Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 Fréttír DV ÞETTA HELST - ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST ÍVIKUNNI SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR Jeep DODGE CHRYSLER BÍLJÖFUR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is STUN6IÐ UNDIRSTÓL Þrátt fyrir að stjórn- völd hafl vitað í sex ár hvernig brotið var á mannréttindum ungs fólks sem varvanað ánvit- undar þess hefur ekkert verið gert til að tryggja rétt- arstöðu fólksins. Fólkið var gert -- ■ ^j-wpbuh. ófrjótt á grundvelli laga sem leyfðu yfirvöldum að vana greindarskert fólk. Jón Kxistjánsson sagði sem heilbrigðisráðherra að skoða þyrfti þetta mál betur en gerði ekkert á fjórum árum. Guðlaugur Þór Þórð- arson, núverandi heilbrigðisráðherra, ákvað eftir að DV fjallaði um málið að funda með landlækni og Unni Birnu Karlsdóttur sem gerði skýrslu um málið. MILLJON KRONA'MENN Kjartan Magnús- son, borg- arfiilltrúi Sjálfstæð- isflokksins, er með rúma eina milljón króna í laun á mánuði fyrir störf sín á vegum borgarinn- ar. Eini borgar- fulltrúinn sem hefur hærri laun er Ólafur F. Magnússon borgarstjóri. Allir borgarfulltrúamir eru með meira en hálfa milljón á mánuði. Þá er Ásta Þorleifsdóttir, sem skip- aði fjórða sætið á F-lista fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar, með tæpar 400 þúsund krónur í laun fyrir þær stjórnir sem hún situr í á vegum borgarinnar. BUBBI ÚTHÚÐAR SÖNGVARA Birgir Örn Steinarsson, söngvari og ritstjóri Monitors, vann sér það helst til frægðar að syngja falskast allra tón- listarmanna, sagði Bubbi Morthens. Bubbi var allt annað en sáttur við þau leiðaraskrif Birgis að Bubbi hefði ekki markað djúp spor í tónlistarsögunni heldur fýrst og fremst mótast af umhverfi sínu og því sem aðrir voru að gera. Þessu tók gúanórokkarinn ekki þegjandi og bætti Birgi í hóp þeirra sem kóngurinn hefur úthúðað opin- berlega. HRINA NAUÐGANA S;,; - |, Átta konur leituðu til Neyð- Brj §í«: armóttöku fyrir fórnar- I lömb nauðgana um síðustu íifrf helgi og fram á mánudag. Þetta er óvenju mikill fj öldi. Ein kona kærði nauðgun eftir að hafa verið byrlað ólyfjan og síðan nauðg- að, fimm karlmenn vom hnepptir í gæsluvarðhald vegna þessa. Konurn- ar sem leituðu til neyðarmóttökurn- ar höfðu sumar orðið fyrir nauðgun í heimahúsum en aðrar í tengslum við skemmtanir. Lions-klúbburinn Concordia í Reykjavík Stofnfélagar voru 23 á aldrinum 18 til 55 ára. HITTMALIÐ Fyrsti Qölþjóðlegi Lions-klúbburinn var stofnað- ur á íslandi í lok febrúar. í klúbbnum eru íslendingar af erlend- um uppruna i meirihluta. Guðrún Björt Yngvadóttir, varaum- dæmisstjóri Lions, segir alþjóðavæðingu í hreyfingunni mikilvæga samfélaginu. POLVERJARSTOFNA f fyrsta skipti er nú orðinn til Lions-klúbbur sem er blandaður Pólverjum og íslendingum. Lions- klúbburinn Concordia í Reykja- vík var stofnaður sunnudaginn 24. febrúar í Lions-heimilinu í Reykjavík. Við það urðu ákveð- in þáttaskil í Lions-hreyfingunni á íslandi. Klúbburinn er einn 14 Lions-klúbba í heiminum sem heita þessu nafni en móðurklúbb- urinn er Eik í Garðabæ. Einkenn- isorð klúbbsins eru samhljómur og samvinna. íslensk hugmynd Guðrún Björt Yngvadóttir, varaumdæmisstjóri Lions, seg- ir að hugmyndin að fjölþjóðleg- um klúbbum hafi fæðst á Alþjóða- þingi í Boston árið 2006. „Jón Gröndal og Björgúlfur Þorsteins- son hittu pólska konu, Urszulu Ci- oleszynska, og ræddu um fjölda Pólverja á íslandi og hugsanlega pólska klúbba á landinu. I kjölfar- ið setti Jón Gröndal bréf á pólsku á vefsíðu Lions. Urszula sagði Ma- hendra, verðandi alþjóðaforseta, frá þessu, sem sá strax tækifæri í hugmyndinni og nýtti sér í sínu prógrammi sem alþjóðaforseti. Hann gerði Urszulu að sérstökum erindreka sem vinnur að stofn- un pólskra eða alþjóðlegra Lions- klúbba um allan heim," segir Guð- rún Björt. Vilja vera virkir (slendingar Urszula var hér á landi í 5 daga um mánaðamótin september-okt- óber. Hún hitti fjölda Pólverja sem meðal annars pólski ræðismað- urinn og formenn félaga Pólverja bentu á. Þeir mæltu síðan með öðrum og fékk Urszula til liðs við Lions-hreyfinguna fjölda nýrra félaga, sem er ungt, vel mennt- að fólk, í góðum störfum, vant að axla ábyrgð og hefur þá eigin- leika sem Lions sækist eftir. Guð- rún segir að nýju meðlimirnir vilji láta gott af sér leiða. „Okkar nýju pólsku félagar hafa búið lengi á Is- landi og eru sestir hér að til fram- búðar. Þau eru flest ís- lenskir ríkisborgarar og vilja vera virkir fslendingar," segir hún. Víða lítil þátttaka innflytjenda Guðrún segir að það sé oft ekki auðvelt fyrir innflytjendur að fá tækifæri til að láta til sín taka í samfélaginu. „Nýju Lions-félagar okkar vilja taka þátt og leggja sitt af mörkum til að þjóna samfélaginu; láta hug sinn og verk tala í gegn um Lions-hreyfinguna og vera þátttakendur í íslenskum klúbbi í alþjóðlegri hreyfingu. Af einhverj- um ástæðum er í flestum Lions- löndunum lítil þátttaka fólks af er- lendum uppruna. Kannski er það vegna þess að innfæddir bjóða ekki aðfluttum í klúbbana sfna, eða að aðfluttum hugnast ekki þátttaka í þeim klúbbum sem fyrir eru," útskýrir hún. íslenska aðalmálið Stofnfélagar í hinum nýja klúbbi eru 23 kon- ur og karlar, á aldrin- um 18 til 55 ára, e.n meðalaldurinn er um 35 ár. Guðrún segir að klúbb- urinn vilji helst beita sér í mál- efnum barna og unglinga. „Þau vilja beina kröft- um sínum að því að að- stoða börn og unglinga af erlend- um uppruna. Sum þeirra hafa átt erf- itt með að aðlagast ís- lensku samfélagi og þar Okkar nýju pólsku félagar hafa búið lengi á íslandi og eru sestir hér að til frambúðar“ vill Concordia grípa inn í," segir hún. Ekki ber mikið á tungumála- örðugleikum í samskipum innan hópsins. „Þetta er íslenskur klúbb- ur og öll formleg samskipti fara fram á íslensku. Hins vegar geta þau talað pólsku í sínum hópi auk þess sem enska er stundum notuð til útskýringar á erfiðum hugtök- um og orðum." Fleiri fjölþjóðlegir klúbbar væntanlegir Guðrún segir að von sé á fleiri Lions-klúbbum á borð við þenn- an. „í undirbúningi er meðal ann- ars einn kvennaklúbbur og nokkr- ir blandaðir (karlar og konur) og fjölþjóðlegir klúbbar. Núna þegar við stígum þetta skref, með stofn- un pólskra, pólsk/íslenskra eða fjölþjóðlegra Lions-klúbba á ís- landi, eru aðrir klúbbar engu að síður hvattir til að bjóða í klúbba sína fólki af ýmsu þjóðerni. Um leið og við bjóðum fólk af erlend- um uppruna velkomið inn í hreyf- inguna stígum við ný skref inn í fjölmenningarlegt samfélag," segir hún að lokum. Fjölþjóðleg Lions- hreyfing Hugmyndin kom frá Islandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.