Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2008, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 11
sport@dv.is
Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth lögðu Manchester United á Old Trafford.
BESTU ÚRSUTIN Á FERLINUM
Hermann Hreiðarsson var í liði
Portsmouth sem gerði sér lítið fyr-
ir og lagði Manchester United á
Old Trafford. Gana-maðurinn Sull-
ey Muntari skoraði sigurmarkið tólf
mínútum fyrir leikslok.
Hermann Hreiðarsson var að
vonum í skýjunum þegar DV náði
tali af honum. „Þetta voru náttúr-
lega frábær úrslit og ég er viss um
að þetta séu stærstu úrslitin á ferli
mínum sem atvinnumaður. Núna
eftir leikinn eru allir að njóta augna-
bliksins og soga í sig andrúmsloftið
því þetta er í fyrsta skipti í þrjú þús-
und ár eða eitthvað sem Portsmouth
vinnur á Old Trafford.
Manchester United sótti mik-
ið í leiknum en Hermann og fé-
lagar vörðust hetjulega. „Þeir geta
sjálfum sér um kennt, enda fengu
þeir tvö dauðafæri í sitt hvorum
hálfleiknum en nýttu þau ekki. Við
erum með leikmenn sem geta sótt
hratt og sem betur fer náðum við að
skora," segir Hermann.
Portsmouth-menn þóttu sleppa
vel með að fá ekki á sig vítaspyrnu
strax á 8. mínútu þegar Sylvian
Distin virtist brjóta á Ronaldo inn-
an teigs. Alex Ferguson hefur farið
mikinn í fjölmiðlum og kvartað sár-
an undan dómgæslunni, en Her-
mann gefur lítið fyrir það. „Þú getur
alltaf kvartað yfir dómgæslu en það
sem máli skiptir er að leikurinn er í
90 mínútur og ef þú nýtir ekki færin
áttu ekki skilið að vinna."
Portsmouth er nú eitt fjögurra
liða sem eftir er í keppninni og
margir telja það sterkast þeirra liða
sem eftir eru. Hermann telur enga
sérstaka pressu á liðinu. „Pressan
kemur bara frá okkur sjálfum. Að
sjálfsögðu finnst manni mikil vinna
fyrir bí ef við förum ekki alla leið.
Ljóst er að tækifærið er jafnvel betra
núna en oft áður þar sem öll sterk-
ustu liðin eru fallin úr leik."
Hermann hefur leikið um ára-
bil í ensku úrvalsdeildinni en spil-
ar nú á Wembley í undanúrslitun-
um f fyrsta skipti. „Þetta er alveg ný
reynsla fyrir mig og ég hlakka mikið
til að taka þátt í þessu ævintýri," seg-
ir Hermann.
vldar@dv.is
HERMANN HREIÐARSSON
Lék vel með Portsmouth í
frækilegum sigri á Manchester
United.