Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2008, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2008, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 HelgarblaO DV ■ TUTTUGU OG SJO AR Til landsins er kominn hinn indverski ASHUTOSH MUNI jógakennari. Hann mun um helgina miðla visku sinni og kærleiktil allra þeirra sem leita eftir varanlegri hamingju og hugljómun. Áslaug Höskuldsdóttir kynntist jóga íyrir sautján árum. Hún nam jóga- fræði í Bandaríkjunum og hefur hún stundað og kennt jóga allar göt- ur síðan. I dag kennir Áslaug jóga í Mosfellsbæ sem og í Kramhúsinu. Þegar blaðamaður DV heyrði í Ás- laugu lá leið hennar út á Keflavík- urflugvöll þar sem til stóð að taka á móti frábærum andlegum meistara. Sá sem um ræðir heitir Ashutosh Muni og kemur frá Indlandi. Fór til Indlands „Ég kynntist honum í íyrrasum- ar og heillaðist af boðskap hans. Ég fór til Indlands í janúar síðasliðn- um ásamt fleiri íslendingum, flest- um jógakennurum, og heimsótt- um við meistarann. Hann hefur svo miklu að miðla á mörgum sviðum, kennsla hans er aðgengileg öllum og fyrir mig er það einstök upplif- un og blessun að vera í návist hans." Núna ætlar Áslaug hins vegar að deila Ashutosh með fslendingum en hann mun halda veglegt nám- skeið um helgina. f þögn í tvö og hálft ár Ashutosh Muni hefur helgað líf sitt andlegri iðkun. „Hann dvaldi í einangrun í jógaástundun og hug- leiðslu frá umheiminum í tuttugu og sjö ár og þar af í algjörri þögn í tvö og hálft ár," segir Áslaug. Ashu- tosh hefur djúpstæða reynslu af leið sjálfshugljómunar og miðlar nú af visku sinni og kærleik til allra þeirra sem leita eftir varanlegri hamingju og hugljómun. „Þetta er einstakt tækifæri með frábærum meistara sem enginn ætti að láta framhjá sér fara." A GOÐRI STUND l IA Frá vinstri: Kristbjörg, A Tara, Áslaug, Eivör og Á Allir velkomnir Námskeiðið sem haldið verður í íþróttahúsinu í Varmá í Mosó byrjar með fyrirlestri klukkan 19.00 í kvöld sem Ashutosh sjálfur mun flytja. „Á laugardaginn hefst svo glæsileg dag- skrá námskeiðsins. Eitt af því sem boðið verður upp á um helgina er sats- ang sem er samvera í söng og dansi." Það sem er einstakt við námskeiðið er það að Ashutosh þiggur ekki laun. Það hefur hins vegar verið sett upp viðmiðunarverð fyrir námskeiðið og er fólki ffjálst að borga meira eða minna en uppsett verð segir til um." Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig geta sent tölvupóst á yoga@simnet.is „Það er okkur sönn ánægja að bjóða Ashutosh Muni til Islands. Hann er einstök sál, hugljómaður maður sem hefur náð ótrúlega langt á leið sinni til aukins andlegs þroska. Hann er munkur sem gefur kærleika sinn skilyrðislaust og allt sem hann kennir. Við erum mjög blessuð að fá að njóta nærveru hans," segir Áslaug að lokum. kolbrun@dv.is Sólskálar yr"ín - Garðhús ^ Tslensk framleiðsla Islensk hönnun Scrsmiði www.solskalar.is solskalar@solskalar.is Sbnl: 554 4500 - Siuiðíliúð 10-210 GaiOate LUGGAR ARÐHÚS Peningar, völd, kynlíf ? HVAÐ GERIR KONUR HAMINGJUSAMAR? Möguleikar kvenna í dag eru enda- lausir. Það þarf hins vegar ekki að vera af hinu góða fyrir allar konur. Við ættum samkvæmt öllu að vera hamingjusamasta kynslóð kvenna í sögunni. Við getum valið hvort við eignumst börn og hvenær við ger- um það. Við þurfum ekki að ganga í hjónaband til að halda okkur á lífi og ef hjónabandið okkar gengur ekki upp eða gerir okkur óhamingjusamar getum við alltaf skilið. Gefandi starfsffami er eitt af því sem við getum valið okkur. Við getum réttilega ætlast til þess að karlmenn deili með okkur ábyrgð og áhyggjum heimilisins. Við virðumst sitja ffammi fyrir því að eiga óendanlega möguleika. Samt sem áður virðumst við ekki vera ánægðar. Ástæðan er eflaust sú að við þurfum að taka um það bil milljón ákvarðanir á lífsleiðinni, ekki bara það heldur að ákvörðun lokinni ásækir sú hugsun okkur hvort ákvörð- unin hafl verið sú rétta. Ef við veljum það að vinna heima og sinna börnun- um okkar, höfum við áhyggjur af því að við höfum fómað námi og ffama og að enginn muni því taka okkur al- varlega í þjóðfélaginu. Ef við helgum líf okkar okkur sjálfum og frama okk- ar emm við fullvissar um að börnin okkar þjáist vegna þess hve lítið við emm til staðar. Niðurstaðan verð- ur því miður oft sú að við reynum að forðast það að taka ákvarðanir. Ef sá möguleiki væri í boði að vera í fullu starfi, vera í góðu sambandi, hafa tíma fyrir bömin sín, eiga góða vini, eiga falleg og þrifalegt heimili, vera mjó og falleg, klæðast flottum fötum og mögulega eiga í framhjáhaldi með þokkafullum karlmanni myndum við taka þeim möguleika. Því er því mið- ur þannig háttað að því meiri kröfur sem við gemm til okkar því erfiðara verður að ná markmiðunum. Konur í dag em tíu sinnum líklegri til þess að verða þunglyndar og gefast upp und- an álagi en fýrir fimmtíu árum. Hugsum okkargang, ger- um raunhœf markmið í lífinu og gleymum ekki að lifa því. Geraldine Bedell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.