Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2008, Blaðsíða 23
DV Ættfræöi
MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 23 *
TIL
HAMINGJU
MEÐ
AFMÆLIÐ
AIMi:i.ISI!\I!\ DAGSINS
ÁRNIÞÓR HALLGRÍMSSON
30 Ara afmæu
■ Ólafur Ingólfsson Djúpavogi 9, Reykjanesbær
u Júlía Björgvinsdóttir Háteigsvegi22, Reykjavik
u Maren Dröfn Sigurbjörnsdóttir Háulind 11, Kópavogur
u Heiðbrá Guðmundsdóttir FurugrundSI, Kópavogur
u Helgi Páll Þórisson Langholtsvegi 21, Reykjavík
40 ÁRA AFMÆLI
■ Simon Helgi Símonarson Hólavegi 38, Siglufjöröur
u Jóhanna Sigurbjörg Rúnarsdóttir Goðheimum 6,
Reykjavik
u Óli Þór Jakobsson Haga, Bakkafjörður
u Unnsteinn Árnason Lækjarhvammi3, Búöardalur
u Kristín Amalía Ólafsdóttir Krókavaöi 18, Reykjavik
■ Brynjar Bragason Hjallalundi 12,Akureyri
■ Jóhanna M Kristensen Álfaheiöi 32, Kópavogur
u Þórarinn Bjarnason Hjdllabrekku 25, Kópavogur
u Andrés Ólafsson Hrísbrú, Mosfellsbær
u Camilla Guðmunda Ólafsdóttir Ásakoti2,Selfoss
u Guðmundur S Hauksson Suðurgötu43, Reykjanesbær
u Björg Ástríðardóttir Lækjamótum 47, Sandgeröi
■ Bjarni Birgisson Blesastöðum 2a, Selfoss
50 ÁRA AFMÆU
■ Jan Józef Kaleta Borgarbraut 11, Borgarnes
■ Ade Kuryana Hvammseyri, Egilsstaöir
■ Ragnar Guðmundur Gunnarsson Hnjúkaseli 15,
Reykjavik
u Ásgerður Þorsteinsdóttir Fossvöllum 12, Húsavik
■ Ólafur Haraldsson Wallevik Laugarásvegi 30, Reykjavík
u Guðrún Dagný Einarsdóttir Lyngholti6, Isafjörður
u Hörður Ingi Jóhannsson HörðukórS,Kópavogur
60 ÁRA AFMÆLI
■ Valdís Árnadóttir Vatnsholti 26, Reykjanesbær
■ Ásmundur Halldórsson Baughóli60, Húsavik
m Hrafnhildur Ragnarsdóttir Hvassaleiti 115, Reykjavik
■ Sigurður Jóhannsson Garöarsbraut39, Húsavik
■ Guðrún Halldórsdóttir Hofsvallagötu 61, Reykjavlk
■ Sveinn Hjálmarsson Arnarsiðu 8e, Akureyri VIP
■ Kristrún Jónsdóttir Langeyrarvegi 15, Hafnarfjörður
■ Jóhann Guðmundsson Blöndubakka 14, Reykjavik
u Hjörleifur Guðmundsson Hjöllum 9, Patreksfjörður
■ Inga Árnadóttir Heiðarbóti 59, Reykjanesbær
70 ÁRA AFMÆU
■ Erna Arnórsdóttir Sóltúni8, Reykjavik
u Magnús Sigurðsson Grenibyggð 29, Mosfellsbær
m Guðrún Guðjónsdóttir Foldahrauni40e, Vestmannaeyjar
u GuðfinnaThorlacius Háagerði4, Akureyri
u Skúli Jón Pálmason Laugarnesvegi 89, Reykjavík
75 ÁRA AFMÆLI
■ Þorkell Þorsteinsson Hnjúkaseli3, Reykjavik
u Óttar Jósepsson Breiðumýri 1, Húsavik
80 ÁRA AFMÆLI
■ FriörikTheódór Blöndal Þingvallastræti20, Akureyri
u GunnarThorberg Júlíusson Kirkjuteigi 17, Reykjavik
u Borghildur Sölvey Magnúsdóttir Álfaskeiði85,
Hafnarfjörður
u Bragi Guðjónsson Skriðuseli 5, Reykjavík
85 ÁRA AFMÆLI
■ Gunnar Sveinsson Vatnsholti3b, Reykjanesbær
Gott til
endurvinnslu
LANDSLIÐSÞJÁLFARIÍBADMINTON
Ámi Þór fæddist 1968 á Akranesi og ólst
þar upp til sextán ára aldurs. Þá flutti hann til
Reykjavík þar sem hann hefur átt heima síð-
an. Árni Þór var í Brekkubæjarskóla á Akranesi
og stundaði nám í húsasmíði við Iðnskólann í
Reykjavík.
Árni var í fiskvinnslu á unglingsárunum
á Akranesi, starfaði síðan við trésmíðar hjá
Gamla kompanínu, hjá Hagvirki og loks hjá
Kristni Sveinssyni.
Ámi hóf að æfa og keppa í badminton á
Akranesi er hann var átta ára. Hann lék fyrir ÍA
og TBR í unglingaflokkum og fyrir TBR í fullorð-
insflokkum. Hann hefur keppt í badminton í
öllum greinum og öllum flokkum og hefur leik-
ið með öllum landsliðum greinarinnar. Hann
var tuttugu og fimm sinnum íslandsmeistari
unglinga í badminton og sautján sinnum fs-
landsmeistari fúllorðinna, hefúr leikið níutíu
og fimm A-landsleiki. Ámi tók þátt í Ólympíu-
leikunum í Barcelona 1992.
Ámi hætti að keppa árið 1999 en hefur þjálf-
að í badminton ffá 1990. Ámi þjálfaði einkum
böm og unglinga fyrstu árin en hefur aðallega
þjálfað ýmsa fremstu keppendur í fullorðins-
flokki síðastliðin tíu ár. Hann þjálfaði badmin-
ton í Keflavík 1992-96, í Þorlákshöfri 1996-98,
var þjálfari KR 2001-2007 og hefur verið aðal-
þjálfari allra landsliða íslands í badminton frá
2007.
FJÖLSKYLDAN
Eiginkona Áma Þórs er Ingibjörg Ásgeirs-
dóttir, f. 1971, húsmóðir og verslunarmaður.
Hún er dóttir Ásgeirs Sigurðssonar rafeinda-
virkja og Sigríðar Jónsdóttur sem er látín.
Böm Árna Þórs og Ingibjargar em Jóhann
Páll Jóhannsson, f. 24.5.1990; María Ámadótt-
ir, f. 25.7.1993; SigríðurÁmadóttir, f. 13.5.1996;
SigurbjörgÁmadóttir, f. 20.7.2006.
Systkini Áma Þórs: Halldór Hallgrímsson,
f. 26.4.1959, húsasmíðameistari við Sjúkrahús
Akraness; Harpa Hallgrímsdóttir, f. 9.6. 1962,
rektorsfrú í Skálhoití, skrifstofukona í Skálholti
og fararstjóri; Steinunn Hallgrímsdóttír, f. 31.1.
1967, starfskona við dvalarheimilið Höfða á
Akranesi.
Foreldrar Árna Þórs em Hallgrímur Við-
arÁmason, f. 7.10. 1936, húsasmíðameistari á
Akranesi, og Sigurbjörg Halldórsdóttir, f. 20.8.
1941, hjúkrunarforstjóri við dvalarheimilið
Höfða á Akranesi.
ÆTT
Hallgrímur er bróðir Þuríðar, móður Matthí-
asar Hallgrímssonar knattspyrnumanns. Hall-
grímur er sonur Áma, málara-, bakara- og rak-
arameistara á Akranesi, bróður Pálínu, ömmu
Karls Þórðarsonar knattspyrnukappa. Önn-
ur systir Árna var Margrét, amma Ármanns H.
Þorvaldssonar, forstjóra hjá Kaupþing í Lond-
on. Ámi var sonur Sigurðar, stniðs í Sjávarborg,
sonar Jóns Jónssonar og Valgerðar Eyjólfsdótt-
ur. Móðir Áma var Þuríður, dóttir Áma Þor-
valdssonar og Ragnheiðar fsleifsdóttur.
Móðir Hallgríms var Þóra, dóttir Einars Möll-
er, í Landakotí á Akranesi Ásgeirssonar Möll-
er, silfursmiðs á Geldingaá. Móðir Einars var
Petrína Regína Rist. Móðir Þóru var Geirlaug
Kristjánsdóttir. Sigurbjörg er dóttir Halldórs,
húsasmíðameistara og kirkjuvarðar á Akranesi,
bróður Hans, íyrrv. skólastjóra og formanns Fé-
lags eldri borgara í Reykjavík, og bróður Björg-
vins, kórstjóra á Akureyri. Halldór var sonur
Jörgens, vélstjóra í Merkigerði Hanssonar, b. á
Elínarhöfða Jörgenssonar, b. þar Magnússon-
ar, b. þar Klingenberg, bróður Ásmundar á El-
ínarhöfða, langafa Jóns í Hákoti, afa Jóns Ósk-
ars rithöfundar og Áslaugar, móður Ásmundar
Stefánssonar ríldssáttasemjara. Móðir Jörgens
vélstjóra var Ingibjörg Guðmundsdóttir, b. á
Kjaransstöðum Gunnarssonar. Móðir Halldórs
var Sigurbjörg, dóttir Halldórs Benjamíns, sjó-
manns í Merkigerði Jónssonar, og Guðrúnar
Jónsdóttur, b. á Kalastöðum, bróður Guðbjarna,
b. á Litlu-Grund á Akranesi, langafa Sigmundar
Guðbjamasonar, fyrrv. háskólarektors.
Móðir Sigurbjargar var Steinunn Ingimars-
dóttír, húsasmíðameistara á Akranesi Magnús-
sonar, og Bóthildar Jónsdóttur.
Freyr Bjartmarz
PRENTARI OG VERSLUNARMAÐUR
Freyr fæddist í
Reykjavík og ólst þar
upp í Þingholtunum.
Hann stundaði nám við
Iðnskólann í Reykja-
vík, lærði offsetprentun
í Lithoprenti 1955-59,
lauk sveinsprófi 1959,
öðlaðist meistararétt-
indi 1966 og lauk stúd-
entsprófi frá FB 1988.
FreyrvanníLitho-
prenti 1955-61, hjá
Sjómælingum 1961-69,
starfaði hjá Ungmenna-
félaginu Skallagrími í
Borgamesi 1969-71, stundaði
verslunarrekstur 1971-82, var
sölumaður 1982-'2002 en er nú
verslunarmaður hjá Samkaup-
um. Freyr sat í stjórn Offset-
prentarafélags íslands um skeið,
í stjóm Almenna h'feyrissjóðs
iðn-aðarmanna, í launasamn-
inganefrid Offsetprentarafélags
íslands og hefur setið f stjóm
knattspyrnufélagsins Víkings.
FJÖLSKYLDA
Eignkona Freys er
Margrét Hjálmarsdóttir,
f. 27.5.1938, listamað-
ur.
Börn Freys og Mar-
grétar em Hjálmar, f.
16.3.1959, skurðlækn-
ir í Svíþjóð; Dagmar, f.
9.10.1960, bankafull-
trúi í Reykjavík; Ragnar,
f. 30.9.1962, rafmagns-
verkfræðingur í Reykja-
vík; Óskar Freyr, f. 23.7.
1967, starfsmaðurhjá
Landsbankanum.
Foreldrar Freys voru Óskar
Bjartmarz, f. á Neðri-Bmnná í
Saurbæjarhreppi íDölum 15.8.
1891, d. 15.7.1992, forstjóri lög-
gildingarstofu í Reykjavík, k. h.
er Guðrún Bjarnarson Bjart-
marz, f. á Sauðafelli í Dölum
4.9.1901, d. 24.10.1977, hús-
móðir.
Freyr verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Gunnar Richarðsson
FORSTÖÐUMÐUR VINNUMIÐLUNAR VESTURLANDS
Gunnar fæddist á
Hvammstanga og ólst
þar upp. Hann lærði
vélvirkjun hjá Þorgeiri
og Ellert á Akranesi,
lauk sveinsprófi 1970,
prófum frá Lögreglu-
skóla ríkisins 1975
og stundaði nám við
Samvinnuskólann á
Bifröst 1983-85.
Gunnar stundaði
vélvirkjastörf til 1972,
var lögreglumaður
áAkranesitil 1979,
framkvæmdastjóri Vél-
smiðju Húnvetninga til 1986,
skrifstofustjóri Búnaðarbanka
íslands á Blönduósi 1986-98 og
hefur starfað hjá Vinnumála-
stofnun frá 1998. Hann var
sjúkraflutningamaður 1972-
2000. Gunnar var bæjarfulltrúi
á Blönduósi, formaður Rauða
kross deildar Austur-Húnvetn-
inga og er nú formaður Hún-
vetningafélagsins í Reykjavík
FJÖLSKYLDA
Eiginkona Gunn-
ars er Ásrún Guðbjörg
Ólafsdóttir, f. 3.5.1948,
hússtjórnarkennari.
Börn Gunnars og
Ásrúnar eru Elfa, f.
16.3.1975, viðskipta-
fræðingur í Reykjavík,
en sonur hennar er
Aron Orri, f. 1996; Elsa,
f. 31.8.1978, viðskipta-
fræðingur í Reykja-
vík; Hallbera, f. 31.10.
1979, kennari á Lauga-
vatni; Helga, f. 28.10.
1982, nemi í hjúkrunarfræði
en sonur hennar er Gunnar
Val, f. 2007. Foreldrar Gunn-
ars voru Guðmundur Richard
Guðmundsson, f. 16.1.1912,
d. 15.8.1989, bifreiðarstjóri á
Hvammstanga, og Ingunn Elsa
Bjarnadóttir, f. 7.9.1924, d. 1.9.
1975, húsmóðir.
Gunriar verður að heiman á
afmælisdaginn.
STEINAR SIGURJÓNSSON
F. 9. MARS 1928, D. 3. OKTÓBER 1992
Steinar Sigurjónsson rithöfundur hefði
orðið áttræður í gær hefði hann lifað. Hann
fæddist á Hellissandi, lærði prentiðn hjá
Hrappseyjarprenti og Prentverki Akraness
og lauk þaðan prófi 1950. Hann flutti síðar til
Akureyrar og dvaldi þar um skeið og starfaði
síðan við prentverk hjá Hólum og Vfldngs-
prenti. Þá dvaldi hann nokkur ár erlendis og
starfaði þá meðal annars við prentverk í Sví-
þjóð, á írlandi, í Þýskalandi og í Danmörku.
Steinar gaf út þó nokkur skáldverk frá því
um miðjan sjötta áratuginn og út þann sjö-
unda. Hann var um margt athyglisverður og
nútímalegur rithöfúndur en Bakkus tók því
miður stóran toll af tíma hans og hæfileikum.
Helstu skáldverk hans: Hér erum við, 1955;
Ástarsaga, 1958; Hamingjuskipti, 1964; Fellur
að, (undir dulnefninu Bugði Beygluson) ljóð,
1966; Skipin sigla, (Bugði Beygluson) 1966;
Blandað í svartan dauðann, 1967; Brotabrot,
1968; Farðu burt skuggi, skáldsaga, 1971. Þá
gaf hann út tímarit um bókmenntir og menn-
ingarmál um skeið, er hann nefndi Óreglu.
Foreldrar Steinars voru Sigurjón Kristj-
ánsson skipstjóri og kona hans, Sigríður Vil-
helmína Ólafsdóttfr.
MERKIR ÍSLEXDIXGAR
Pt
1