Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2008, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR10. MARS2008
Slðastenekkislst DV
BÓKSTAFLega
„Ég held að það sé al-
mennt tal-
ið gott fyrir
samfélagið
að fólk viti
hver viðhorf
dómara eru."
■ Jón Steinar Gunnlaugs- son
hæstaréttardómari, (Fréttablaðinu i
gær, um hvernig auka megi tiltrú
almennings á dómstólum.
„Dómarar á íslandi eru
bara margir
ekki hæfir."
■ Jónas
Kristjánsson á vef
sínum í gær um
hvers vegna
dómskerfið njóti
litils trausts.
„Yfirleitt hefur fólk skip-
að sér í hópinn sem er
Evrópusinnaður eða ekki
Evrópusinnaður og síðan
leitað að rökunum."
■ Guðfinna Bjarna-
dóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokks,
I Silfri Egils i gær
um pólitisku
leiðina að því að
finna niðurstöðu.
„Við þurftim að bera
meiri virðingu fyrir hver
annarri og læra að hrósa."
■ Ásdis Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta I
helgarblaði DV um
dómhörku islenskra
kvenna [ garð
kynsystra sinna.
„Við áttum
víst að vera
þroskaheft eða
vangefin."
■ Mangús Guðnason í helgarblaði DV
um rök yfirvalda fyrir að gera hann og
systur hans ófrjó.
„Það er ekki að spyria að
spillingarbælinu Ori
veitu Reykjavík-
ur."
■ Egill Helgason, á
bloggi sínu í gær,
um áform
Orkuveitunnar
um að kaupa
húsnæði Osta-og
smjörsölunnar.
„Sýndum þar mikinn kar-
akter og góðan
liðsanda."
■ Jónas Guðni
Sævarsson, nýr
leikmaður KR, i
helgarblaði DV um
nokkuð sem ekki
hefurveriðtengt KR
siðustu ár.
NU GETUR ÞU LESIÐ
DVÁDV.IS DVer
aögengilegt
á dv.is og
kostar
netáskriftin
1.490 kr.á
mánuöi
VILLISTELPASEM
SÖNG FYRIR BELJUR
Þóra Karítas Árnadóttir,
kynningarfulltrúi alþjóðlegu leiklistarhá-
tíðarinnar Lókal, hefur staðið í ströngu
undanfarna daga. Hátíðin, sem var nú
haldin í fyrsta sinn, hófst á fimmtudaginn
og lauk í gær og var gerður góður rómur
að henni.
Hver er konan?
í allan dag er ég Alegra í
Engisprettunum sem sýnt verður í
Þjóðleikhúsinu eftir páska. Serbneskt
stúlkutetur sem er pínulítill
prakkari.
Hvaö drífur þig áfram?
Alheimurinn ... held ég. Það
guðlega, mannlega og dýrslega,
hávær innri rödd og hjákonan mín,
leiklistin.
Hvar ólstu upp?
Fyrst á Skógum undir fossi.
Svolítil villistelpa sem smalaði
kindum og söng fyrir beljur og
fór svo til London til að læra að
verða kurteis hefðardama með
yfirstéttarhreim. Nú sér Þórhildur
Þorleifsdóttir um leikhúsuppeldið á
mér en um páskana verð ég í Haifa
og læri vonandi margt um heiminn
þar í borg í gegnum arabíska félaga
sem ætla að leiða mig um hertekna
Palestínu.
Hefurðu búið erlendis?
Ég fæddist í London og bjó þar
í um þrjú ár þegar ég var í námi.
Svo hef ég búið í Affíku, New York,
Indlandi, Kabúl og Palestínu stóran
hluta ævinnar... í huganum.
Eftirminnilegasta bók sem þú
hefur lesið?
Flugdrekahlauparinn kemur fyrst
upp í hugann. Fallega skrifuð og
ótrúlega litrík og mikil menningar-
og manneskjusaga. Það er líka
magnað að verið sé að varpa ljósi á
þetta svæði og draga fram í bók og
kvikmynd stöðu konunnar undir
stjórn talíbana svo eitthvað sé nefnt.
Svo var sagan hreinlega svo harmræn
og átakanleg að fyrir utan að hafa
grenjað í gegnum alla bókina öskraði
ég upp yfir mig á einum stað. Því hef
ég aldrei lent í áður við lestur bókar.
Ég geri það ekki einu sinni í bíó!
Uppáhaldsmatur?
I augnablikinu eru það allar
tegundir af kjúklingi.
Hvernig gekk Lókal hátíðin?
Það eru allir í skýjunum yfir því
hvað allt fór fallega fram. Það skap-
aðist ótrúlega mikil samkennd og
margir sem voru stoltir af því að fá að
leggja hönd á plóg og upplifa fýrstu
Lókal hátíðina í Reykjavík. Mér finnst
Ragnheiður Skúladóttir og Bjarni
Jónsson, sem eiga hugmyndina að
hátíðinni, hafa unnið kraftaverk og
viðtökur almennings voru framar
öllum vonum. Þá eru ónefndir all-
ir 50 sjálfboðaliðarnir sem unnu að
hátíðinni.
Hversu stór hópur var þetta af
erlendum gestum?
Lókal flutti inn um fjörutíu manns
ef bæði listamenn og blaðamenn eru
taldir. Á kveðjustundu virtust allir
fara heim með mjög jákvæða upplif-
un af landi og þjóð.
MAÐUR
DAGSINS
Er hátíðin komin til að vera?
Ekki spurning. Það er mikill hug-
ur í fólki sem starfar að hátíðinni og
þegar farið er af stað með svona hug-
sjónaverkefni er svo gaman að standa
í þessu að fóik þyrstir í að halda
áfram. Það er líka svo hressandi að
fá góða gesti í heimsókn og fersk-
an innblástur inn í leiklistarlífið og
gaman að segja frá að áhorfendur
hafa sumir hverjir komið að máli við
okkur og boðið fram krafta sína fyrir
Lókal í framtíðinni svo háu'ðin megi
fljótt vaxa og dafria vel.
SVi\DKOK\
■ Margt góðra gesta var á opn-
unarsýningu Lókal leiklistarhá-
tíðarinnar, Ode to the Man who
Kneels, í
Hafnarfjarð-
arleikhúsinu
á miðviku-
dagskvöldið.
Þar á meðal
voru Brynd-
ís Schram,
Tinna
Gunn-
laugsdóttir þjóðleikhússtjóri
og Agústa Eva Erlendsóttir
(Sylvía Nótt). Kvöldið eftir sló
svo franski hópurinn Vivari-
um Studio í gegn í Smiðjunni í
Leiklistarskólanum á Sölvhóls-
götu með sýningunni L'eff-
et de Serge. Ragnheiður Elín
Clausen, fyrrverandi þula, og
hundurinn hennar, Krumma,
voru á meðal gestaleikara og
vöktu mikla lukku. Þess má geta
að leikhúsgestir á þeirri sýn-
ingu voru til að mynda Þórunn
Erna, systir Ragnheiðar, og góð-
vinurinn Þorsteinn Davíðs-
son, nýskipaður héraðsdómari.
Þá mætti hjartaknúsarinn Gael
Garcia Bernal á sýningu Ode to
the Man who Kneels á laugar-
daginn.
■ Nú gefst aðdáendum Garðars
Thor Cortes kostur á að kjósa
söngvarann í netkosningu fyrir
Classical Brit Awards. Eins og
áður hefur komið fram er Garð-
ar tilnefndur
til þessara
merku verð-
launa fyrir
bestu klass-
ísku plötu
síðasta árs
og geta net-
verjar skellt
sér inn á
heimasíðu verðlaunanna Class-
icalbrits.co.uk og gefið plötu
Garðars, Cortes, sitt atkvæði.
■ Leiksýningu Þjóðleikhússins
á Baðstofunni hefur verið boðið
á leikritatvíæringinn í Wiesba-
den í Þýskalandi í sumar. Þar
fer fram ein þekktasta leik-
listarhátíð
Evrópu en
hún er helg-
uð nýjum
leikritum.
Baðstofan er
þriðja leikrit
Hugleiks
Dagssonar
en verkið var
frumsýnt í leikstjórn Stefáns
Jónssonar í Kassanum í Þjóð-
leikhúsinu í byijun febrúar. Tví-
æringurinn er stærsta leiklistar-
hátíð Evrópu sem einvörðungu
kynnir verk núlifandi leikrita-
höfunda en í ár mun hátíðin
standa frá 12. til 22. júm'.
Hljómsveitin Jack London spilar á stórri kristilegri tónlistarhátíð í Bandaríkjunum.
Lögreglusonur slær í gegn
„Við fórum til Chicago núna í
janúar og tókum upp okkar fyrstu
plötu," segir Símon Geir Geirsson,
trommari hljómsveitarinnar Jack
London og sonuryfirlögregluþjóns-
ins Geirs Jóns Þórissonar. „Hún er
væntanleg í sumar og verður gefin
út bæði í Bandaríkjunum og hér á
íslandi."
Hljómsveitin Jack London er
fimm manna kristileg hljómsveit
sem varð til árið 2004. „Við höf-
um ekkert spilað fyrir framan al-
menning nema á kristilegu festi-
vali í fyrrasumai^L segir Símon. Þar
hittu þeir fyrir hljomsveitarmeðlimi
Glenn Kaiserband frá Chicago sem
síðar bauð þeim að koma á Corner-
stone festival sem haldið er ár hvert
í Bucwell í IUinois-ríki í USA. Þar
koma iðulega stór bönd eins P&D,
Stanison family og Sufjan Stevens
fram. „Við ákváðum að fara á hátíð-
ina til að skoða en enduðum á því
að fá pláss þar þó svo að fullbókað
væri. I kjölfar þess buðu þeir í Glenn
Kaiserband okkur að koma í stúdíó í
eigu þeirra og prufa að spila," segir
lögreglusonurinn.
Símon og félagar voru afar hrifn-
ir af stúdíóinu og því sem eigendur
höfðu að bjóða. Þeir ákváðu því að
slá til og taka upp plötu hjá þeim.
Þeir fóru út í janúar síðastliðnum
og' dvöldu í mánuð við upptökur.
Platan er svo væntanleg í sumar. Að
sögn Símonar ætla þeir sjálfir að sjá
um sölu plötunnar á íslandi. „Við
erum með tvær heimasíður, eina á
Myspace og svo heimasíðu hljóm-
sveitarinnar og þar verður hægt
að nálgast plötuna." Eftirvænting-
in er mikil, bæði hjá þeim sjálfum
og fólkinu í kringum Cornerstone
festivalið.
„Það er farið að tala um að eitt-
hvað stórt sé að gerast með okkur,
mikið pískrað. Það sem á hins veg-
ar eftir að gerast verður að koma í
ljós en við erum fullir eftirvænting-
ar," segir Símon kátur. „Þetta er bara
spennandi."
Aðpurður um hvernig hægt sé
að lýsa tónlist þeirra segir Símon
að hún sé eins konar indí, blúsrokk.
„Ég myndi segja að ef Jeff Buck-
ly, Led Zeppelin og einhver pönk-
hljómsveit myndu sameina krafta
sína yrði það Jack London," segir
Símon að lolcum.
Heimasíður eru: www.myspace.
com/thejacklondon og www.jack-
london.co.uk.