skapi unninn úr fléttuðu hári í stíl sem skírskotar til fornrar hefðar. „Ég hef verið að flétta undir sterk- um áhrifum ffá þeirri gamaldags hefð að búa til blóm og skrau úr mannshári sem til forna voru gerð til þess að minnast látinna ástvina," segir Hrafn- hildur en hún eignaðist svona hárblóm þegar hún var fimmtán ára og hef- ur heillast af þeim æ síðan. Þegar hún vann að umslag- inu fýrir Björk hafði hún því samband við Ástu Björk Frið- bertsdóttur hjá hand- verkssmiðjunni Hárverki á Suðureyri og vann með henni að gerð umslagsins sem hún segir byggjast á eins konar kyrralífs- innsetningu á Björk. „Þegar ég var beðin um að gera þennan verðlaunagrip fór ég strax að hugsa um einhverja styttu, ósk- arinn eða eitthvað sem maður teng- ir við svona verðlaunaafhending- ar, íþróttagripi, medalíur og þess háttar. Ég sá fyrir mér afreksfólk í menningu og listum annars veg- ar og íþróttum hins vegar og end- aði á því að búa til grip sem í senn er skjöldur sem þú getur hengt upp á vegg heima í stofu og borið um hálsinn eins og sigurvegari. Það er ákveðin auðmýkt fólgin í því að lúta höfði og taka við upphefðinni sem svona viðurkenning er," segir Hrafnhildur. Hún hefur verið búsett í New York-borg um árabil og unnið mikið undanfarið með Eddu Guð- Hrafnhildur Arnardóttir bjótil hárfléttur fyrir Medúllu umslag Bjarkar. mundsdóttur fata- hönnuði að hönnun fylgihluta fyr- ir línu sem kallast „VPL" og stendur fyrir „Visible Panty Line", þar á með- al herðaslá, smekk og tösku sem allt er unnið úr hári. „Ég nota reyndar gervihár," segir hún. „Ég hef ekki trú á að ég þurfi að nota alvörumannshár til þess að koma þessum áhrifum til skila. Það er bæði dýrt og fæst ekki í jafnmiki- um lengdum og gervihárið, en svo er líka svo mikið af fólki sem stríð- ir við hármissi og þarf virkilega að eignast hárkollur. Þannig að mér finnst allt í lagi að nota gervihár." Það er allt brjálað að gera hjá Hrafnhildi um þessar mundir. Sýn- ingin „Skin, Bone, Hair" sem hún stendur að í samstarfi við banda- ríska tónskáldið Nico Muhly verð- ur frumsýnd í tílraunaleildtúsinu TheKitcheníNewYork7.mars. Nú þegar er uppselt á sýninguna. 'HíHu t /.. m „Ég sá fyrir mér afreksfólk í menningu og listum annars vegar og íþróttum hins vegar og endaði á því að búa til grip sem í senn er skjöldur sem þú getur hengt upp á vegg heima í stofu og bor- ið um hálsinn eins og sigurvegari. Það er ákveð- in auðmýkt fólgin í því að lúta höfði og taka við upphefðinni sem svona viðurkenning er." „Nico er búinn að semja þrjú tónverk sem eru að einhverju leyti inspíreruð af mínum verkum," seg- ir Hrafnhildur. „Þetta er eins konar myndlistar- og tónlistargjörning- ur þar sem ég hef búið til hálfgerða leikmynd eða umgjörð um flytj- endur verkanna og hljóðfæri sem þau nota í performansinn. Ég verð meðal annars með hár sem læðist upp úr flyglinum, hauskúpur með míkrófónum innan í sem spilað verður á og mennska hárhörpu sem Nico spilar á. Ég fæ þrjár konur með ofsalega sítt hár til þess að liggja á sviðinu og svo spilar hann á hár þeirra eins og hörpu." Þeir sem hreppa verðlaunagrip Menningarverðlauna DV í ár geta kannski ekki spilað á hann, en hin- ir lánsömu geta í staðinn spígspor- að um með hann um hálsinn á mið- vikudagskvöldið. Líkamslist fyrir a. v.a.f. assume vi- vid astro focus. Verkefni, gjömingur í Deidsch Projects í London í maí. SPAUGILEG ALVARA LIFSINS Góðar unglingamyndir eru gulls ígildi. Yfirleitt eru unglinga- myndir gerðar um hressa krakka sem verða skotnir í hver öðrum og allt er æðisgengið, eða þær fjalla um vandræðabörn í eiturlyfjum og innbrotum. Juno er millivegurinn, raunverulegt fólk í raunveruleg- um, en fyndnum aðstæðum. Kvik- myndin fjallar um táningsstúlkuna Juno sem verður ólétt. Hún veit vel að hún er of ung til þess að sjá um barnið og finnur því indælt par, sem vill ættleiða barnið við fæð- ingu. Upp koma brestir í sambandi þeirra, barnsfaðirinn verður henni fjarlægur, óléttan tekur meiri toll en Juno hafði ætlað og unglings- JUNO LEIKSTJÓRN: Grant Lee Jurto er lítil saga úr litlum heimi, sæt og krúttleg, og á fullkomlega erindi viö fólk, óháö aldri og stöðu. BIODOMUR árin verða skyndilega allt of alvar- leg. Juno er yndisleg kvikmynd. Vel skrifuð og útfærð. EHen Page, sem leikur Juno heldur mynd- inni algjörlega uppi. Hún er snið- ug og fyndin þrúgandi aðstæður verða spaugilegar, þegar sérviska hennar fær að njóta sín. En einnig Juno Skemmtilega skrifuð og útfærð unglingamynd. tekst henni að fanga sakleysi ungl- senunni, sem bugaði sigurvegar- ingsáranna í trega sínum og skiln- inn. Tónlistin er notuð frábærlega, ingsleysi. Leikarar í myndinni eru annaðhvort er myndin í takt við stórkostlegir, meira að segja hin lögin eða öfugt. Juno er lítil saga úr yfirborðskennda Jennifer Garner litlum heimi, sæt og krúttleg, og á er hæfilega skemmtilegt vísitölu- fullkomlega erindi við fólk, óháð hallæri. Jason Bateman stelur svo aldri og stöðu. DóriDNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.