Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2008, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2008, Blaðsíða 11
DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 11 RÓBERT HLYNUR BALDURSSON biaðamadur sknfar: roberthb@dv.is Meirihluti þeirra þingmanna og ráð- herra sem hættu eftir alþingiskosning- amar á síðasta ári gegnir enn stöðum á vegum hins opinbera. Einn er fang- elsisstjóri, annar hefiir verið skipaður sendiherra og aðrir sitja til að mynda í stjóm Byggðastofnunar, Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og stjóm Ibúðalána- sjóðs. Flestir þeirra sex þingmanna sem komnir vom á eftirlaunaaldur á þessum tíma sitja í einhverjum opin- berum stjómum og fá greitt fyrir. Alls fá 128 þingmenn og ráðherr- ar eftirlaun greidd úr ríkissjóði vegna starfa sinna, samkvæmt upplýsingum frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Þá fengu 35 eftirlaun sem fyrrverandi ráðherrar, samkvæmt eftirlaunalög- um frá árinu 2003. í það heila fengu þingmenn rétt rúmar 200 milljónir króna í eftirlaunagreiðslur fyrir árið 2007. Þá fóm tæpar 49,5 milljónir króna í eftirlaun ráðherra. Af þessum hópi em sex ráðherr- ar og níu þingmenn sem greiða sam- hhða eftirlaunagreiðslunum áfram í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins vegna annarra starfa. Þar er þó ekki sundurliðað hvort stjómmálamenn- imir fái greitt fyrir störf á vegum hins opinbera eða á öðrum vettvangi. Því má segja að þessir fyrrverandi þing- menn og ráðherrar séu á tvöföldum launum. 65 þúsund króna kjörtímabil í eftirlaunalögunum frá 2003 er kveðið á um að upphæð eftirlauna- greiðslna til þingmanna og ráðherra nemi 3 prósentum af þingfararkaupi fyrir hvert ár sem viðkomandi hefur verið í starfl. Þar sem þingfararkaup er 540 þúsund krónur á hver þing- maður því rétt á um 16 þúsund krón- um á mánuði í eftirlaun fyrir hvert ár á þingi. Fyrir eitt kjörtímabil fást því tæpar 65 þúsund krónur í eftirlaun á mánuði. Eftirlaunaréttur ráðherra er svo enn rýmri. Valgerður Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, lagði á sínum tíma fram frumvarp þess efnis að lögum um eftirlaun æðstu embættismanna yrði breytt. Valgerður hefur gagnrýnt að alls- herjarnefnd Alþingis hafi ekki enn fjallaö um máhð, en framvinda þess mun skýrast á næstunni. f stjórnar- sáttmála ríkisstjórnar Samfylkingar- innar og Sjálfstæðisflokksins er lagt til að lögunum verði breytt. Birgir Armannsson, formaður allsherjarnefndar, segir málið vera í vinnslu og að nefndin hafi tekið frumvarpið til umræðu ásamt fjölda annarra þingmannamála. „Það er ekkert ljóst hvað gerist svo í fram- haldinu, en það eina sem hægt er „Það er ekkert Ijóst hvað gerist svo í fram- haldinu, en það eina sem hægt er að segja á þessum tímapunkti er að málið er í vinnslu." að segja á þessum tímapunkti er að málið er í vinnslu," segir Birgir. Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðar- maður forsætisráðherra, segir málið einnig í vinnslu innan forsætisráðu- neytisins í samræmi við málefna- samning núverandi ríkisstjórnar. Hún vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. 25 embættismenn hættu Ástæður þess að þingmennirn- ir lém af störfum síðasta vor voru margslungnar. Margir þeirra höfðu áratuga reynslu af þingstörfúm og fóru í framhaldinu á eftirlaun. Aðrir höfðu staldrað styttra við í þinghús- inu og hugðust þá snúa sér að öðr- um vettvangi eða duttu einfaldlega út af þingi eftir að atkvæði höfðu ver- ið talin. Alls hættu 25 þingmenn og ráð- herrar eftir síðustu kosningar að Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi iðnaðarráð- herra, meðtöldum, en hann var utan þings. f hópi þeirra sem hættu eru margir góðkunnugir, líkt og Halldór Blöndal, fyrrverandi hvalskurðar- maður, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins og forseti Alþingis. Halldór fædd- ist í ágúst árið 1938 og var því rétt tæplega sjötugur þegar hann hætti og fór á eftirlaun. Hann gegnir enn opin- berri stöðu þar sem hann er formaður bankaráðs Seðlabanka fslands. Þeir þingmenn sem hættu störf- um sökum aldurs hafa flestir hverj- ir haldið þó áfram á hinu pólitíska sviði að einhveiju leyti og sitja taka þá gjarnan áfram í starfi flokks síns. Flestir þeirra fyrrverandi þing- manna og ráðherra sem DV hef- ur rætt við hafa nýtt þann tíma sem þeim hefur gefist eftir að þeir hættu störfum til þess að sinna verkefnum sem hafa setið á hakanum, viðhalds- framkvæmdum á húsnæði sínu, eða þá til að verja meiri tíma með fjöl- skyldunni en áður. Þeir eru flestir hveijir ánægðir með að hafa tekið þá ákvörðun að hætta störfum og segja þingmennskuna geta verið kreíjandi starf sem taki oft mikinn tíma. Framhaldá næstusíðu \______ J FYRRVERANDI ÞINGMENN: HVAR ERU ÞAU NU? IHUGAR LOGFRÆÐINA j SLEKKUR ELDA Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi dóms- j Valdimar L. Friöriksson, fyrrverandi og kirkjumálaráðherra, er menntaöur j þingmaöur Samfylkingarinnar og lögfræðingur með málflutningsréttindi j Frjálslynda flokksins, hóf störf sem fyrir héraösdómi. Flún veltir nú fyrir sér j framkvæmdastjóri Landssambands hvort hún eigi að fara út á þann j slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í vettvang.„Það er tiltölulega stutt síðan j nóvember.„Ég er hættur að kveikja elda ég hætti á þingi. Ég hef verið að líta í j eins og var á þinginu og fæst nú við að kringum mig og skoða möguleikana," j slökkva þá. Hér er líka minna áreiti og segir Sólveig. Sólveig segist hafa haft j skipulagðri vinnutimi. Ég málaði húsið meiri tíma eftir að hún hætti á þingi, en j allt að utan í sumar, sem ég hefði hún var að ganga út í fiugvél á leið til j líklega aldrei gert sem þingmaður," Bandaríkjanna þegar DV náði tali af j segir Valdimar og telur reynsluna af henni. Hún tekur enn þátt í flokksstarfi j Alþingi hafa nýst sér vel í starfi. Sjálfstæðisflokksins og er formaður j nefndar um afmæli Jóns Sigurðssonar. j F . FARIN I SVEITINA Drífa Hjartardóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur snúið sér að bústörfunum heima á Keldum við Hellu.„Við skiptum um eldhús- og baðinnréttingu. Það góða við að hætta á þingi er að þá gefst meiri tími fyrir fjölskylduna, manninn og barnabörnin. Við höfum stækkað fjósið hjá okkur og nýlega fluttu sonur minn og tengdadóttir til okkar til að taka þátt í búskapnum," segir Drífa. Drifa er varaþingmaður í Suðurkjördæmi, en er auk þess formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, er í framkvæmda- stjórn flokksins og miðstjórn. Formaður nefndar um afmæli Jóns Sigurðssonar. Stjórn Byggðastofnunar A FULLT I RITSTORF Jón Kristjánsson, fyrrverandi heilbrigð- isráðherra, hefur gegnt stjórnarfor- mennsku á Reykjalundi auk þess að sitja í tveimur öðrum stjórnum. Þá hefur hann verið formaður stjórnar- skrárnefndar, en starfsemi hennar hefur legið í dvala um nokkurt skeið og þvi ekki greitt fyrir þau störf. Jón er nú að skrifa hundrað ára sögu Kaupfélagsins á Egilsstöðum, en hann vann þar áður en hann fór út í pólitíkina. „Þaö má segja að ég hafi farið hringinn þar sem ég er kominn aftur þangað sem ég var. Ég hef verið í nægum verkefnum en hef þó meiri tíma en áður til að halda húsinu við og verja tima með fjölskyldunni," segir Jón. BANKARAÐ OG SKAK j I GAMLA STARFIÐ „Ég hafði ákveðið þetta fyrir átta árum : Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi og var reiðubúinn til að hætta fyrir : þingmaður Frjálslynda flokksins, tók fjórum árum. Þetta eru eðlileg : aftur við starfi framkvæmdastjóra mannaskipti þegar menn eldast og : Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra í hafa verið lengi að. Ég kaus að hætta á : september.„Annars hef ég verið að meðan heilsan var góð og fannst þetta : dunda í einu og öðru. Ég tók nýlega að vera réttur tími," segir Halldór Blöndal, : mér formennsku Ungmennasambands fyrrverandi forseti Alþingis. Halldór : Skagafjarðar. Ég tek hverjum degi með hefur ekki misst áhugann á pólitík þrátt : tilhlökkun og næst á döfinni er ferming fyrir að hafa hætt á þingi og skrifar : hjá dóttur minni" segir Sigurjón. reglulega pistla í Morgunblaðið. Þá er : Sigurjón segist ekki vera í neinum hann formaður bankaráðs Seðlabank- : opinberum nefndum eða ráðum enn ans og var í nefnd um 200 ára afmæli : þá. Hann taki þó enn þátt í málefna- Jónasar Hallgrímssonar. Þá er hann enn : starfi Frjálslynda flokksins, sem hann virkur í flokksstarfinu. : segist þó hugsa um að draga sig út úr : að einhverju leyti. Formaður bankaráðs Seðlabankans j • Engin AFTUR i SKOLASTORF j BARN A LEIÐINNi Hjálmar Árnason, fyrrverandi : Sæunn Stefánsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hefur : þingmaður Framsóknarflokksins, hóf unnið hjá Keili við uppbyggingu : störf i haust á skrifstofu rektors Háskóla þekkingarþorps á Miðnesheiði.„Mér : l’slands, þar sem unnið erað stjórnkerf- líkar starfið afskaplega vel og tek því : isbreytingum innan skólans og eflingu sem forréttindum að vakna með bros á : hans.„Hér er mikil gróska og mikið um morgnana og sofna með bros á : að vera. Ég útskrifaðist sjálf sem kvöldin. Þingmennskan getur verið : viðskiptafræðingur héðan og því mjög sólarhringsvinna og eru oft miklar : gaman að takast á við þetta verkefni. fjarvistir frá fjölskyldu. Með því að : Þá eigum við maður minn von á okkar hætta á þingi hef ég meiri tíma til : fyrsta barni í maí og erum við mjög annarra starfa og fæ tækifæri til að : spennt fyrir því," segir Sæunn. Sæunn sinna vanræktum persónulegum : er ritari Framsóknarflokksíns og því þáttum," segir Hjálmar.„Ég var i tólf ár á : áfram virk í innri málefnum flokksins. þingi og fann að það var rétt ákvörðun : Auk þess situr hún í hverfisráði að hætta. Það er engum hollt að vera : Vesturbæjar Reykjavíkur og stjórn lengi á sama stað." : Flugstoða. Stjórn Flugstoða Formaður stjórnarskrárnefndar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.