Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2008, Síða 32
AÐSTOÐARKONA VILDI RÍFA LAUGAVEGSHÚS TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaöur skrifar: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt og aðstoðarmaður Ólafs F. Magnús- sonar borgarstjóra, vann að ráðgjöf vegna deiliskipulagstillögu borgar- innar þar sem gert var ráð fyrir því að húsin við Laugaveg 4 og 6 yrðu rifin. Verkið vann hún áður en hún gerð- ist aðstoðarmaður og þá sem starfs- maður hjá arkitektastofu Gylfa Guð- jónssonar. „Ég vann á teiknistofunni þegar verkefnið fór í gang, það stemmir. Vinnan snerist um ráðgjöf við deili- skipulagið en ég var hins vegar aldrei inni í neinu ákvörðunartökuferli með sjálft deiliskipulagið. Ég var í því að safna upplýsingum og undirbúa deiliskipulagstillöguna. Okkar hlut- verk fólst í ráðgjöf fyrir borgina en ég var náttúrlega bara starfsmaður hjá Gylfa. Hann var í ábyrgð fyrir ráð- gjöfina og hans stofa vann þá vinnu," segir Ólöf. Óskar Bergsson, oddviti fram- sóknarmanna í borgarstjórn, telur undarlegt hversu auðveldlega Ólöf vippaði sér yfir borðið og fór að vinna gegn eigin ráðgjöf. Hann bendir á að stjórnmálamenn byggi ákvarðan- ir oft á tíðum á ráðgjöf sérfræðinga. „Mér finnst þetta fyrst og fremst frek- ar fyndið og grátbroslegt. Það fylg- ir því mikil ábyrgð að vera sérfræð- ingur í vinnu hjá hinu opinbera. Það eru mikil vonbrigði að þegar á reyn- ir standi þeir sérfræðingar, sem jafn- vel bera höfuðábyrgð á ákveðnum ákvörðunum, ekki lengur með sinni fyrri ráðgjöf heldur taka sér jafnvel stöðu gagnrýnandans sem mótmæl- ir ákvörðun stjórnmálamanna sem aftur byggðu ákvörðun sína á þeirra sérfræðiráðgjöf," segir Óskar. Bara starfsmaður Ólöf segist vera búin að hlæja mikið af því að fólk sé að velta sér upp úr þessari tengingu. Hún segir þetta vera lýsandi fyrir stöðuna í stjórn- sýslu borgarinnar. „Ég hef aldrei ver- ið hlynnt niðurrifi þó svo niðurstaða deiliskipulagsins hafi verið sú að rífa húsin. En við vorum ráðgjafar sveit- arfélagsins og ekki þeir sem tóku ákvarðanirnar. Sú ákvörðun var tekin hjá pólitíkusum," segir Ólöf. „Það var farið fram með þetta skipulag því að verslunareigendur voru farnir að garga á uppbyggingu miðbæjarins og þrýstingur á pólit- íkusa var orðinn mikill. í þessu til- viki réð borgin til sín ráðgjafa og ég var bara starfsmaður hjá teiknistofu Gylfa. Ég var hætt að vinna þarna þegar sjálft skipulagið var samþykkt. Reykjavíkurborg er með skipulags- og byggingasvið á bak við sig og þar eru línurnar lagðar. Þetta var fyrst og fremst í hönd- um þeirra. Ef ég hefði feng- ið að ráða á þessum tíma litiReykjavík örugglega öðruvísi út ídag." Ólafur F. Magnússon Aðstoðarkona borgarstjórans gaf ráð urn niðurrif Laugavegshúsa. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra, gaf áður ráð um niðurrif. Giftast næsta hlaupársdag „Þetta kom mjög á óvart," segir Hallgrímur Helgason um frumlegt bónorð Oddnýjar Sturludóttur, sam- býliskonu sinnar, á hlaupársdag. Á bloggsíðu Oddnýjar kemur fram að saklaust sagnfræðigrín hafi snúist upp í hárómantískt bónorð. Hall- grímur brást hinn besti við bónorði Oddnýjar og svaraði með sínum heimsborgarlega hætti, á lettnesku. Oddnýju tókst þó fljótlega að ráða svarið sem hljómaði svona, Protams, milumin og merkir; auðvitað, elsk- an. Að sögn Hallgríms munu þau ganga í hjónaband á hlaupársdag að fjórum árum liðnum. Hljóðgjörningar í Salnum Óvenjulegur tónlistargjöm- ingur verður framinn í Salnum í Kópavogi á þriðjudagskvöldið. Þar koma fram tónskáldið og flautu- leikarinn Þuríður Jónsdóttir, fiðlu- leikarinn Una Sveinbjarnardóttir og kontrabassaleikarinn Borgar Magnason, ásamt myndlistakon- unum BjörkViggósdóttur, Ólöfu Nordal, Mireyu Samper og Ásdísi Sif Gunnarsdóttur. Leikin verður tónlist eftir Þur- íði og ítalska tónskáldið Salvat- ore Sciarrino en öll umgjörð og framsetning verkanna verður með framsæknu móti. Rafhljóð, mynd- list og einleikur Borgars bráðna í eitt á þessum sérstæða viðburði sem er liður í tónleikaröð Salarins, TÍBRÁ. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. Svartur á leik Það voru sjötfu og fimm ár sem aðskildu skákmennina tvo sem tókust á í skák á sunnudaginn. Úkrfanska undrabarnið lllya Nyzhnyk, sem er ellefu ára, teflir þarna við aldursforseta Reykjavíkurmótsins, Bjarna Magnússon sem er 86 ára vistmaðurá Hrafnistu. Þeir sömdu umjafntefli að lokum. DVmyndSigurður Grímulaus með kjúkllng Finnski skrímslarokkarinn Lor- di var grímulaus á ferli á höfuð- borgarsvæðinu um helgina. Gestir veitingastaðarins Kentucky Fried Chicken töldu sig bera kennsl á kappann þar sem hann kom við um miðjan dag á laugardag og pantaði sér kjúkling og franskar. Sá síðhærði miðaldra Finni sem þar var ásamt samferðafólki var mjög ólíkur því sem gerist þegar hann er hinn grimmdarlegasti í gervinu. Hann var hinn alúðleg- asti. Ekki tókstþó með óyggjandi hætti að úrskurða hvort þetta væri sjálfur rokkarinn sem lagði hálfa heimsbyggðina að fótum sér með laginu Rock Haleluja Eurovision- keppninni 2005. Lordi er maður dagsins í DV og á sér þann draum að hitta Silvíu Nótt eins og fram kemur á blaðsíðu 30. Föstílyftu Þingkonan Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, utanríkisráðherr- ann Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Valgerður Sverrisdóttir festust inni í lyftu í háhýsi sem hýsir kvennaráð- stefnu í New York. Samkvæmt bloggi Valgerðar voru þær þó ekki einar í lyftunni heldur var Ingi Valur Jó- hannsson, deildarstjóri í félagsmála- ráðuneytinu, með þeim. Sátu þau föst í tuttugu mínútur þar til þeim var bjargað. Sjálf segir Valg^vftur á bloggi sínu að sumum hafi verið far- ið að líða illa í þröngri vistinni. Tuttugu umferðar- óhöpp Töluverður erill var hjá lögregl- unni í Reykjavík vegna umferðaró- happa síðastliðna helgi. Frá klukkan sjö á sunnudagsmorgun til klukkan sjö um kvöldið áttu sér stað alls tut- tugu umferðaróhöpp. Flest óhöppin urðu vegna hálku og lélegrar færðar. „Það verður að segjast að þetta eru mjög mörg óhöpp á einum degi," segir Teitur Guðmundsson hjá lög- reglunni. Hann segir þó engin alvar- leg slys hafa orðið á fólki en að mikið sé um eignatjón eftir daginn. Rafrænt bónorð? Framkvæmdir ganga vel vegna nýrrar verslunar Bauhaus: Bauhaus rís við Lambhaga Gísli H. Guðmundsson, verkfræð- ingur hjá ístaki, segir framkvæmdir að nýrri verslun Bauhaus við Lamb- hagaveg við Úlfarsfell ganga vel, en stutt er frá því framkvæmdir hóf- ust. „Við erum rétt að byrja, erum að vinna að undirstöðum og sökklum byggingarinnar," segir Gísli. Fyrirhugað er að verslun Bauhaus verði um 21 þúsund fermetrar að stærð. Samningar um að ístak tæki að sér verkið voru undirritaðir 10. október síðastliðinn en áætluð verk- lok eru í desember á næsta ári. Enn á eftir að vinna töluverða jarðvinnu við framkvæmdirnar en til að átta sig á umfangi verkefnisins er gert ráð fyrir að um 950 tonn af stáli verði notuð við uppbygginguna. Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti 4. maí árið 2006 að Bau- haus fengi lóð við Úlfarsfell, skammt austan Vesturlandsvegar. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylking- arinnar, var á þeim tíma formaður borgarráðs. 1 bókun borgarráðs frá árinu 2006 segir að það fagni tilkomu Bauhaus á byggingarvörumarkað- inn í Reykjavík og vænti þess að sam- keppni á þeim markaði muni aukast, borgarbúum til hagsbóta. 616 milljónir fyrir byggingarréttinn Talsverð óvissa var á tímabili um hvar og hvort Bauhaus fengi lóð undir starfsemina. Höfðu forsvars- menn fyrirtækisins leitað árangurs- laust að lóð undir fyrirtækið í ná- grannabyggðum Reykjavíkur áður en þeir fengu byggingarrétt í Úlfars- felli. Verðið sem Bauhaus greiddi fyr- ir byggingarréttinn á lóðinni var 616 milljónir króna, eða rétt tæplega 31 þúsund krónur á hvern fermetra. roberthb@dv.is Litlar samlokur 399 kr. + lítið gosglas 100 kr. = 499 FRÉTTASKOT 51 2 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. MÁNUDAGUR 3. MARS 2008 ■ DAGBLAÐIÐ VlSIR STOFNAÐ 1910

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.