Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2008, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.2008, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 Helgarblað DV Tónlistarakademía DV segir Hlustaðu á þessa! Trappa - Steintryggur Celebrating life - Borko Þursabox - Hinn íslenzki Þursaflokkur Laugardagslögin -Ýmsir III Communication - Beastie Boys NYTTFRA PORTISHEAD Breska hljómsveitin Portishead gefur út lagið Machine Gun á síðunni Portishead.co.uk 10. april. Þetta er fyrsta lagið af væntanlegri plötu sveitarinnar sem heitirThird og á að koma út 28. apríl í Bretlandi. Sveitin, sem er að fara leggja upp í Evróputúr, hefur einnig tilkynnt að gefln verði út sérstök takmörkuð viðhafnarútgáfa af plötunni. Aðdáendur sveitarinnar hafa beðið lengi en Portishead sendi siðast frá sér plötu árið 1997. lOOinilljónirá YonTnbe? Heimagerða myndbandið Music Is My Hot Hot Sex meö hljómsveitinni CSS hefur náð þeim ótrúlega merka áfanga að fá yfir 100 milljón skipti f áhorfi á myndbandavefnum YouTube.com. Ekki er þó vfst hvort árangurinn sé verðskuldaður eða ekki þvf óvíst er enn þá hvort átt hafi verið við áhorfstölurn- ar. Ástæðan fyrir því er að myndbandið náði þessum vinsældum grunsamlega hratt og bætti metið sem fyrir var um 20 milljónir. AjihexTwlná CoacheUa Raftónlistarreynsluboltinn AphexTwin er meðal þeirra listamanna sem bæst hafa við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Coachella. Aðalnöfnin á hátfðinni að þessu sinni eru Jack Johnson, Portishead og Roger Waters en einnig voru að bætast við listann Goldfrapp og Kate Nash. Hátíðin er ótrúlega vel skipuð því einnig koma fram The Verve, Kraftwerk, Death Cab For Cutie og My Morning Jacket. Plötusnúðurinn og pródúsentinn DJ PREMIER spilar á Gauki á Stöng annað kvöld. Dj Premier er maðurinn á bak við helstu slagararappara á borð við JAY Z, NAS, NOTORIOUS B.I.G. og hljómsveitar- innar GANGSTARR. Um er að ræða einn áhrifa- mesta hip hop-takt- smið fyrr og síðar. Annað kvöld spilar bandaríski plötusnúð- urinn Dj Premier á Gauki á Stöng. Premier er án nokkurs vafa einn áhrifamesti rapp- pródúsent síðari tíma. Á svokölluðum gullaldarárum rapptónlistar, sem voru ífá árdögum tíunda áratugarins og fram á miðbik hans, var Premier hvað atkvæðamesmr og mátti segja að taktur, eða undirspil frá honum, hafi verið ávísun á ákveðin gæði, hljóm og ferskleika. Hann hefur ekki aðeins unnið með mönnum á borð við Jay Z, Notorius B.I.G. og Nas, heldur er hann maðurinn sem er á bak við þeirra þekktustu og bestu lög. í seinni tíð hefur hann fikrað sig hægum skrefum áfram í poppinu, gert meðal annars tónlist fyrir Christinu Aguilera og Janet Jackson. Hann hefur þó ekki selt sig ódýrt, eins og margir kollegar hans. Premier sló í gegn ásamt hljómsveitinni Gangstarr, þar sem hann var ásamt æskufélaga sínum, rapparanum Guru. Plötusnúðurinn Danni Deluxx hefur verið mikiil aðdáandi Premiers í gegnum árin. „Dj Premier er virtasti hip hop-pródúser í heiminum, punktur. Hann hefúrpródúsað fyrir allan skal- ann, frá Jeru the Damaja til Limp Bizkit og Christinu Aguilera án þessaðnokkur hafi kallað hann „sell-out", og treystið mér, í hip hop-geiranum gerist það bara ekki," segir Daníel, sem er ansi spenntur fyrir tónleikunum. „Ég sá hann árið 2006 í Amsterdam, það var alveg rosalegt." Ásamt Premier verð- ur rapparinn Blaq Poet, úr hljómsveitinni Screw- ball. Þar sem tónleikamir eru í tilefni 7 ára afmælis Kronik Entertainment, verður mikið lagt upp úr gömlu og rótgrónu hip hopi. Upphitun DJ PREIvilER Maöurinn á bak viö heit ustu rappsmelli tíunda áratugarins. verður því í höndum Nod Ya Head Crew, sem eru þeir Dj Fingaprint, Dj. B-Ruff og Dj Magic. Þá mun einnig hljómsveitin Bæjarins bestu rifja upp gamla takta, til að reka HINN EINISANNI PLÖTUSNÚÐURINN DANNIDELUXXX . ,,Dj Premier er virtasti l hip hop-pródúser í ^ heimirtum, punktur." TOPP10 LOG DJ PREMIER 1. Notorious B.I.G. - Unbelievable 2. KRS-ONE - Outta Here 3. Gangstarr - Mass Appeal 4. Jay-Z - Million and one question 5. Nas - Memory Lane/Nas Is Like 6. Janet Jackson - Together Again (Remix) 7. Royceda 5'9 - Boom 8. Mos Def- Mathematics 9. Group Home - Supa Star 10. Jeru The Damaja - Come Clean smiðshöggið á kvöldið. Húsið verður opnað klukkan 23.00, aldurstakmark 20 ár og miðaverð við dyr er 3.000 krónur. Þeim, sem vilja tryggja sér miða, er bent á miði.is. dori@dv.is Ví- - .ÁW RAPPARINN NAS Væri ekki sá sem hann er í dag ef Dj Premier nyti ekki við. Hafna þurfti tæplega 100 hljómsveitum sem sóttu um að spila á Aldrei fór ég suður. Endanlegur listi yfir þær hljóm- sveitir sem spila á Aldrei fór ég suður er tilbúinn. Hátíðin fer fram dagana 21. og 22. mars á fsafirði en gistipláss er við það að vera uppbókað í öllum bæjarplássum í kring. Ekkert kostar á hátíðina frekar en vanalega en það er stefna hennar af hafa aldrei sömu sveitirnar tvö ár í röð. „Ég held að við séum bara með um fimm sveitir sem hafa spilað áður á hátíðinni og þá bara einu sinni," sagði Mugison, einn skipu- leggjenda hátíðarinnar, í samtali við DV. Mugison segir að hann og Ragn- ar Kjartansson úr hljómsveitinni Trabant hafi í upphafi bara haldið hátíðina í gríni en hún hafi fljótlega undið upp á sig. „Við héldum þetta bara til að fá Gus Gus og einvherjar sveitir vestur en svo á þriðju hátíð- inni ákváðum við að setja þá reglu að enginn spil- aði tvö ár Abbababb Biogen Blue Influence BobJustman Ben Frost Benny Crespo's Gang Dísa Flateyjar-rapp Hálfkák Hellvar Hjaltalín Hjálmar T DÍSA Spilar í fyrsta skipti á Aldrei fór ég suður. Hraun Johnny Sexual Karlakórinn Ernir og Óttar Proppé Lára Rúnarsdóttir Megas Morðingjar Múgsefjun Mugison Mysterious Marta Retro Stefson Sign Skátar Skakkamanage Sprengjuhöllin SSSól Steintryggur Sudden Weather Change Vax Vilhelm Ultra Mega Techno Bandið Stefán XXX Rottweiler- hundar röð" en aðeins komust að 33 bönd af 130 sem sóttu um. asgeir@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.