Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2008, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2008, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 Fókus DV EITUREFNALAUS AÐFERÐ Sýningin KOPAR - fSLENSK MÁLMGRAFÍK verður opnuð í sal fslenskrar grafíkur í Hafn- arhúsinu við Tryggvagötu í dag klukkan 16. Sýnd verða verk nemenda úr MYND- LISTARDEILD LISTAHÁSKÚLA fSLANDS. Verkin eru unnin í djúpþrykki með eiturefnalausum aðferðum sem hafa hafa verið í þróun síðustu ár. Sýningin stendurtil 23. mars. Það getur verið heilmikið mál að koma einum kjörkassa yfir eina heiði. Ég tala nú ekki um ef maður er orðinn miðaldra, þunglyndur og framtakslaus, og með alls kyns óuppgerð fjölskylduleiðindi í farteskinu. Lífið hefur einhvern veginn þotið fram hjá, það er svo margt týnt og tapað; svo hefur maður dagað uppi í þessum líka útnáranum, afskekktu byggðarlagi þar sem allt er á síðasta snúningi. Kjördagur: gamli hreppstjórinn, sem er trúlega að stýra kosningu í síðasta skipti, finnur mjög til ábyrgðar sinnar, hann á líka afmæli; um kvöldið er veisla og spennandi kosningavaka í bragðbæti. Litla samfélagið, þessar fáu hræður sem eftir eru og ekki hafa haft vit eða döngun í sér að hypja sig, eru mættar á svæðið, unga fólkið að æfa leiksýningu, um kvöldið verður glens og gaman. Auðvitað slæmt þegar rafmagnið fer af í miðjum klíðum, en þá gott að einhver er til taks sem getur reddað því. Þó er enn verra að missa af rellunni, sem á að fljúga með kjörkassann suður, hvað þá að klessa bílinn uppi á miðri heiði þar sem maður er á leiðinni með kassann yfir í næsta kaupstað í veg fyrir kvöldvélina. Það gengur á ýmsu í lífinu, sumt er smátt, annað stórt, og ekki alltaf hlaupið að því að greina þar á milli. Og kannski er, þegar allt kemur til alls, ekkert miklu verra að eyða ævinni í svona pleisi en stórborgarstressinu. Að minnsta kosti snúa sumir aftur, hvað sem þeim nú kann að ganga til með því. Ætli það sé ekki eitthvað af þessu tagi sem Einar Þór Gunnlaugsson, höfundur nýjustu íslensku kvik- myndarinnar, Heiðarinnar, er að reyna að segja okkur? Hann þekkir það mannlíf, sem hann er að reyna að skila upp á hvíta tjaldið; honum finnst vænt um það, þó að hann sjái bæði broslegu hliðarnar á því og þær slæmu. Þessi taug er styrkur verksins, og svo auðvitað þeir góðu leikarar sem þarna eru mættir til leiks. Einar Þór er ekki sjóaður kvikmyndahöfundur; þó að ég efist ekkert um skólun hans og reynslu, er vald hans yfir frásagnartækni kvikmyndarinnar enn sem komið er ekki mikið. Hann virðist líka allgloppóttur leikstjóri, enda ekki heiglum hent að ráða við þá blöndu fullgildra atvinnuleikara og viðvaninga sem hann hefur hér hóað saman. Kannski réðst leikaravalið að einhverju leyti af buddunni, eins og sjálfsagt fleira í myndinni. f aðalhlutverkier Jóhann Sigurðarson og heldur athygli manns hverja sekúndu sem hann er í sjónmáli. Eins þótt karakterinn sé slík rola að ekki er neinu lagi líkt. Það eru bara toppleikarar sem geta gert svona iagað. Maðurinn á son, sem hefur lent á glapstigum (væntanlega) og er kominn heim í heiðardalinn, heldur skuggalegur, í svörtum frakka með vel snyrt svart skegg, virðist til alls líklegur. Gísli Pétur Hinriksson leikur hann og er ekki öfundsverður af hlutverkinu; það er sannarlega ekki úr miklu að moða af hendi höfundar. Fram eftir myndinni bendir öll framgangan til að þetta sé hinn versti maður, enda hefst myndin á því að hann er að stúta andarunga í flæðarmálinu. En ekki er allt sem sýnist; best að vera ekki of fljótur til að dæma. Samband feðganna er afleitt, en ég vil ekki lýsa því hvernig það þróast, af því maður má ekki skemma fyrir þeim sem eiga eftir að sjá myndina. Af öðrum leikurum nefni ég Jón Sigurbjörnsson og Gunnar Eyjólfsson, öldruð alþýðutröll, nóg kjöt á þeim gömlu beinum enn þá. Sólveig Arnarsdóttir var líka ágæt, en Guðrún S. Gísladóttir náði litlu úr því litla sem henni var fengið í hendur. Sá leikari, sem kom mest á óvart var Ólafur Sk. Þorvaldz í hlutverki töffara og smábæjarvillidýrs, sem þambar bjór, ekur um á tryllitæld, eltist við smástelpur, rífur sóðakjaft. Ég hef tvisvar áður séð Ólaf leika og átti ekki von á þessu frá honum. Sérstaklega fínn samleikur hjá honum og Jóhanni Sig. Spurning þó hvort hann fékk ekki fullmikið rými miðað við vægi persónunnar í dramanu. Dramanu, vel á minnst, jú það átti víst að vera eitthvert drama í þessu. Drama sem meira að segja stefnir í að enda með uppgjöri á heiði, en tekur óvænta stefnu þegar kjörkassinn skoppar niður skriðumar. Skipt úr tragíska gímum, yfir í þann kómíska. Þá skiptingu má að sjálfsögðu gera á fleiri vegu en einn, en eitt er á hreinu: hún verður að vera óvænt, en þó eftir á fullkomlega trúverðug. Þegar höfundar - og leikstjórar - ráða við þess háttar, em þeir orðnir ansi góðir. Einar Þór er ekld enn kominn í þann ffíða flokk, hvað sem síðar kann að verða. Myndatakan var fín, enda Sig- urður Sverrir Pálsson á bak við vél- araugað. Islenskt landslag bregst ekki þegar smekkvísir kunnáttu- menn eins og hann em með í lið- inu. Jón ViöarJónsson SVARTIL PETURS - OG SPURNING Pétur Gunnarsson bregst reiður við grein minni um Þórberg Þórðarson í DV 12. mars síðastliðinn og spyr hvað mér gangi til með að áfellast sig fyrir að nefna vart ítarlegasta fræði- rit, sem út hefur komið um efnið á síðari ámm, bók Halldórs Guðmundssonar Skáldalíf, í riti sínu ÞÞ - í fátæktarlandi (svo ég fari nú hárrétt með titilinn). Hann ber því við að hann ætli að koma með bókffæðilegar upplýsingar í öðm bindi, eins og ég hafi ekki lesið eftirmála verks- ins sem ég gerði að sjálfsögðu vandlega. Bók- ff æðin kemur þessu máli bara ekkert við, hvað þá að Pétur skuli vitna í Laxness-bók Halldórs sem hér er ekki til umræðu. Ég efast ekki um að Þórbergs-bók Péturs er að verulegu leyti byggð á frumrannsóknum, en ef hann ætl- ast til að hún sé tekin alvarlega sem ffæðirit em þetta mjög undarleg vinnubrögð, væg- ast sagt. í eftirmálanum telur Pétur upp ýmis rit og jafnvel leiksýningar, sem haft hafi áhrif á sig í leit sinni að Þórbergi, en nefnir Skáld- alíf ekki einu orði. Hafði verkið engin áhrif á Pétur? Finnst honum það kannski svo lítilfjör- legt að ekki taki að ræða það? Fann hann enga „punkta" í Skáldalífi sem hefðu verið þess virði að drepalítillegaá? Þá tekur Pétur því óstinnt upp að ég skuli spyrja hvað hann sé að fara með því að kalla verk sitt „skáldfræðisögu" í upptalningu fyrri verka á bls. 2 (gegnt titilsíðunni). Hann spyr hvar hann hefði frekar átt að gera það. Nú er venjan sú, svo sem Pétri er vitaskuld fúllkunn- ugt um, að tegundarheiti (genre) verka er langoftast haft á titilsíðu, undir bókarheitinu (gjarnan með smærri stöfum eða í öðrum stíl), kjósi höfundar á annað borð að draga verk sitt „Ég efast ekki um að Þór- bergs-bók Péturs er að veru- legu leyti byggð á frumrann- sóknum, en efhann ætlast til að hún sé tekin alvarlega sem fræðirit eru þetta mjög undarleg vinnubrögð, væg- astsagt." í einhvern slíkan dilk. Að stinga tegundar- eða flokkunarheiti inn í upptalningu fyrri verka er stórfurðulegt, eins og verið sé að fara í felur með það; ég minnist þess reyndar ekld að hafa séð það gert áður. Ur athugasemd Péturs virðist því mega lesa að hugtakið „skáldfræðisaga" eigi ekld að vera brandari, eins og ég leyfði mér að spyrja í greininni. En hvernig á eiginlega að skilja það? Það gæti hugsanlega auðveldað mér og jafnvel fleirum að bregðast við ritinu ef hann vildi útskýra það. Ég tel mig hafa það alger- lega á hreinu hvers konar verk Skáldalíf Hall- dórs Guðmundssonar er. En ég veit hreint ekki hvemig ég á að meðtaka þetta verk Péturs. Sem nýjan Ofvita, eða tilraun til að endurskrifa Of- vitann og íslenskan aðal í sögulegu samhengi, af sjónarhóli síðari tíðar? Eða sem alþýðlegt inngangsrit handa yngri kynslóðum? Mér væri þökk í því ef Pétur Gunnarsson gæti leitt mig í allan sannleika um það. Jón ViðarJónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.