Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2008, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2008, Blaðsíða 29
DV Fólkiö MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 29 OLAFUR DE FLEUR MEÐ MORG JARN I ELDINUM Ólafur de Fleur Jóhannesson leggur nú lokahönd á Stóra planið „Það er ekki búið að læsa því alveg og því vil ég ekki tala um það," segir Ólafur de Fleur Jóhannesson kvikmyndagerðarmaður þegar blaðamaður spyr hann út í orðróm um að sýna eigi sérstaka útgáfu, og lengri, af mynd hans, Stóra planið, í Ríkissjónvarpinu í náinni framtíð. Ólafur er nú að leggja lokahönd á myndina en stefnt er að frumsýningu í íslenskum kvikmyndahúsum þann 28. mars. „Lengri útgáfan fer á DVD en annars er ekki búið að læsa þessu alveg. Ýmislegt getur gerst og á meðan hlutir eru ekki læstir þá vil ég ekkert vera að tala um þá," segir Ólafur. Hann segir hins vegar allt á fljúgandi áætlun með frumsýninguna í lok mánaðarins. „Það var verið að leggja lokahönd á hljóðið og þetta er í rauninni allt á góðri leið. Það eru ansi mörg handtök sem fylgja þessu alltaf. Annað hvort vakir maður langt fram eftir eða vaknar mjög snemma. Aðalatriðið er bara að drulla sér í leikfimi á hverjum degi og þá hefur maður orku í þetta." Tekinn fram yfir Peter Jackson f mjög stuttu máli fjallar Stóra planið um handrukkarasemverðuraðalmaðurinnígenginu sínu þegar hann hittir grunnskólakennara sem þykist vera glæpakóngur. Undirtitillinn er „Næstum því gangster mynd" og eins og nærri má geta er hún í léttum dúr. Á meðal íslenskra leikara í myndinni eru Pétur Jóhann Sigfússon, Ingvar E. Sigurðsson og Eggert Þorleifsson. Eins og virðist æ algengara í íslenskum myndum eru þarna líka þekktir erlendir leikarar, til að mynda Michael Imperioli, sem leikur í Sopranos-þáttunum og lék í Goodfellas og Jungle Fever, og Robert ,Toshi' Kar Yuen Chan sem lék í The Departed. Að sögn Ólafs verður Imperioli því miður ekki viðstaddur frumsýninguna því hann er að leika í lítilli mynd sem enginn annar en Peter Jackson er að leikstýra á Nýja-Sjálandi. „Þetta er náttúrlega óþolandi að maður sé ekld látinn ganga fýrir" segir Ólafur í léttur dúr. „Það væri auðvitað gaman að bjóða Michael en það er bara ekki hægt." Hins vegar á Ólafur von á því að einhver hinna erlendu leikaranna verði á frumsýningunni. Englar sem hafa það skítt Ólafur er ekki við eina fjölina felldur í kvik- myndagerðinni frekar en fýrri daginn því mynd hans The Amazing Truth About Queen Raqu- ela verður frumsýnd á fslandi 25. apríl. Eins og greint hefur verið frá var myndin frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Berlín í síðasta mánuði og fékk þar svoköfluð Teddy-verðlaun sem veitt eru af The Internationaf Gay & Lesbian Film Festival Associatíon. Þá hefur hann verið að leggja drög Vigalegir Leikhópurinn í Stóra planinu er ekki amalegur en hann skartar m.a. Michael Imperioli (Sopranos, Goodfellas), Ingvari E. Sigurðssyni og Pétri Jóhanni Sigfússyni. að mynd sem ber vinnuheitið Diary of a Circ- ledrawer sem gerist að hluta tíl á íslandi og að hluta í New York og dvaldist hann af þeim sökum í Stóra eplinu fyrr í vetur. „Hugmyndin byggist á englaheimi. Englum sem hafa það meira skítt en manneskjur," segir Ólafur. „Ég var að taka í litla sjón varpsmynd sem ég er að gera um það New York, bara svona til að sjá hvernig sá heimur kemur yfir á fllmu áður en mað- ur fer yfir í einhverja stærri mynd. Það er ágætt að skjóta eitthvað og flkta, og svo kemur það bara annaðhvort illa eða vel út. Og þá heldur maður áfram eða ekki." kristjanh@dv.is ■Mr . ■■■■■■■■ Ólafur de Fleur Jóhannesson Segir allt á fljúgandi áætlun með frumsýningu Stóra plansins í lok mánaðarins. HUÓÐVERIÐ BÓKAÐ Hljómsveitín Lights On The Highway ætlar loksins að fara að senda fr á sér sína aðra breið- skífu. Samkvæmt Myspace- síðu sveitarinnar eru strákarnir búnir að bóka stúdíó í vor til að taka upp plötuna í heild sinni. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar sem heitír einfaldlega Lights On the Highway kom út árið 2005 og fékk mjög góðar viðtökur. Það eru því margir sem bíða með eft- irvæntingu eftir annarri plötu frá þessari þrælskemmtilegu sveit. Á síðunni kemur einnig fram að sveitin sé að fara að halda nokkra tónleika á næstunni, meðal ann- ars á Organ þann sextánda apríl. *>> •**! A SK5MAR LYSIR Greint var frá því í nýjasta helgar- blaði DV að sjónvarpskonan Ragn- hildur Steinunn Jónsdóttir myndi lýsa lokakeppni Eurovision, sem fram fer í Belgrad í maí, í Ríldssjón- varpinu. Þetta er ekki alls kostar rétt því Sigmar Guðmundsson, koll- egi Ragnhildar í Kastljósinu, lýsir keppninni líkt og hann hefúr gert tvö undafarin ár. Þó eru góðar líkur á því að Ragnhildur fari einnig út til Serbíu, en þá tíl að vinna fréttir og efni fýrir Kastljósið sem Sigmar hefur haft með höndum auk lýsingarinnar j, síðustu tvö skiptí sem keppnin hefúr verið haldin. Hljómsveitin FM Belfast var að senda frá sér frumlegt og skemmtilegt myndband við lagið Frequenzy: LITLIR PAPPAKARLAR Á LYKLABORÐI „Þetta var einfaldlega gert þannig að Lóa teiknaði litla karla og klippti þá svo út. Svo er bakgrunnurinn í mynd- bandinu í rauninni bara tölvuskjárinn á fartölvunni hans Árna og sviðið sem litlu karlarnir standa á er lyklaborðið sem er bara búið að fóðra með vegg- fóðri," segir Árni Vilhjálmsson í hljóm- sveitinni FM Belfast. Skömmu fýrir helgi setti hljómsveitin fyrsta tónlist- armyndband sitt í spilun á YouTube. Myndbandið er við lagið Frequenzy en í því má sjá hljómsveitarmeðlimi í líki lít- illa útklipptra pappakarla syngjandi og spilandi ofan á heimatilbúnu sviði. „Ég er reyndar staddur núna í New York hjá Lóu og Árna og við ætlum hugsanlega að gera eitthvert annað myndband hér. Það er ekki alveg komið á hreint við hvaða lag við gerum mynd- bandið en það getur verið að það verði þveginn þvottur í því. Ég held samt að það sé af þyí að Árni og Lóa eru eitthvað löt við að þvo þvottinn sinn og vilja nýta tækifærið og eru eitthvað að reyna að plata mig með sér í það og reyna að láta þetta hljóma rosalega spennandi. Svo ég er fullur eftirvæntingar." Hljómsveitin spilaði á tvennum vel heppnuðum tónleikum í New York um helgina og spilar á þeim þriðju í kvöld en heldur svo til Texas þar sem FM Belfast kemur til með að spila á hinni margrómuðu South By Southwest tónleikahátíð. krista@dv.is Árnarnir tveir og Lóa í FM Beifast Nú má sjá frumlegt myndband við lagið Frequenzy á YouTube.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.